Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTOBER 1978 21 sem hér verða tekin til meðferðar, því að þau eru mjög athyglisverð og gefa góða hugmynd um, hversu vandrataðir eru refilstígir hrók- sendataflsins. Kluger hafði hvitt í þessari skák og eftir 76. leik svarts varpp þessi staða: IIv.i Kluger. Ka2 — He8 og peð á b2 og efi. Sv.i Friðrik. Kd5 - IIe3. Mér hafði tekizt að rétta nokkuð við stöðuna í síðustu leikjunum, en mér var engan veginn ljóst, hvort jafntefli leyndist í stöðunni. Við athugun mína á biðstöðunni eftir 72. leik (staðan var þá talsvert flóknari) hafði ég komizt að þeirri niðurstöðu, að vinningurinn væri mjög torsóttur fyrir hvít, en skammur tími var til stefnu og ég hafði engin tök á að kryfja stöðuna til mergjar. Ég hefði getað sparað mér tíma og vinnu og orðið hálfum vinningi ríkari, ef mér hefði verið um það kunnugt, að nákvæmlega sams konar endatafl hafði komið upp á alþjóð- legu skákmóti í Búkarest 1953, þ.e. árinu áður en skák mín við Kluger var tefld. Sú staða kom upp í skák milli rúmenska skákmeistarans Szabo og sovézka stórmeistarans Boleslafsky og ítarlegar rannsóknir á þessu endatafli höfðu þá m.a. leitt í ljós, að leiðin, sem ég hugðist fara í skákinni við Kluger, var röng. Boleslafsky sýndi fram á, hvernig halda á jafntefli, og það liggur þvi beinast við að kynna sér gang mála í skák hans við Szabo, áður en lengra er haldið. Staðan eftir 84. leik svarts: Hv.i Szabo. Kg4 — Hd8 og peð á g3 og d6. Sv.i Boleslafsky. Ke6 - Hf2. Stöðumynd. Þessi staða er í meginatriðum hliðstæð hinni fyrri, þær eru sam- loka. Hvíti kóngurinn stendur hins vegar mun betur að vígi hér og ætti það að tryggja hvíti vinning í þessu endatafii. Framhaldið varð sem hér segir: 1. Kh4 Þessi leikur er sá raunhæfasti og eðlilegasti í stöðunni og hann ætti að leiða til vinnings. 1. ----. - Hd2 2. g f Einfaldast hefði verið 2. Kg5 — Hd5+, 3. Kh6 — Hd4, 4. Hg8 og framrás g-peðsins verður ekki stöðvuð. Einnig gat hvítur þvingað fram vinning með 2. d7 — Ke7, 3. He8+ — Kxd7, 4. Je4 o.s. frv. Leiðin, sem hann velur, gerir vinninginn torsóttan, en gefur skákinni fræði- legt gildi. 2. ----. - Kf6, 3. Kg3 Nú dugði ekki lengur 3. d7 vegna —, Kg7! og skákin er jafntefii. Vert er að veita þessari stöðu athygli. Leiki hvítur peðinu til d7 og svarti kóngurinn kemst til g7 er staðan ávallt jafntefli. Á sama hátt mundi 3. g5+ - Kg6, 4. Kg4 - Hd4+, 5. Kf3 — Kxg5, 6. d7 — Kf6 leiða til jafnteflis. 3.-----. - IId3+, 4. Kf4 - Hd4+. 5. KÍ3 5. Ke3 leiðir líka til vinnings, sbr. frh. í skákinni Kluger — Friðrik (6. Friðrik Ólafsson Kd3). T.d. 5. -, Hxg4, 6. He8 - Hg7, 8. Kd4 og vinnur. 5. ----. - Ke6 Eða 5. -, - Kf7, 6. g5 - Ke6 (6. -, - Kg6 7. Ke3, Hdl, 8. Ke4 og vinnur) 7. d7 - Ke7 (7. -, - Kf7, 8. Hh8 o.s. frv.) 8. Hh8 — Kxd7,9. g9 og vinnur. 6. Kg3? Hvítur er reikull í ráði, hann gerir sér ekki grein fyrir því í hverju vinningurinn er fólginn. Einfaldast var líklega 6. d7 — Ke7, 7. He8+ — Kxd7, 8. He2 og svartur getur ekki komið í veg fyrir, að hvítur komi sér upp svonefndri Lucena-stöðu, en svo kallast staðan, þegar hvíti kóngur- inn er kominn til g8 og peðið til g7. Þá er vinningurinn aðeins tæknilegt atriði. 6. ----. - Kf6. 7. Kh4?? Hvítur er augsýnilega þeirrar skoðunar, að einu gildi hvernig hann tefli skákina, en það er öðru nær. Eftir þennan leik er skákin jafntefli. 7. Kf3 var að sjálfsögðu rétti leikurinn, sbr. skýringarnar að framan. 7.-----. - Hd3! Boleslafsky er með á nótunum og lætur sér ekki tækifærið úr greipum renna. Jafnteflið er nu í höfn og tilraunir hvíts til að rugla andstæð- ing sinn í ríminu bera engan árangur. IIv.i Szabo. Kh4 — Hd8 og peð á d6 og g4. Sv.i Boleslafsky. Kf6 — Hd3. Þetta er jafnteflisstaðan og hana er vert að leggja á minnið. 8. IH8+ - Kg7. 9. IId8 - Kg6. 10. IId7 - Kf6. 11. Hd8 - Kg6. 12. d7 - Kg7!, 13. Kg5 - Hdl. 14. KÍ5 - IH1+. Það er fljótlegt að sannfæra sig um, að hvítur hefur engin tök á að vinna skákina. Jafntefli var samið nokkrum leikjum síðar. Hvítur fór illa með tækifæri sin í þessari skák, og hann átti greinilega ekki von á, að jafntefli leyndist í stöðunni. Við vikjum þá aftur að skákinni Kluger — Friðrik hér að framan, þ.e.a.s. fyrstu stöðumyndinni. Við höfum orðið margs vísari um þessi tafllok og þann fróðleik færum við okkur nú í nyt. Við hefjum athugun okkar með því að spyrja: „Getur svartur komið í veg fyrir, að hvítur nái fram vinningsstöðu, þ.e. með kónginn á þriðju reitaröð og b-peðið á þeirri fjórðu.?“ Skákin tefldist á þessa leið: 1. b3 Eini leikurinn, sem hefur raun- hæft gildi. Nú er líklega rétta augnablikið til að átta sig á helztu kennileitununum í þessu endatafli. a) í tafllokunum Szabo — Boleslafsky gat hvítur í vissum tilvikum fórnað d-peði sínu og knúið síðan fram vinning með hjálp g-peðsins vegna þess að svarti kóngurinn komst ekki í veg fyrir það. Þessi möguleiki er ekki fyrir hendi hér, því að hvíti kóngurinn og b-peðið eru of skammt á veg komin. Hugsa mætti sér atburðarásina, sem hér segir: 1. e7 — Kd6, 2. b3 — Kd7, 3. Hd8+ - Kxe7, 4. Hd4! - He6!, 5. Ka3 - Ha6+, 6. Kb4 - Ha8, 7. Kc3 — Ke6, 8. b4 - Hc8+, 9. Kb3 (Eða 9. Kd3 - Ke5, 10. b5 - Hb8) 9. -, - Ke5, 10. Hc4, Hb8, 11. Ka4 - Kd5, 12. Hc5+ - Kd6,13. Ka5 - Ha8+, 14. Kb5 - Hb8+, 15. Kc4 - Hh8 og jafntefli. Einnig mætti orða þetta þannig, að svarti kóngurinn sé of nálægt b-linunni (sem auðvitað stafar af því, að b-peðið er of skammt á veg komið!) Tækist hvíti að skorða svarta kónginn af á f-línunni væri staðan „teóretískt" unnin. B) Hvítur getur ekki unnið, ef hann lætur svarta hrókinn rjúfa sambandið milli hvíta kóngsins og b-peðsins. Sem dæmi má taka: 1. b4? — He2+ (Eftir uppskipti á e6 næði hvítur vinningsstöðu með Ka2 — a3 — a4 — a5 o.s. frv. Stæði hvíti kóngurinn hins vegar á d2 væri svarti ekkert að vanbúnaði. 2. Kb3 — He3+, 3. Kc2 (En ekki 3. Ha4? — Kc6 og nú er komin upp jafnteflisstaðan, sem Boleslafskv lokkaði Szabo í.) 3. -, - Kd6, 4. Ha8 - Kd5, 5. Ha6 - Kc4, 6. Kd2 - Hé5, 7. Hb6 - He4 og hvítur kemst ekkert áleiðis. C) Hvítur kemur engu til leiðar með 1. Kbl — He2 o.s. frv. Við snúum okkur þá að skákinni, eins og hún tefldist. 1. ---, - Kc5? Þessi staða var mér hálfgerð ráðgáta, eins og áður sagði, og það hefði verið slembilukka, ef ég hefði ratað á rétta leikinn, sem er 1. —, — Kc6! Eftir 1. —, — Kc5 er skákin töpuð, því að þessi leikur gerir hvíti einmitt kleift að fá fram vinnings- stöðuna, sem áður er minnst á, þ.e. kóngurinn á þriðju reitaröð og b-peðið á þeirri fjórðu. Með 1. —, — Kc6 hefði svartur getað komið í veg fyrir þetta, eins og eftirfarandi dæmi sýna: a) 2. Ka3 — He4, 3. b4 — He3+ og nú er komin upp jafnteflisstaða, hvort sem hvítur leikur 4. Ka4 eða 4. Kb2. b) 2. Kb2 - Kc7, 3.Kc2 - Kc6, 4. Kd2 - Hxb3, 5. Hd8 - Hb7 jafntefli. Auðvitað mætti reyna fleiri leiðir, en þær ber allar að sama brunni. Frekari skýringa við tafl- lokin er ekki þörf. 2. Ka3 - Hcl. 3. bl+ - Kc6. 4. Kb3 — He2. 5. Kc4 - He4+. 6. Kd3! 6.------. - Hel, 7. Kd4 - Kd6. 8. Kc4 - He5, 9. b5 9.-----, - IIc4+, 10. Kb3 - Kc5. 11. e7! - Kd6. 12. b6 - He5, 12. Kbl - Hel. 14. Kb5 - Kd7. 15. IIa8 - Hbl+, 16. Ka6 Gefið. Eftir skákina fræddi Barcza mig á því (Barcza tefldi í mótinu í Bukarest 1954) að upphafsstaðan væri sennilega „teóretiskt" jafntefli og svo sagði hann mér frá endatafl- inu milli Szabos og Boleslafskys. Mér þótti að sjálfsögðu súrt i broti að hafa látið þessa skák fara fram hjá mér, en ekki þýddi að sýta orðinn hlut. í næstu umferðum gekk allt vel og að loknum 10 umferðum var ég enn í 3ja sæti með l'k vinning (á eftir Pachmann og Szabo) og ágæta möguleika til að verða mér út um farseðil á millisvæðamótið. — Guð- mundur hafði hins vegar átt örðugt uppdráttar á þessu tímabili og var greinilegt, að langvarandi æfingar- leysi var fariö að hafa áhrif á taflmennsku hans. Oft koma stærstu skellirnir, þegar allt virðist leika í lyndi. í 11. umferð átti ég í höggi við einn skæðasta keppinaut minn, Pólverjann Sliwa, og tókst fljótlega að snúa skákinni mér í hag. Átti ég aðeins eftir að „innbyrða" vinninginn, þegar mér urðu á hrapaleg mistök, sem breyttu glæsilegri stöðu í rjúkandi rúst. Þessi ósigur markaði þáttaskil í mótinu fyrir mig. í stað þess að hafa 1 ‘k vinnings forskot á hættulegustu keppinauta mína voru þeir skyndi- lega komnir upp að hlið mér og þegar við bættist, að ég átti eftir að fást við suma sterkustu skákmenn- ina, svo sem Pachman, Szabo og Stáhlberg, var sýnt, að horfurnar voru allt annað en góðar. Þrátt fyrir góða viðleitni tókst mér ekki að hindra, að þeir Filip, Stahlberg og Sliwa kæmust upp fyrir mig á endasprettinum, og mátti ég í rauninni þakka fyrir að ná þó 6. sætinu. — Þetta urðu því málalokin í fyrstu atlögu minni að heims- meistaratitlinum. Kvennasveitin á Olympíuskákmótinu Ólöí Þráinsdóttir íslandsmeistari Guðlaug Þursteinsdóttir Norðurlandameistari Hirna Norðdahl Svana Samúelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.