Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 47 íslandsmótið í handknattleik hefst í dag 27 félög senda 195 flokka til keppni og leikið verður í 9 íþróttahúsum þetta keppnistímabil í DAG kl. 14.00 verður flautað til leiks í fertugasta íslandsmótinu í handknattleik. Miklar vonir eru bundnar við það íslandsmót sem nú fer í hönd um að mótið verði tvísýnna og jafnara en oftast áður. Kemur þar margt tií. en þyngst á metunum er að félögin eru yfirleitt betur undirbúnin cn áður. brír þjálfarar í fremstu röð hafa nú bæst í hóp þeirra sem þjálfa 1. deildar lið, þ.e.a.s. Póiverjarnir tveir og síðast en ekki síst hinn gamalreyndi Hilmar Björnsson, sem þjáifar meistaralið Vals. Aðrir þjálfarar í 1. deild eru allt saman þrautreyndir sem hafa allir sannað ágæti sitt í gcgnum árin. Fróðiegt verður að fylgjast með hinum unga þjálfara Hauka. Þorgeiri Haraldssyni. í annarri og þriðju deild er langt síðan að svo gott úrval þjálfara hefur tekið að sér þjálfun og ber að fagna þeirri þróun mála. Má nefna þar kappa eins og Geir Ilallsteinsson, Arnar Guðlaugsson, Birgi Björnsson. sem allir þjálfa í annarri deild, Gunnlaug Iljálmarsson, Stefán Sandholt, Pétur Jóhannsson og ílejri úr þeirri þriðju. Ekki má gleyma kvenfólkinu og yngri flokkunum. Áhorfendum gefst nú kostur í fyrsta skipti að sjá leiki þessara hópa með 1. deildar leikjum og er það vel. FH-ingar og Víkingar hafa búið svo um hnútana að hinir erlendu þjálfarar þeirra þjálfa cinnig kvenfólkið og yngri flokkana eða skipuleggja þjálfun þeirra. Verður fróðlegt að fylgjast með árangri þeirra í vetur á þcssu sviði. Alls senda 27 félög 195 flokka til keppni í mótið að þessu sinni, og er það átta fleiri flokkum en í síðasta móti. Leikir í íslandsmótinu verða 876 talsins. Fer mótið fram í 9 íþróttahúsum þetta keppnistíma- bil. Það verða nýliðarnir í 1. deild HK sem opna mótið í leik sínum á móti Víkingi sem fram fer að Varmá í Mosfellssveit og hefst kl. 14.00. En HK mun leika alla sína leiki að Varmá. Bikarkeppni HSI mun hefjast í byrjun janúar, og í henni munu um 50 leikir fara fram. Sjálfu íslandsmótinu mun ljúka í kring- um 20. apríl. Handknattleikur eins og aðrar íþróttagreinar er sífelldum breyt- ingum undirorpinn. Æ meiri kröfur eru gerðar til leikmanna og forráðamanna um að standast hinum sterkari þjóðum snúning á alþjóðavettvangi. I dag stendur íslenskur hand- knattleikur á tímamótum. Allir eru þeirrar skoðunar að breytinga sé þörf. í ár ætla félögin að reyna að leika 1 leik á hverju keppnis- kvöldi eins og tíðkast alls staðar annars staðar í heiminum. Reynsl- an mun skera úr um það hvort fækka eigi í fyrstu deild og leika með svipuðu fyrirkomulagi og nú er gert í körfuknattleiknum. Stuðningsmenn félaganna verða að fylgja félagi sínu hvert fótmál og þeir geta með hvatningu sinni hreinlega ráðið úrslitum í tvísýn- um leikjum. Valur og Víkingur eru fulltrúar íslenskra liða að þessu sinni í Evrópukeppninni. Víkingar kom- ust í aðra umferð án þess að leika, en Valsmanna bíður þyngri róður í viðureign sinni við norska meist- araliðið Refstad á sunnudags- kvöldið í Höllinni. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum með aðeins 2ja marka mun og verða því að sigra með þriggja marka mun á sunnudagskvöldið. Góður árangur bestu félagsliða okkar í Evrópu- keppnum og landsliðsins ætti að haldast í hendur. Öll ættum við því að mæta í Höllina á sunnudag og hvetja Valsmenn til sigurs gegn Refstad. — [>R. Tekst Val að kom- ast í aðra umferð? Áhorfendur geta fleytt þeim yfir flúðirnar VALSMENN nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar í hand- knattleik verða í eldlínunni á sunnudaginn kl. 15.00 í Laugardalshöllinni er þeir leika síðari leik sinn í Evrópukeppni meistaraliða á móti Refstad frá Noregi. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Refstad 16—14, þannig að Valsmenn verða að taka á honum stóra sínum til að sigra með þremur mörkum til að komast áfram í keppninni. Lið Vals er í mjög góðri æfingu um þessar mundir og sýndi það í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins að það er til alls líklegt 1 vetur. Margir bíða eflaust spenntir eftir þessum leik, og getur öflug hvatn- ing áhorfenda fleytt Val yfir flúðirnar og komið þeim áfram. Leikur Vals og Refstad hefst kl. 15.00, en á undan leiknum fer fram forleikur milli tveggja liða sem munu koma áhorfendum á óvart, með getu sinni, tækni og kunnáttu. I viðtölum við norsk blöð, eru leikmenn Refstad bjartsýnir á að þeim takist að komast áfram og sigra Val. En vonandi verða þeim sýnt í tvo heimana í höllinni á sunnudaginn. þr. • Úr leik Vals og Víkinga. Jón Pétur Jónsson (m. boltann) átti mjög góðan leik gegn Refstad ytra. Spurningin er hvernig honum og félögum hans hjá Val tekst upp í Ilöllinni á morgun. • Markvörður Refstad, Tom Jansen, bjargaði oft glæsilega í leiknum ytra. Hann verður Vals- mönnum áreiðanlega erfiður á sunnudag. • Geir Hallsteinsson • Kristján Sigmundsson Bjarni Guðmundsson Karl Jóhannsson VERKEFNI handknattleiksmanna verða mörg á þessum vetri. í dag hefst það stærsta íslandsmótið í handknattleik. Ekki er að efa að mótið verður tvísýnt og spcnnandi og hart verður barist áður en úrslit liggja fyrir. Það voru Valsmenn sem sigruðu í síðasta ári í 1. deild karla og Fram í 1. deild kvenna. Fylkir og IIK komu upp úr 2. deild en KR og Ármann féllu niður í 2. deild. Margir óttast að fjarvera nokkurra af okkar sterkustu handknattleiksmönnum setji svip á mótið í vetur en aldrei áður hafa svo margir íslenskir handknattleiksmenn dvalið erlendis og leikið með erlendum liðum. En maður kemur í manns stað og því ætti handknattleikurinn í vetur að verða bæði spennandi og skemmtilegur. Viö fengum fjóra af lcikmönnum 1. deildar til að spá um úrslit í I dcildinni og segja álit sitt á mótinu í vetur. Geir Hallsteinsson FH> — Þetta er 14. Islandsmótið sem ég tek þátt í. Og það verður að segjast eins og er að ég er prðinn svolítið þreyttur á þessu. Ég hef þá trú að handknattleikurinn í vetur verði jafn lélegur og í fyrra. Það verða aðeins tvö félög sem skera sig úr, Valur og Víkingur. Valur er með heil- steyptasta liðið að þessu sinni. Mér segir svo hugur að 2. deildin verði mun betri og áhugaverðari en 1. deildin á þessu sinni. Spá Geirsi 1. Valur 2. Víkingur 3. FH 4. Ilaukar 5. ÍR 6. Fylkir 7. Fram 8. IIK Kristján Sigmundsson Víkingii Við í Víkingi erum með heilsteyptara lið en í fyrra, það er mun jafnara. Þá erum við með góðan þjálfara og við eigum eftir að sigra í íslandsmótinu. Spá Kristjáns> 1. Víkingur 2. Valur 3. FII 4. Haukar 5. Fram 6. ÍR 7. Fylkir 8. HK. Bjarni Guðmundsson Vali — Það verður leikinn betri hand- knattleikur í vetur en í fyrra. Við hjá Val erum í góðri æfingu og verðum í einu af efstu sætunum. Þá vona ég eindregíð að okkur takist að komast áfram í Evrópukeppninni og leggja Refstad að velli hér heima. Spá Bjarnai 1. Valur 2. Ilaukar 3. Víkingur 4. FH 5. Fram 6. IIK 7. Fylkir 8. ÍR Karl Jóhannsson HKi — Þetta getur ekki orðið jafnt mót, til þess er of mikill munur á liðunum í 1. deild. Það verða fjögur lið sem skera sig úr og verða í efri hluta deildarinnar og fjögur í neðri hlutanúm. Spá Karls. 1. Víkingur 2. Ilaukar 3. Valur 4. FH 5. Fram 6. ÍR 7. HK 8. Fylkir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.