Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 Þegar ískmd vann „ Copa A rgen tina ” Á aðalfundi Alþjóðaskáksam- bandsins, sem haldinn var í Stokk- hólmi 1937, var ákveðið að fela Skáksambandi Argentínu að halda Ólympíuskákmótið 1939 í Buenos Aires. Var þetta því skilyrði bundið, að Argentínumenn kostuðu Evrópsku skáksveitirnar úr höfn í Belgíu og til hafnar í Belgíu, að skákmótinu loknu. Voru það 16 skáksveitir, sem neyttu þessa kosta- boðs frá Evrópu og auk þess 12 skákkonur, sem jafnframt tefldu um heimsmeistaratitil kvenna. Voru það því alls um 100 skákmenn, sem söfnuðust samán í Antwerpen 29. júlí 1939, til þessarar ferðar. Skáksamband Islands tók ákvörð- un um það, að fljótiega eftir að tilkynning kom um að mótið yrði haldið, að stefnt yrði að þátttöku Islands í mótinu. Vann sambands- stjórnin mjög að undirbúningi þess- arar þátttöku, ekki síst EIís 0. Guömundsson, sem var óþreytandi áróðursmaður. Þeir Garðar Þor- steinsson ög Ari Guðmundsson lögðu einnig af dugnaði hönd á plóginn. Af skákmanna hálfu stóð ekki á því að leggja af mörkum það, sem menn áttu í þann tíð nóg af, þ.e. tíma sinn, en Ijóst var að-t.d. fyrir íslenzka skáksveit tæki ferðin ekki minna en 3 mánuði. Það var augljóst, að auk þeirra fjárhagslegu úrlausnarefna, sem leysa yrði, ef af þátttöku skyldi verða, var ekki lítið vandamál að velja skáksveitina. Var m.a. haldið eitt skákmót til undirbúnings því vali. Sambandsstjórnin áskildi sér hins vegar endanlegt ákvörðunar- vald um val sveitarinnar og voru uppi ýmis vandamál í sambandi við það. Jón Guðmundsson hafði lítið teflt í skákmótum áður en velja skyldi skáksveitina. Guðmundur Arnlaugsson var við nám í Dan- mörku á þessum tíma og tefldi talsvert og stóð honum til boða að taka sæti í dönsku skáksveitinni, en hann hafði náð mjög góðum árangri í skákkeppnum þar á fyrri hluta árs 1939. Ákvörðun sambandsstjórnar- innar varð sú að velja skáksveitina þannig að þeir þrír, sem efstir urðu í fyrrnefndri undirbúningskeppni skyldu verða í sveitinni. Enn fremur valdi hún Jón Guðmundsson og Guðmund Arnlaugsson, sem svo sem vænta mátti óskaði fremur að tefla í íslenzku sveitinni en þeirri dönsku. Þessi ákvörðun var engan veginn vandalaus og vakti aö vonum nokkra óánægju, en ekki verður eftirá um það deilt að þarna var rétt ákvörðun tekin, ekki sízt þegar skoðuð eru úrslitin, en þeir Jón Guðmundsson og Guðmundur Arnlaugsson fengu einmitt bezta útkomu, svo sem síðar mun verða lýst. Þeir sem einnig komu til greina voru að sjálfsögðu þeir sem höfðu orðið í næstu sætum í undirbúningskeppninni, þ.e. Sturla Pétursson, Olafur Kristmundsson og Eggert Gilfer. Sveitin varð þá þannig skipuð: 1. borð Baldur Möller, sem þá var Islandsmeistari. 2. borð Ásmundur Ásgeirsson, sem sigraði í undirbúningskeppninni. 3. borð Jón Guðmundsson. 4. borð Einar Þorvaldsson. Varamaður: Guðmundur Arn- laugsson. Hinn 17. júlí 1939 hófst hin ævintýralega ferð íslenzku skák- mannanna er þá lögðu af stað frá Reykjavík með gamla Selfossi til Antwerpen, en þaðan var svo haldið af stað 29. júlí með spánnýju belgísku skipi, 13.500 lesta farþega- og farmskipi „Piríapolis" sem var í föstum siglingum milli Antwerpen og Buenos Aires. Eins og áður sagði, voru svo sem 100 skákmenn saman komnir og þeirra tími var ekki dýrkeyptur, „húsnæði og uppihald“ ásamt taflnautninni var efalaust eina endurgjald flestra þeirra, sem þarna lögðu fram a.m.k. 3ja mánaða tíma og „vinnu“, en eins og áður var sagt, tími skákmanna var ekki keyptur háu verði í þennan tíma. Ljóst er hins vegar, að mótshald þetta hefur kostað Argentínumenn offjár. Sá heimur, sem við vorum á siglingu í fyrir 39 árum var vissulega um margt ólíkur þeim sem við hrærumst í nú í dag, en þó e.t.v. í fáu eins og afstöðunni til tímans og notkunar hans. Ég minnist þess ekki að það hvarflaði að okkur að það væri svo langur tími, þrír mánuðir eðá meira en það, til þess að hverfa úr heimi hversdagsleikans og hreyf- ast í þröngum en þó ómælanlega víðum heimi skáklistarinnar. Sigl- ingin frá' Antwerpen til Buenos Aires stóð í 23 daga. Eftirá skoðað er Baldur Möller þetta 100 manna skáksamfélag sem hreyfðist niður hnöttinn í meir en 3 vikur, furðufyrirbæri, sem aldrei hefur skeð áður og mun aldrei gerast aftun Það var auðvitað teflt ákaflega mikið um borð, en þó, af eðlilegum ástæðum, að meginhluta til í þeim 16 smáhópum sem þarna férðuðust saman, þ.e. kappliðum þeirra 16 þjóða, sem komu austan um hafið og mættu þar 11 kappliðum frá Amer- íku. (Jafnframt var haldin í Buenos Aires heimsmeistarakeppni kvenna með 20 þátttakendum.) Á siglingunni gáfust þó tækifæri til að kynnast nokkuð ýmsum af frægustu skákmönnum heims, og nokkuð var teflt „út fyrir landamær- in“ og það voru þá helzt hraðskákir. Öllum var þó jafnframt í huga, að innan skamms myndu menn mætast yfir skákborðinu og berjast í alvöru, og það hlaut auðvitað að hafa takmarkandi áhrif á skáksamskipt- in. Bridge var nokkuð iðkað og einnig var borðtennis mjög vinsæll af- þreyingarleikur. Við 5-menningarnir stunduðum okkar skákæfingar með „kortérsskákum", þ.e. tefldum smá- mót með kortér fyrir hvorn kepp- anda í hverri skák. Auðvitað var líka brugðið á leik í „tvær á sex,“ þ.e. sex mínútur til að ljúka tveimur skák- um. Einnig mun nokkuð mikið hafa verið teflt með 5 mínútur á skákina. Ekki má svo gleyma því, að þetta var sannarlega líka sólarlandaferð og sólböð mikið stunduð og sundlaug skipsins vinsæl. Sundlaugin var raunar ekki innbyggð í skipið, heldur brugðið upp af skipshöfninni, og þjónaði sínu hlutverki þótt ekki væri hún stór. Mestan hluta leiðarinnar var skafheiðríkt og hægviðri og hitinn varð meiri og meiri, þannig að fljótt var fækkað klæðum útivið. Freistandi er að telja upp nokkra af þeim þekktustö í hópi þeirra skák- manna, sem með skipinu var. Tveir þeir frægustu af þátttakendum mótsins voru ekki þar á meðal. Fyrrverandi heimsmeistari, Capablanca frá Kúbu, kom, eins og auðvitað aðrir Ameríkumenn, úr annarri átt, en „ríkjandi" heims- meistari, Aljechin, sem tefldi fyrir Frakkland, hafði dvalið í Argentínu nokkurn tíma fyrir mótið. En nóg var samt af frægum nöfnum: Keres frá Eistlandi, Stahlberg frá Svíþjóð, Tartakower frá Póllandi, Najdorf frá Póllandi, Petrov frá Lettlandi, Eliskases frá Þýzkalandi (áður Austurríki), Engels frá Þýzkalandi, Mikenas frá Litháen, og svo mætti lengi telja. Að Capablanca frátöldum var lítið um fræg nöfn í sveitum Ameríkumanna. Einhver ágreinings-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.