Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 11 Þorsteinn Baldursson: Saga úr viðskiptalífinu Hvernig grædgi kerfisins (hins opinbera) studlar ad verri lífskjörum fólks ísland er haröbýlt land. I mörfjum landshlutum eru sam- Könííur hinar erfiðustu yfir vetrar- tímann vegna mikilla snjóalaga. F.vrir nokkrum árum varð vélsleð- inn almennari hér og menn fundu að þarna var samgöngutæki, sem leyst gat ýmsan vanda. Einng jókst útivist landsmanna að vetrarlagi að miklum mun og áhugi fyrir hvers k.vns vetrar- sporti varð almennur. Þá fann fólk upp á því að ferðast um fjöll og dali á vélsleðum. Notkun vélsleða og innflutningur þeirra margfaldaðist af þessum 2 ástæðum, nefndum hér að ofan. Þegar ljóst varð um hinn aukna innflutning, þá að sjálfsögðu fundu reiknimeistarar rikiskass- ans það út að hér hlaut að vera auðlind fyrir þá. Snarlega í tíð fyrrv. fjármála- ráðherra voru tollagjöld hækkuð úr 407? í 807? og síðan sett á sérstakt 507? innflutningsgjald. Nú skyldi ríkiskassinn mjólka lífsnauðsynina og sportið. En hver er árangurinn? Fyrir nokkrum árum þegar vélsleðainnflutningur var eðlileg- ur, þá gat ríkiskassinn greitt 40 mönnum laun af tekjum sínum vegna sleðainnflutningsins — í dag nægja tekjurnar varla fyrir launum 10 manna. Rauntekjur ríkiskassans hafa því minnkað það mikið að þær eru aðeins fjórðungur sem áður var. Og enn í dag eru að koma fram nýjar hliðar á þessu máli. Undir- ritaður hefur flutt inn vélsleða frá stærsta vélsleðaframleiðanda í USA, Aretic Enterprises, þeir hafa nú tilkynnt okkur að vegna samdráttar í sölu síðustu 3 árin, þá sæju þeir sér ekki lengur mögulegt að seíja okkur vélsleða á svokölluðu „distributer“-verði, heldur yrðu þeir að selja okkur á „dealer“-verði, sent er um 267? hærra. Því miður hafa tilraunir til að fá þessu breytt ekki borið árangur. Af þessu dæmi getum við dregið saman þessar niðurstöður. 1. Okkur er gert erfiðara að byggja Island, þar sem mönnum er gert nánast ómögulegt að kaupa nauðsvnleg tæki. 2. Ofboðsleg tollheimta rýrir tekj- ur ríkiskassans. 3. Fyrir þá sleða sem fluttir verða inn í framtíðinni, vegna sölu til björgunarsveita og bænda (helstu kaupendur) þá þarf að greiða 26'? ha'rra verð í gjald- eyri. Nú nýlega var birt könnum verðlagsstjóra á innkaupsverði einhverra vörutegunda. Þar kom fram, að innkaupsverð íslenzkra aðila er talið vera 21—277? hærra en hjá norrænum innkaupafyrirtækjum. Ef einhver framtíðarkönnun verður gerð á vélsleðainnflutningi, þá mun niðurstaða sýna 267? (eru ekki prósentutölurnar nterkilega líkar) hærra innkaupsverði hér en annars staðar. Svariö er þá að finna í litlu innkaupsmagni vegna tollinn- heimtu ríkiskassans. Skyldu ekki vera til fleiri dæmi úr viðskiptalífinu um hátt inn- kaupsverð vegna svipaðra að- stæðna og ég hef hér lýst? Með vinsemd og virðingu, Þorsteinn Baldursson. F erming á morgun Fella- og Ilólasókn Ferming í Bústaðakirkju 22. okt. kl. 10.30 Prestun séra Ilreinn Iljartarson. Birgir SigunVsson Ilrafnhólum 1 Eiríkur Einarsson Vrsufelli 9 Eyþ<')r Steinarsson Vrsufelli 7 Halldór Margeir Halldórsson Vrsufelli 13 Höróur Karlsson Völvufelli 16 Karl llalldórsson Kjúpufelli 35 Kjartan Brynjar Sigurðsson Fannarfelli 6 Pétur I>ór Halldórsson Kjúpufelli 35 Horsteinn Ö. Sigurfinnsson Rjúpufelli 32 Alda Uós Ólafsdóttir Brekkuseli 21 Hrafnhildur Lilja Steinarsdóttir Yrsuíelli 7 Inga Sigþrúóur Ketilsdóttir Vesturbergi 12 lóhanna Evrún Sverrisdóttir Vesturhergi 111 Marta Jörgensen Kjúpufelli 25 Marta Sigurfinnsdóttir Rjúpufelli 32 ólöf Kristinsdóttir Toríufelli 50. VELKOMIN TIL VIÐSKIPTA VESTUR VIÐ ÆGISÍÐU. tsso Olíufélasið hf BENSÍNSTÖÐ OG BÚÐ. Oltufélagiö h.f. hefur nú reist nýja bensínstöð vestur við Ægisíðu. Þar er gasolía og bensín afgreitt úr hraðvirkum rafeindadcelum. Verslunin er rúmgóð og býður fjölbreytt vöruúrval. Þ VOTTAAÐSTAÐA. Góð þvottaaðstaða verður fyrir hendi (einnig afnot af ryksugu). HJÓLBARÐA VERKSTÆÐI. Eftir 2-3 mánuði verður opnað hjólbarða- verkstœði á sama stað, vel búið tcekjum af nýjustugerð. • • Oll þjónusta innan dyra. Enn eykur Olíufélagið þjónustu sína Nú vestur við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.