Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 Nú í haust áformaði hann að heimsækja okkur enn á ný. Slíkt var okkur gleðiefni því hér var hann jafnan aufúsugestur. En haustið kom með annað kall, burt til annarra heimkynna. Við áttum ekki von á því að þurfa að sjá á bak honum svo fljótt, hann sem átti svo margt ónnnið ennþá sem hugurinn stefndi til. Við hér í Norðfirði stöndum í söknuði og hörmum fráfáll vinar svo skyndi- legt. Mikill er harmur fjölskyldu hans og safnaðanna í Njarðvíkum. Mikiil er missir kirkju Islands að sjá á bak svo efnilegum dreng. En um það tjáir ekki að fást. Við leitum huggunar Guðs, hans sem engum bregst er til hans leitar. Fyrir hönd safnaðanna á Norð- firði og Mjóafirði vil ég þakka af hjarta líf og störf sr. Páls Þórðarsonar í þágu sóknarbarn- anna. Sjálfur hef ég margs að minnast, einlægrar vináttu hans í minn garð, hvatninga og liðsinnis í störfum. Við biðjum algóðan Guð að sefa sorg og trega eiginkonu hans, Guðrúnar, sonanna þriggja og ástvina hans nær og fjær. Megi algóður Guð blessa þau og styrkja um ókomin ár. Guð blessi minningu um góðan dreng, sr. Pál Þórðarson. Svavar Stefánsson Neskaupstað Á stundum finnst okkur lífið vera miskunnarlaust. Þá tilfinn- ingu kannast margir við, er þeir standa berskjaldaðir frammi fyrir þeim veruleika, er kallast dauði. Einkum finnst okkur miskunnin vera víðsfjarri, þegar ungir menn og konur eru numin á brott í blóma lífsins. Þannig hefur marg- ur hugsað er fréttin um andlát sr. Páls Þórðarsonar, sóknarprests í Njarðvík, barst þeim til eyrna. Sr. Páll Þórðarson var sonur hjónanna Þórðar Steindórssonar og Kristínar Pálsdóttur. Hann ólst upp í Reykjavík. Gekk þar í skóla. Stundaði nám við Verzlunarskóla Islands og lauk þaðan stúdents- prófi vorið 1965. Það sama ár kvæntist hann Guðrúnu Birnu Gísladóttur. Þau hjónin eignuðust þrjá syni, Gísla Pál, Þórð Björn og Halldór Gunnar. Að loknu stúdentsprófi hóf sr. Páll nám við guðfræðideild Háskóla Islands. Þar var ég svo lánsamur að fá að kynnast og starfa með honum. I guðfræði- deildinni var Páll virkur, bæði í námi og félagsstarfi. Þar bar fljótt á þvi, að mikill hæfileikamaður var á ferðinni. Hann gekk ávallt óhikað til verks, og lauk ávallt þeim verkefnum, er hann tók að sér. Hann var mikill afkastamaður og vann ávallt af heilum hug að öllum þeim verkefnum, sem heilluðu huga hans. í náminu fylgdist hann vel með. Einkum sótti á huga hans hið stóra og mikla verkefni, maðurinn og staða hans í þjóðfélagi hraða og spennu. Hann eins og svo margir aðrir, komst að þvi, að kirkja Krists hefur eitthvað raunhæft til mál- anna að leggja. Hann ákvað því að gerast starfsmaður kirkjunnar. Var hann vígður til Norðfjarðar- prestakalls 1. júlí 1973. Þar starfaði sr. Páll af miklum dugnaði og fórnfýsi eins og skýrt kom fram í þeim náttúruhamför- um, sem Norðfirðingar fengu að kynnast síðla ársins 1974. Þar nýttust hæfileikar sálusorgarans, sem bar óskorað traust ti! þess, sem huggaði og læknaði forðum daga. Síðar var sr. Páli veitt Njarð- víkurprestakall. Þar starfaði hann fram á síðasta dag. í hinum unga söfnuði naut sr. Páll starfs síns. Áhugi hans á að móta og skapa og að leita að nýjum leiðum til að bæta safnaðarstarfið var óvenju mikill. Hann áleit, að kirkjan yrði í sífellu að kanna nýjar leiðir varðandi boðun orðsins. Grund- völlurinn væri ávallt sá sami, en boðunin yrði að taka mark af hinum síbreytilega, tæknivædda heimi. Einn þáttur, er hjálpar til við útbreiðslu orðsins, er góð aðstaða. Það stóð ekki á hinum unga söfnuði, í Njarðvík að skapa safnaðarfólkinu og prestinum viðunandi aðstöðu. Kirkjubygging ey í smíðum. Sr. Páll tók þátt í þeirri uppbyggingu af lífi og sál. Þar, sem og í öðrum störfum, kom fram ósérhlífni, samvizkusemi og dugnaður, sem einkenndi ailt hans líf og starf. Það er þverstæða, að hann, fullur af krafti og dugnaði, skuli ekki lengur vera á meðal okkar. Svo snögg voru umskiptin, að erfitt er að skilja. Erfiðast er það fyrir eiginkonuna og synina þrjá. Á slíkum stundum virðist lífið vera svo miskunnarlaust, og þó. Enn á nýjan leik, verður brotunum raðað saman, því miskunn Guðs er ekki á enda. Hún er ný á hverjum morgni. Þess vegna bið ég miskunnsaman Guð að styðja og hugga eftirlifandi eiginkonu, syni, foreldra og tengdaforeldra svo og aðra ástvini. I þeirri bæn, með þeim kveðjum, sameinast allir, sem í dag kveðja góðan dreng og sannan vin. Vigfús Þór Arnason. Kveðja frá Lionsfélögum I dag kveðjum við vin okkar og félaga séra Pál Þórðarson. Frá þeim tíma er hann tók við starfi hér i Njarðvík, var hann einn mikilvirkasti og starfsfúsasti fé- laginn í Lionsklúbbi Njarðvíkur. Líknar- og menningarmálin voru honum hugleiknust og einmitt í þeim málum leiddi hann okkur félagana inn á nýjar brautir. Hann benti á og beitti sér fyrir ýmsum málum til stuðnings og styrktar þeim meðbræðrum okkar, sem af einhverjum ástæðum, höfðu ekki sömu tækifæri og aðrir í samfélag- inu. Hann var málsvari hins minni máttar og ófeiminn að láta það í ljós. Það var okkur mikil gæfa, að fá að kynnast og starfa með slíkum féiaga. Við biðjum góðan Guð að styðja og styrkja eiginkonu, börn og aðra aðstandendur séra Páls Þórðar- sonar. Lionsklúbbur Njarðvíkur. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Aðalfundur FEF: Tryggingaráðherra beiti sér fyrir leiðréttr ingu á barnalífeyri Á AÐALFUNDI Félags ein- stæðra foreldra sem var haldinn á Hótel Esju fimmtudaginn 19. október var samþykkt áskorun til tryggingaráðherra þar sem hann er hvattur til að vinna að því að leiðrétting verði gerð á barnalífeyri, sem hafi dregizt aftur úr öðrum tryggingabótum á síðustu fjórum árum. Einnig var samþykkt ályktun til borgarráðs Reykjavíkur, þar sem bent er á að halli hafi nú í fyrsta skipti orðið á rekstri skrifstofu FEF, vegna aukins kostnaðar og vaxandi umsvifa og þjónustu sem þar sé veitt. Er óskað eftir að borgarráð veiti FEF á næsta ári mun hærri fjárupphæð en á þessu ári. í skýrslu formanns FEF var lýst félagsstarfi á árinu, sem hefur verið mjög fjölþætt og unnið hefur verið að mörgum verkefnum, enda þótt fram- kvæmdir við Skeljaneshúsið þar sem neyðarhúsnæði verður fyrir einstæða foreldra, hafi verið einna stórbrotnastar, enda er það verk nú langt komið. Greint var frá breyttri tilhögun á störfum nefnda er miðar að því að efla og fjörga innra starf félagsins og fjallað var ítarlega um starfsemi skrifstofu FEF o.fl. Lagðir voru fram reikningar FEF endurskoðaðir og þar kemur fram að brúttófjáröflun FEF á sl. ári nam rösklega tólf milljónum og rann það rakleitt í húsbyggingarsjóð. Nú eru starfandi auk FEF á höfuðborgarsvæðinu, félags- deildir á Akureyri, í Siglufirði og á Isafirði og áhugi er á að koma á fót félögum víðar og verður væntanlega unnið að því á árinu. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðam. var endurkjörin for- maður og aðrir í stjórn Bryndís Guðbjartsdóttir, skrifstofu- maður, Stefán Bjarnason mengunarsérfræðingur, Baldur Garðarsson skrifstofumaður, Ingibjörg Björnsd. skrifstofu- maður, Fríður Garðarsdóttir sjúkraliði, Ragna Unnur Helga- dóttir póstfreyja og Birna Karls- dóttir ritari. Endurskoðendur voru kjörin Haukur Hannesson og Guðbjörg Þórðardóttir. Leiðrétting í Morgunblaðinu í gær féll niður nafn höfundar greinarinnar Aðdragandi stjórnarskiptanna í Svíþjóð. En eins og fram kemur í frétt á forsíðu í tilvísun á greinina er höfundurinn Anna Bjarna- dóttir. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Skemmtilegt spil hjá TBK Frá Reykjavíkur- deildinni í bridge Nefndin, sem samanstendur af fulltrúum félaganna 5 í Reykjavík, hefur komið saman og skipt með sér verkum. Verður hún þannig í vetur: Olafur Lárusson formaður, Guðrún Bergsdóttir gjaldkeri, Þorsteinn Kristjánsson ritari, Magnús Oddson v-formaður (m. fyrrv.) og Sigurjón Tryggvason með.stj. Ákveöið var, að stefna að því að undanrás fyrir tvímenning, hefjist í byrjun nóvember og verði spilað um helgar. Keppni þessi verður með hefðbundnu sniði. Sveitakeppnin hefst ekki fyrr en eftir áramót. Nokkur vandræði er með húsnæðismál (eins og ætíð) þar sem Loftleiðir eru ekki á lausu fyrir jól. Er unnið að lausn þessa. Bridgedeild Breiðfirðinga Ása Jóhannsdóttir og Sigríður Pálsdóttir sigruðu glæsilega í fimm kvölda tví- menningskeppni félagsins sem lauk sl. fimmtudag. Ilöfðu þær ftæystu í keppninni allan tím- ann og voru vel að sigrinum komnar. Urslit urðu þessi: Ása Jóhannsd. — Sigríður Pálsdóttir 1217 Erla Eyjólfsd. — Gunnar Þorkelsson 1180 Halldór Helgason — Sveinn Helgason 1145 Ragnar Björnsson — Þórarinn Árnason , 1126 Guðríður Guðmundsd. — Ingibjörg Halldórsd. 1113 Magnús Oddson — Þorsteinn Laufdal 1112 Gísli Viglundsson — Jón Stefánsson 1112 Guðlaugur Karlsson — Óskar Þráinsson 1107 Gunnþórunn Erlingsd. — Sigrún Ólafsd. 1094 Hans Nielsen — Birgir Sigurðsson 1093 Ólafur Guttormsson — Björn Gíslason 1093 Meðalárangur 1050 Næstkomandi fimmtudag hefst aðalsveitakeppni félagsins og er skráning vel á veg komin. Spilað er í Hreyfilshúsinu. Austurlandsmót í tvímenningi Austurlandsmót 1978 í tví- menningi verður haldið á Reyðarfirði 3.-4. nóvember. Þetta verður Barometerkeppni og verður Guðmundur Kr. Sigurðsson keppnisstjóri. 28 pör víða af Austurlandi taka þátt í mótinu og verða spiluð 108 tölvugefin spil. Þátttökuréttur á mótinu er reiknaður út í hlutfalli við meðlimafjölda hvers aðildar- félags BSA, en undanfarið hefur staðið yfir keppni innan félag- anna um hann. Þátttökuréttur- inn skiptist þannig: B. Fljóts- dalshéraðs 9 pör, B. Hornar- fjarðar 5 pör, B. Reyðarfjarðar 4 pör, B. Borgarfjarðar 3 pör, B. Neskaupsstaðar 3 pör, B. Suður- sveitar 2 pör, B. Vopnafjarðar 2 pör. Keppt verður um titilinn Austurlandsmeistari 1978. Á mótinu verða afhent verð- laun fyrir firmakeppni og ein- .menningskeppni BSA 1978. Vélaverkstæðið Víkingur á Egilsstöðum, spilari Sigfús Gunnlaugsson, sigraði í firma- keppninni. Sigfús sigraði einnig í einmenningskeppninni og er því einmenningsmeistari BSA 1978. Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Frétt frá Bridgesambandi Austurlands. Friðjón Vigfússon Form. stjórnar BSA. Forseti BSA er Þorsteinn Ólafsson Rfj. Tafl- og bridgeklúbburinn Síða.sta umferð í aðaltví- menningskeppni félagsins var spiluð fimmtudaginn 19. þ.m. Eins og vænta mátti sigruðu Steingrímur Steingrímsson og Gissur Ingólfsson með tölu- verðum yfirburðum. en þeir leiddu keppnina frá upphafi. Lokaárangur efstu keppenda varð þessi: 1. Steingrímur Steingrímsson — Gissur Ingólfsson 643 2. Gísli Hafliðason — Sigurður B. Þorsteinsson 589 3. Gunnlaugur Óskarsson — Sigurður Steingrímsson 587 4. Ingólfur Böðvarsson — Guðjón Ottósson 586 5. Guðmundur Júlíusson — Helgi Ingvarsson 585 6. Hilmar Ólafsson — Ólafur Karlsson 583 7. Guðlaugur Nielssen — Gísli Tryggvason 577 8. Anton Valgarðsson — Sverrir Kristinsson 576 9. Björn Kristjánsson — Þórður Elíasson 575 10. Viðar Jónsson — Sveinbjörn Guðmundsson 570 11. Vigfús Pálsson — Guðmundur Arnarson 570 Næsta keppni félagsins verður hraðsveitakeppni og hefst n.k. fimmtudag 26. okt. kl. 7.30. Sveitir sem ekki hafa skráð sig nú þegar tilkynni þátttöku sína til Braga Jónssonar s. 30221. Athugið að keppnin hefst kl. 7.30. Þetta furðulega spil kom fyrir í einum riðli keppninnar í fjórðu umferð. Norður er gjafari: Norður S. ÁD108753 H. - T. D107642 L. - Vestur S. - H>KDG872 ' T. - L. ÁKD8654 Suður S. KG9642 H. - T. ÁKG9853 L. - Á þeim borðum þar sem topparnir voru teknir opnaði norður í öðru tilfellinu á einum spaða. Austur sagði tvö grönd. Suður fjögur grönd. Vestur fimm lauf. Norður fimm tígla. Austur sex lauf og suður sjö spaða í von um að norður ætti spaðaásinn. Doblað af austri og suður redoblaði. í hinu tilfellinu opnaði norður samkv. Roman- kerfi á einum tígli. Austur sagði tvö hjörtu og suður ákvað að fara rólega í sagnir og sagði þrjá tígla. Vestur seirl fann lyktina af miklu skiptingaspili skellti sér í sjö hjörtu. Norður pass, austur pass og suður þorði ekki í sjö spaða, sagði einnig pass. Austur S. - H. Á1096543 T. - L. G109732

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.