Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 Einar S. Einarsson FIDE GEIMS UIMASUMUS Einar S. Einarsson: Alþjóðasamband- ið í hnotskurn réttisstefnu stjórnvalda þar, deilur vegna Ólympíumótsins í Israel áriö 1976 og sérstaks andófsmóts í Lybíu, ágreining út af svæðamótinu í Barcelóna 1975 og fleiri mál af pólitískum toga spunnin, svo sem í sambandi við skákmeistarana Pach- man og Kortsnoj, og hefur stundum virst að stjórnmálin væru farin að skipa hærri sess en skákin sjálf. Uppbygging Fide er talsvert viða- mikil og fjölmargar nefndir og ráð á þess vegum. Embættismenn eru þó auk forseta aðeins þrír, þ.e. aðal- ritari, féhirðir og endurskoðandi. Þeir tveir fyrsttöldu skuiu að jafnaði vera frá sama landi og forsetinn. Varaforsetar FIDE eru þrír, sinn frá hverjum heimshluta. Framan- taldir embættismenn ásamt varafor- setunum og fjórum kjörnum fulltrú- um mynda svokallað FIDE-ráð (Bureau), sem hefur æðstu stjórn ásamt forsetanum á öllum aðalmál- efnum sambandsins milli mið- stjórnarfunda eða aðalþinga. Fide-ráðið fundar að jafnaði tvisvar á ári. Miðstjórn (Central Committee) fer með löggjafarvald Próf. dr. Max Euve. forseti FIDE milli aðalþinga, sem haldin eru annað hvert ár, en starfar annars sem einskonar fulltrúaráð til undir- búnings aðalþinga. I miðstjórn eiga sæti allir framantaldir aðilar, heimsmeistari karla og kvenna, 11 svæðaforsetar og 7 sérkjörnir fulltrúar, eða alls 31 aðili. Fastanefndir FIDE eru tvær. Það er „Hæfnisnefndin“ sem svo mætti kalla (Qualification Commission), skipuð varaforsetunum, svæðafor- setunum og 10 öðrum kjörnum Federation Internationale Des Echecs (FIDE) var stofnað í París sumarið 1924. Að stofnun þess stóðu 15 skáklönd, sem um sömu mundir þreyttu með sér sveitakeppni í skák, með líku sniði og síðar var upp tekin á Ólympíuskákmótum. Lengi framan af var starfsemi FIDE bundin þvi verkefni fyrst og fremst að annast um að slík alþjóðamót landsliða í skák væru haidin eða allt fram til ársins 1947, að það hóf að skipuleggja keppnina um heimsmeistaratitilinn í skák, en sama ár gengu Sovétríkin í sam- bandið. Síðan hefur starfsemi þess stöðugt farið vaxandi samtímis því að aðildarþjóðum hefur fjölgað, en þær eru nú 101 talsins. Skáksam- band íslands gerðist aðili að Fide mjög fljótlega eftir stofnun þess eða áriðl929. Fyrsti forseti FIDE var Alexander Rueb frá Hollandi, sem gegndi embætti í aldarfjórðung, 1924 — 1949. Eftirmaður hans var Svíinn Folke Rogard, sem flutti aðalstöðvarnar til Stokkhólms og veitti Alþjóðaskáksambandinu for- stöðu af miklum skörungsskap allt til ársins 1970, að núverandi forseti próf. dr. Max Euwe tók við. Dr. Euwe, sem var heimsmeistari í skák 1935—37, flutti aðalstöðvarnar á ný til Hollands, enda er svo kveðið á í samþykktum FIDE að aðsetur þess sé jafnan í því landi, sem forsetinn býr. Markmið FIDE er að vinna að framgangi skáklistarinnar í heimin- um og að efla samvinnu á því sviði og vináttu milli einstaklinga og þjóða undir mottói sínu „Gens Una Sumus“ — „Við erum öll ein fjölskylria". Starfsemi þess er byggð á lýðræðislegum hugsjónum, jafn- réttis og bræðralags, þar sem hvers konar mismunun er fórdæmd. Þó hefur í síðari tíð talsvert borið á pólitískum átökum og flokkadráttum innan samtakanna, svo við borð hefur legið að þau klofnuðu. Má þar m.a. nefna átök út af aðild S-Afríku og Rhódesíu vegna kynþáttamis- Frambjóðendur til forsetakjörs í FIDE: Friáfik ólafsson stórmeistari (f. 20.01. 1935) 43 ára. Svetozar Gligoric stórmeistari Narciso Rahell Mendez verk- frá Júgóslavíu (2.2. 1923) 58 ára. fra'ðingur frá Puerto Rico. (23.12. 1930) 12 ára. Ilelgi Ólafsson keppnisstaðurinn var einmitt í Buenos Aires þar sem 23. Olympíu- skákmótið fer fram. Þeir sem öttu kappi saman voru José Raoul Capablanca, þáverandi heims- meistari og Alexander Aljékín. Keppnisfyrirkomulagið var með mjög líku sniði og í einvígi Karpov og Kortsnojs nú. Sá teldist heims- meistari er fyrr ynni 6 skákir og skákafjöldi var ótakmarkaður. Þó var eitt ákvæði mjög heims- meistaranum í hag en það kvað á um að áskorandinn, þ.e. Aljékín, yrði að vinna með tveggja vinninga mun, sem þýddi að keppni yrði hætt væri staðan 5:5. I einvígi Karpovs og Kortsnojs myndi þetta þýða að Karpov hefði tryggt sér heims- meistaratitilinn við sinn 5ta sigur. Einvígið dróst eins og áður sagði mjög á langinn en eftir 34 skákir Helgi Ólafsson: 21. skáki Ilvítt* Capablanca Svarti Aljékín Drottningarbragð I. d4 - d5. 2. c4 - eO. 3. Rc3 - RfO. 4. Bg5 - Rbd7, 5. e3 - Be7, 6. Rf3 - 0-0. 7. Hcl - aO. 8. a3 (?) (Þessi veiklulegi leikur gefur hvítum ekkert í aðra hönd. Eftir á að líta virðist mér 8. cxd5 gefa hvítum öruggt frumkvæði en þannig tefldi Capa í 23. og 25. skák einvígisins.) 8... h6,9. Bh4 — dxc4,10. Bxc4 — b5 (Miklu sterkara en 10. — b6 sem ég lék í 13., 15. og 17. skákinni jafnvel þó að sá leikur nægi til að .jafna taflið.) II. Be2 - Bb7. 12. 04) - c5, 13. dxc5 — Rxc5,14. Rd4 (Hvítur hefur nákvæmlega ekkert frumkvæði og því var sjálfsagt að leika 14. Dxd8 — Hfxd8, 15. Hfdl sem jafnar taflið fullkomlega. 14. Bxf6 er hins vegar vindhögg vegna 14. — Bxf6, 15. Rxb5 - Dxdl, 16. Hfxdl - Rb3,17. Hc7 - öflugt frumkvæði. C: 19. Del eða 19. ddl, 19. — g5 og svartur heldur betri stöðu.) 10 ... RbO, 17. Db3 (Til að svara 17. — Rc4 með 18. Hfdl — Db6,19. a4.) 17 ... Rfd5,18. Bf3 - Hc4í, 19. Rel — Dc8, 20. Hxc4 (Aljékín telur þennan leik ónákvæman í skýringum sínum við skákina og jafnvel tapleik- inn í skákinni. Best var 20. Dbl og þó svartur standi eftir sem áður betur að vígi ætti hvítur að hafa umtals- verða jafnteflismöguleika.) 20... Rxc4, 21. Hcl — da8 (Með hótununum 22. — Rxb4 og 22. — Rdxe3.) 22. Rc3 (Ef 22. Rc5 þá 22. - Bxc5,23. bxc5 — Hc8, 24. Be2 — Hxc5, 25. Bxc4 — Dc8o og svartur vinnur peð.) 22 ... Hc8, 23. Rxd5 - Bxd5, 24. Bxd5 - Dxd5, 25. a4 - Bf6. 20. Rf3 — Bb2! (Bráðsnjall leikur sem hefur það fyrst og fremst að markmiði að leika e6—e5 án þess að veikja áhrifamátt biskupsins á skáklínunni al—h8. Auk þess leiks sem hvítur 31... Bxd4, 32. Hdl (Tapar strax en eftir 32. exd4 — Dxd4 eru endalokin skammt undan.) 32 ... Rxe3! Hvítur gafst upp. Reglur um heimsmeistarakeppn- ina voru i mjög lausum skorðum um þessar mundir. Heimsmeistaranum var nokkurn vegin í sjáifsvald sett við hvern hann tefldi um titilinn líkt og í hnefaleikakeppnum vorra daga. Strax eftir einvígið var reynt að koma á öðru einvígi sömu aðila þar sen enginn vafi lék á að þessir tveir báru höfuð og herðar yfir aðra skákmenn samtíðarinnar. En Aljé- kín hélt að sér höndum. Hann hafði enga löngun á að gefa Capablanca tækifæri á að endurheimta titilinn. Capablanca þótti þetta að vonum súrt í broti, því að fyrstu árin eftir einvígið náði hann stórkostlegum árangri við skákborðið. Hann fék því hina mestu óbeit á Aljékín og eftir því sem timinn leið magnaðist hún Lengsta heimsmeistaraemvígið Það fer víst ekki framhjá neinum að þessa dagana berjist þeir Karpov og Kortsnoj hatrammri baráttu um heimsmeistaratitilinn í skák. Einvígið er orðið æði langt og þegar þesar línur eru skrifaðar er allt útlit fyrir að það verði hið lengsta í sögu heimsmeistaraeinvígj- anna. Það er ekki ætlun mín að fara að tíunda eitthvað um þetta einvígi því vart fyrirfinnst sá fjölmiðill hérlendis þar sem því eru ekki gerð mjög greinargóð skil. Það einvígi um heimsmeistaratitilinn sem lengst hefur staðið fór fram fyrir hálfri öld síðan, nánar tiltekið árið 1927 og stóð Aljékín uppi sem sigurvegari, hafði unnið 6 skákir, tapað 3 og 25 hafði lokið með jafntefli. Sigur Aljékíns kom þó mjög á óvart, því að fyrir einvígið hafði hann aldrei unnið Capablanca í innbyrðis viðureign en oft orðið að þola smánarlega útreið, Skákirnar í einvíginu þóttu velflestar ákaflega | litlausar því að keppendur beittu svo tiJ alltaf sömu byrjuninni. Skákin sem hér fer á eftir, sem var 3Ú 21. í röðinni, var ein af fáum sem unnust í einvíginu. Athugasemdir eru eftir Aljékín, lauslega þýddar, styttar eða betrumbættar: Bxf3, 18. Bxf3 - axb5, 19. Bxa8 - Hxa8.) 14 ... Hc8 (Kemur í eitt skipti fyrir «11 í veg fyrir möguieikann — Rcxb5.) 15. b4 (Veikir c4 — reitinn að tilefnislausu. Einfaldara og betra var 15. Bf3 — Db6,16. De2 o.s.frv.) 15 ... Rbd7, 16. Bg3 (gegn 16. Bf3 hugðist ég leika 16. — Db6, 17. Re4 — Hxcl, 18. Dxcl — Hc8 en þá á drottningin engan frambærilegan reit eins og eftirfarandi dæmi gefa til kynna: A: 19. Del? eða 19. Dd2,19. — Re4 o.s. frv. B: 19. Db2 — g5, 20. Rxf6+ — Bxf6 og svartur hefur velur getur hann einnig leikið 27. Hdl — bxa4! 28. Dxa4 — Rb6, 29. Hxd5 — Rxa4, 30. Hdl — Rc3, 31. Hel - Hc4, 32. Bd6 - Re4, 33. Be7 — f6 ásamt Kg8 — f7 o.s. frv.) 27. Ilel - IId8. 28. Axb5 - Axb5, 29. h3 (Þessi neyðarútangur verður að vera fyrir hendi.) 29... e5, 30. Hbl — e4? (Upphafið að endinum.) 31. Rd4 (Eða: 31. Rel - Dd2, 32. Dc2 - Dxc2, 33. Rxc2 - Hd2, 34. Rel - Ra3 o.s. frv. B: 31. Rh2 - Dd3, 32. Hxb2? - Dxb3, 33. Hxb3 - Hdl+, 34. Rfl - Rd2, 35. Ha3 - Rxfl? o.s. frv.) og á andanum urðu þeir algjörir hatursmenn, og máttu vart heyra minnst á hvorn annan. Aljekin tefldi á hinn bóginn fúslega við þýska stórmeistarann Bogoljúbov og Max Euwe sem nú syngur sitt síðasta í forsetastóli FIDE. Einvígi þessi reyndust Aljékín léttur róður, en hann tefldi tvö við hvorn um sig. Að vísu tapaði hann fyrir Euwe árið 1935, en hann var allt það einvígi í mjög nánum kunningskap við Bakkus konung. Tveim árum síöar endurheimti hann svo titilinn og hélt honum til dauðadags. 1/ mn/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.