Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 23 Táknræn gjöf? Uessi stoinhnull- unKur. (nrahhó. 5 kft að þynitd. und- an Vatnajiikli) moó innnroyptum minnisponinKum af Friðrik Ólafs- syni. var færður forsota FIDE. I)r. Ma\ Euwo. að ítjiif við hátíða- hiild í tilofni af 75 ára afmæli hans í Amstordam vorið 197fi. Vorður Friðrik arftaki Euwo? fulltrúum alls 24. Hennar verksvið, er að vera ráðgefandi um veitingu skáktitla o.þ.h. auk þess að hafa yfirumsjón með hinum alþjóðlega skákstigareikningi og annast ýmis tæknileg málefni. *Skáklaganefndin" skipuð aðeins 7 kjörnum fulltrúum, sér um, eins og nafnið bendir til, samningu og túlkun skáklaga og keppnisreglna, og til hennar er skotið ýmsum ágreiningsmálum til úrskurðar. Af ýmsum sérnefndum FIDE er Hjálparnefndin við vanþróuðu „skák“löndin hvað fyrirferðarmest. Um störf hennar má segja að þeim mun meiri sem áætlanirnar eru, þeim mun minna verður úr fram- kvæmdum. Þá er sérstök Skákþrautanefnd. Kvenskáka- nefnd, Bréfskákanefnd, Útgáfu- nefnd o.fl. auk ýmissa undirnefnda og milliþinganefnda. Löndum innan Alþjóðaskáksam- bandsins er skipt niður í 11 skák- svæði sem mótast fyrst og fremst af hnattlegu en einnig að nokkru af skákstyrkleika, sem reynt er að jafna milli svæða, svo og af þjóða- skyldleika. Fyrir hvert Svæði er kosinn sérstakur svæðaforseti. Is- land telst til svæðis nr. 2 ásamt hinum Norðurlöndunum, Austurríki, V-Þýzkalandi, Sviss og ísrael. Auk þess S-Afríku og Rhódesíu, sem engar aðrar þjóðir vildu ljá húsa- skjól, en þessi tvö lönd eru samt nú sem stendur úti í kulanum, hafa verið svipt þátttökurétti án þess þó að vera alveg rekin úr samtökunum. Eins og áður er getið hefur starfsemi og umsvif FIDE mjög aukist á undanförnum árum. Viða- mestu mótin á þess vegum eru í sambandi við heimsmeistarakeppn- ina, svæðamót og millisvæðamót, bæði karla og kvenna, og áskorenda- einvígi og svo sjálft heimsmeistara- einvígið á þriggja ára fresti. Olympíuskákmót eru -haldin annað hvert ár, svo og ÓTympíumót stúdenta. Sveitakeppni unglinga- landsliða var í fyrsta skipti í haust haldin í Mexieo. Heimsmeistaramót unglinga (20 ára og yngri) og heimsmeistaramót sveina (17 ára og yngri) eru haldin árlega. Telex-olympíumótið stendur nú yfir í fyrsta sinn. Þá fara fram ýmis mót eftir heimsálfum, svo sem Evrópu- keppni landsliða, Evrópukeppni fé- lagsliða, Evrópumeistaramót unglinga og önnur íiliðstæð mót annars staðar í heiminum. Skáksva-ði FIDE ( (Zones) 1. V-Evrópa 12 lönd 2. Mið-Evrópa 12 lönd 3. A-Evrópa G lönd 4. Sovétríkin 1 land 5. Bandarikin 1 land 6. Kanada 1 land 7. Mið-Ameríka 8 lönd 9. Vestur-Asía lOlönd 10. Austur-Asía 12 lönd 11. Afríka-og Miðjarðarh. 17 lönd 101 Félagatal er víða ófullkomið eða vantar alveg frá sumum aðildarlönd- um. Félagsbundnir skákmenn á Islandi töldust einungis vera um 2000 talsins, um sl. áramót, sem gefur mjög villandi mynd af hinni miklu almennu skákiðkun hér á landi. Embættismenn 'FIDE, auk prof. dr. Max Euwe, forseta og ofan- nefndra svæðaforseta eru þessir helstir: Aðalritari: Miss Ineke Bakker, Hollandi. Féhirðir: R. K. Clues, Wales (Hættur). Endurskoðandi: G. C. Dal Verme, greifi, Italíu. Varaforsetar: F. Campomanes, Filipseyjum, B. Kazic, Júgóslavíu, J. G. Prentice, Kanada. Fide-ráðs fulltrúar: E.B. Edmond- son, Bandaríkjunum, H. M. Hasan, Indónesíu, A. Heintze A-Þýzkalandi, B. Rodinov, Sovétríkjunum. Á aðalþingi FIDE, sem haldið verður jafnhliða Ólympíuskák- mótinu í Argentínu, fara fram kosningar í öll embætti innan samtakanna, til fjögurra ára. Þar mun, sem alkunna er verða kjörinn nýr forseti samtakanna, og fer kjör hans fram hinn 7. nóv. Auk Friðriks Ólafssonar. stórmeistara (43 ára), eru tveir aðrir frambjóðendur: Svetozar Gligoric. stórmeistari (58 ára) frá Júgóslavíu og Narciso Rabell Mendez. verkfræðingur (42 ára) frá Puerto Rieo, Hann hefur starfað innan FIDE síðan 1964, sem Félags- bundnir skámenn Sva'ðaforsetari 59.305 11. Golombek. Englandi 114.996 I)r. W. Dorazil. Austurríki 129.821 Inu. .1. Sajtar. Tékkóslóvakíu 4.295.000 Y. Averbaeh. 46.882 IVarle R. Mann 2.393 J.G. Prentice 8.915 R. Oámara. Braziiíu 3.592 A. Navabi. Iran 40.633 Prof. Lím, Singapore 88.013 4.797.666 R. Belkadi. Túnis fastafulltrúi lands síns, og er þvi sá eini af þremenningunum, sem þekkir vel innviði samtakanna en þeim mun minna til sjónarmiða skákmanna, sérstaklega atvinnumanna í skák, samanborið við þá Gligoric og Friðrik. Öll skáksambönd hafa jafnan atkvæðisrétt eða eitt atkvæði, án tillits til félagsmannafjölda, en til að hljóta kjör, þarf minnst 50% greiddra atkvæða. Nái enginn fram- bjóðendanna því við fyrstu atkvæða- greiðslu, verður á ný kosið á milli þeirra tveggja, sem flest atkvæöi hlutu í fyrstu umferð. Um úrslit forsetakosninganna er óvarlegt að slá neinu föstu, en af Skáksambands íslands hálfu, hefur mikil vinna verið lögð í að kynna framboð Friðriks, og allt mun verða gert fram aö kosningadegi, til að tryggja honum kosninguna eins og best má verða. Frá þingi Alþjóðaskáksambandsins í Haifa f nóv. 1976. Yfirstjórn FIDE, talið frá vinstri: B. Kazic, varaforscti, frá Júgóslavíu, Ineke Bakker, aðalframkvæmdastjóri, Hollandi, Dr. Max Euwe, forseti, Hollandi, R.K. Clues, gjaldkeri frá Wales, J.G. Prentice, varaforseti frá Canada, F. Campomanes! varaforseti, frá Filippseyjum. (Ljósm. Einar S. Einarsson) Áðurnefnd einvígi við Bogoljúbov voru að flestra dómi hreinlega fáránleg keppni, svo miklir voru yfirburðir Aljékíns. Hann lætur þess líka oft getið í umfjöllun sinni um einvígið hversu auðveldlega hann aðlagaðist skákstíl andstæðings síns og marga glæsta sigra hann vann gegn honum. Eftirfarandi saga lýsir e.t.v. best hvaða álit Aijékín hafði á þessum þýska andstæðingi sínum: Morgun einn þegar Aljékín kom niður til snæðings í hóteli því þar sem keppnin fór fram hitti hann dómara einvígisins, tékkneska stór- meistarann Opecensky. Eftirfarandi samræður áttu sér stað á milli þeirra: Opencensky: „Góðan daginn, dr. Aljékín. Hvernig sváfuð þér?“ Aljékín: „Bærilega svaf ég, þakka yður fyrir, en einkennilegan dreymdi mig draum.“ Opencensky: „Ja, því ekki það?“ Aljékín: „Mig dreymdi að ég hefði gefið upp öndina og haldið á fund skapara míns. Er ég kom að „Gullna hliðinu" tók á móti mér Lykla Pétur. Ég bauð honum góðann daginn og baðst jafnframt gistingar. Lykla Pétur lét sér fátt um finnast og sagði. Nei, enga skákmenn hér. Eins og gefur að skilja varð ég mjög vonsvikinn en fann til vanmáttar míns gagnvart almættinu og hugðist hverfa á braut. Þó gat ég ekki stillt mig um að biðja Lykla Pétur um að leyfa mér að kíkja sem snöggvast inn um hliðið. Pétur varð við þessari bón minni og er ég hafði skimast um stundarkorn sá ég mér til mikillar undrunar að þar inni var staddur enginn annar en Bogoljubov. Ég vatt mér að Lykla Pétri og^sagði: „Hvern andsk.... er Bogoljubov að gera þarna inni?“ Svarið kom um hæl. „Alli minn, þú veist að hann Bogoljubov, hann er enginn skák- maður." Aljékin og Capablanca háðu longsta hcimsmpistaraeinvígi sögunnar. hvað skákafjölda snertir. 31 skákir. Einvígi þeirra stóð í 74 daga. 16. sept. til 29. nóv. 1927 Nýafstaðið heimsmeistaraeinvígi milli þeirra Karpovs og Kortsnojs er það einvígi. sem tekið hefur lengstan tíma eða 94 daga. 16. júlí til 18. október 1978. Þeir tefldu 32 skákir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.