Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 19
 XXM JUEGOS OUMPICOS HJEDRECISTICOS BUENOS AIRESREPUBUGA ARGENTINA1978 Ólympíuskáksveitir íslands 1978 ásamt fararstjóra: Tal- ið aftan frá vinstri: Einar S. Einarsson, Margeir Péturs- son, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson. Ingvar Ásmundsson, Birna Nordahl, Svana Samúels- dóttir, Guðlaug Þorsteins- dóttir, Ólöf Þráinsdóttir. æft kappsamlega undir þá þrekraun. Karlasveitin er skipuð mjög öflugum skák- meisturum, nær öllum okkar sterkustu skákmönnum. I fylkingarbrjósti eru hinir margrómuðu stórmeistarar studdir blómanum af ungu kynslóðinni í skákinni og akkerið er einn af eldri kynslóðinni, sem vann fræg- an skáksigur úti í Bandaríkj- unum á síðasta sumri. Allir eru þessir menn líklegir til stórra afreka. Kvennasvéit er nú send fyrsta sinni á stórmót erlend- is. Tilvist sterkra skákkvenna hér á landi er tiltölulega ný af nálinni, en skákiðkun kvenna ekkert nýmæli. Nægir þar að geta þess, að þegar Hannes Hafstein stóð upp frá skákinni vestur á ísafirði um aldamótin og tók að tala með þeim árangri, sem alþjóð er kunnugt, sat eiginkona hans, frú Ragnheiður Hafstein, sem fastast við taflborðið. Hún var einn af stofnfélögum með bónda sínum og fleira áhugafólki, og var mikið gefin fyrir tafl. Tefldi hún oft við Þorvald Jónsson lækni heima hjá honum, en hann var um þær mundir einn sterkasti skákmaður Islend- inga og birtust skákdæmi eftir hann í erlendum skák- tímaritum. í kvennasveitinni er tvö- faldur Norðurlandameistari, tveir Islandsmeistarar og ung og efnileg-skákkona. Og til þess að sýna fram á það, að ekkert kynslóðabil þekkist í skákinni, má geta þess, að yngsti keppandi íslendinga er aðeins 17 ára, en sá elzti nægilega gamall til að vera orðinn langamma! Þeir, sem heima sitja, munu fylgjast af áhuga og velvilja með frammistöðu íslenzka skákfólksins í Argentínu og þjóðin öll mun óska því gæfu og gengis. Fyrir hartnær fjörutíu ár- um lögðu fremstu skákmeist- arar Islands land undir fót alla leið til Argentínu. Þeir höfðu langa og stranga úti- vist, en höfðu erindi sem erfiði og færðu heim sigur- launin, Forsetabikarinn, sem þeir unnu til eignar fyrir glæsilegan sigur í B-riðli Ólympíuskákmótsins í Buen- os Aires 1939. Sá mikli bikar er nú varðveittur í aðalstöðv- um Skáksambánds íslands. Enn leggur fríður flokkur íslenzkra skákmeistara, karla og kvenna, af stað til Buenos Aires á annað Olympíumót. Að þessu sinni er ekki aðeins teflt til afreka á skákborðinu, heldur einnig til sigurs í taflinu um kjör forseta Al- þjóða skáksambandsins, FIDE. Um lokastöðuna í því tafli skal engu spáð, þótt vænlega horfi. En um hitt munu Islendingar einhuga, að vart fari á milli mála, að í framboð af hálfu Skáksam- bands Islands hefur valizt heimskunnur skákmaður og víðkunnur drengskaparmað- ur, sem nýtur mikillar virð- ingar og álits um skákheim- inn allan. Fylgja Friðriki Ólafssyni allar góðar óskir íslenzku þjóðarinnar til Buenos Aires. Því miður er því svo farið innan FIDE, að heimspólitík- in hefur fest þar rætur og átök af þeim toga spunnin spillt fyrir því, að samtökin gætu gegnt hlutverki sínu sem skyldi. Nýkjörinn forseti hefur því mikið verk að vinna, að setja niður þær deilur og beina kröftunum að verðugri verkefnum í þágu skáklistarinnar um heim all- an. Til þess er stórmeistaran- hnigið, stundum sem magn- þrunginn hafsjór og öldufald- inn borið hvað hæst þegar miklir afreksmenn við skák- borðið hafa numið hug og hjarta ungra sem aldinna, glætt áhuga og eflt nýja menn til átaka og þroska. Verður þáttur Friðriks Ólafs- sonar í þeim efnum seint fullþakkaður. Forystumenn skákhreyf- ingarinnar fyrr og síðar hafa næðismál sambandsins hafa hlotið farsæla frambúðar- lausn. Hér er aðeins stiklað á stóru í hinum umsvifamikla starfi Skáksambands íslands og þá með öllu ógetið hinnar miklu starfsemi einstakra félaga. Það fer ekki framhjá nein- um, að öll þessi mikla starf- semi útheimtir mikið fjár- magn og mikla vinnu, sem með taflið um okkar fyllilega treystandi nái hann kjöri. Þegar skákaldan reið yfir landið um síðustu aldamót náði skáklistin mikilli hylli meðal almennings. Taflfélög spruttu upp og skák var iðkuð mjög almennt. Ýmsir þjóð- kunnir menn iðkuðu skák og má þar til nefna Hannes Hafstein, þá bæjarfógeta og sýslumann á ísafirði. Hann gekk í taflfélag með ýmsum kunnum borgurum ísafjarð- ar, sem þá var næststærsti bær landsins og mikið menn- ingarsetur. En það var stutt í veru Hannesar Hafstein í þessu taflfélagi. Hann kvaddi félagsskapinn með þessum orðum: „Ég hefi ekki geð í mér til að sitja hér og rembast við að steinþegja í fleiri klukkutíma." En aðrir sátu kyrrir og skákaldan hefur risið og lagt sig alla fram um að efla skáklíf í landinu og koma þar fleiri við sögu, en unnt er að greina hér. Á undanförnum áratug hefur hver stórvið- burðurinn rekið annan í skáklífinu hér á landi. Skák- sambandið hefur nú að und- anförnu lagt mikla vinnu í að kynna sem bezt framboð Friðriks Ólafssonar og afla honum fylgis. Stórmót hafa verið haldin og lögð hefur verið áherzla á sem víðtækust samskipti við aðrar þjóðir jafnframt eflingu og upp- byggingu skáklífsins innan- lands. Skipulagsmál skák- hreyfingarinnar hafa verið tekin föstum tökum með stofnun svæðissambanda og nýrra skákfélaga, deilda- keppnin verið efld og mjög umfangsmikil skákkeppni í grunnskólum landsins er að hlaupa af stokkunum. Hús- einatt er unnin sem sjálf- boðastarf. En skákin og skáklífið hefur byr á íslandi og einungis með tilstyrk og góðum hug, velvild og örlæti opinberra aðila, félagasam- taka, fyrirtækja og einstakl- inga hefur verið kleift að fást við þessi verkefni, og ráðast í ýmis þau stórvirki, sem unnið hefur verið að. Öllum þessum aðilum vill stjórn Skáksambands Islands flytja alúðarþakkir. I tilefni þessa aukablaðs um skák viljum við sérstaklega flytja ráðamönnum Morgunblaðs- ins þakkir okkar fyrir vel- vilja og góðan skilning og þá ekki síður þeim mörgu, sem styrkt hafa okkur að þessu sinni, eins og fram kemur hér í blaðinu. Á undanförnum mánuðum hafa íslenzku skáksveitirnar, sem halda til Buenos Aires, Iliigni Torfason Högni Torfason: 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.