Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR OG 12 SÍÐNA SKÁKBLAÐ atitMafcífe 240. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Smith fellst á fund aUra deiluaðilana Nkomo segir hugmyndina fráleita Washington 20. okt. — Reuter. IAN SMITH forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Ródesíu og þrír svartir forsvarsmenn hennar samþykktu í dag eftir fund með fulltrúum Bretlands og Bandaríkjanna að koma á fund með öllum deiluaðilum Ródesíumálsins til að freista þess að jafna ágreiningsmál- in. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði að Smith og samstarfsmenn hans myndu nú reyna að komast í samband við aðra málsaðila, þar með talda fulltrúa Föðurlandsfylkingarinnar. Smith hefur ekki fyrr léð máls á því að slíkur fundur verði haldinn. að slík ráðstefna væri fráleit og þvættingur væri að tala um hana að sinni. Nkomo sagði að þessi tilkynning kæmi aukinheldur á sérstaklega furðulegum tíma, eða nokkrum stundum eftir árás á búðir liðsmanna hans, þar sem á 3. hundrað manna lét lífið. Hins vegar virtust líkur á því, að samkomulag um slíka ráðstefnu næðist, ekki miklar því að jafn- skjótt og þessi fregn barst til eyran Nkomo, leiðtoga Föður- landsfylkingarinnar, sagði hann Dollara- kreppan versnar London, 20. október. Reuter, Dollarakreppan versnaði í dag þar sem talsvert innan við tvo dollara fékkst fyrir pundið og dalurinn fór á aðeins 1.8 mörk. Ástæðurnar eru almennt vantraust á dollaranum sem fyrr og áframhaldandi óánægja vegna þess að Carter forseti hefur enn ekki látið verða af því að kunngera væntanlegar ráðstafanir gegn verðbólgunni. Þótt Þjóðþingið hafi sam- þykkt orkulagafrumvarp Carters og þrátt fyrir ýmsar ráðstafanir evrópskra yfirvalda til að treysta dollarann hefur mikið uppnám verið á gjald- eyrismörkuðum í þessari viku. Sú atlaga hefur víða verið fordæmd og meðal annars lét Waldheim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá sér heyra. Ian Smith býst nú senn til brottfarar frá Bandaríkjunum eftir fjórtán daga veru þar. Smith og menn hans áttu í dag tveggja stunda fund með bandarískum og brezkum embættismönnum í Washington. I yfirlýsingu um fundinn sagði að ríkisstjórn Bret- lands og Bandaríkjanna áformuðu að halda fundi með hinum málsað- ilum áður en frekari þróun gæti orðið í málinu. Talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins sagði í kvöld að Smith og menn hans hefðu fallizt á að undirbúnar yrðu frjálsar kosningar í landinu og gengið yrði frá vopnahléi, myndun bráðabirgðastjórnar og komið yrði upp herliði til að þjóna nýrri óháðri ríkisstjórn í Ródesíu. IAN SMITH — Myndin er tekin á blaðamannafundi í Washington í gærkvöldi. Ian Smith forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Ródesíu er hér með þeim Muzorewa og Jeremiah Chirau. Var efnt til fréttamannafundar er lauk viðræðum þeirra Ródesíumannanna með fulltrúum Bandaríkjanna og Bretlands. Símamynd AP Dæmir ekki and- stæð pólitísk kerfi Páfagarði 20. pkt. Reuter. JÓHANNES PALL páfi II sagði í dag á fundi með 100 diplómötum Páfagarðs að það væri ekki í verkahring Páfagarðs að kveða upp dóma yfir einstökum pólitfskum kerfum og stefnum. Orð hans hafa verið túlkuð svo að hann muni freista þess að halda sömu stefnu og forverar hans: að efla bróðurþel og skilning þjóða í Hann sagði að enda þótt stjórn- málasamband væri milli ríkja væri ekki þar með sagt að menn væru á einu máli um viðkomandi stefnu og stjórn. En það væri hins vegar ekki meginmálið heldur að halda þrátt fyrir allt friðsamleg- um og sæmandi tengslum og reyna að efla manngildi einstaklingsins heimi til farsældar. Hann hvatti til þess að trúfrelsi yrði alls staðar í heiðri haft og sagðist mundu leggja sig fram um að sýna hverri þjóð þá virðingu sem hún ætti rétt á að njóta og sagði að hlutverk sitt væri að boða kærleika um ger- vallan heim. milli, þar með talin kommúnista- ríki. Jóhannes Páll II verður settur inn í embættir á sunnudag og tvær fjölmennar sendinefndir koma frá Póllandi til að vera viðstaddar auk fjölda margra annarra fulltrúa erlendra þjóða. Allmargir pólskir pílagrímar eru og á leið til Rómar. - Símamvnd AP RÖDESIUHERMENN bíða hér eftir að þyrla komi og sæki þá og lík skæruliðans sem sést fremst á myndinni sem þeir felldu á bardaga. Washingtonfundirnir; Dayan í skyndi- f erð til Tel A viv Washington, Tel Aviv, 20. okt. Reuter AP. MOSHE Dayan, utanríkisráðherra ísraels, og Ezer Weizman, varnarmála- ráðherra, siigðu í viðtali við sjónvarpið í ísrael, að þeir myndu fara frá Washington um helgina og væri ætlunin að þeir greindu Begin og öðrum ráðamönnum f fsrael ftarlega frá gangi mála. Dayan sagði, að þeir myndu væntanlega fara á ný til Washington síðari hluta næstu viku. Þá var sagt frá því í Washington, að Bandaríkjamenn hefðu lagt fram endurskoðuð drög að nýjum friðar- samningi milli Egypta og ísraela. Skömmu eftir að þau drög höfðu verið lögð fram, sagði Dayan, að Washington ráðstefnan væri í nokkurri klemmu vegna „ágreinings um grundvallarhugmyndir" eins og Dayan orðaði það. Osama al Baz, einn af aðstoðar- mönnum egypzka utanríkisráðuneyt- isins, fór í morgun áleiðis til London til að ræða um síðustu tillögurnar við Hosni Mubarak, varaforseta Egyptalands, sem er staddur í London á ferð um ýms Evrópuríki. Er fréttamenn reyndu að komast að því hver væru helztu atriðin í nýja uppkastinu að friðarsamningi fengu þeir ekki svör utan þau, að nokkuð hefði þokazt í rétta átt, en gera yrði betur svo að frá friðar- samningi yrði gengið. Einvígi Fischers og Gligoric? Belgrad 20. okt. Reuter Júgóslavneski stórmeistarinn Gligoric skýrði frá því í dag, að Bobby Fischer fyrrv. heims- meistari í skák, íhugaði að snúa sér að skák á ný og myndi líklega byrja með því að tefla vináttueinvígi við sig, en einnig kæmi til greina keppni tólf beztu skákmanna heims. Gligoric sagðist búast við að ákvörðun yrði tekin og birt í næstu viku. Fischer hefur síðustu daga verið í Júgóslavíu en- forðast mjög fréttamenn. Fréttir hafa orðið æ áleitnari þess efnis að hann hygðist hefja taflmennsku á ný en hann hefur ekki tekið þátt í skákmóti síðan hann sigraði Spassky í einvíginu í Reykjavík 1972. Utfœrsla í vor við Jan Mayen? Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Ósíó 20. október. „MÖRG viðkvæm, milliríkjamál verður að leysa áður en Norðmenn geta tekið ákvörðun um 200 mílna efnahagslögsögu umhverfis Jan Mayen. Ríkisstjórnin fær málið til meðferðar í fyrsta lagi einhvern tíma í nóvember," segir Arne Treholt, ráðuneytisstjóri í norska hafréttarráðuneytinu. „Fiskimálastjórn hefur tekið af- stöðu til fiskveiðihliðarinnar og hvatt til þess að útfærslan verði ákveðin vorið 1979, en landvarna-, fiskimála- og utanríkisráðuneytið verða einnig að segja álit sitt auk hafréttarráðuneytisins. •4 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.