Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 í lok júnímánaöar 1958 fór héðan skáksveit til keppni á Heims- meistaramóti stúdenta. Sveitin var þannin skipuð: L Friðrik Ólafsson 2. Ingvar Ásmundsson 3. Freysteinn Þorbergsson 4. Stefán Briem 5. Bragi Þorbergsson 6. Árni Grétar Finnsson 1 mótinu hafnaði sveitin í 2. sæti í B-flokki á eftir Rúmenum. Hér fer á eftir kafli úr fréttabréfi frá mótinu, með lýsingu á eftir- minnilegustu og erfiðustu skákferð, sem ég hef nokkru sinni farið. Ferðin til Kaupmannahafnar gekk í alla staði ákjósanlega. Komum við þangað að eins tveim stundum eftir Ingvar Asmundsson Ingvar Ásmundsson: Á skákferöalagi fyrir tuttugu árum áætlun Flugfélagsins. Þá um kvöldið héldum við áleiðis til Austur-Þýzka- lands og komum til Warnemúnde laust fyrir miðnætti. Frá Warnemúnde til Austur-Berlínar komumst við nokkurn veginn klakk- laust árla næsta morguns. Hófst nú þriggja daga eltingar- leikur við skriffinna hinna ýmsu sendiráða, en fyrir ferðina hafði okkur verið lofað, að allar vegabréfs- áritanir yrðu til taks, þegar við kæmum til Berlínar. Órakaðir og vansvefta vorum við leiddir til myndatöku og linnti henni ekki fyrr en teknar höfðu verið 10 myndir af hverjum okkar. Á fjórða degi höfðu skriffinnarnir loksins fengið nægju sina. Myndirnar höfðu þeir límt í þar til gerð albúm og héldum við af stað með búnkann í býtið. næsta morgun. Eftir mikið þras hafði okkur tekizt að herja út svefnvagnsmiða frá Berlín til Sofía, höfuðborgar Búlga- ríu. Hugðum við nú gott til svefns og matar, enda dasaðir eftir Berlínar- vistina. Eftir allnána athugun kom í ljós, að matur var ekki í lestinni. Á landamærum Ungverjalands og Júgóslavíu vorum við reknir úr svefnvagninum og hann kyrrsettur, eða sendur N til baka. Varð nú skiljanlega lítið sofið það sem eftir var ferðarinnar. Til Varna komum við á laugardagskvöld, og voru þá liðnar 60 stundir frá því við fórum frá Berlín. Munum við lengi minnast Búlgaranna með þakklæti fyrir þá hugulsemi, að hafa ekki látið taka af okkur myndir við komuna. Samdægurs hafði Freysteinn Þor- bergsson komið til Varna frá Moskvu, hafði hann einnig orðið fyrir töfum á leiðinni. Skákmótið fer fram á Gullströnd- inni, frægum baðstað skammt frá borginni Varna. Hér við Svartahafið myndum við njóta ákjósanlegrar hvíldar, eftir erfiða ferð, ef skákmót- ið væri ekki þegar hafið. Unaðslegri stað er varla hægt að hugsa sér. Allur aðbúnaður er með mestu ágætum og viðurværi gott. Að stúdentamótinu loknu tvístrað- ist hópurinn. Friðrik átti að tefla á millisvæðamóti í Portoroz í Bcnt Larscn. Júgóslavíu. Honum fylgdum við Freysteinn, hann sem aðstoðar- maður, en ég sem fréttamaður, pressunnar heima, dagblaða og útvarps. Sem kunnugt er var þetta ein fræknasta sigurferð Friöriks Ólafssonar um dagana. Hann hlaut 5.-6. sæti ásamt undrabarninu Bobby Fischer og rétt til þess að tefla á áskorendamóti árið eftir. Árni, Stefán og Bragi fóru heim sömu leið og við komum. Hér fer á eftir stuttur kafli úr fréttabréfi frá 8. umferð í mótinu í Portoroz. Það var greinilegt, að hvorki undrabarninu hhscher né stór- meistaranum Larsen var sérlega rótt, þegar þeir settust hvor gegn öðrum. Þeir höfðu heldur ekki setið lengi, þegar þeir tóku að standa upp til skiptis og ganga um gólf viðutan og þungir á brún. Það er því ólíklegt að Bent hafi verið alveg viss um að fyrirheitin, sem hann gaf um hádeg- ið, yrðu að áhrínsorðum með kvöld- inu. I dag skal krakkinn fá verðuga ráðningu, sagði stórmeistarinn þegar hann vaknaði og endurtók það hátt og skýrt yfir súpudiskinum nokkrum mínútum síðar. Þessari skörulegu yfirlýsingu var augljós- lega ætlað að berast til eyrna undrabarninu áður en blásið yrði til bardaga. Nú skyldu vísindin notuð í þágu listarinnar, barnasálfræðin í þágu skáklistarinnar. En Bobby Fischer er enginn venjulegur krakki. Hann skildi það mæta vel, að yfirlýsing stórmeistarans var tvíeggjað vopn. Strax á 15. leik gefur undrabarnið andstæðingi sínum erfitt val, jafn- tefli eða glæfralegt tafl og stór- meistarinn með sína erfiðu yfirlýs- ingu á bakinu getur auðvitað ekki verið þekktur fyrir jafntefli í örfáum leikjum. Hann neyðist til að velja hina leiðina. Þótt hún sé allt annað en falleg. En þá fer krakkinn að tefla til vinnings og eirir engu, fórnar fyrst peði en síðan skiptamun og linnir ekki látum fyrr en Larsen gefst upp. Þetta var sannarlega sársaukafull ráðning fyrir stór- meistarann. Bobby Fischcr. ÞAÐ fer víst ekki framhjá neinum á íslandi, að þessa dagana stendur yfir einvígi á Filipseyjum um heimsmeistaratitilinn í skák. (Kann að vera lokið þegar þetta birtist.) Þar eigast við hinn rússneski heimsmeistari A. Karpov og áskorandinn V. Kortsnoj sem að vísu er Rússi, en landflótta, svo að líta má á hann sem fulltrúa hins vestræna skák- heims. Ekki hafði einvígið staðið lengi, er fréttir fóru að berast um að grunnt væri á því góöa milli keppenda og síðan hafa klögu- málin gengið á víxl, skipu- leggjendum og yfirdómara ein- vígisins, Lothar Schmid, til hinna mestu hrellinga. Geislavirkni á skákstað hefur I>ráinn Guðmundsson Guðmundur gerði hlé á máli sínu, tók tveim fingrum um nefið ofarlega, kreisti það upp á augabrún, ræskti sig eins og hann væri að pressa fram úr höfði sínu lausn, en sagði svo: „Hvað eigum við að gera drengir? Láta rannsaka málið, sem er dýrt, eða hundsa það?“ Hér þagnaði Guðmundur aftur, en bætti síðan við lágt og eins og við sjálfan sig: „Eru Rússar hér að gera tilraun til að eyðileggja einvígið og ógilda skákirnar, sem búið er að tefla? Slíkt mundi Fischer aldrei líða, enda hef ég sjálfur enga trú á því, að hér séu brögð í tafli.“ Allir urðu sammála um að láta framkvæma nákvæma rannsókn á ljósabúnaði sviðsins og öðru sem þar var, ekki síst stól Spasskys. Jafn- framt var lögregluvörður í Höllinni efldur og skyldi hann m.a. dag og nótt hafa gætur á sviðinu. I spennuþrungnu andrúmslofti þessara ágústdaga virkaði bréí Gellers sem sprengja og komst strax á forsíður stórblaða um allan heim og menn spurðu og spyrja enn: „Hvað var að gerast? — Af hvaða hvötum var þetta bréf skrifað?" Þessari spurningu og fleiri veltum við stjórnarmenn mikið fyrir okkur. Voru Rússar með þessari alvarlegu ásökun oð reyna að eyðileggja einvígið og fá tefldar skákir ógildar, en það hlaut að þýða að Fischer hlypi á brott? Eða voru þeir að breiða yfir þá Staðreynd, að þeir höfðu nokkrum dögum áður verið með eitthvert pukur, er lýsti sér þannig, að forvitnir drengir fyrir utan Höllina komu að rússneskum jeppa og sýndist bíllinn hreyfast, en sáu engan undir stýri. Kíktu þeir þá inn um hálfbyrgðar rúður og sáu milli sætaraða mannskepnu á fjórum fótum grúskandi ofan í Hallarinnar og engum hleypt inn nema þeim, er erindi áttu að mati stjórnarinnar. Biðskák lauk kl. 3.30 þennan dag. Áhorfendur, sem voru margir, fóru út spyrjandi hver hannan: „Hvað er að gerast?“ Það var eitthvað óvænt í aðsigi, eitthvað sem gat komið öllu i uppnám og endað með sprengju sem tætti allt það í sundur, sem búið var að byggja upp. Stjórnarmenn reyndu að láta sem minnst á sér bera og verða ekki á vegi fólks, sem lét spurningum rigna um það sem virtist liggja í loftinu. Við svörúðum því til, að þetta væru ekki meiri erfiðleikar en alltaf hefðu verið að skjóta upp kollinum og sannast sagna voru stjórnarmenn sannfærðir um að hér væri ekkert það á seyði sem gæti eyðilagt Guðlaugur Guðmundsson Þráinn Guðmundsson og Guðlaugur Guðmundsson: Stóllinn hans Spasskys verið mæld og þráðlaus hugskeyti dularsálfræðings hafa mjög komið við sögu austur þar. Er þetta ekki ótrúlega líkt öðru einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák, sem flestum Islendingum er enn í fersku minni? Leiksviðið var þá Reykjavík, en sex ár eru nú liðin síðan hið sögufræga einvígi milli hins rússneska heimsmeistara B. Spassky og áskorandans B. Fischer, fulltrúa hins vestræna skákheims, var háð árið l972. Yfirdómari þá sem nú var Lothar Schmid, og klögumálin gengu þá sannarlega á víxl og oft hékk það á bláþræði, hvort áfram yrði haldið, líkt og í Baguio að undanförnu. Jafnvel stólar kepp- enda hafa valdið deilum nú, þótt á annan hátt sé en í Reykjavík 1972 eða hver man ekki spennu þeirra ágústdaga, þegar „skákhneyksli aldarinnar" var „afhjúpað" á sviði Laugardalshallar? Það sem hér fer á eftir er tekið úr óprentuðu handriti um heims- meistaraeinvígiö milli Spasskys og Fischers. Höfundar voru báðir í stjórn Skáksambands Islands þetta ógleymanlega sumar og skráðu skömmu eftir atburðina ýmislegt sem gerðist á „leik- sviðinu“, bæði fyrir opnum og lokuðum tjöldum. ÞG. Hinn 22. ágúst 1973 kl. 22.30 boðaði forseti Skáksambands íslands stjórnarfund heima hjá sér að Langholtsvegi 161. . Guðmundur var daufur í dálkinn og úr svip hans mátti lesa, ‘ að eitthvað mikið var í aðsigi. Hann hóf mál sitt með að segja: „Nú er úr vöndu að ráða. Geller hefur skrifað bréf, þar sem hann ásakar Fischer og hans menn um að trufla Spassky jafnvel með geislum eða kemiskum efnum, svo að einbeitingarhæfni hans lamaðist." dularfull tæki. Unglingunum fannst hér eitthvað merkiiegt á seyði og hlupu til lögreglunnar, sem aftur brá hart við. Lögregluþjónar voru sendir í flýti til bílsins, en sáu þá að þetta var sendiráðsbíll og hurfu frá. En inni í Höllinni sátu í annarri bekkjaröð tveir Rússar. Athygli vakti, að í munni annars þeirra var langur ferstrendur svartur hlutur er líktist í lögun eldspýtu. Gekk þessi hlutur út og inn í munni mannsins, sem beindi honum að keppendum. Þegar hér var komið var sett leynilögregla í Höllina, er skyldi fylgjast með öllu er óeðlilegt mætti teljast í fasi manna. Nokkru síðar var það í miðri keppni að skyndilega kemur þriðji maður og gengur að öðrum bekk, gefur sessunautunum tveim merki, sem varð til þess að þeir risu skyndilega úr sætum og hurfu á braut og varð ekki síðan vart við þá. Hvað hér var á seyði verður aldrei upplýst, en okkur kom ekki annað í hug en að þeir kynnu að hafa komið hér upp búnaði til að ná leikjunum strax og senda til fréttaþyrstra skákunnenda í Rússlandi. Enn ein spurning vaknaði við bréf Gellers. Gat hér verið að rússneska skáksveitin væri að undirbúa heim- komu Spasskýs sigraðs og án heims- meistaratitils? Þótt þeir sjálfir trvðu jafnvel ekki á efni bréfsins gat það í heimalandi hans lætt inn þeirri trú, að Spassky hefði meira fyrir vélabrögð en styrkleikaskort misst hinn dýrmæta titil til erkióvinarins handan hafsins. Einn var það í rússnesku sveitinni, sem ekki felldi sig við þessi vinnu- brögð og taldi þau fyrir neðan virðingu landa sinna. Sá maður var alþjóðlegi skákmeistarinn Nei — félagi og vinur Spasskys. — Hann hlaut að hverfa úr landi stuttu síðar. Skömmu eftir umræddan stjórn- arfund var rannsókn hafin. Það var að áliðnum degi. Loftið var þrungið spennu, verðir voru við allar dyr einvígið, en spennan og eftir- væntingin var mikil og spurningin var: „Hvað ætluðu Rússar sér?“ Stjórnarmenn voru allir mættir kl. 4 og. tveir fulltrúar úr bandaríska sendiráðinu voru mættir stundvís- lega. Upp úr því fóru að tínast að þeir sérfræðingar, er rannsóknina höfðu unnið. Fyrstur kom sá sem röntgenmyndað hafði stóla meistar- anna og breiddi myndir af stólunum á borð. Kom þá í ljós aukahlutur í stól Spasskys, er líktist málmþynnu og fór þá hjartað að slá örar í brjóstum viðstaddra. Dauðaþögn sló á hópinn og mörgum varð litið fram í hálflýstan tóman salinn yfir marglitar auðar stólaraðir, sem virtust fá máf í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.