Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 Umferðar- óhöpp í Reykjavík rúmlega 1900: .... , ig|p 4 mm& ■ J f'flk I 1,5 ,v Jii|; Í §11 ^ Flest óhöppin verða á gatnamótum Hafnar- strætis og Lækjargötu Mesta árekstrahorn landsins, gatnamót Hafnarstrætis og Lækjargötu. Flestir árekstrarnir á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu er í veg fyrir umferð austur eða vestur um Hringbraut. Undaníarin ár hefur tíðni umferðaróhappa í Reykjavík minnkað nokkuð. Árið 1975 urðu í Reykjavík 3422 umferðaróhöpp, árið eftir voru þau 2950 og í fyrra urðu þau 2687. Það sem af er þessu ári hafa umferðaróhöpp orðið um 1900. en það bendir til að heildarfjöldi umferðarslysa verði svipaður í ár og í fyrra. Þá hefur taia slasaðra einnig minnk- að töluvert á undanförnum árum. 1975 slösuðust sartitals 362, en 253 árið 1976. í fyrra slösuðust 215 í umferðarslysum, en aðeins 119 hafa slazast það sem af er þessu ári. En hver ætli orsök óhappanna sé og hvar ætli þau flest verði? Samkvæmt skýrslum fyrir árin 1977 urðu flest umferðaróhöpp á gatnamótum Réttarholtsvegar og Miklubrautar, eða alls 47. Enginn slasaðist þó í þessum árekstrum. Næstflestir urðu árekstrarnir á Skúlatorgi, en einnig þar urðu engin meiðsli á mönnum. Gatna- mót Hafnarstrætis og Lækjargötu eru númer þrjú í röðinni, en þar urðu óhöppin 27 og þrír slösuðust. Á gatnamótum Suðurlandsbrautar (Laugavegar) og Kringlumýrar- brautar urðu einnig 27 óhöpp og í þeim slasaðist einn maður. Hafnarstræti — Lækjargata mesta árekstrarhornið Þessi röð hefur talsvert breyzt á þessu ári og einkanlega er athygl- isvert að verulega hefur dregið úr árekstrum á gatnamótum Réttar- holtsvegar og Miklubrautar. Nú hafa flest umferðaróhöppin orðið á gatnamótum Hafnarstrætis og Lækjargötu, en næst á eftir eru gatnamót Hringbrautar og Njarð- argötu, gatnamót Suðurlands- brautar (Laugavegar) og Kringlu- mýrarbrautar, gatnamót Bústaða- vegar og Reykjanesbrautar og gatnamót Miklubrautar og Löngu- hlíðar. Það er athyglisvert að umferðarljós eru við þrenn þessara gatnamóta, en við hin tvö er biðskylda og stöðvunarskylda. Svo vikið sé að gatnamótum Hafnarstrætis og Lækjargötu, þá hagar þar þannig til að biðskylda er gagnvart Hafnarstræti, það er Hafnarstræti er aðalgata. Segja má að órökrétt sé að Hafnarstræti hafi réttinn gagn- vart Lækjargötu, sem er breið og minnir heinna helzt á breiðgötu í einhverri af stórborgum Evrópu. En Hafnarstræti er aðalökuleið strætisvagna Reykjavíkur og ófært þætti að láta strætisvagn- ana bíða' langtímum saman á þessum gatnamótum. Þá er Lækj- artorg annar af aðalviðkomustöð- um strætisvagnanna. Ef umferð um Hafnarstræti yrði að víkja fyrir umferð um Lækjargötu, gæti hæglega skapast mikið umferðar- öngþveiti í Hafnarstræti á anna- tímum, og bifreiðarunan þá jafn- vel náð að teygja sig vestur að Aðalstræti og þar með einnig loka umferð um þá götu. Því er það svo að flestir árekstrar á mótum Hafnarstrætis og Lækjargötu verða vegna þess að ökumenn bifreiða, sem aka um Lækjargötu, telja sig vera á aðalþraut. Það er oft ekki fyrr en að viðkomandi ökumenn eru alveg komnir að gatnamótunum, að þeir uppgötva að Hafnarstræti á rétt- inn og þá getur verið of seint að afstýra árekstri. Eigi að síður hefur verið reynt að minna þá sem aka Lækjargötuna á að þeir eiga ekki réttinn og hafa í því skyni verið máluð merki á Lækjargötuna norðan við gatnamótin, til glöggv- unar ökumönnum er koma akandi úr norðri. Utanbæjarmenn oft aðilar að árekstrum Það er einnig athyglisvert að óvenjumargar þeirra bifreiða, sem lenda í árekstri á þessu horni, eru skráðir annars staðar en í Reykja- vík. Vitanlega eru bifreiðar, sem skráðar eru í Kópavogi, Hafnar- firði, Seltjarnarnesi eða Mosfells- sveit þar fjölmennastir, en þessum gatnamótum virðast utanbæjar- menn eiga erfitt með að átta sig á. Einnig er áberandi að óvenju- margir ökumanna sem lenda í árekstrum á þessu horni, eru ungir að árum. Þegar blaðað var í skýrslum lögreglunnar kom í ljós að af 44 ökumönnum er áttu hlut að árekstri á gatnamótunum voru 17 fæddir árið 1958 eða seinna. Liggur við að þessir ungu ökumenn séu 40% af heildarfjölda ökumanna, er lenda í árekstri á gatnamótunum. Þá er einnig athyglisvert að flestir af þessum 17 ökumönnum lentu í árekstri síðla dags eða um kvöld, það er að segja á þeim tíma sem „rúnturinn" er í fullum gangi. Af þeim 22 árekstrum sem athugaðir voru, urðu aðeins slys á ökumönnum eða farþegum í einu tilviki, en þá slösuðust tveir og fengu báðir taugaáfall. Annars eru flestir árekstranna smávægilegir, enda eru bifreiðarnar yfirleitt ekki á mikilli ferð, er þær koma að gatnamótunum. Beygt í veg fyrir umferð Sem fyrr segir eru gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar einnig ofarlega á blaði yfir þau gatnamót, þar sem flest óhöpp hafa orðið á þessu ári. Aðstæður þar eru þó allfrábrugðnar þeim sem eru við gatnamót Lækjargötu og Hafnarstrætis. Umferðarljós eru þar til staðar, en bili þau á Hringbraut réttinn gagnvart Njarðargötu. Flest óhöppin við þessi gatnamót verða, er bifreiðar aka austur eða vestur Hringbraut- ina og beygja inn á Njarðargötu í veg fyrir umferð um Hringbraut-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.