Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 37 kenna og nutu Njarðvíkingar góðs af hæfileikum hans á því sviði. Okkur er oft tregt tungu að hræra, þegar ungir menn í blóma lífsins eru burt kallaðir úr þessum heimi og vissulega býr okkur Njarðvíkingum sár harmur í brjósti, en minningin um góðan dreng og vin í raun er huggun harmi gegn. Sárastur er þó söknuður ungrar eiginkonu og sonanna þriggja. Ég og fjölskylda mín og Njarð- víkingar allir biðjum góðan Guð að veita þeim og öðrum aðstandend- um styrk í þeirra þunga harmi. Guð blessi minningu séra Páls Þórðarsonar. Albert K. Sanders. Það lærist seint að skilja hvað sérhver stund í samskiptum fólks er mikilvæg og hefur mikla þýðingu í framtíðinni. Fyrst þegar möguleikinn til að endurnýja gleði gærdagsins er ekki lengur fyrir hendi, verður manni svo átakan- tega ljóst, hvað stundin var stutt, margt ósagt, margt ógert. A kveðjustund sem í dag, þegar kær vinur er Guði falinn hinsta sinni, streyma fram úr geymd hugans litríkar myndir liðinna stunda, sem kalla fram sterka og knýjandi löngun til að þakka Guði þau augnablik eilífðarinnar og þá dýrmætu vináttu, sem Páll Þórð- arson veitti af kærleik sínum. Páll er í mínum huga sá, sem hvað rækilegast hefur opnað augu mín fyrir því, að í heimi mann- eskjunnar gildir ekki einhver ein sjónvídd. Næmur skilningur hans knúði hann oft til að rísa gegn viðteknum skoðunum og mæla fram vörn fyrir sjónarmiðum þess er miður mátti sín og síður var skilinn. Predikun hans vitnaði um einurð hans og glöggskyggni á hræsni og ódrenglyndi. F'áa hef ég þó oftar heyrt hvetja til fyrirgefn- ingar. Mér var Páll traustur og kær vinur. Þegar átakastundirnar stóðu yfir og efasemdirnar sóttu á í guðfræðináminu, var honum öðrum fremur lagið að finna mann í nepjunni og leiða út úr kuldanum með sfceleggu tali sínu, leiftrandi og myndríkri kímni. í starfi fékk ég síðar að reyna hann að svipuðu. Síðustu áætlanir okkar voru rétt á rekspöl komnar, en allt tekur nú á sig aðra mynd, við fall þessa kæra bróður. Ég bið góðan Guð að helga þá dýru minningu, sem nú er geymd í huga og hjarta. Hann blessi Guðrúnu og drengina hennar og veiti þeim st.vrk og von í djúpri sorg. Birgir Asgeirsson. „Ilvað er langlífi? Lifsnautnin frjóa. alefling andans ok athöfn þörf. Margoft tvítugur meira hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði.** Svo kvað Jónas Hallgrímsson á sinni tíð, þegar ungur eldhugi á akri Drottins féll í valinn löngu fyrir aldur fram. * En þar hefir „listaskáldið góða“ einnig gefið sanna og meitlaða lýsingu á lífi og lífsstarfi síra Páls Þórðarsonar, sóknarprests í Njarðvíkur-prestakalli, sem í dag verður jarðsunginn frá Keflavík- urkirkju og til moldar borinn í Innri-Njarðvíkurkirkjugarði. Þótt hann sé nú til foldar fallinn með aðeins 35 ár að baki sér, þá auðnaðist honum, í þjónustu sinni, að marka þau spor, sem ekki fýkur yfir og vinna þau verk, sem blessuð verða og blessun veita inn í fjarlæga framtíð. Síra Páll varð eftirmaður undir- ritaðs í Njarðvjkurprestakalli snemma árs 1975. Én þá urðu Ytri- og Innri-Njarðvík sérstakt presta- kall, en voru áður hluti af Keflavíkurprestakalli. Frá upphafi helgaði hann sig þjónustunni af lífi ot sál, gekk heill og glaður til móts við þau fjölþættu verkefni, sem biðu hans í hinu nýstofnaða prestakalli. Og það fór ekki á milli mála, að frá upphafi átti hann hug og hjarta safnaðarfólks síns, sem fylgdi hirðinum sókndjarfa og baráttuglaða einhuga í hinu helga starfi. Hann var prédikari góður og talaði þannig, að tekið var eftir. Hann eignaðist óvenju marga hrifna og þakkláta aðdáeindur, er hann fyrir nokkru annaðist sjón- varpsþáttinn „Að kvöldi dags.“ Þar náði hann þeim tökum, að fólk á öllum aldrei varð að hlusta. Hlutverk sálgæzlunnar rækti síra Páll af mikilli alúð og helgri alvöru. Mér er kunnugt um, að á þeim vettvangi vann hann mikið, fórnfúst og biessað starf. Hann hafði þegar sýnt það, að hann var til blessunar borinn og af honum mátti mikils vænta. Þessi fáu orð eru sett á blað til þess eins að minnast þess með djúpu og einlægu þakklæti, hvílíkur síra Páll reyndist á þeim akri, sem áður var starfsvettvang- ur minn. Ég bið þess, að ávextirnir af starfi hans megi verða þeim, sem þess fengu að njóta, til margfaldr- ar og varanlegrar blessunar. Eftirlifandi eiginkonu, frú Guðrúnu Gísladóttur, börnum þeirra þremur, foreldrum og öðr- um ástvinum — og söfnuðnum í Njarðvíkur prestakalli_ sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið þess, að ljós Drottins, sem hann boðaði og tendraði, megi lýsa þeim á óförnum leiðum. Björn Jónsson. Akranesi. í Guðs orði segir, maðurinn upphugsar sinn veg, en Drottinn stýrir hans gangi. Þar segir einnig, Guðsvegir eru órannsakanlegir og því til viðbótar er hið fagra fyrirheit Sælir eru þeir sem á Guðs vegum ganga. Þessar frásagnir eru mér efstar í huga þegar ég minnist hins látna vinar míns séra Páls Þórðarsonar hins ágæta félaga og sóknarprests okkar Njarðvíkinga. Það er oftast dagurinn og vegurinn sem mestu máli skiptir hjá okkur mönnunum í því sem kallað er daglegt líf. Dagarnir eru misjafnlega langir og þeir eru misjafnlega góðir, eins er með veginn, hann er oft misjafn að lengd og gæðum. Sá sem gengur á Guðs vegum gengur hinn góða veg, en sá vegur verður oft á tíðum ekki langur vegur á lífsgöngunni hér. Séra Páll átti því láni að fagna að ganga góða veginn þá skömmu ævi sem honum var úthlutað meðal okkar. Nú er hans dagur liðinn og vegurinn genginn til enda. Nýr dagur upprunninn í nýjum heimi þar sem trú hans og von eru orðnar að fullvissu. Það var sunnudaginn 2. mars 1975 að séra Páll Þórðarson þáverandi prestur á Norðfirði kom suður í Njarðvíkur í þeim erindum að bjóða sig fram tii sóknarprests í hinu nýstofnaða Njarðvíkur- prestakalli. Þann dag var haldin guðþjónusta í Innri-Njarðvíkur- kirkju kl. 11 f.h., var kirkjan nærri fullsetinn fólki. Eftir kirkjuat- höfnina var það mál kirkjugesta að vel hafi þeim litist á prestinn og þótt ræða hans góð. Svo var það næsta sunnudag þann 9. mars að prestkosning fór fram í Safnaðarheimili kirkjunn- ar. Var séra Páll einn í framboði við þá kosningu. Sóknarnefnd kirkjunnar ásamt sveitarstjóra Njarðvíkurhrepps sáu um undir- búning þeirra kosninga. Þáverandi prófastur, séra Garðar Þorsteins- son í Hafnarfirði, og kona hans, Sveinbjörg Helgadóttir, komu í heimsókn meðan á kosningu stóð. Voru þau þar með að undirstrika stuðning sinn og vinarhug til séra Páls. Okkur sem áttum hlut að máli með þá prestkosningu verður hún ávallt minnisstæð vegna þeirrar góðu þátttöku er sóknar- menn sýndu. Það voru nær áttatíu af hverjum hundrað sem áttu kosningarétt í sókninni er kusu séra Pál fyrir sfnn prest. Það hafði verið ákveðið að séra Páll tæki viö starfi í hinu nýja Njarðvikur- prestakalli um áramótin 1976 en meðan tíminn leið til þeirrar stundar þjónuðu þeir Njarðvíkur- prestakalli séra Björn Jónsson í Keflavík sem þá hafði um langt skeið verið prestur Njarðvíkinga og séra Ólafur Oddur Jónsson þá nýkjörinn prestur í Keflavík. Svo var það fimmtudaginn 1. jan. 1976 að séra Páll Þórðarson flutti sína fyrstu guðsþjónustu sem sóknar- prestur okkar Njarðvíkinga, var það kl. 5 e.h. í kirkjunni í Innri-Njarðvík. Við þá messugjörð flutti hann mjög góða nýársræðu. Nú var það að séra Páll byrjaði að starfa af lífi og sál meðal safnaða sinna í Njarðvíkum, fullur af áhuga og hugsjónum fer hann að ræða um eitt og annað er hann vildi koma í verk í kirkjulegri þjónustu og kristilegu starfi. Þann 8. febrúar yar séra Páll svo settur formlega inn í sitt embætti af prófastinum séra Garðari Þorsteinssyni í Hafnarfirði. Og þótt á þeim tíma væri vetur í bæ voru vonirnar bjartar á bæði borð, hjá prestinum að starfa með söfnuðum sínum og þá ekki síður hjá söfnuðunum að starfa með sínum nýkjörna presti. Svo kom vor og séra Páll fermdi sín fyrstu fermingarbörn í Njarðvíkur- prestakalli og sumar kom á eftir vorinu og þá átti hin aldna og failega kirkja okkar í Innri-Njarð- vík 90 ára afmæli og þá var haldin hátíð þar. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, flutti afmælisræðu í kirkjunni. Séra Páll veitti þar prestlega þjónustu sína og stjórnaði hátíðarhöldunum i kirkjunni og í Safnaðarheimilinu af mikilli prýði. Áður hafði hann lagt sig allan fram með hug og höndum til þess að þessi afmælis- hátíð gæti orðið sem allra best úr garði gerð og til virðingar kirkj- unni og Safnaðarheimilinu er honum þótti hvoru tveggja mjög vænt um. Og áfram liðu dagárnir hjá séra Páli og söfnuðum hans, það var í mörg horn að líta hjá prestinum heima og heiman. Hann átti marga virii og kunningja nær og fjær er vildu hans nærveru njóta. Skyldustörfin voru einatt, mörg fyrir hendi ásamt félagsstörfum og kristilegu æskulýðsstarfi, kvöldvökur í Safnaðarheimilinu o.fl., o.fl. sem gera þurfti og gert var og áfram leið tíminn. Það komu sumur eftir vetra og vetur eftir sumur og nú síðast kom vor og sumar og allra síðast kom haustið það síðasta í jarðnesku lífi hans séra Páls vinar okkar og félaga. Það voru öll sóknarbörnin hans harmi sleginn þegar hin stóra sorgarfregn barst út að hann séra Páll sem var svo frískur og frjálsmannlegur að sjá væri allt í einu orðinn fársjúkur og ætti ekki vom á þessa lífstíðardvöl nema örstutta stund. Hann sem var að festa sínar rætur meðal okkar Njarðvíkinga, stefndi fastur og öruggur í Guðstrúnni að því marki að fegra og bæta mannlífið hjá sínum sóknarbörnum. Á kristileg- um grundvelli vildi hann þeirra tilveru byggja og gekk þar sjálfur á undan með góðu eftirdæmi. Prédikanir séra Páls voru sterk- ar og markvissar, þær sögðu tæpitungulaust frá mannlífinu eins og það er og eins frá því hvernig það átti að vera mönnum til heilla og blessunar. Og nú er hann horfinn og rödd hans heyrist ei lengur á meðal okkar, en minningarnar lifa um hinn mæta mann og mikið er að þakka fyrir það sem var og með vissu má ég þakka af alhug fyrir hönd okkar allra sem með honum störfuðu, kirkjukórs, systrafélags og sókn- arnefndar Innri-Njarðvíkurkirkju. Og sjálfur vil ég þakka séra Páli vini mínum allar okkar samveru- stundir heima hjá mér og heima hjá honum og hvar sem við annars hittumst, og eins vil ég þakka honum þann góðhug og skilning er hann hafði fram að færa til mín og annarra þeirra er unnu að kirkj- unnat máiefnum og Safnaðar- heimilisins í okkar byggðarlagi. Það var snemma á síðastliðnu vori að við séra Páll vorum staddir í Safnaðarheimilinu, hann bað mig að ganga með sér spottakorn í vesturátt þar yfir Njarðvíkur- brautina. Við komum að norður- horninu á Hólmfastskotstúninu. Er þangað kom segir séra Páll, hér vildi ég láta byggja prestsbústað og eiga hér heima, það væri mikið gaman að fá hér fallegt prestsset- urshús þá myndaðist hér veglegur þríhyrningur, kirkjan, prestssetrið og Safnaðarheimilið. Það var lifandi hugsjón á ferð hjá séra Páli á þeirri stundu, fallegur framtíð- ardraumur. Hér á prestssetrið að standa á hinum fornhelga kirkju- stað sagði hann, svo var það ekkert meira þá. En nú þegar þessar línur eru skráðar verður brátt hinn harðneski líkami séra Páls jarð- settur í kirkjugarðinum í Innri-Njarðvík í nokkurra faðma fjarlægð frá þeim stað er hann vildi byggja hús sitt á. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Nú er það í fyrsta sinn í sögu kirkjunnar í Innri-Njarðvík með vissu í þrjú til fjögur hundruð ár að prestvígður maður er lagður þar í kirkjugarðinn til hinstu hvíldar, er sá atburður mjög merkur í sögu kirkjunnar. Þegar ég kveð nú vin minn séra Pál Þórðarson vil ég með virðingu og þakklæti minnast á hans ágætu konu, Guðrúnu Birnu Gísladóttur. Henni hef ég kynnst af öllu góðu á þessum árum þeirra hjóna hér í Njarðvíkum. Við Guðrún höfum oft átt samtöl og samleið saman. Hún er heilsteypt og hreinlvnd sómpkona og stendur sem hetja í sinni miklu reynslu og sorg. Guð blessi hana og börnin þeirra góðu hjóna. Ég vil að endingu tileinka séra Páli eftirfarandi erindi er voru ort af ókunnum höfundi í minningu um einn hinn merkasta prest er uppi hefur verið á Suðurnesjum og var starfandi prestur í meira en hálfa öld. Gott or að haía Kongið. Gurts á voKum hór. Ok ætíð vol að vinna. vork hans tamiA sór. Sinnar stóttar sómi. sannur ai hann var. Iloitið hoióursprostur hann moó rontu har. llorfinn or nú hrolling horfió myrkrið svart. Nú á loið hans Ijómar ljósið dýrðar bjart. Innilegar samúðarkveðjur til allra ættingja og vina séra Páls. Blessuð sé minning séra Páls. Guðmundur A. Finnbogason. „I>ór oruó salt jaróarinnar ... I>ór oruð ljós hoimsins.** Það eru rúm fimm ár síðan Páll vinur minn Þórðarson lagði út af þessum orðum fjallræðunnar í prófpredikun í háskólakapellunni. Engan óraði þá fyrir því, að svo skamman tíma fengjum við að njóta frískleika hans og seltu, vináttu hans og hlýju. Mér finnst nú; þegar ég hugsa um Palla, að þessi hvatningarorð frelsarans til lærisveina sinria hafi náð að rætast á honum á fyllri hátt, en við almennt þekkjum, jafnvel þótt fleiri lífdagar séu gefnir. Það var engin ládeyða og lognmolla í kringum hann. Hann hafði næma og ríka réttlætiskennd og átti gott með að setja sig í spor annarra. Hann vildi vera saltið, sem hreinsar og ver og forðar frá skemmdum. Ég veit, að líf hans og boðun bar þessu vitni og það sama fundum við líka félagarnir, þegar hann deildi geði við okkur. Það er svo margt, sem maður tekur sem sjálfsagðan hlut. Það er svo oft, sem maður tekur ekki eftir ljósinu fyrr en birtunni bregður og myrkrið skellur á. Það var gott að eiga Palla að vini og þar var hann veitandi allt til hins síðasta. Ófáar voru ferðirnar austur í Hreppa, sem hann fór til að rækja samfélagið og halda sambandi og gjöfult var þá að uppbyggjast af bjartsýni hans og lífsgleði. Jesús sagði: Meðan ég er í heiminum er ég heimsins ljós. Lærisveinum sínum bauð hann að vera ljós heimsins, að þeir mættu bera birtu af sinni birtu. Saltið dofnar ekki og ljósið slokknar ekki sem nærist á ljósi hans. Honum þökkum við fvrir saltið og ljósið í Páli Þórðarsyni. Guð blessi minn- ingu góðs félaga og komi til Gunnu og strákanna með huggun sína og líkn. Sigfinnur Þorleifsson. í dag, fyrsta vetrardag, verður til nioldar borinn sr. Páll Þórðarson sóknarprestur í Njarðvíkurpresta- kalli. Svo skjótt haustaði í ævi hans, að orðs verður vant. Aðeins 35 ára að aldri er hann kallaður burt frá fjölskyldu og frá starfi. Hann, sem virtist svo hress og áhugasamur í hópi okkar starfsbræðranna sl. sumar, er nú horfinn sjónum okkar. Okkur finnst að með fráfalli hans hafi brostið hljóm- mikill strengur í rödd starfs- manna kirkju Islands. Ekki bara það að sr. Páll var ágætur predikari Guðs orðs í lífi og starfi, heldur lék ætíð ferskur og líflegur blær í umræðum um kristni og kirkju þar sem hann var þátttak- andi. Honum var svo einstaklega lagið að gera allar umræður lifandi og málefnalegar með kímni sinni og um leið skörpu innsæi. Undir niðri var hann alvörumaður sem átti sér það mark að helga líf sitt þjónustunni fyrst og fremst, þjónustu við Guð og þjónustu við meðbræður sína. Sr. Páll Þórðarson vígðist prest- ur hingað austur á Norðfjörð þann 1. júlí árið 1973, þá nýútskrifaður frá guðfræðideild Háskóla íslands. í starfi sínu hér fyrir austan ávann sr. Páll sér skjótt álit og traust. Hann vandaði þjónustu sína alla jafnt innan kirkjuhússins sem utan og var einkar lagið að grípa hugi fólks með nákvæmri og ljósri framsetningu sinni og alúð við að flytja það lifandi orð er Guð hafði kallað hann til. Hann reyndist einatt þeim sannur vinur og sáiusorgari er til hans þurftu að leita. í desember árið 1974 varð sá hörmulegi atburður hér í Nes- kaupstað að snjóflóð féllu á mannvirki og grönduðu 12 manns- lífum auk gífurlegs eignatjóns. Sá atburður var sr. Páli mikil reynsla og iagði á herðar hans miklar skyldur. Það er samdóma álit Norðfirðinga, að við þann hörmu- lega atburð hafi sr. Páll veitt einstaka þjónustu og hugulsemi við að sefa harm þeirra er þá áttu um sárt að binda. Sóknarbörnum sínum gaf hann þá hlut af sjálfum sér og víst er, að þessi atburður öðrum framar batt hann persónu- lega sterkum böndum við þetta byggðarlag innan fjallahringsins í Norðfirði. En styrkur hans þá sem jafnan kom frá þeim Guði er hann sjálfur hafði kosið að heiga starf sitt allt. Þeirri líkn sem Drottinn leggur með hverri þraut, miðlaði sr. Páll sóknarbörnum sínum á sinn einlæga og sannfærandi hátt. í ársbyrjun 1976 var sr. Páli veitt nýstofnað Njarðvíkurpresta- ka.ll. Norðfirðingar söknuðu prests síns sannarlega, en honum og' fjölsk.vldu hans fylgdu hlýjar óskir á nýjum stað. Þegar hann fluttist héðan var það honum mikið áhugamál að hingað kæmi prestur á nýjan leik. Aldrei skar sr. Páll á vináttuböndin hingað austur. Fylgdist hann vel með lífi og starfi fyrrverandi sóknarbarna sinna og tók þátt í gleði okkar og sorg. Hlýr hugur hans í garð safnaðarins á Norðfirði kom vel í- ljós þegar við minntumst 80 ára vígsluafmælis Norðfjarðarkirkju í janúar 1977. Þá kom sr. Páll hingað til að gleðjast með okkur og færði að gjöf fagran hökul frá sér og fjölskyldu sinni. S.l. vor máttum við kveðja unga menn er létust af slysförum og þá var sr. Páll einnig mættur og nú til að vera þátttak- andi í sorg okkar. Á þennan hátt fengum við svo innilega að njóta þess hve hlýjan hug hann bar í brjósti hingað austur. Sjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.