Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 STJÖRNUSTRÍÐ. sem Nýja bíó hofur nú hafió að sýna or ævintýramynd oins nj; þær norast ævintýraloBastar. Ævintýrin í mvndinni oru a'ttuó úr kynja- voriild Koimsins. oins «g hún komur fyrir sjónir í toiknimynda- siijíunum. on Stjiirnustríð or líka ævintýri út af fyrir sig í kvik- mvndasiÍKunni. þar som hún hefur slojíið iill mot í aðsókn og sýninKatokjum. som voru orðnar álíka «k tokjur af sýningum á bæði I.auKardaKskviildsfárinu «k Close Encountors «f thc Third Kind. som nú or oinnÍK vcrið að sýna hór «k þykja hafa spjarað sík alvoK bæriloKa. Stjörnustríð er afsprenKÍ Georpe Lucas, un^s bandarísks kvikmyndaKerðarmanns, eins úr hópi hinna ungu Holl.vwoodleik- stjóra, sem verið hafa að taka öll völd í kvikmyndaborKÍnni á síð- ustu árum ok misserum. Þeir eru allir KÓðvinir ok skiptast bróður- le^a á ráðum ok þekkinKu að ÓKÍeymdum KÓðlátleKum hnútu- köstum. Sa^an seKÍr til dæmis, að meðan á töku bæði Stjörnustríðs ok Close Encounters stóð hafi þeir félaKarnir Lucas ok Steve Spiel- berK, sem Kerði síðarnefndu mynd- ina, verið í stöðuKu skeytasam- bandi ok metist um það sín á milli hvor hefði eytt meiru af eldsneyti ok sprenKÍefni. GeorKe Lucas er annars þekkt- astur meðal bíÓKesta hér um slóðir fyrir mynd sína American Graffiti, þar sem hann lýsti lífi bandariskra nienntaskólakrakka á sjötta áratuKnum ok byKKði á eÍKÍn reynslu. Þetta var önnur mynd Lucas ok hann Kerði hana fyrir sáralítinn pcninK eftir' að fyrsta mynd hans, sem var vísindaskáld- sa^a í anda 2001, hafði að mestu farið fyrir ofan Karð ok neðan hjá kvikmyndahúsKestum. • Skrítinn kokteill Að sumu leyti má seKja, að Stjörnustríð sæki Lucas einnÍK í bernsku sína. Lucas hefur verið KaKntekinn af vísindafantasíum og ævintýrum í rómantískum anda. A bernskuárum sínum eyddi hann mörKu lauKardaKssíðdeginu í kvik- myndahúsunum líkt ok aðrir jafnaldrar hans ok þar voru það hetjur á borð við Flash Gordon, Tarzan ok Errol Flynn, sem réðu ríkjum. Sem svo marKÍr aðrir amerískir kvikmyndaKerðarmenn af þessari k.vnslóð, KJörþekkir Lucas helztu verk kvikmynda- söKunnar, er þar fundvís á kræsi- le^ar skírskotanir, enda kryddar hann Stjörnustríðið með hlið- stæðum ýmissa söKufræKra atriða úr þessum myndum. í myndinni koma fyrir ófreskjur sem sóttar eru í hrolivekjur í anda Franken- steins, þarna er spranKatriði í anda Tarzanmyndanna, þarna eru skylminKar sem jafnvel Errol Kamli Flynn hefði verið stoltur af, b.vssueinvígi eins ok þau Kerast möKnuðust í vestrunum, svo að eitthvað sé nefnt. Undarlegt sam-' bland óneitanlega en góður kokteill eftir undirtektum áhorf- enda um víða veröld að dæma. Han Solo (lengst til vinstri og leikinn af Harrison Ford), Ben Kenobi (AQLEC Guinness), Luke Skywalker (Mark Hamill) og Chewbacca horfa furðulostnir á hina hrikalegu stærð Dauðastjörnunnar. Vélmennunum er að vísu veitt eftirför en eftir nokkrar hrakninK- ar komast þau undir forsjá Luke Skywalker, ungs pilts sem býr á þessari kynjaplánetu með frænda sínum ok konu hans, sem þarna stunda búskap í návist undarleKra mannvera, sem ráða ríkjum í eyðimörkinni á plánetunni. Sam- skipti Lukes við vélmennin verða til þess að útsendarar óvinanna koma fósturforeldrum hans fyrir kattarnef. Jafnframt kemst Luke í k.vnni við Obi-Wan Kenobi, upp- Kjafa leiðtoga Jedi-riddaranna (sem Alec Guiness leikur) en til þeirra taldist faðir Lukes áður en Darth Vader varð honum að bana en það illmenni hafði einnÍK verið í hópi Jedi-riddaranna áður en hann Kekk óvinunum á hönd. Odi-Wan Kenobi nær hjálpar- beiðni þeirri sem minna vélmennið hefur að geyma frá Leiu prinsessu ok þar með vita bæði Luke og gamli riddarinn að þeim er ekki til setunnar boðið. Asamt vélmennunum tveimur og ungum málaliða að nafni Han Solo og félaga hans, undarlegum apa- manni, sem Chewbacca nefnist, halda þeir til móts við geimskip óvinanna... og á vit örlaga sinna... Ævintýrið um strið- in milli st jarnanna • Flash Gordon fékkst ekki Lucas vildi upphaflega gera kvikmynd um Flash Gordon en náði ekki samningum við útgáfu- fyrirtækið, sem hefur birtingar- réttinn á þessari teiknimynda- sögu, sem verið hefur við lýði alit frá því 1936, og reyndar hafa verið gerðar kvikmyndir eftir sögunni hér fyrr á árum. En þetta leiddi til þess að Lucas varð að búa sjálfur til sögusviðið og persónur allar, en eftir sem áður eru áhrif frá Flash Gordon víða auðsæ, enda á hvor tveggja sagan það sameiginlegt að byggja meira á hreinni fantasíu en þræða slóðir hins eiginlega vísindaskáldsöguforms. Lucas hófst handa með því að hafa samband við kunningja sinn, auglýsingateiknara að nafni Ralph McQuarri, og biðja hann að rissa upp mynd af tvennskonar vél- mennum — annars vegar gervi- manni, sem svipaði til venjulegs manns, og hins vegar minna vélmenni er væri meira í ætt við tölvu. Það fóru mánuðir í uppköst áður en Lucas taldi sig vera kominn með vélmenni af því tagi, sem hann hafði hugsað sér, en í Stjörnustríði gegna þau hlutverki eins konar burðarása sögunnar og sjá henni fyrir hinum gaman- saniari strengjum, sem þar eru slegnir. See Threepio, gervimaður- Æ| ■* '51 inn, er hinn varkárari og bölsýnni þeirra tveggja, dálítill nöldrari, en Artoo Detoo hins vegar kvikari allur og fljótfærari, jafnvel ofur- hugi á stundum — en sameinaðir standa þeir og verða óaðskiljan- legir. • Vélmenni á flótta Myndin hefst þegar illvættirnir í myndinni, útsendarar Dauða- stjörnunnar, hafa á hinu risa- vaxna geimskipi sínu elt uppi lítið geimfar, þar sem vélmennin tvö eru innan borðs. Um borð í geimskipinu er Leia prinsessa frá friðsamri plánetu sem Alderaan heitir og er hún fangi illvættanna, sem lúta þarna forystu Darth Vader, hins versta illmennis. Henni tekst að koma skilaboðum eftir tölvuforskrift í minna vél- mennið áður en illvættirnir upp- götva tilvist þeirra og sjá þeim jafnframt fyrir leið til að flýja geimskipið. Þau komast heilu og höldnu til Tatooine, sem er pláneta með tvær sólir á lofti og er hún hlutlaus í þeim átökum sem eiga sér stað milli stjarna himingeims- ins. • Imyndunar- aflið fær lausan tauminn Þótt sagan verði ekki tíunduð frekar hér ættu lesendur að vera búnir að fá smjörþefinn af þessu furðulega ævintýri, og varla hægt að lá þeim, sem þykir skrítið hvað það er sem gert hefur þetta ævintýri svona aðlaðandi. Þeir munu vera fjölmargir um allan heim, sem ekkert botna í því hvað allur þessi manngrúi, sem þegar hefur sótt myndina, sér í þessari „endaleysu". Sjálfur segir Lucas: „Mér sýnast krakkar um þessar mundir eiga heldur leiðinlega æsku, og mig langaði til að losa þau við þessi leiðindi. Það getur vel verið að krakkar núna séu veraldarvanari en áður en ég held samt að þeim þyki garnan af að sjá heiðarlega, hreina ... ég á við að þeir geti farið í bíó og séð eitthvað! Astæðan fyrir því að ég gerði Stjörnustríð var að mig langaði til að veita unga fólkinu eins konar fjarlægt, framandi umhverfi, til aö veita ímyndunarafli þeirra lausan tauminn." Stjörnustríð hefur þó gert meira en að leysa úr læðingi ímyndunarafl ungu kyn- slóðarinnar — eftir aðsókninni að dæmá hefur myndin blásið nýju lífi í „barnið“ sem dormað hefur djúpt í undirmeðvitund allmargra fullorðinna. Vélmennín tvö á gönguferð í eyðimerkursandinum á Tatoonine. Stjórnendur vélmennanna tveggja voru vafalaust beir sem áttu erfiöasta daga meöan á kvikmyndun Stjörnustríðs stóö. Anthony Daniels var algjörlega hjálparvana eftir aö hann var kominn inn í brynju gervimannsins og ekki fór miklu betur um hinn dvergvaxna Kenny Baker í minna vélmenninu, sem parna hámar í sig ís meðan félagi hans drekkur svalardrykk með aöstoö annars. • Tuttugustu aldar refurinn hreppti gæsina Stjörnustríð er í annan stað ágætt dæmi um það hverju koma má til leiðar með mikilli vinnu og sterkum vilja. Það eru iiðin fjögur ár frá því að Lucas fór fyrst á stjá og gekk á milli kvikmyndafélag- anna í Hollywood með hugmynd að geimsögu í anda Flash Gord- on-myndanna, „eins konar James Bond-ævintýri úti í geimnum," eins og hann kallaði það sjálfur. United Artists sagði kurteislega nei og sama máíi gegndi um Universal. Það er víst óþarfi að taka fram að bæði þessi félög eru önnum kafin þessa stundina við að láta gera eftirlíkingu af myndinni sem þau höfnuðu. Það var hins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.