Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2L OKTÖBER 1978 GuAmundur Sitíurjónsson Guðmundur Sigurjónsson: Gildran Olympíuskákmót eru ein þau erfiðustu mót, sem skákmaður getur tekið þátt í. Höfuðorsök þess er, að frídagar í þeim eru mun færri en í venjulegum mótum. Reynt er þó að draga úr álagi á skákmanninn með því að hafa tvo varamenn í hverri sveit, en yfirleitt er liðsstjórinn ekki fús til að gefa honum frí, þótt augljóst þyki, að skákmaðurinn sé þreyttur. Þegar sveitinni gengur vel er mikil tilhneiging að breyta henni ekki, enda er eitt orðtak ævinlega í hávegum hjá liðsstjóra, en það hljóðar svo á tungu Engilsaxa: „Never change a winning tearn!" (Eigi skal breyta sigurliði). En þreyttur skákmaður, sem tapar skák, fær oftast hvíld, enda þarfnast hann hennar, — og svo er þetta refsing öðrum þræði! Því er bæði ánægjulegt og hag- kvæmt þegar manni tekst að vinna skák í snarheitum og mig langar að gera eina skák af því taginu að umtalsefni hér. Reyndar eru löngu og erfiðu skákirnar fyrirferðarmeiri í minningunni en hinar stuttu, en gildran í þessari skák verður mér þó líklega alltaf minnisstæð. Skákin var tefld á Olympíumótinu í Lugano í Sviss árið 1968. Andstæð- ingar okkar voru sjálfir gestgjafarn- ir. Ég átti í höggu við D. Keller, alþjóðlegan meistara, sem oft hafði náð góðum árangri í keppni og m.a. sigrað Bobby Fischer í Zúrich 1959. — Það er gamall og góður siður skákmanna að hrósa andstæðingn- um, einkum þeim, sem maður vinnur. H. Kcl, Hdl, Hd2, Bb2, Rd6, p. c2, c5, f2, g2, h2, e5. S. Kc7, Hd8, Hf8, Re7, Rb4, p. a7, b7, e6, f7, g7, h6. I þessari stöðu hótar hvítur 20. Rb5+ og a-peðið fellur. Þetta er hin augljósa hótun. Ef við athugum stöðuna aðeins nánar, sjáum við væntanlega annan möguleika til þess að vinna peð, sem sé 20. Rxb7 og síðan Hd7+ og Hxe7. Svartur getur komið í veg fyrir báðar þessar hótanir með því að leika 19 .. .Rb-c6 og svarta staðan er þröng en traust. En ef við sökkvum okkur enn dýpra í stöðuna, komust við að raun um, að hvítur hótar einungis 20. Rb5+, en ekki 20. Rxb7. Sjáið þig hvers vegna? Andstæðingur minn sá það ekki. 19 ... a6!! Svartur hindrar Rb5+, en virðist „yfirsjást" Rxb7, en í raun og veru er þetta aðeins mjög lymskuleg gildra. D. Keller — Guðmundur Sigurjóns- son Frönsk vörn. I. e4 - eG, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Bbl. 4. e5 — c5. Á þessum árum var franska vörnin beittasta vopnið í safninu, en eftir skák mína við Kavalek í Caracas 1970 hefur það legið ónotað að mestu. Líklega dusta ég af því rykið innan tíðar. 5. dxc5. Algengara er 5. a3. 5 ... Re7, 6. Rf3 - Rb-cG, 7. Bd3 - d4. 8. a3 — dxc3!?. í bókum má sjá, að hér er venjúlega leikið 8 ... Ba5, en mig langaði til að koma andstæð- ingi mínum sem fyrst út úr bókinni. Leikurinn er þó líklega síðri en 8... Ba5. 9. axbl — cxb2, 10. Bxb2 — Rxb4. II. Bb5 +?!. Þessi biskup er stolt hvjtu stöðunnar. Hvítur átti því að sýna honum virðingu og leika 11. Be4 í stað þess að skipta honum upp. 11 ... Bd7, 12. Bxd7+ - Dxd7, 13. Dxd7+ - Kxd7,14. 0-04) - Kc7,15. Rg5!. Hann er á leið til d6. 15 ... Ha-Í8, 16. Hd2 - h6, 17. Re4 - Hd8. 18. Rd6 - Hh-f8, 19. Hhl-dl 20. Rxb7? Hann féll í hana! 20... Hxd2, 21. Hxd2 - Kxb7. 22. Hd7- - Kc8!, 23. Hxc7 - Rc6!. Hvítur gafst upp. H. Kcl, He7, Bb2, p. c2, c5, e5, f2, g2, h2. S. Kc8, Hf8, Rc6, p. a6, e6, f7, g7, h6. Notaleg lokastaða, ef maður situr réttu megin við borðið. Hrókurinn er innikróaður og fellur óbættur. Og þannig fórum við á mis við langt og erfitt endatafl. Friðrik Ólafsson: Við upphafvegar Það sem hér er skráð, hefur áður birzt í þætti, sem ég skrifaði fyrir tímaritið „Skák“ á árinu 1967 og bar heitið „Nokkur fróðleg tafllok". Tafllokin voru að sjálfsögðu megin- uppistaða þáttarins, en til að hann yrði ekki of þurr og fræðilegur leitaðist ég við að flétta hann frásögnum af atburðum þeim og skákmótum, sem efniviðurinn er sóttur í. — Hefst þá frásögnin. í Janúarmánuði 1950 tók ég þátt í Skákþingi Reykjavíkur, en ég var þá nokkru áður búinn að öðlast rétt til að tefla í meistaraflokki. Flestir beztu skákmenn landsins voru mætt- ir þarna til leiks, þ.á.m. Baldur Möller og Guðmundur S. Guðmunds- son, sem um þessar mundir stóðu fremstir íslenzkra skákmanna. Mikil . þátttaka var í mótinu og þurfti undankeppni til að skera úr um það, hverjir skyldu tefla til úrslita um Reykjavíkurmeistaratitilinni Mér tókst að komast í hóp hinna útvöldu og átti nú f.vrir höndum að hljóta eldskírn mína í viðureign við beztu skákmenn þjóðarinnar. Ekki vegnaði mér vel í upphafi úrslitakeppninnar. Þeir Baldur Möll- er, Árni Snævarr, Guðmundur S. Guðmundsson og Sveinn Kristinsson veittu mér föðurlega hirtingu í fjórum fyrstu skákunum og Guðmundur Ágústsson virtist á góðum vegi með að hafa sama háttinn á í þeirri fimmtu. En þá ákvað gæfan að gerast mér hliðholl. Vanhugsaður leikur af hálfu Guðmundar leiddi til drottningar- uppskipta, sem léttu af stöðu minni og eftir 40 leiki var komin upp staðan, sem hér gefur að líta: Hv.. Friðrik. Kc3, peð á a2, g2 og h3. Sv.i Guðmundur Kd5, peð á c6, c4, g6 og h7. Stöðumynd. Ilvítur á leikinn. í fljótu bragði virðist hann standa höllum fæti, en nánari athugun leiðir í ljós, að hann á að geta haldið jafntefli. Úrlausnin byggist á einni af grundvallarreglum skákarinnar — reglunni um andspænið — og það er góð æfing í því fólgin að reyna að gera sér grein fyrir atburðarásinni. Skákin tefldist á þessa leið. Ifvítur 1. h4 Hvítur tryggir sér fyrst, að svartur geti ekki unnið leik (tempó) á kóngsvængnum með 1. —, g5. Þetta er e.t.v. ekki nauðsynlegt, en alla vega skynsamlega ráðstöfun. 1. ----, Kc5, 2. a4 2. a3 hefði gert svipað gagn, en hvítur er búinn að tryggja scr leikvinning á kóngs- vængnum og þarf því ekki að tefla mjög nákvæmt. T.d. 2. a3 — Kb5, 3. Kc2 (Ekki 3. a4+? - Kc5! og' svartur vinnur) 3.—, Ka4. 4. Kc3 og svartur kemst ekkert á'eiðis. 2. ----. Kd5 Ætti svartur kost á leikvinningi á kóngsvængnum væri hvítur giatað- ur, því að svarti kóngurinn kæmist þá til b4. En þetta er ekki mögulegt, eins og sjá má af éftirfarandi: 2, h6 3. g4 — g5, 4. h5. Nú verður svarti kóngurinn að hörfa til d5. 3. Kd2 - Kd4, 4. Kc2. Svartur má alls ekki fá tækifæri til að leika —, c3 með skák. Þá væri slagurinn tapaður. Sama máli gegnir um 4. a5?, Kc5 og svartur vinnur. 4. ----, h6, 5. g4 — g5, 6. h5 Peðsleikirnir á kóngsvængnum hafa engu komið til leiðar og atburðarásin er nú einskorðuð við drottningarvænginn. 6. ----. Kd5 Svartur gæti jafnvel ratað í taphættu eftir 6. —, c3. T.d. 7. a5 — Kc5, 8. Kxc3, — Kb5 9. Kd4. Nú leiðir 9. —, Kxa5, 10. Kc5 til taps fyrir svart, en 9. —, c5+, 10. Kd5 — c4, 11. a6 á hinn bóginn til hagstæðs drottningarendatafls fyrir hvítt. 7. Kd2 í þessari stöðu er það fyrst og fremst tvennt, sem hvíti ber að hafa hugfast. I fyrsta lagi að geta ávallt leikið Kc3, þegar svartur leikur —, Kc5. í öðru lagi að geta ávallt leikið Kc2, þegar svartur leikur Kd4. Þarna er um visst afbrigði andspænisregl- unnar að ræða. 7. ----. - KdG, 8. Kc2 Sérhver annar leikur mundi leiða til taps. Þetta nefnist fjarlægt andspæni. 8. ----, - Kc5 Svartur reynir fyrir sér enn um stund, en tilraunir hans bera ekki árangur. 9. Kc3 - Kd5, 10. Kd2 - Kd4, 11. Kc2 - Kd5.12. Kd2 Jafntefli. Ég man, að mér þótti það mikill sigur fyrir mig að ná jafntefli á þessa skák gegn svo sterkum skák- manni sem Guðmundi og þetta gaf mér byr undir báða vængi. Úr fjórum síðustu skákunum fékk ég þrjá vinninga og náði að deila neðsta sætinu með Benóný Benediktssyni, aðeins hálfum vinningi fyrir neðan þá Eggert Gilfer, Guðjón M. Sigurðs- son og Svein Kristinsson. Úrslitin í mótinu urðu þessi: 1. Guðmundur S. Guðmundsson 6 xk v. 2. Baldur Möller 6 v. 3.-5. Árni Snævarr, Guðmundur Ágústsson og Lárus Johnsen allir með 4‘/2 v. 6.-8. Eggert Gilfer, Guðjón M. Sigurðsson og Sveinn Kristinsson allir með 4 v. 9—10. Benóný Benediktsson og Friðrik Ólafsson með 3 'k v. Vorið 1954 tók ég i fyrsta skitpi þátt í svæðismóti í skák, en Is- lendingar höfðu þá rétt til að senda einn skákmann til slíkrar keppni. Mót þetta var haldið í Tékkóslóvakíu og var upphaflega ætlunin, að Guðmundur Pálmason yrði aðstoðar- maður minn, en málin skipuðust á þann veg, að hann gekk inn í keppnina, þar sem keppandinn frá Israel mætti ekki til leiks. Guðmundur var um þessa mundir orðinn vel þekktur skákmaður m.a. vegna ágætrar frammistöðu sinnar á stúdentaskákmótum og þótti sjálf- sagt, að honum yrði veittur réttur til að taka þátt í mótinu. Ekki var það árennilegur hópur, sem við Guðmundur áttum fyrir höndum að mæta í þessu móti. Af frægum má fyrst telja stórmeistar- ana, Szabo frá Ungverjalandi, Pach- man frá Tékkóslóvakíu og Stáhlberg frá Svíþjóð, en auk þeirra voru mættir til leiks ýmsir mjög öflugir skákmeistarar, svo sem Filip/I’ékkó- slóvakíu, Lundin, Svíþjóð, Barcza, Ungverjalandi, Sliwa, Póllandi, Uhlman, A-Þýzkalandi og Balanel, Rúmeníu, svo að nokkrir séu nefndir. Aðeins 5 efstu sætin í mótinu gáfu rétt til þátttöku í millisvæðamóti og maður gerði sér ekki sérlega háar vonir um að hljóta eitthvert þeirra. En auðvitað var gengið til leiks með þeim ásetningi að gera sitt bezta. Árangurinn í fyrstu umferðunum fór fram úr björtustu vonum. Guðmundur vann þrjár fyrstu skákirnar með miklum glæsibrag og eftir 5 umferðir vorum við jafnir í 3.-4. sæti með 4 vinninga. Þetta var sannkallað „draumastart", eins og íþróttafréttirnar mundu orða það og þaö verður að viðurkennast, að ýmsar notalegar tilfinningar voru farnar að bærast hið innra með manni, þegar hér var komið sögu. En þá syrti skyndilega í álinn. Guðmundur tapaði illilega fyrir Balanel, og ég lenti i klandri í skák minni við Kluger frá Ungverjalandi. Það eru einmitt lokin á þeirri skák, Friðrik Ólafsson. frambjóðandi til embættis forseta FIDE. ásamt Ineke Bakker. aðalritara FIDE og Einari S. Einarssyni forseta SI. Myndin er tekin í fyrrasumar. er Skáksamband íslands bauð henni hingað til lands. skömmu eftir að sambandið hafði tilkynnt um framboð Friðriks. Ljósm. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.