Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 A ROKSTOLUM Hvatir Marx Þeir, sem bjarga Vesturlanda- búum frá tómlætinu — ef þeim er bjarjíandi — eru andófs- mennirnir austrænu. Með þeim er frelsið enn lifandi huKsjón, en ekki sjálfsösð og hálfdauð eins og með Vesturlandabúum. Okk- ur ber þess vegna að fylgjast með þeim, lesa rit þeirra, styðja þá, en taka ekki undir með mönðum eins og formanni Al- þýðubandalagsins íslenzka, Lúð- vík Jósepssyni, sem svaraði Vísi svo, þej;ar hann var spurður um mál nokkurra rússneskra and- ófsmanna 15. júlí sl.: „Éj; óska ekki eftir því að sejya eitt einasta orð um þetta. Éj; hef ekkert fylj;st með því ok veit ekkert um það.“ Margir andófs- mannanna búa sem útlagar á Vesturlöndum, oj; fyrir nokkru hófu þeir útgáfu tímarits, Kontinent. til skoðanaskipta við vestræna rithöfunda. Aðalrit,- stjóri tímaritsins er rússneski rithöfundurinn Vladimir Maxi- mov, en í ritstjórn eru margir snjöllustu andans menn Norður- álfu, svo sem stjórnfræðingur- inn Reymond Aron, rithöfund- urinn og nóbelsverðlaunahafinn Saul Bellow, sagnfræðingurinn Nicholas Bethell (sem er fyrr- verandi ráðherra brezka Ihalds- flokksins), skáldið Robert Conquest, stjórnmálamaðurinn Milovan Djilas, skáldið Eugéne Ionesco, rithöfundurinn Arthur Koestler, vísindamaðurinn Andrei Sakharov og rithöfund- urinn Ignazio Silone. Greinarnar í þessu tímariti bera mjög af þeim, sem birtast af gömlum vana í flestum vestrænum tímaritum, höfund- arnir hafa eitthvað að segja okkur, þeir rita af þörf, en ekki skyldurækni. Mér barst fyrir nokkru greinasafn úr tímarit- inu, sem hafði verið gefið út sem pappírskilja (Kontinent 2. The Alternative Voice of Russia and Eastern Europe, Coronet Books, Hodder and Stoughton, 1978), og ætla að fara fáeinum orðum um eina greinina, sem er mjög merkileg. Hún er eftir pólska heimspekinginn Leszek Kolakowski. Hann var prófessor í heimspekisögu við Háskólann í Varsjá 1949—1968, en var rek- inn úr pólska Alþýðubandalag- inu 1966 og úr starfi sínu 1968, með því að hann er frjálslyndur maður, sem hrífst af siðferði- legri kenningu Krists, en það gátu pólsku róttæklingarnir ekki þolað. Hann hefur verið útlagi frá 1968 og einkum kennt við Háskólann í Oxford. Nokkuð hefur verið ritað um Kolakowski á íslenzku: Thor Vilhjálmsson reit um hann í bók sína Fiskur í Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson sjó. fugl úr beini og Ingólfur Margeirsson, blaðamaður Þjóð- viljans, í blað sitt fyrir skömmu. Greinin Merking hugtaksins „vinstri" birtist einnig eftir hann í Tímariti Máls og menn- ingar 1971 í íslenzkun Þrastar Ólafssonar og Jóns A. Sigurðs- sonar. (Allir þessir Islendingar telja hann marxsinna, en hann hefur reyndar hafnað kenningu Marx opinberlega). Kolakowski kallar grein sína „Þrjár hvatir Marx“ (Three Motifs in Marxism), og er hún hluti af miklu verki, sem hann er að rita um kenningu Marx. Hann greinir þrjár afltaugar, hvatir eða tilfinningar, sem Marx hafi samhæft í kenningu sinni. Ein þeirra sé „róman- tíska“ hvötin. Marx hafi verið draumóramaður, harmað það, að með iönskipulaginu hafi slitnað flest þau lífrænu bönd, sem hafi bundið menn saman á miðöld. Hann hafi dreymt um sátt mannsins við sjálfan sig, um sveitasæiu. Ónnur hvötin sé sú, sem Kolakowski nefnir „Prómeþeifs-" eða „Fást-hvöt- ina“. (Prómeþeifur rændi eldin- um frá guðunum í grísku goðsögninni, Fást seldi sál sína fyrir alvizkuna í þýzku þjóð- sögninni. Báðir neituðu þeir mannlegum takmörkunum). Marx hafi talið, aö mannkynið gæti risið upp, náð valdi á náttúrunni, skapað sögu sína, komið í stað guðanna eftir byltinguna. Hann hafi sett hópinn, „öreigastéttina," þar sem sagnirnar settu einstakl- inginn, Prómeþeif eða Fást. Þriðja hvötin sé vísindatrúin, rökhyggjan. Marx hafi alizt upp í anda upplýsingarstefnunnar, hann hafi talið sig vísindamann, taliö sig finna „hreyfilögmál samfélagsins", þá „innsýn inn í nauðsynina", sem gerði mann- inn frjálsan. Þessar athugasemdir Kolakowskis eru að mínu viti mjög skarplegar, hann skýrir margt með þessari kenningu sinni um hvatir Marx. Hann ræðir einnig í greininni um samband Leníns, sem fram- kvæmdi kenninguna, og Marx, telur, að rætur alræðisstefnu Leníns hafi í þeim skilningi legið í kenningu Marx, að kenninguna mátti nota til þess að réttlæta alræðið. Hann ritar: „Draumur Marx um sátt mann- anna gat tekið á sig mynd flokksræðisins og Prómeþeifs- hvöt hans orðið að tilraun til að skipuleggja atvinnulífið með ofbeldi.“ Ég held, að greiningu Kolakowskis á hvötum Marx megi nota til þess að skýra og skilja í einhverju fylgi kenning- ar Marx með Islendingum. Kenningin hefur með sumum, til dæmis Einari Olgeirssyni, verið draumurinn um nýja hetjuöld, þjóðveldi, ættbálkaskipulag, „afturhaldssöm útópía" eins og dr. Arnór Hannibalsson heim- spekilektor komst að orði í bókinni Kommúnisma og vinstri hreyfingu á íslandi. Og ungir róttæklingar, sem berjast gegn iðnvæðingu og viðskiptum íslendingfi við aðrar vestrænar þjóðir, „dalakofasósíalistarnir", sem svo eru nefndir, deila þessari tilfinningu með Marx og Einari. (Og í fornöld orti einhver Islendingur Völuspá, þar sem „akrar yxu ósánir" að ragnarökum loknum). Kenningin hefur með sumum gegnt hlutverki þeirra Rauð- skinnu — bókarinnar, þar sem lausn lífsgátunnar væri að finna — sem Galdra-Loftur reyndi að særa fram (en hann er hinn íslenzki Fást). Fræg er lýsing Kristins E. Andréssonar (í bókinni Enginn er eyland) á þeirri vitrun, sem hann fékk: „Af fyrstu ritum sem ég nú las af athygli um marxismann brá eins og í leiftri upp fyrir mér nýju lífsviðhorfi, sögulegum skilningi, nýjum lífstilgangi og framtíðarsýn ... Allt varð mér ljóst af bragði." Og kenningin hefur með sum- um, til dæmis Asgeiri Bl. Magnússyni og Brynjólfi Bjarnasyni, snert streng vís- indamannsins í brjóstum þeirra, þeir hafa tekið kenningu Marx um lögmál mannlífsins fram yfir kenningu Krists. (Frásögn Brynjólfs frá fermingu hans í bókinni Lögmál og frelsi er fróðleg). En með flestum eða öllum íslenzkum marxsinnum er hvatirnar þrjár allar að finna, eins og ráða má af lestri helgirita íslenzka róttæklinga- safnaðarins, Alþýðubókinni eftir Halldór Laxness, Bréfi til Láru eftir Þórberg Þórðarson, Marxismanum eftir Ásgeir Bl. Magnússon, Ættasamfélagi og ríkisvaldi í þjóðveldi íslend- inga eftir Einar Olgeirsson og öllum heimspekiritum Brynjólfs Bjarnasonar. Þessi rit bíða greiningar, sem hinar skarplegu athugasemdir Kolakowskis auð- velda. Mönnum er tíðskrifað um þingflokk Sjálfstæðis- flokksins um þéssar mund- ir. Þar er margur hálf- sannleikur, getgátur og hrein ósannindi. Ég ætla ekki að rekja þau skrif hér. en víkja að nokkrum púnktum mönnum til glöggvunar. Halldór Blöndal: Nútíminn Hugleiðing um þingstörf Nefndarkjörið Beiðni Sjálfstæðisflokksins um að nefndarkjörum yrði frestað til næsta dags hefur gefið ýmsum tilefni til þess að gera úr því allt annað en efni stóðu til. Þannig liggur fyrir, að þessi frestun hefur ekki tafið þingstörf um einn einasta dag, ekki klukkustund. Nefndakjörin fóru fram á mánudag og engin önnur mál voru á dagskrá. Engar umræður urðu heldur í þinginu á þriðjudag. Hins vegar hefur ríkisstjórnin fengið kjöri fjárveitinganefndar frestað til þess að fækka nefndarmönnum um einn, þannig að sex komi til skipta í staðinn fyrir sjö eða tveir í hlut hvers stuðnings- flokka hennar. Það þótti óheppi- legt í herbúðum ríkisstjórnar- innar, að einn stjórnarflokk- anna hefði fleiri nefndarmenn en hinir. Þess hnoss gat enginn unnað öðrum, ef við á annað borð erum í þeim leik að leggja allt út á hinn verri veginn, segja hálfa sögu. Ef menn hins vegar vilja skilja, hvað lá að baki frestunarbeiðni Sjálfstæðis- flokksins sjá þeir óðara, að rétt þótti að gefa sér betri tíma til að skipa mönnum í nefndir á vegum flokksins. Nú er komið í ljós, hvernig til tókst. Það eru ekki allir ánægðir. Ég leyfi mér að fullyrða, að slíkt sé ekki nýlunda í neinum flokki. Mín reynsla er sú, að sumar nefndir hafi meira aðdráttarafl en aðrar, þannig að einhverjir hljóta að láta í minni pokann, en bera það misjafnlega vel, eins og gengur. Formannskjörið P'ormannskjör í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram. Þótt því hafi verið frestað þangað til á miðvikudag, nokkr- um dögum lengur en hjá öðrum stjórnmálaflokkum, hefur það engu breytt. Gunnar Thorodd- sen hefur gegnt störfum for- manns þingflokks frá kosning- um og þingflokkurinn haft sína stjórn. Á hinn bóginn er þess skemmst að minnast, að tveir menn gáfu kost á sér til formannskjörs í þingflokki Al- þýðuflokksins. Því var tekið sem sjálfsögðum hlut, ekki talað um klofning né orðið vart við getsakir. Ekki einu sinni í Dagblaðinu, þótt það komizt býsna nálægt því að mega heita málgagn Alþýðuflokksins. Það hefur áður komið fyrir í Sjálfstæðisflokknum, að ekki hafi allir verið á eitt sáttir um formann þingflokks og farið fram atkvæðagreiðsla. Það var jafn eðlilegt þá og nú. Úr takti viö tímann Hin miklu skrif um þingflokk Sjálfstæðisflokksins eru því tilefnislaus, ef undan eru skilin ummæli, sem Albert Guð- mundsson lét hafa eftir sér í bráðræði í Vísi. Og í Tímanum á þriðjudag lætur þessi sami þingmaður ljós sitt skína and- stæðingum Sjálfstæðisflokks- ins. En þó svo sé, hljóta skrifin að vekja menn til umhugsunar um það, hvort hin mikla leynd, sem á að hvíla yfir þingflokksfund- um sé ekki úr takti við tímann. A.m.k. liggur fyrir, að einstakir þingmenn í öllum flokkum eiga sér nógu marga trúnaðarvini til þess að út lekur það, sem leynt á að fara. Þannig kemst sagan á kreik hálfsögð og til þess fallin að valda endalausum misskiln- ingi og getsökum. Við slíkar kringumstæður er enginn vinnufriður. Þess vegna hlýtur það að koma til athugun- ar, hvort þingflokkarnir verði ekki að taka upp opnari umræð- ur en verið hefur, þannig að mismunandi sjónarmið komi fram og þau rök, sem að baki liggja eins og þau eru sögð. Ég held að þetta sé nútíminn. Ég held, að menn vilji fá að vita, hvað einstakir þingmenn raun- verulega leggja til mála, hvernig þeir vinna, á hvað þeir leggja áherzlu. Mönnum nægir ekki hálfsögð saga í þessum efnum, einstakar setningar í blöðum andstæðinganna. Er ágreiningur eölilegur? Mér hefur fundizt á tilskrif- um síðustu daga, að ýmsum ungum greinarhöfundum þyki undarlegt, að skiptar skoðanir skuli vera á mönnum og vinnu- brögðum í upphafi kjörtímabils. Ef kjósa á á milli manna er ekkert undarlegt, þótt einn sé tekinn fram yfir annan. Það er eðli kosninga og skilja engir betur en stjórnmálamenn. Enda hefur reynslan kennt þeim að sætta sig við niðurstöðuna, hver sem hún verður, því að annað dugir ekki. Um hið síðara atriðið get ég sagt það eitt, að ég er þannig skapi farinn, að mér þætti eitthvað undárlegt við Sjálf- stæðisflokkinn, ef allir yrðu þar sammála um hvaðeina eins og geðlaus gauð. Ekki einu sinni ungkratar eru þannig gerðir og ekki Framsóknarmenn. Samstaöa er fyrir hendi Stefnuskrárræða forsætisráð- herra var haldin á fimmtudag. Hin raunverulegu störf Alþingis eru því að hefjast, þótt ekki bóli á fjárlagafrumvarpinu. Og er í þessu samhengi ástæða til að benda á þann djúpa skoðana- ágreining, sem fram hefur komið um það innan stjórnar- flokkanna. Fyrir svo utan hitt, að þessi dráttur mun- hafa ófyrirsjáanlegar tafir í för með sér á þingstörfum og torvelda framgang aðskiljanlegra mála. í þessum efnum er hvorki um getsakir eða hálfsagða sögu að ræða, heldur beinharðan sann- leika. Afstaða Sjálfstæðisflokksins liggur á hinn bóginn skýrt fyrir. Mér er ekki kunnugt um, að neinn ágreiningur sé um hana í höfuðdráttum. Nú liggur fyrir þingflokknum að marka línurn- ar í einstökum atriðum, eftir að. efnahagsstefna ríkisstjórnar- innar hefur verið skýrð og lögð fram, ef svo virðulegt orð sem efnahagsstefna á við í þessu sambandi. Þá mun það koma í ljós, sem stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar óttast mest af öllu, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sama málefnalega styrk- inn og áður, sömu festuna og einurðina í málafylgjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.