Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 31 Albert Guðmundsson: Sv ar við grein Ragnhildar Helgadóttur „Um þingflokk sjálfstæðis- manna að gefnu tilefni” Frú Ragnhildur Helga- dóttir skrifar grein, sem birtist í Morgunblaðinu þann 20. okt. s.l. Grein þessi er skrifuð af mikilli þörf frúar- innar til að tjá sig um vandamál, sem við henni blasa, og henni hefur ekki tekist að leysa á hefðbund- inn hátt. Fyrst bendir hún á þau nýju viðhorf, sem skapast hafa í stjórnmálum á Islandi, eftir að kommúnist- ar juku fylgi sitt hér í nýafstöðnum kosningum, eftir fjögurra ára stjórnar- forustu okkar sjálfstæðis- manna, og ráða nú ríkjum í Reykjavíkurborg og ríkis- stjórn. Helzt má skilja af skrifum frúarinnar, að þessi kosningaúrslit, þótt slæm væru, séu ekki það versta fyrir Vestur-Evrópu og hinn frjálsa heim, heldur hitt að innan Sjálfstæðisflokksins skulu vera til einstaklingar, sem ekki telja hana sjálf- sagða til yfirráða. Aðferðin „að deila og drottna" hefur stundum borið árangur, en alltaf skilið eftir sig sár. í grein sinni brenglar frú- in staðreyndum, sem máli skipta fyrir mig persónulega, svo ég finn mig tilneyddan til að hressa upp á minni frúarinnar. Það er rangt, að ég hafi krafist þess að vera í Neðri deild á yfirstandandi kjör- tímabili. Það rétta er, að þingmenn koma sér saman um skiptingu milli deilda. Sl. 4 ár (sama tíma og frú R.H. sat í N.d.) sat ég í Efri deild. Að þessu sinni óskaði ég eftir að vera fluttur milli deilda, en lét fylgja ósk minni, að mér hafi ávallt liðið vel í E.d. og væri reiðubúinn til að sitja þar áfram, ef ósk mín skapaði vandamál innan flokksins. Osk minni fylgdi sá rök- stuðningur, að með því að sitja yfirstandandi kjörtíma- bil í Neðri deild öðlaðist ég meiri reynslu sem þing- maður. Málflutningur R.H. um þennan þátt er einungis til þess að láta fólk halda að vegna þrýstings frá mér hafi hún bjargað málum með lítillæti sínu og boði um að flytja sig í Efri deild. Hér geri ég ekki að umræðuefni „Stýringu" frúarinnar á Neðri deild sl. 4 ár. „Vandamál Alberts Guðmundssonar voru ekki leyst með því að hann færðist milli deilda Alþing- is“ — Ekki aldeilis — Blessuð konan (R.H.) heldur því fram, að ég hafi neitað að taka sæti í þingnefndum. Fyrir ókunnuga vil ég geta eftirfarandi: Val þingmanna í nefndir fer þannig fram, að þing- menn eru beðnir að tjá sig um það í hvaða nefndum, og að hvaða málaflokkum, þeir hafi hug á að starfa, og koma á framfæri við formann þingflokksins þessum óskum sínum. Þetta gerðu allir þing- menn Sjálfstæðisflokksins. Minn hugur stóð til tveggja nefnda þ.e. utan- ríkismálanefndar og fjár- hags- og viðskiptanefndar. Þegar ljóst varð að erfitt var um samkomulag um menn í nefndir, var for- manni þingflokksins, ásamt Olafi G. Einarssyni, falið að ná samkomulagi um niður- röðun í þær. Það samkomu- lag náðist og engin vanda- mál fyrirsjáanleg, þar sem í utanríkismálánefnd voru tveir frambjóðendur, Ragn- hildur Helgadóttir og Albert Guðmundsson, en þriðji frambjóðandinn, Friðjón Þórðarson, lýsti yfir, að hann vildi draga framboð sitt til baka. Þrátt fyrir sáttatilraunir formanns þingflokksins tókst ekki að ná samkomulagi. Það varð að koma í veg fyrir að Albert Guðmunds- son kæmist í utanríkismála- nefnd. Og það tókst, þrátt fyrir drengilega framkomu Friðjóns Þórðarsonar til að leysa vandann. Hvað varðar fjárhags- og viðskiptanefnd N.d. þá hafði frv. formaður nefndarinnar lýst því yfir á þingflokks- fundi, að hann óskaði ekki eftir að vera áfram í þeirri nefnd, svo þar virtist ekkert vandamál, aðeins tveir þing- menn höfðu sýnt áhuga á setu í nefndinni: Matthías Á. Mathiesen og Albert Guðmundsson, — tveir frambjóðendur — eða sama tala og kjósa átti. Hvers vegna Ólafur G. Einarsson breytti um skoðun milli funda og varð þriðji fram- bjóðandi til þessara nefndar- starfa, veit ég ekki (og þó). Þegar hér var komið í nefndarskipun, var augljóst að samkomulag hafði náðst um allar nefndir, búið að greiða atkvæði um fjárveit- inganefnd, sem fyrst var kosin, nú utanríkismála- nefnd og fjárhags- og við- skiptanefnd N.d. Þar sem samkomulag hafði náðst um niðurröðun á þingmönnum í allar aðrar nefndir, og þar virtar óskir manna til setu í hinum ýmsu nefndum, taldi ég fráleitt að fara að raska þeim friði, sem um þær ríkti, og valda ef til vill öðrum þingmönnum óánægju, en samkvæmt grein frú Ragnhildar þing- manns, á ég að hafa neitað setu í öðrum nefndum, nefndum, sem hún og sam- starfsfólk hennar höfðu ætl- að mér, eftir að hafa með sínum vinnubrögðum komið í veg fyrir að ég kæmist til starfa fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á Alþingi Islend- inga og á þeim vettvangi, sem hugur minn stóð til. Niðurstöður atkvæða- greiðslnanna eru kunnar, en það væri athugunarefni öllu góðu sjálfstæðisfólki hvernig að þeim var staðið. Frú Ragnhildur Helga- dóttir segir í umræddri grein sinni: „að það væri ærin ástæða til að draga fram fleiri staðreyndir í sambandi við afstöðu þingflokksins í þessu sambandi. — Myndu þá færri spyrja hvers vegna þingflokkurinn tæki þá af- stöðu sem hann gerir nú“. Mér sýnist R.H. fela sig bak við þagnarskyldu í þing- flokknum. Mun ég beita mér fyrir því, að aflétt verði því sem eftir er af þagnarskyldu þingmanna svo frúin geti upplýst okkur öll frekar. Greinarhöfundur, sem sjálf er lögfræðingur, og í hópi þeirra, sem ekki telja sig nein smámenni í þeim efnum, byggir málflutning sinn að full miklu leyti á dylgjum, en þær hafa ekki hingað til þótt verulega gott innlegg í lögfræðilegar rök- ræður eða nokkurn annan málflutning. Seinni hluti greinar frú Ragnhildar fjallar um það vandamál, sem hún og félag- ar hennar hafa haft við að glíma um áraraðir og nefnist: „Gunnar Thorodd- sen“. Læt ég hann um að svara þessum kafla. Frúnni hefur ekki tekist að bola Gunnari Th. burt úr stöðum innan flokksins, ekki hefur hana þó vanta.ð viljann og oft hefur hún gert honum lífið leitt. Á framabrautinni er Frekjan í fylgd með henni og eins og keipóttir krakkar hafa þær volað sig út úr mörgum vandamálum. Kannski fólk hafi enn ekki séð í gegnum starfs- hættina, en ég vona að fyrr eða síðar muni Sjálfstæðis- flokkurinn ná fullri heilsu aftur. '&r*' ***** »'it' tadi «a. •"* íViti « aro far er afa menn TÍttUW (jó\- « M""' Ære»n»: " ' v0\ , f\oViVw'"s ani»r |ltí u«' ' hó\" ^{uWnir»' °n' '’Vafí »ö v‘»nn»- . a \ meö 'r w una "r „,,r ^ 1 .M.e L'.'v/'' "V ’ v.„ n\6 j aö *‘xrWann» r0""n' 5‘hot '»"ft' f?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.