Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 30
Jón L. Arnason: Árið 1962 Var í fyrsta sinn tefld útvarpsskák milli íslands og Noregs. Þá tefldu saman Ingi R. Jóhannsson og Svein Johannessen og varð skákin þess valdandi að ekki var lagt út í aðra útvarpsskák fyrr en 11 árum seinna. Kapparnir hermdu nefnilega eftir skák sem Fischer og Kortsnoj höfðu teflt, fram í 35. leik! Samt sem áður sigraði Ingi og sannaði þannig, að Fischer hafði byggt stöðu sína betur upp en Kortsnoj. Norðmenn höfðu að sjálfsögðu harma að hefna og 1973 fór norska ríkisútvarpið þess á leit við hið íslenska að reynt skyldi aftur. Að Utvarpsskákin: Noregur—Island Svart: Jón L. Arnason Hvítt: Leif Ögaard þessu sinni tefldi Gunnar Gunnars- son við Terje Wibe og úr varð allsnörp viðureign. Þó skákin hafi ekki staðið nema í 22 leiki var fórnað grimmt á báða bóga og þegar rofaði til var Gunnar fastur í þrákskákneti. I hyrjun þessa árs var síðan ákveðið að tefla þriðju útvarpsskák- ina og var ofanritaður valinn til keppninnar fyrir íslands hönd, en Leif Ögaard fyrir hönd Noregs. í febrúarmánuði bar einkar vel í veiði, því Ögaard var einmitt staddur hér á landi, sem keppandi á Reykjavíkur- skákmótinu. Áður en hann hélt af landi brott lékum við 5 fyrstu leikina, en síðan var leikinn einn leikur á dag, sem lesinn var upp í útvarpi beggja landanna. Þó skömm sé frá að segja vakti skákin mun meiri athygli í Noregi, en þar voru birtar stöðumyndir daglega í öllum helstu blöðunum, með skýringum þekktra skák- meistara. Hér á landi var þessu þó öðru vísi farið. Rétt einstöku sinnum birtust stöðumyndir í blöðum, en annars var svo að sjá, sem blaða- menn hefðu ekki hugmynd um að keppnin ætti sér stað. Það er því kominn tími til að skákin komi fyrir augu landsmanna, því þó ég segi sjálfur frá var hún mjög athyglis- verö og sviptingasöm á köflum. Skákin birtist hér á eftir með lauslegum athugasemdum. Útvarps.skákin, Noregur-ísland. Ilvítti Leif Ögaard Svarti Jón L. Árnason Benoni-viirn 1. di - RI6, 2. c l - c5, 3. d5 - efi, 1. Rc3 - exd5. 5. cxd5 - dfi, 6. Rf3 — gfi. 7. C'l — a6!? Þessi leikur er hugarfóstur sovéska stórmeistarans D. Bron- steins, sem beitti honuiri gegn Wexler í Mar del Plata 1960. Eftir 7. — Bg7 hefur 8. Bg5!? verið mjög í tísku hin síðari ár. Eftir 8. — h6, 9. Bh4 - g5, 10. Bg3 - Rh5,11. Bb5+ - Kf8, kom 12. e5! nýlega fram á sjónarsviöið. Reynslan hefur sýnt að hann færir svörtum ýmis erfið vandamál, sem auðvelt er að sneiða hjá með leik eins og 7. — a6. 8. al - Bg4, 9. Be2 - Bxf3, 10. Bxf3 - Rdb7. 11. Bf4 - Db8 Ögaard telur þennan leik vafasam- an. Eftir 11. — Dc7 hræddist ég hins vegar eitthvað í líkingu við 12. 0-0 — Bg7, 13. e5!? — dxe5, 14. d6 o.s.frv. með mjög óljósum flækjum. Frekar en að hætta á þetta, ákvað ég að tapa tempói. En hvort það var réttmæt ákvörðun... 12. 0-0 - Bg7. 13. Be2 - 0-0, 14. Dc2 - Dc7.15. Bg3?! Þannig tefldi Wexler einnig gegn Bronstein í áðurnefndri skák. En sterkara er 15. b3! sem hindrar 15. — c4 og heldur því mótspili svarts á drottn. væng nokkuð niðri. Svartur ætti þó að halda í horfinu með 15. — Hfe8, ásamt — He7 og — Hea8. 15. - c4, 16. Khl - Hfe8. 17.14 - IIah8! Bronstein lék 17. — Hac8 í títtnefndri skák gegn Wexler. Hann svaraði með 18. a5? sem virðist ónauðsynlegt. Betra er 18. Bf3, eða framhald er: 37. Bb4 — Rh3+, 38. Khl - Kh6, 39. Hd2 - Hc4, 40. Kg2! (40. Ba5 - Kh5, 41. Kg2 - Kg4, 42.. Bb6 — Hcl og hvíta staðan er óþægileg. Svartur leikur — h6, g5 o.s.frv. þó ekki sé vist að það nægi til vinnings). Rxf4, 41. gxf4 — Hxb4, 42. Kg3 - Kh5 (42. - Hb3+, 43. Kh4 - Hf3, 44. Hd4) 43. Hd3 - h6, 44. h3! — g5, 45. fxg5 — hxg5, 46. Hd8! — f4+ (hvað annað?) 47. Kg2 og nú er komin upp þekkt jafnteflisstaða úr skákinni Keres-Smyslov, 17. skák- þing Sovétríkjanna 1949!! Fyrir áhugasama skákmenn skal bent á það, að í bók Keresar „Hagnýt endatöfl“ er skákin á bls. 178, en í bók Smyrslovs, „Rook Endings" er hún á bls. 101... Ég hafði að sjálfsögðu engan áhuga á því að fara að endurtaka endatöfl, sem búið er að margsýna fram á að séu jafntefli og því varð ég að leita á önnur mið. En fyrst varð ég aö vinna tíma, svo ég bætti örlítilli skrautnótu inn í sinfóníuna: 34. - Rd2. 35. IId3 - Re4. 36. Hd l - Rf2+. 37. Kgl - Kxg7, 38. f5! Eini leikurinn. Hvítur hindrar í eitt skipti fyrir öll, að svarti kóngurinn fari á flakk á kóngs- vængnum og tryggir sér því í rauninni jafnteflið. Samt sem áður á hann eftir að yfirstíga ýmis tæknileg vandamál. 38. - Rh3+, 39. Khl - Rg5, 40. IId3 - Rel. 41. IId4 - Rg5, 42. Hd3 - IIf2 Eftir langa umhugsun komst ég að því að þetta væri eini leikurinn, sem viðhéldi einhverjum vinningsmögu- leikum. Þeir voru þó ekki miklir þegar allt kom til alls. 43. Ba7! - IIxf5, 44. Hxd6 - Re6. 45. Kg2 Hvítur hefur nú komist yfir mestu erfiðleikana og jafntefli er ekki svo ýkja fjarlægur draumur. Nú ein- blíndi ég á hinn eðlilega leik 45. — g5, ásamt — h5 o.s.frv., en komst að því að hvítur héldi auðveldlega jafntefli. Það var þá sem mér datt í hug að leika-hinu peðinu á undan ... 45. - h5?! 46. h4! Þetta sá ég ekki! Svartur kemst nú ekkert áleiðis og staðan er steindautt jafntefli. 46. — Kf6 og bauð jafntefli um leið, sem að sjálfsögðu var þegið. 20. - b4! Hugmyndin með 17. — leik svarts. Engu er líkara en að Ögaard hafi yfirsést þessi leikur, því í „Norsk Sjakkblad" gefur hann upp heilmikla langlokuvaríanta, sem fjalla um skiptamunsfórnina eftir 20. dxe5 21. fxe5 — Hxe5, 22. Bg3. Það þarf kannski ekki að taka það fram, að hvítur fær betri stöðu I öllum tilvikum! 21. exf6? Hvítum fatast flugið í flækjunum. Best er 21. Bxf6! — Rxf6, 22. exf6 — bxc3, 23. bxc3! - Bxf6, 24. Ha4 - Dc5, 25. Hxc4 — Dxd5, 26. Hc7! og staðan er jöfn. 21. - bxc3. 22. fxg7 - Hxb2, 23. Dxc3 — Hbxe2! 24. Bf2! Ögaard hefur haft þessa stöðu bak við eyrað er hann lék 21. exf6. Næsti leikur svarts gerir vonir hans hins vegar að engu. 24. - Db7! 25. Dxc4 - Rf6, 26. Bd4 Ymsir aðrir möguleikar stóðu hvítum til boða, en flestir eiga þeir það sameiginlegt, að vera slæmir. 26. Hadl, 26. Ha5 eða 26. Dd4 er t.d. svarað með 26. — Rxd5! 26. - Dxd5, 27. Dxd5 - Rcd5, 28. g3! Einn af þeim leikjum, sem enginn leikur með glöðu geði. 2. reitaröðin verður nú hættulega veik og h2 upplagður árásarpunktur fyrir svörtu hrókana. Samt sem áður er hann sennilega bestur. Eftir 28. f5 fær svartur t.d. betri stöðu eftir 28. — gxf5, 29. Hxf5 — Re3. 28. - Rc7, 29. Hfdl - Hc2, 30. Hahl! Sterkur leikur. Hvítur fær nú aðgang að 8. reitaröðinni sem er mjög þýðingarmikið. 30. - Re6. 31. Ba7! - Rc5. 32. IIb8 - IIxb8. 33. Bxb8 - Re4. 34. Ildl Þvingað, eins og síðustu leikir hvíts. Staðan sem nú er komin upp olli mér miklum heilabrotum. Þó d-peð svarts sé nú dæmt til að falla, standa svörtu mennirnir sérstaklega vel, auk þess sem riddarinn er mun betri en biskupinn. Ég leitaði því lengi að vinningsleiðum, en gjörsam- lega án árangurs! Fyrst hélt ég að 34. — f5! 35. Bxd6 — Kxg7 væri afgerandi. Svartur hótar — Kh6 — h5 — g4 og hvítur virðist ekkert geta að gert. En hann á vörn! 36. Kgl! og ef nú 36. - Kh6, þá 37. g4! - Rxd6, 38. Hxd6 — fxg4, 39. f5 og nær auðveldlega jafntefli. Svartur yrði því að reyna 36. — Rf2 og líklegt Jón L. Arnason. 18. Hael. Nú hótar svartur aftur á móti — b5. 18. Bh4!? Eftir 18. a5 — b5, 19. axb6 — Hxb6 hefur svartur mjög gott mótspil. T.d. 20. Bf2 - Hb4, 21. Hxa6 - Rxe4! Nú er ekki annað að sjá, en hvítur hóti óþyrmilega 19. e5! — dxe5, því eftir 20. — Rxe5 þá tapast maður á f6 og 20. — D eða Hxe5 er svarað með 21. Bg3 sem vinnur skiptamun. Samt lætur svartur sem ekkert hafi í skonst 18. - b5!, 19. axb5 - axb5, 20. e5 Vill tefla bréfskák við frímerkjasafnara Skáksambandi íslands hefur borist bréf frá Austur-Þjóðverja, sem vill tefla bréfskák við meistaraflokks eða enn öflugri skákmann, sem hefur áhuga á að skiptast á frímerkjum einnig. Sá, sem vildi sinni þessu sendi svar (má vera á ensku) beint til: Otto Kase DDR 409 Ilalle Neustadt 399/2132.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.