Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTOBER 1978 27 spurn: „Er okkar hlutverki hér lokið?“ Þá kom efnafræðingur sá, sem rannsakaði yfirborð stólanna og gaf sína skýrslu. Það kom fram að enginn munur væri á yfirborði stólanna. Þá lagði ljósasérfræðingur fram sína skýrslu og taldi að ekkert gæti verið í hinum mikla ljósa- hjálmi, er truflað gæti Spassky, enda hlyti það að hafa sömu áhrif á Fischer þar sem J>eir skiptu stöðugt um sæti við hverja umferð — að vísu hefðu tvær flugur fundist dauðar í öðrum enda hjálmsins, en banamein þeirra væri vísast hitinn. Guðm. forseti tjáði okkur nú, að Rússar hefðu ekki viljað senda sína fulltrúa hingað á staðinn, þrátt fyrir margítrekaða beiðni hans. Þá kom upp sú hugmynd, að afstaða þeirra kynni að breytast við þennan óvænta aðskotahlut í stól Spasskys og var nú ákveðið að hringja í þá og segja þeim frá framvindu mála. Það var eins og við manninn mælt og á ótrúlega stuttum tíma var Krogius, ábúðarmikill í fasi, mættur ásamt túlk. Hann gekk beint að myndunum leit yfir þær og augu hans staðnæmdust við aðskotahlut- inn. Yfir hans annars þunga, myrka andlit færðist tvírætt bros, senm náði þó ekki til augnanna. Næsta skref hlaut að verða það að rífa stól Spasskýs í sundur og var í skyndi haft samband við tvo bólstr- ara og mann frá rannsóknarlög- reglunni, er skyldi hafa umsjón með verkinu. Meðan þessu fór fram fór annar bandaríski fulltrúinn í síma og að vörmu spori kom Lombardy, aðstoðarmaður Fischers. Enn er okkur minnisstætt hvað hann gekk fyrirferðarmikill upp á sviðið að myndunum og sagði eins og sá sem valdið hefur: „Það er ekki hægt að rífa stólinn í sundur nema með leyfi framleiðanda". Guðm. G. Þórarins- son gekk þá til hans, lagði hönd sína á öxl hans þéttingsfast og sagði: „Hr. Lombardy, þú ert ekki kominn hingað til að segja fyrir verkum, heldur til að vera vitni að því sem hér fer fram“. Við þetta breyttist Lombardy aftur í hinn dagfarsprúða mann sem við höfðum kynnst en bros Krogiusar náði nú til augnanna. Við bakdyr Hallarinnar óx háreysti, blaðamenn og fleiri vildu ryðjast inn og nokkrum tókst að ryðjast inn í bakgang og þar á meðal Cramer, sem allt í einu birtist skyldu vinna og fylgdust af nákvæmni með hverju handtaki mannanna, og eftivæntingin skein úr hverju andliti, þó með mismunandi hætti. Nú skyldi gátan senn leyst. Hver var þessi sívali hlutur, sem myndin sýndi aðeins í stól Spasskys og á myndinni líktist málmhlut? Var þetta einhvers konar senditæki sem sendi frá sér bylgjur, sem lömuðu heilastarfsemi annars keppandans, eða var þetta e.t.v. enn hættulegri vítisvél hinna vondu auðvaldssinna í vestri? — eða höfðu stólasmiðirnir kannnske gleymt skrúfjárninu sínu í stólnum? Þannig hugsuðu a.m.k. við Is- lendingarnir, en á ásjónu hinna voru ólík svipbrigði. Bandaríkjamennirnir voru broshýrir til Rússanna og hentu gaman að öllu saman og greinilega töldu þeir allt þetta umstang fárán- legt og sett á svið í öðrum tilgangi, en Rússarnir voru alvöruþrungnir og greinilega fullir eftirvæntingar og vonar. „Uppskurðurinn“ hélt áfram, stóllinn kominn í mörg stykki og margir töluðu um að illa væri farið með góðan grip. Loks blasti meinsemdin við. I þykkri krossviðarplötu, marglímdri saman, hafði myndast löng rauf og í henni var viðarfyllir. Þegar þetta var borið saman við myndina virtist hér vera kominn málmhluturinn góði. Þá létti yfir flestum og Banda- ríkjamenn litu kankvísir til Krogius- ar, sem hvarf niðurlútur á braut. Til frekara öryggis var stólsetan mynduð að nýju og send til fram- köllunar í skyndi og órólegum blaðamönnum úti fyrir tilkynnt að klukkan hálf níu yrði blaðamanna- fundur um málið í ráðstefnusal Hótel Loftleiða. Á nýju myndinni kom ekkert óeðlilegt fram og á boðuðum tíma var ráðstefnusalur Loftleiða þéttset- inn blaðamönnum og forvitnum gestum. Aðeins einn Rússi var mættur. Það var Nei, sem alltaf hafði verið andvígur þessum aðdróttunum landa sinna, sem hann taldi að eingöngu myndu spilla þeim vinsældum Spasskys, sem hann hafði áunnið sér hjá íslendingum. Guðm. G. Þórarinsson og Lothar Schmid gengu á sviðið og tóku sér sæti. Fréttaþyrstir blaðamenn þrifu upp minnisbækur og blýanta og bjuggust greinilega við stórfrétt, er þrútinn af vonsku og eins og sprellikarl og var kominn hálfa leið upp á sviðið, er Ásgeir Friðjónsson kom auga á hann, tók undir sig stökk og hálf hratt honum til baka, en við það hálftrylltist sá litli og hafði í hótunum, en á það var ekki hlustaö og Ásgeir vísaði honum á dyr með þeim ummælum, að fulltrúar Banda- ríkjanna væru hér fyrir. Nú komu bólstrararnir með verk- færi sín og innan stundar rannsóknarlögreglumaður með myndavél og hið sérstæða verk hófst. Hér skyldi stóll Spasskys „skorinn upp“ og rannsakaður lið fyrir lið af vísindalegri nákvæmni. Stjórnar- menn og fulltrúar stórveldanna slógu hring um mennina, sem verkið setja m.vndi skákheiminn á annan endann. Forseti S.í. hóf mál sitt rólega og öruggt og byrjaði á að skýra upphaf málsins, er var bréf rússanna. Síðan rakti hann lið fyrir lið rannsókn þess og niðurstöður. Loks bætti hann við: „Þetta hefir verið Skáksamb. Isl. ákaflega kostnaðarsamt en við gátum ekki annað, við vildum hafa allt á hreinu". Menn slógu á glens og það var létt yfir blaðamönnum, er þeir gengu út úr salnum, þótt þeir hefðu hér séð á bak æsifréttinni um „skákhneyksli aldarinnar“. Þráinn Guðmundsson Guðlaugur Guömundsson Margeir Pétursson Margeir Pétursson: Heiðarleiki borgar sig alltaf SKÁKÍÞRÓTTIN hefur löng- um verið talin sú íþrótt þar sem erfiðast hefur verið talið að svindla á andsta'ðingnum án þess að hann taki eftir því. Það er ekki fyrr en nú á síðustu tímum. eftir að hyrjanabóka- flóðið kom til sögunnar. að hætta er orðin á að menn geti haft með sér á skákmót prent- aðar heimildir einmitt um gang skákarinnar sem þeir eru að tefla. Sem hetur fer eru fáir sem eru svo gersneyddir öllum íþróttaanda að þeir notfæri sér þennan möguleika. en þó eru dauni um það. sérstaklega á alþjóðlegum unglingamótum. þar sem keppendur búa á sama stað og teflt er. Þegar minnið hefur þrotið hefur freistingin orðið sumum ofviða og þeir hafa skotist upp í herbergi sitt og litið á nýjustu byrjanarann- sóknir. Þetta tengist síðan auðvitað því vandamáli sem alþekkt er hér heima á íslandi. en það er þegar keppendur og áhorfendur á hinum ýmsu mótum rotta sig saman á góðum stað aítarlega í skak- salnum þar sem góð yfirsýn er yfir sýningartöflin og ra'ða síðan gang skákanna. Því miður hefur orðið allmikil afturíör í þessum málum hér á íslandi. því að fyrir nokkrum áratugum var þvertekið íyrir að keppendur og áhorfendur á mótum í Taflfélagi ReykjavTk- ur ra'ddust við og var mönnum jafnvel fylgt fram á salerni til að tryggja að reglur væru í heiðri hafðar. En þessi grein er ekki rituð til þess að finna að því að keppend- ur á íslenzkum skákmótum ræði gang skáka sinna við áhorfend- ur, enda eru mörg spaugileg dænii um að menn hafa farið flatt á því, heldur ætla ég að rekja hér skák þar sem minnis- leysi herjaði illilega á mig. Þetta átti sér stað á skákmóti í Gausdal í Noregi fyrir skömmu og andstæðingur minn var pólski alþjóðlegi meistarinn Sydor. Ég, sem hafði hvítt, valdi mjög flókið afbrigði af Kata- lónskri byrjun, þar sem ég taldi mig vera á heimavelli, en eftir byrjunarleikina kom annað á daginn. Ég mundi aðeins að á síðasta Reykjavíkurskákmóti höfðu þeir Smejkal og Browne teflt þetta sama afbrigði og Smejkal hafði fengið góða stöðu með hvítu. Smátt og smátt rifjuðust upp fyrir mér ýmis stef úr skákinni, en síðan rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds er mér tókst að muna að þrátt fyrir frábæra byrjunar- taflmennsku tapaði Srnejkal skákinni. Hinir nákvæmu leikir hans í byrjuninni kostuðu svo mikinn tíma að eftir 15 leiki átti hann þegar innan við fimm mínútur eftir á næstu 15 leiki og hann féll síðan á tíma með verri stöðu rétt áður en tímamörkun- um var náð. Ég leit á klukkuna, jú, það var ekki um að villast, mér voru ætluð sömu örlög og Smejkal, ég hafði þegar eytt 40 mínútum af þeim 90 sem ég hafði til umráða og hafði aðeins leikið níu leiki. Auk þess varð ég að búast við að þurfa meiri tíma en Smejkal, stórmeistarinn. I huga mínum fór því fram hatrömm barátta milli góðs og ills, herbergi mitt var í næsta stigagangi og enginn þyrfti að taka eftir svindlinu. Það rak einnig á eftir mér að við Sydor vorum jafnir og efstir á mótinu og með því að vinna þessa skák yrði ég einn í efsta sæti. Rök míns betra manns voru hins vegar þau að hvað væri varið í að vinna skák á þennan hátt og hvort ég byggist við að festa svefn eftir slíka framkomu. Þó að skömm sé frá að segja var ég nokkra stund á báðum áttum. Hugsunum eins og „þú værir þá ekki sá fyrsti“ skaut upp í huga mér, en um síðir vann ég siðferðilegan sigur á sjálfum mér. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Ég varð strax að byrja að leika mjög hratt og mér urðu fljótlega á gróf mistök. Eg neyddist til þess að fórna manni fyrir mjög óvissa möguleika auk þess sem ég var um það bil að lenda í geigvænlegu límahraki. Útlitið var því svart, ég hef ávallt álitið sjálfan mig stöðu- skákmann, en varð nú greinilega að söðla um. I tímahrakinu kom ég þó sjálfum mér hvað eftir annað á óvart með því að finna ávallt eina leikinn sem hélt taflinu gangandi og sjálfstraust mitt fór vaxandi með' hverjum leik. Mér tókst að ná tímamörk- unum og eftir slærn mistök Sydors í 30. leik, tímahrakið var einnig farið að hrjá hann, tókst mér að þvinga fram vinning á skemmtilegan hátt. En sú spurning hefur þó oft leitað á mig síðan hvort ég hefði unnið skákina ef ég hefði tekið auðveldari kostinn í byrjuninni og hvað hefði orðið um minn betri mann ef sú ákvörðun sem ég tók hefði kostað mig skákina. En sjón er sögu ríkari: Ilvítti Margeir Pétursson Svarti Svdor (Póllandi) 1. cl - efi 2. g3 - d.r, 3. dl - Rd7 1. Bg2 - dxe 1 5. RÍ3 - Rgíf, f,. 0-0 - c5 7. I)a I - af, 8. Re3!? - Be7 9. dxc5 - Bxe5 10. D.xel - b5 11. I)hl - Bb7 12. Bg5 - IIe8 13. Ilfdl? (Smejkaí lék hér auðvitað 13. Hadl! sem setur svartan í tölúverðan vanda). - Dhf, 11. c3 - hf, 15. IId2!? (Öruggara var 15. Bxfti, en svartur hefur þá mjög frjálst tafl) - Rh7! lf,. Bfl - g5 17. Rxg5 - hxg5 18. Bxg5 — Bxg2 19. Ixxg2 — Db7+? (Mun betra var hér 19 . . . Re5! og hvítur hefur mjög litlar bætur fvrir manninn). 20. el - ff, 21. Dhfi! - Kf7 (En tæplega 21 ... fxg5 22. Dxefi+ — Be7 23. Rd5) 22. lladl - lie5 23. Dh5+ - Ke7 (Hvítur verður að láta sér pægja þráskák eftir 24 . . . Kxffi 25. Dh4+I. 25.1)xe5 - IIxh2+ 2fi. Kfl! (En alls ekki 2fi. Kgl — H.xf2!l. - llh 1 + 27. Ke2 - Hxdl 28. Ilxdl (28. R<15+!? kom til greina, en meö aðeins örfáar sekúndur á klukkunni . . .). - Kf7 29. Dfl — e5 30.1)Í5 (Nú er tekið að halla á svart, 30. Dxe5 kom einnig til greina). - Bd l?? (Svartur varð að reyna 30 . . . Hcfi). 31. Ilhl! - Ilh8 32. Rd5 - Defi 33. llel! - Be5 31. I)xff,+ - Dxffi 35. Rxffi og svartur gafst upp, því að endataflið er auðvit- að vonlaust. Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.