Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 35 Flaggskip Portúgala í skemmtisiglingu með íslendinga 15 daga Evrópuferð næsta sumar á vegum Sunnu FLAGGSKIP Portúgala, skemmtiferðaskipið Funchal, sem er 10 þús. tonn, hefur verið leigt fyrir Islendinga til skemmtisiglingar um Evrópu næsta sumar. Það er ferðaskrif- stofan Sunna sem hefur leigt þetta dansksmíðaða skip sem þykir með fegurstu skipum sem sigla um heimshöfin. Skemmti- siglingin mun taka 15 daga og verður farið frá Reykjavík 12. ágúst, komið við í Vestmanna- eyjum til þess að taka farþega og síðan verður haldið til F'æreyja, Bergen og siglingaleið um norsku firðina innan skerja- garðsins til Óslóar. Frá Noregi verður síðan farið til Kaupmannahafnar, Amsterdam i Hollandi og á heimleiðinni verður komið við í Edinborg. Viðdvöl á hverjum stað er 1—2 dagar, en skipið er mjög hrað- skreitt, gengur um 17 sjómílur. Farþegafjöldi er aðein 405 en 150 manna áhöfn er á skipinu. Allar þarþegaíbúðir eru með snyrtiherbergi og baði, síma og útvarpi og um borð eru veitinga- salir, barir, samkvæmissalir, danssalir, sólbaðsþilför, matsalir, sundlaug, spilasalir, hárgreiðslustofa, sjúkrahús, verslanir með tollfrjálsan varning opnar meðan skipið er á siglingu milli staða. Á hverju kvöldi eru skemmtanir í sam- komusölum skipsins og dans- leikir, á meðan skipið siglir fyrir Sunnu verður íslensk dans- hljómsveit og góðir íslenskir skemmtikraftar auk fararstjóra og þjónustuliðs Sunnu sem hefur opna skrifstofu meðan á siglingunni stendur í farþega- afgreiðslusal skipsins. Einnig verður ■ Portúgölsk hljómsveit um borð. Efnt verður til fjöl- breyttra skemmti- og skoðana- ferða í iandi á öllum viðkomu- stöðum með íslenskum farar- stjórum. Funchal er búið fullkomnum tækjum jafnvægisútbúnaðar þannig að farþegar finna í flestum tilvikum ekki fyrir því að þeir eru á sjó. Fargjald í þessa skemmtisiglingu verður frá 390 þús. kr., að sögn Guðna Þórðarsonar forstjóra Sunnu, og kvað.hann það um 10% dýrara en að þriggja vikna sólarlanda- ferðir verða væntanlega næsta sumar. Innifalið í fargjaldinu í þessari skemmtisiglingu verður Funchal. flaggskip Portúgala. sem mun sigla með 400 íslendinga næsta sumar öll hringferðin með skipinu en farþegar búa í íbúðum sínum um borð í skipinu á öllum viðkomustöðum skipsins, inni- faldar eru allar máltíðir sem eru morgunverður, og margréttaðir hádegis- og kvöldverðir. „Skip þetta,“ sagði Guðni Þórðarson, „hefur tvö undanfar- in sumur farið í skemmtisigling- ar með sænska og ameríska farþega og þá m.a haft viðkomu hér í Reykjavík og er einróma álit hins sænska fyrirtækis sem haft hefur með ferðir skipsins að gera að hér sé um að ræða óvenju glæsilegt skemmtiferða- skip og máltíðirnar um borð sannkallaður veislukostur. Nú eru liðin 11 ár síðan íslendingum gafst síðast tæki- færi til að ferðast með svona stóru skemmtiferðaskipi, en í ágúst 1967 leigði Sunna álíka stórt skemmtiferðaskip Volke Freundschaft og fór það fullskipað með um 500 farþega í samskonar ferð og nú verður efnt til. Hafa margir þeirra farþega er tóku þátt í þeirri siglingu oft haft samband við Sunnu og beðið með eftir- væntingu eftir því að slík ferð sem þessi byðist aftur. Nú höfum við fengið glæsilegt skip til þess að láta drauminn rætast. Funchal siglir um Evrópu á sumrin nieð Svía og Þjóðverja og Bandaríkjamenn, en yfir vetrarmánuðina siglir það um Suður-Ameríku og m.a. um Amazón í Brazilíu og um Karabiska hafið, en við reiknum með að héðan fari það með færri en vilja 12. ágúst og heim verður komið aftur hinn 26. ágúst." smáauglýsingar smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Keflavík Til sölu m.a. 2ja herb. efri hæð í litlu tvíbýlishúsi. 3ja herb. (búö í fjórbýlishúsi. 3ja herb. góöar íbúöir í sambýlis- húsi. Góöar sér hæöir. Glæsileg efri hæö í tvíbýlishúsi. Höfum fjársterka kaupendur aö flestum stærðum íbúöa. Njarðvík 3ja herb. risíbúö. Bílskúr. 4ra herb. neöri hæö. Laus fijótlega. 4ra herb. íbúö viö Hjallaveg. Ennfremur grunnur að glæsilegu raöhúsi. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavík, sími 92-3222. Filt í föndur Margir litir, Strigi, hnýtigarn og tréperlur, hringir í óróa frá 5 til 85 cm. Hannyröabúöin Hafnarfiröi. Munið sérverzlunina meö ódýran fatnað. Verölistinn, Laugarnesvegi 82v S. 31330. Keflavík Höfum fjársterkan kaupanda aö viölagasjóöshúsi. Mjög góö útb. Höfum einnig kaupendur aö einbýlishúsum og góðum sér hæðum. Eignamiðlun Suöurnesja, Hafnargötu 57, sími 3868. Hannes Ragnarsson, heimasími 3383. Óska eftir aö taka á leigu 2ja til 3ja herb. ibúö hiö fyrsta. Greiöi áriö fyrirfram. Vinsamlegast hafiö samband viö mig í síma 41796. Keflavík — atvinna Starfskraftur óskast í leikfanga- og búsáhaldadeild. Stapafell, Keflavík. I KFUJV1 ' KFUK Almenn samkoma í húsi.félaganna viö Amtmanns- stíg 2 B, sunnudagskvöld kl. 20.30. Stína Gísladóttir og Helga Steinunn Hróbjartsdóttir tala. Allir velkomnir. i ÚTIVISTARFERÐIR Sunnud. 22/10 kl. 13 1. Esja—Kistufell (830 m), fararstj. Erlingur Thoroddsen, verö 1500 kr. 2. Álfsnes, létt fjöruganga, verö 1500 kr, frítt f. börn m. fullorðn- um. Fariö frá BSÍ bensínsölu. Útivist. Sunnudagur 22. október: 1. Hengill — kl. 10 f.h. Af Hengli (806 m) er mikiö víösýni og auövelt uppgöngu. 2. Innstidalur — kl. 13 e.h. í Innstadat, sem liggur milli Heng- ils og Skarösmýrarfjalls, er emn af mestu gufuhverum landsins. Létt ganga Fariö frá Umferöarmiðstööinni. Farmiöar greiddir v/bílinn. Verö kr. 2.000 - Feröafélag íslands, Öldugötu 3. Innanhússtímar — Æfingartafla ár- og æfingagjöld Nú eru aö hefjast innanhússtím- ar knattspyrnudeildar og veröur þeim raðaö niður sem hér segir: LAUGARDAGA 4. flokkur kl. 13.00—14.40 5. flokkur A-B kl. 13.00—14.30 5. flokkur C kl. 14.30—16.00 nýliöar 8 ára og eldrl. Meistara & 1. flokkur kl. 16.00—17.25 2. flokkur kl. 17.25—18.50 Allar æfingar eru í Réttarholts- skóla. Heimatrúboðið Almenn samkoma aö Óöinsgötu 6 A á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn Strengjasveit Hjálpræöishersins frá Álaborg heldur samkomu í Fríkirkjunni í kvöld kl. 20.30. Sunnudag kl. 10.00 sunnudaga- skóli. Kl. 11.00 helgunarsam- koma. Kl. 20.30 almenn sam- koma. Heimilissambandssystur syngja og vitna. Frú Major Lund talar. Allir velkomnir. Fíladelfía Sunnudagaskólinn Hátúni 2, byrjar kl. 10.30 f.h. Fíladelfía Almennar samkomur kl. 16 og 20.30. Ræöumaöur: dr. Thomp- son. Fíladelfía, Keflavík Af sérstöku tilefni veröa raö- samkomur í dag laugardag kl. 4 og 8.30 og á morgun sunnudag kl. 2 og 8.30. Ræöumaöur: Rev. Richard Mohrmann heims- þekktur karismatískur prédikari frá U.S.A. Ath. einu samkom- urnar sem hann heldur hér á landi aö þessu sinni. Veriö hjartanlega velkomin. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Prjónakonur Kaupum lopapeysur á dömur og herra, heilar og hnepptar. í öllum sauöalitunum, nema hvítar. Einnig vettlinga, sjónvarpssokka 60 cm. og alpahúfum meö stjörnu. Vörumóttaka mánudaga og miövikudaga milli kl. 13 og 15. Austurstræti ;27211 Hvítur lakkhúöaöur krossviöur, vatnsþolinn hentar þar sem hreinlætis er krafist Plötustærö 120 x 270 cm. 6,5 mm verö á plötu kr. 11.630.- án söluskatts 9 mm verö á plötu kr. 13.780- án söluskatts 12 mm verö á plötu kr. 15.250.- án söluskatts 15 mm verö á plötu kr. 16.900.- án söluskatts Plöturnar fást hjá okkur Timburverzlun Árna Jónssonar & Co hf. Laugavegi 148 símar 11333 — 11420 Fiskiskip Kaupendur: Höfum á skrá meira úrval fiskiskipa en nokkur annar! Seljendur: Muniö okkar lágu söluþóknun! Athugiö! Miöstöö skipaviöskiptanna er hjá okkur. ’ SKIPASALA- SKIPALEIC A, JÓNAS HARALD$SON, LÖGFR. SiML 29500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.