Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 39 í könnun, sem gerö var á vegum Barnahjálpar Sameinuöu pjóð- anna 1976, kom í Ijós, aó um 800 milljónir manna í heiminum eru ólæs og óskrifandi, eóa prióji hver maður á jöröinni. Ábyrgð og vandi foreldra Bókaútjíefendur eru þejjar farnir aö auglýsa bækur þær, sem koma út fyrir þessi jól. „Jólabókaflóöið" sem hellist nú yfir okkur í þess orðs fyllstu merkingu. Auglýsingar um bæk- ur mæta okkur hvarvetna á næstunni. Flettum við dagblöð- unum sjáum við margar auglýs- ingar. Hlustum við á útvarp eða horfum á sjónvarp, munu auglýsingar einnig verða lesnar og birtar. Án efa er mjög erfitt að „gera“ góða auglýsingu, og margir halda því fram, að góð auglýsing geti ráðið því, hvort bók selst vel eða illa. Við heyrum jafnvel og sjáum auglýsingar, þar sem sagt er, að bókin sé ein sú „skemmtileg- asta“ — „besta“ — „áhrifa- mesta“ — „verður mesta lesna barnabókin í ár“ — o.s.frv., o.s.frv. Augu okkar sjá auglýsingarn- ar í blöðum og sjónvarpi, og við heyrum þær lesnar í hljóðvarpi — og það eru ekki einungis tugir, heldur hundruð bóka, sem konia út fyrir hver jól. Það er ekki nema von, að fólk segi: Það er vandi að velja. Ábyrgð sú, sem hvílir á herðum foreldra við val barna- bóka er því mikil. í barnasál- fræði er sífellt hamrað á því, að þeim mun yngra barnið er, þeim mun dýpri og varanlegri áhrif hafa allar okkar gerðir, allt okkar viðmót, öll okkar orð og athafnir á börnin. Og þannig er það einnig með það, sem þau lesa eða það sem við lesum fyrir þau. Margt er það, sem við þurfum að taka tillit til, þegar við veljum vækur, og verður fátt eitt talið fram hér. „Skemmtilegasta“ og „besta“ bókin! Á auglýsingarmarkaðnum er gjarna reynt að hafa sem mest áhrif á væntanlega kaupendur. Bókaútgefendur eyða jafnvel hundruðum þúsundum króna til þess að auglýsa bækur sínar og auglýsingarstofur og sérfræð- ingar leggja sig í líma við að gera þær sem áhrifamestar. Auglýsingar hafa áhrif bæði á væntanlega kaupendur og einnig á afgreiðslufólk búðanna. Auglýsingar eing og: „Besta bók höfundar fram til þessa,“ „.. . eftir mest lesna höfund á íslandi", „... er að verða uppseld hjá forlaginu" o.s.frv. hafa óneitanlega áhrif á okkur. Spurningin er aðeins, hvað við gerum sjálf til að kynna okkur málin, afla okkur nánari upplýs- inga, athuga hvort bækurnar standa undir „auglýsingunum,“, og kanna þannig, hvort við teljum heppilegt fyrir börnin okkar, að „skemmtilegasta" bók- in lendi einmitt í þeirra hönd- unt. Er einhver, sem ákveður fyrir mig eða með mér? Ótrúlega margt starfsfólk bókabúðanna hafa þá sögu að segja, að fólk leiti ráða hjá þeim og spyrji gjarna: „Geturðu bent mér á góða bók fvrir 6 ára Hvað á ég að velja fyrir bam- ið mitt? dreng?“ eða „Mig vantar góða og spennandi bók fyrir 13 ára stúlku", eða „Eigið þið mynda- bækur fyrir barn, sem er að læra að lesa?“ o.s.frv. Meiri hluti foreldra velur gjarna bækur handa sínum eigin börnurn og ákveður upp á eigin spýtur, hvað þeim hentar best á hverju aldursskeiði. En í öllu þessu bókaflóði, er ekki nema von, að einhverjir spyrji: Hver getur aðstoðað mig? Hver vill hjálpa mér að velja? Hvers konar áróður og gagn- rýni hafa áhrif á okkur. Til eru þeir, sem segjast geta bent á „bestu“ bækurnar og „verstu" bækurnar, og treysta sér jafnvel til til þess að flokka nákvæm- lega niður, hvað unnt sé að telja til „góðra“ bóka. Þó er mismun- andi út frá hvaða forsendum menn velja, hvort um sé að ræöa bókmenntalegt gildi, siðferði- eftir ÞÓRI S. GUÐBERGSSON: legt gildi, þjóðfélagslegt og menningarlegt gildi o.s.frv. Til er gagnrýni. sem reynir fyrst og fremst að hjálpa lesandanum til þess að dæma sjálfum — en ekki dæma fyrir hann. Það er unnt að segja álit sitt á marga vegu, koma eigin skoðununt á framfæri, til þess að lesandinn verði færari til þess. að vega og meta upp á eigin spýtur. Námskeið fyrir starfs- fólk bókaverzlana? Það er á margan hátt eðlilegt, að starfsfólk verslana freistist til þess að rétta „leitandi kaupanda" mest seldu eða vin- sælustu bókina. Það er fljótlegt í annríkinu og veldur minnstum vangaveltum, þegar fólk er að flýta sér — og geymir jafnvel fram á síðustu stundu að velja gjafirnar. Á mörgum bókum stendur oft fyrir hvaða aldur þær eru einkum ætlaðar. Oft tekur fólk þetta of bókstaflega og ef aldurinn passar ekki nákvæm- lega leggur það bókina frá sér. Afgreiðslufólk bendir fólki einn- ig oft á slíkar bækur og nefnir aidurinn — og bókin er keypt. Það gleymdist að spyrja, hvort viðkomandi væri læs, væri að byrja að lesa eða hvort það yrði að lesa fyrir hann. Stæði t.d. bók: Fyrir 4—6 ára, er oftast gert ráð fvrir því, að börnin séu ekki orðin læs, samt eru sum börn læs á þessum aldri — og einnig eru þau til, sem orðin eru 7-8-9 ára eða meira, en vegna seinþroska í lestri, tilfinninga og félagslegs þroska, hæfði þeim samt ágætlega að fá efni, sem ætlað er yngri börnum. Þess vegna getur stundum verið varhugavert að hefta sig um of við þann aldur, sem bókin er helst ætluð fyrir, enda er það fremur gert til vísbendingar en að útiloka alla aðra ald- ursflokka. Einnig kemur það fyrir, þegar sérstakur „aldur“ er settur á bók, finnst mörgum eldri það „barnalegt“ og „asnalegt" að fá slíka bók í gjöf jafnvel þó frábær væri að öllu öðru leyti. Fólk getur leitað til vina, kennara og annarra um ráðlegg- ingar ef það lendir í vanda með bókaval — en það er líka nauösynlegt, að afgreiðslufólk k.vnni sér enn betur þær vörur, sem á boðstólnum eru, og eigi helst kost á því að sækja námskeið, þar sem það gæti fengið leiðbeiningu. Margt hefur þróast í rétta átt í sumum bókabúðum hér á landi en betur má ef duga skal. Kunnur prédik- ari í heimsókn KUNNUR bandarískur prédikari. séra Richard Mohrman. var væntanlegur til íslands í gær eftir prédikunar- forð um Evrópu. Séra Mohrman var m.a. aðal- ræðumaður á alheimsþingi lúterskra í Bandaríkjunum, þar sem hann útskýrði Karismatiska vakningu innan kirkjunnar. Dyr hans hafa og staðið opnar kaþólsk- um og öðrum trúarsöfnuðum, eins og baptistum, Hjálpræðisher og Hvítasunnumönnum. Um helgina mun hann tala á samkomum og Fíladelfíu í Kefla- vík, á laugardag kl. 4 og 8.30 e.h. og á sunnudag kl. 2 og 8.20 e.h. Túlkur verður Samúel Ingimarsson. Séra Richard Mohrman. Royal Ibchmliömatiir i bábtginu ftlánuiwaur. ^ |)ni>jMtagur Kjöt og kjötsúpa Soónar kjötbollur meö sellerysósu ýRiöUikubagur jfimintubagur Söltuö nautabringa Soöinn lambsbógurmeó með hvítkálsjafningi hrisgrjónum og karrýsósu jföötubagur Uaugarbagur Saltkjöt og baunir Soóinn saltfiskur og skata meóhamsafloti eóa smjöri é>unnubagur Fjöforeyttur hádegis- og sérréttarmatseóill Takið þétt í að hlusta — rökrœða og mata — akapa og upptifa Þú munt taka Þátt í Hópkennslu Námshópum Vinnuhópum Fyrirlestrum hejskole Meóal námsefnis er m.a. Sálfræói og uppeldisfræöi Danska og alheims- Þjóöfélagsvandamál Listrænar og skapándi greiné r Saga og bókmennt ir Leiötogafræösla og sund Vistfræöi Ýmsar aörar greinar 6630 roddinf> Við byrjum 1. nóv. Námsskrá verður send ef óskað er. Sími. 04-84 13 G8 Kirsten og Erik Overgaard Simi 11475 This is the one they’re all talking about! JULIE ANDREWS DICK VAN DYKI - DAVID TOMLINSON GLYNIS JOHNS hermÍone BADDELEY-dotrÍce • garber • lanchester • treacher • m • éd.WYNN TECHNIC0L0Rk Re released by BUfNA VISTA OISTRIBUTION CO. INC ©Walt 01Sney Producöons .. r " , Music Supervised Screenplay by taStttafc Co.P'.?du“f. Directedby MusicándLyncsbv UMirn '"n on.ni Va'vPooD.ns books lumMiiYicDv &Conducledby BU.WALSH don DaGRADI • -pltravers ■ bill WALSH - roekt STEVENSON • KSHEIMN- irww KOSTAl íslenskur texti. Myndin er sýnd meö stereófónískum hljóm. Sýnd kl. 3, 6 og 9. Sama verö á öllum sýningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.