Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 ísland er aöeins smáríki með sína tvö hundruð þús- und íbúa en býr þó yfir gamalli og gróinni skákhefð. Ferðalangar sem fyrr á öldum lögðu leið sína til þessa fjarlæga eylands í norðurhöfum og rituðu bæk- ur um ferðir sínar fundu margt sem vert var að segja frá. Það er í senn skemmti- legt og fróðlegt að lesa þessar gömlu ferðasögur þeirra. Þeir hafa frá mörgu að segja, margt hefur komið þeim á óvart, sumir geta ekki orða bundist yfir því að Guðmundur Arnlaujísson Guðmundur Arnlaugsson: niður í rannsóknir á herini og varð árangur þeirra rann- sókna mikið rit: Chess in Iceiand, er honum entist ekki aldur til að ljúka, og koma það út að honum látnum árið 1904. Fiske tók ástfóstri við land og þjóð og eftir að hann varð auðugur maður gaf hann íslendingum margar góðar gjafir, þar á meðal mikið og verðmætt skákbókasafn sem nú er hluti af Landsbókasafni. Hann studdi þá einnig til útgáfu á skáktímariti: ur fyrir sig og reyndust stundum skeinuhættir fræg- um skákköppum. Margir ungir og efnilegir skákmenn komu fram þótt enginn þeirra nái árangri á heims- mælikvarða fyrr en Friðrik Ólafsson. FRIÐRIK ÓLAFSSON Árið 1950 er skákþing Norðurlanda haldið á íslandi í fyrsta sinni. í landsliðs- flokki berjast vöskustu skák- um og tók svo örum framför- um, að um tvítugt var hann orðinn sterkari skákmaður en íslendingar höfðu nokkru sinni fyrr eignast. Tvítugur vinnur hann tvö afrek sem vöktu athygli á honum víða um heim. Hann vinnur sigur í Hastings ásamt Kortsnoj, fyrir ofan meistara eins og Ivkov og Taimanov. Og hann sigrar argentínska stór- meistarann Pilnik í einvígi: Friðrik vann 4 skákir, 2 urðu jafntefli en Pilnik vann íslenzk skákhefð þessi einangraða og af- skekkta þjóð skuli iðka tafl í jafn ríkum mæli og raun ber vitni. Jafnvel á fátækum bóndabæjum langt inni í landi eru til töfl. Og taflið er stundað af mikilli alvöru, ein skák getur staðið dögum saman, því að menn þurfa að sinna öðrum störfum og gera þá hlé á taflinu á meðan. Þetta minnir á biðskákir nútímans, þó hætt sé við að taflmennskan hafi verið all- miklu frumstæðari þá en nú. íslendingar komast í snertingu við nútíma tafl- mennsku seint á 19. öld, þegar ungur bandarískur fræðimaður Willard Fiske kemur í heimsókn. Fiske kom til Islands vegna áhuga síns á fornum bókmenntum en hann var einnig áhuga- maður um skák, hafði teflt á fyrsta bandaríska skákmót- inu 1857, var vinur Pauls Morphy og starfaði að út- gáfu fyrsta bandaríska skák- tímaritsins. Hin forna skák- hefð íslendinga heillaði Fiske svo að hann sökkti sér uppnámi“ er kom út árin 1900 og 1901 og var í hópi merkari tímarita um skák á sinni tíð, en var ritað á nútímávísu á íslandi. íslendingar hefja þátttöku á alþjóðaskákmótum um 1930 og hafa meðal annars tekið þátt í nærri öllum ólympíu- mótum síðan. Framan af vakti árangur þeirra ekki mikla athygli þótt hann væri ágætur miðað við stærð þjóðarinnar. íslendingar skutu að jafnaði ýmsum margfalt stærri þjóðum aft- menn landanna um sæmdar- heitið Norðurlandameistari í skák, en í meistaraflokki er einnig barist af mikilli hörku. Þar vekur athygli smávaxinn 15 ára drengur, yngstur allra keppenda á mótinu en vinnur þó sigur. Á næsta Norðurlandamóti sem haldið er í Danmörku sigrar þessi piltur með yfirburðum enda orðinn þremur árum eldri. Þetta er Friðrik Ólafs- son. Átta ára gamall lærði hann að tefla af föður sínum, fór síðan að tefla á skákmót- enga. Þetta voru ótrúleg úrslit, því að Pilnik var þá upp á sitt besta, nýbúinn að vinna sér rétt til þátttöku í áskorendamóti í Amster- dam. En um þetta leyti er kominn fram annar óvenju- lega efnilegur skákmaður á Norðurlöndum: Bent Larsen. Og á næsta Norðurlanda- móti er leikurinn ekki jafn auðveldur fyrir Friðrik. Þeir Bent Larsen verða jafnir efstir á Norðurlandamóti í Ósló og í kjölfar þess tefla Til þessa hafa verið h ldin 22 ólympíumót skákmanna, og höfum við íslendinKar blandað okkur í þá keppni 17 sinnum. Aftur á móti höfum við aldrei sent sveit skákkvenna á þennan vettvang, en slík keppni fór fyrst fram í Emmen í Hollandi 1957, og mun hafa verið haldin 7 sinnum. Lengra bil hefur verið milli móta hjá konum en körlum, oft þrjú ár, en eftur á móti hefur lengi verið regla að ólympíu- mót séu haldin annað hvert ár. Framan af var mótshaldið ekki í jafn föstum skorðum, og svo setti heims- styrjöldin heldur betur strik í reikninginn. Nú er ákveðið að kvennasveit fari á ólympíumótið í Argentínu í upphafi vetrar hér (við sumarkomu þar syðra), og byrjar þar með nýr Baldur Pálmason Folkestone 1933, — 5. mót Á baðströndum Suður-Englands komu saman skáksveitir frá 15 löndum, og var það nokkur aftur- kippur. Héðan fóru þrír hinna sömu skákmanna og til Hamborgar, As- mundur Ásgeirsson, Eggert Gilfer og Einar Þorvaldsson. Hinn fjórði var Þráinn Sigurðsson, tvítugur Siglfirðingur, nýbrautskráður frá Verzlunarskóla Islands. Fararstjóri var Elís Ó. Guðmundsson þáv. ritari skáksambandsins. Okkar menn urðu að sætta sig við 13.—14. sæti (með Belgíumönnum), fengu 17 vinn. í 56 skákum. Þeir unnu belgísku sveitina eina (3:1) og gerði jafntefli við Litháa og Eng- lendinga (2:2). Fjórfaldan ósigur biðu þeir fyrir Tékkum og Pólverj- um. Vinningaskrá hvers og eins var þannig: 1. Ásmundur 3 14 v., 2. 1. Eggert Gilfer 7 v., 2. Ásmundur Ásgeirsson 6 Í4 v. 3. Einar Þorvalds- son 614 v., 4. Baldur Möller 7'/2 v., 5. Árni Snævarr 8'/2 v., 6. Steingrímur Guðmundsson 6 v., 7.. Guðmundur Arnlaugsson 8 v., 8. Sigurður Jóns- son 514 v. Varamenn: Ari Guð- mundsson 1 v. af 6 og Garðar Þorsteinsson 1 v. af 2. Ari og Garðar voru jafnframt fararstjórar. Ari var fyrsti forseti Skáksambands íslands, sem stofnað var 1925. Ungverjar unnu frækilegan sigur, þar eð þeir sigruðu hreinlega alla andstæðinga sína, fengu samtals 110 14 v. af 160. Islendingar hlutu 5714 v. og lentu í 19. sæti. Sigur var unninn á fjórum þjóðum: Norðmönnum (514:2 Vfe ), Svisslendingum og Búlgörum (5:3) og Frökkum (4W;3Vh). Stokkhólmur 1937, — 7. mót Þarna voru 19 þjóðir saman Buenos Aíres 1939, — 8. mót Þarna leiddu 27 þjóðir saman hesta sína, fleiri en fyrr, þrátt'fyrir mótsstað fjarri Evrópu, þar sem skáklistin átti sér sterkust vígi. En margar þjóðir á vesturhveli jarðar voru vaknaðar til lífs á því sviði, og nú flykktust þær á 8. ólympíuleikana 11 samtais eða 40% þátttökuþjóða. Fimm Islendingar lögðu lönd og höf undir fót og áttu fjögurra mánaða útivist (17. júlí—16. nóv.). Skýringin á þeim ianga tíma felst í heimsstyrjaldaráhlaupinu, sem raskaði fljótt flestum áætlunum. Þarna var í fyrsta sinn undan- keppni í riðlum, sem tíðkast hefur á ólympíuleikum síðan þar til frávik var gert í Haifa fyrir tveimur árum. Keppt var i þremur 7 sveita riðlum og einum riðli 6 sveita. Skyldu 4 efstu sveitir hvers riðils mynda aðalkeppnisflokk, en hinir skipa B-flokk, þar sem teflt, yrði um Baldur Pálmason: Olympíuskákmót í hálfa öld kapítuli í skáksögu okkar. Því er ekki úr vegi að gera nú yfirlit yfir þátttöku og árangur íslenzkra skák- karla hingað tii, svo konurnar geti t.d. haft þá samantekt til hliðsjónar og viti að hverju keppa ber, ef þær vilja standa karlþjóðinni á sporði! Lundúnir 1927 og Haag 1928, — 1. og 2. mót Fyrstu ólympíuleikar skákmanna voru haldnir í Lundúnum 1927. Þar tefldu 16 skáksveitir (fjögurra aðal- manna). Sigurinn féll Ungverjum í skaut, 40 vinn. í 60 skákum. Árið eftir var boðað til annarra leika i Haag. Þá urðu skáksveitirnar 17. Ungverjar sigruðu aftur, fengu 44 v. af 64. íslendingar létu þessi mót bæði fram hjá sér fara en tóku síðan við sér. Sama máli gegndi um Norðmenn. Hamborg 1930, — 3. mót Frumherjar okkar á ólympíumóti voru engir veifiskatar. 1: Eggert Gilfer (þá margfaldur Islandsmeistari), 2: Ásmundur Ás- geirsson (svo efnilegur skákmaður þá, að hann varð bæði Islands- og Reykjavíkurmeistari árið eftir og alloft síðar), 3: Einar Þorvaldsson (Islandsmeistari 1928) og 4: Jón Guðmundsson (sem varð þrívegis Islandsmeistari á áratugnum 1930—40). Fararstjóri var Garðar Þorsteinsson hrl., þáv. gjaldkeri Skáksambands Islands. Varamenn voru engir með sveitinni, svo að hún varð að tefla slyndrulaust í öllum umferðunum 17 og gat aldrei unnað sér hvíldar. Ekki voru þá skilyrði að menn sætu ætíð í sömu röð í keppni, en sú regla konst á eftir þetta mót. Eggert fékk 6 vinn., Ásmundur 3V4 v., Einar 7'/2 v. og Jón 5 v. Samtals 22 vinn. í 68 skákúm eða 32,4%. Lenti ísl. sveitin í 15. sæti af 18 þátttöku- þjóðum. Efst varð sveit Pólverja með 48‘/2 v. Segja má að þessi fyrsta ganga skákmanna okkar á ólympíuvöll hafi tekizt allvel. Sigur vannst á fjórum þjóðum, alger yfir Litháum 4:0, gegn Finnum 3 /2: /2, gegn Frökkum og Norðmönnum 214:1 14, og gegn Þýzkalandi varð jafntefli 2:2. Algert afhroð (0:4) biðu menn okkar fyrir Pólverjum, Ungverjum, Tékkum og Lettlendingum. Prag 1931, — 4. mót Enn fjölgaði sveitum aðeins, voru 19, enda þótt Islendingar sætu heima. Hlutskarpastir urðu Bandaríkja- menn, 48 v. í 72 skákum. Eggert 5'/2 v., /. Einar 4(4 v. og 4. Þráinn 314 v. Bandaríkjamenn sigruðu með 39 v. Varsjá 1935, — 6. mót Þátttökuþjóðir 20, og íslendingar ekki þar á meðal. Bandaríkjamenn sigursælir í þriðja skipti í röð, fengu 54 v. í 76 skákum (71%). (Múnchen 1936) Þetta mót verður að hafa innan sviga, því að það tilheyrir ekki hinni eiginlegu röð ólympíuleika. Þjóðverj- ar áttu ekki sæti í Alþjóðasambandi skákmanna, en merkt taflfélag í Munchen átti aldarafmæli þetta ár, og það tilefni vildi nazistastjórnin nota. Því skyldi efnt til fjölmennara alþjóðamóts skákmanna en nokkru sinni fyrr, því að skáksveitirnar áttu að vera skipaðar átta mönnum í stað fjögurra og tveimur varamönnum að auki. Þátttökuþjóðir voru 21, svo að þarna voru meira en 200 skákmenn saman komnir. Nýtt met, sem stóð í mörg ár. Islendingar létu sig ekki muna um að senda 10 manna lið á vettvang. Hér eru nöfn þeirra og árangur í réttri röð borða. Aðalmennirnir átta tefldu 19 skákir hver, fengu einu sinni frídag hver um sig. komnar og þ.á m. auðvitað allar Norðurlandaþjóðirnar. íslenzku sveitina skipuðu 4 aðai- menn og 1 til vara. 1. Eggert Gilfer hlaut 3 v. af 15, 2. Jón Guðmundsson 6!4 v. af 16, 3. Ásmundur Ásgeirsson 8 v. af 16, 4. Baldur Möller 4 v. af 16. Varamaður: Sturla Pétursson 1!4 v. af 9. Eggert Gilfer gegndi störfum fararstjóra jafnframt. Vinningar íslendinga urðu því samtals 23 (af 72) og lenti sveitin í 16. sæti. Sigur vannst á Belgíumönn- um (314:!4) og Litháum (214:114), en jafnt (2:2) var gegn Júgóslövum, Dönum og Skotum. Gegn Banda- ríkjamönnum, Pólverjum og Argent- ínumönnum töpuðust allar skákirn- ar. Bandaríkjamenn náðu frábærum árangri, hlutu 54‘<4 v. í 72 skákum (75,7%). 1. hluti Síðari hlutar greinarinnar munu bírtast í blaðinu á meöan Olympíuskákmótið stendur yfir. sérstakan bikar gefinn af forseta Argentínu. íslendingar lentu í 3. riðli ásamt með t.d. heimamönnum og Dönum, og svo fór að einungis munaði 14 vinningi á Dönum og íslendingum. Sá munur réði flokka- skiptingu. Liðsskipan Islendinga og vinning- ar voru: 1, Baldur Möller 8 v. af 15 í undanrásum og úrslitum, 2. Ás- mundur Ásgeirsson 914 v. af 15, 3. Jón Guðmundsson 11 v. af 14 (þar af 10 v. í 10 skákum úrslitakeppninnar!) 4. Einar Þorvaldsson 5. v. af 10. Varamaðurinn, Guðmundur Arn- laugsson, fékk 714 v. af 10. Farar- stjórn var í höndum Baldurs Möllers. Jón og Guðmundur urðu sigursæl- astir allra þriðja borðs manna og varamanna og hlutu sérstök verð- laun fyrir það. En mest var þó um það vert, að sveit okkar vann í B-flokki og hlaut þar með Forseta- bikarinn stæðilega, sem er síðan kjörgripur í vörzlu Skáksambands íslands. Íslendingar töpuðu engri viðureign í úrslitakeppninni, þ.e. unnu gegn 8 þjóðum og gerðu jafnt við 2. í undanrásum sigruðu þeir 2 þjóðir og héldu jöfnu gegn Dönum. Sigurvegararmótsins voru Þjóð- verjar, hlutu 36 v. af 56. Svíar fengu 33 v. í A-fl. (5. sæti), en Danir urðu neðstir í flokknum með 17!4 v. (15. sæti). Þótti mörgum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.