Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTOBER 1978 13 George Lucas í miðið ræðir viö pau Peter Cushing og Carie Fisher. vegar Twentieth Century Fox sem sá hvað leyndist í 12 blaðsíðna drögum Lucasar og sá honum fyrir fjármunum til að ljúka við hand- ritið. Björninn var svo sem ekki urininn þar með. Hindranir komu upp við að afla fjár til myndarinn- ar og stöfuðu meðal annars af því að þarna var verið að fara áður ótroðnar slóðir, verið að búa til sjálfstæðan heim og tegund mynd- ar, sem var ofvaxið skilningi forsvarsmanna kvikmyndafélag- anna er þrífast á lögmálum síbylja og eftiröpunar. Það þurfti að skýra út fyrir fjármálamönnum hvað „Wookee" væri, þessi furðulegi apamaður, sem slæst í hópinn með þeim Luke og félögum. • Tæknibrellur og kvikmynda- fólká faraldsfæti Hægri hönd Lucas við gerð myndarinnar var John Dykstra sem sá honum fyrir öllum tækni- brellunum en hann var náinn samstarfsmaður Douglas Trumb- ull, þess er var brellumeistari bæði 2001 og Close Encounters. í heild éru liðlega 365 brelluatriði í Stjörnustríði. Brellur sem byggð- ust á gerð örsmárra líkana af geimskipum og plánetum, eða á sjáifri kvikmynduninni og allt þar á milli. Stundum voru þær einfald- ari en virðist í fljótu bragði. Farartæki Lukes í eyðimörkinni á heimaplánetu hans virðist svífa um 1—2 fet frá sandinum. Þetta nefnt. Stóru vöruhúsi var breytt í kvikmyndaver þar sem brelluatr- iðin voru öll tekin upp en önnur hefðbundin inniatriði voru tekin upp í venjulegum kvikmyndaver- um í Englandi. Fyrir leikarana var taka myndarinnar skrítin h'fs- reynsla í flesta staði, og Mark Hamill, sem leikur Luke Skywalk- er, minnist þessa tíma á þann hátt að það hafi verið líkast því og að vera á „risastórum barnaleikvelli". Auk Mark Hamill og Alec Guiness, sem áður er getið, leika í myndinni Carrie Fisher, sem fer með hlutverk Leiu prinsessu (hún er dóttir Debby Reynolds og Eddie Fisher og Harrison Ford sem leikur málaliðann Han Soio (hon- um ofbauð stundum svo flatneskj- an í texta sínum svo sem: „Ég hef farið frá endimörkum eins sólkerf- is til annars, strákur“ — að hann hafði í hótunum um að binda Lucas við staur og neyða hann til að fara með eigin texta. Aðrir eru sem næst leikmenn í kvikmynda- leik, svo sem sá sem lék apamann- inn. Hann heitir Peter Mayhew og starfaði á hóteli í London. Darth Vader, lávarðinn voðalega, leikur David Prowse en hann er fyrrum hnefaleikameistari í þungavigt. Þeir voru báðir valdir vegna hæðar og líkamsburða. Ekki má heldur gleyma þeim Anthony Daniels og Kenny Baker. Hinn fyrrnefndi klæddist brynju gervi- mannsins en Kenny Baker stjórn- aði minna vélmenninu innan frá, enda dvergur á vöxt. Líklega hefur ekki mætt meira á öðrum leikur- um í Stjörnustríði en þeim tveim- ur. Síðast en ekki sízt er að nefna Kenobi og Darth Vader berjast með lasarsverðum um borð í geimstöðinni Dauðastjörnunni. náðist einfaldlega með því að klæða botn farartækisins með speglum sem endurvörpuðu rnynd sandsins þannig að það virtist svífa í lausu lofti. Kvikmyndatakan sjálf tók um fjóra mánuði og á þeim tíma voru leikarar og upptökufólk á faralds- fæti um ýmsa heimshluta, því að fara varð víða til að finna heppilega staði er samsvöruðu hinu framandlega umhverfi er Stjörnustríð lýsir. I átta vikur hafðist hópurinn við í lítilli eyðimerkurborg í Túnis og þaðan eru flest atriðin sem eiga að gerast á plánetunni Tatooine, þaðan sem Luke Spacewalker kemur — með dálítilli viðbót úr Dauðadalnum í Nevada, en önnur atriði voru m.a. tekin upp í Tikal-þjóðgarðinum í Guatemala, svo að eitthvað sé Peter Cushing, hrollvekjuieikar- ann alræmda, sem þarna leikur Grand Moff Tarkin, æðsta valds- mann óvinanna. • Ný stjörnu- stríö Þess má að endingu geta, að þegar eru hafnar upptökur á framhaldsmynd um Stjörnustríð og eru allir aðalleikararnir hinir sömu og í f.vrstu myndinni. Lucas mun eiga í fórum sínum þrjú eða fjögur handrit til viðbótar um sama efni, sem vænta má að kvikmynduð veröi á næstu árum. Lucas hefur hins vegar lýst því yfir að hann muni ekki sjálfur stjórna þessum myndum heldur hafa yfirumsjón með gerð þeirra. Nú stendur yfir önnur einka- sýning ungs myndlistarmanns í Galierí SlJM við Vatnsstíg. Fyrsta sýning Sigurðar var í Gallerí Grjótaþorpi fyrir einum fimm árum; ekki sá ég þá sýningu og get því ekki gert mér grein fyrir, hvað gerst hefur hjá Sigurði, frá því er hann sýndi í fyrsta sinn. Núverandi sýning Sigurðar kom mér sannast að segja nokkuð á óvart. Það er ekki á hverjum degi, að ungir menn koma fram með verk, sém fyrst og fremst virðast skyld löngu liðnu tímabili í listum, eins og í þessu tilfelli, Endur- reisnartímabilinu. Og það svo greinilega, að manni detta stundum í hug vissir menn frá þeim tíma, er rennt er augum yfir þau 28 verk, er Sigurður Eyþórsson sýnir að sinni. A þessari sýningu Sigurðar eru bæði teikningar og olíumál- verk. Hann hefur yfir að ráða mjög þokkalegu handbragði og virðist vanda eins og hann best getur til myndgerðar sinnar. Þetta er skemmtilegt, þegar maður sér svo sem daglega alls konar vansmíðar, sem verið er að flokka undir myndlist. Ég er ekki frá því, að viðbrögð á næstunni í myndlist verði ein- mitt í þá átt að gera hlutina af kunnáttu og getu, en fordæming sé á næstu grösum yfir þeim ósköpum, sem hrúgað hefur verið upp í nafni listar. Þrátt fyrir alla tækni á okkar ágætu tuttugustu öld virðist engum það gefið, að gera einfalda grein f.vrir því, hvað list sé, og segja mætti mér, að ekki væri langt í þá tíma, að tæknikunnátta verði krafa til þeirra, er upp standa og segja: Hér er meistari á ferð. Það eru allir orðnir hundleiðir á hégómanum og framúr- stefnu-rausinu, sem að undan- förnu hefur verið blásið í stóra Sigurður Eyþórs- son í SÚM Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON belgi, en allir hafa þeir sprungið á skemmri tíma en áður þekkt- ist. Þetta er snotur sýning hjá Sigurðu Eyþórssyni, en ég get ekki að því gert, að mér finnst eins og vanta í hana verulegt afl og styrk. Það er miklli vandi að gera myndlist þannig úr garði, að fólk verði gripið innri hrifn- ingu. Sá þáttur er ekki í þessum verkum að mínum dómi, og það er eins og vanti sannfæring- arkraft, sem tekur mann með á flugið. En ég held, að þetta sé í áttina, og ég fordæmi ekki þessar myndir. Það er nú einmitt eins og maður er alltaf að tönnlast á, að tækni og ýmislegt annað er nauðsynlegt að tileinka sér frá öðrum í myndlist, en svo kemur hitt, sem er aðalatriðið og enginn kann að skýra. Þetta, sem við köllum list. Og það hlægilegasta af öllu er, að svo eru til menn, sem bera titilinn listfræöingar, en væri ekki vit.urlegra að kalla þann hóp einfaldlega listsögumenn? Ég bendi á nokkrar myndir á þessari sýningu, sem mér geðj- aðist einna best aö: Nr. 1, 6, 9, 15, 21, 25 og 27, sem er mjög viðkvæm teikning og sýnir næmi listamannsins einna best. Það mætti ýmislegt meira segja um þessa sýningu, en að lokum langar mig til að benda fólki á, að þetta er sýning, sem bæði er þess virði að sjá og óvenjuleg um margt. Sjón er sögu ríkari, eins og þar stendur, því verður þetta ekki lengra að sinni. veitingastaður opnar í dag, aö Vagnhöföa 11. Opnum kl. 7.30 á morgnana. Framreiðum rétti dagsins í hádeginu og á kvöldin, ásamt öllum tegundum grillrétta, allan dagihn. Útbúum mat fyrir mötuneyti, einnig heitan og kaldan veislumat, brauö og _ snittur. Sendum heim ef óskaö er. Pantiö í síma 86880. verrmoAHús VAOMHÖPDAH AEYKJAVlK Siul 38080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.