Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978 15 Norræna húsið 10 ára: Sýning á norrænni glerlist í TILEFNI 10 ára afmælis Norræna hússins verður haldin sérstök sýning á norrænum glermunum í kjallara og anddyri hússins. 5 glerframieiðsluíyrirtækjum frá Norðurlöndunum var boðin þátttaka og tóku þau öil boðinu. Tveir íslendingar, Jónína Guðnadóttir og Leifur Breiðfjörð, taka þátt í þessari sýningu og einnig Meta May Holmboe, dönsk kona af rúmenskum ættum. Eitt fyrirtæki er frá hverju Norðurlandanna utan Finn- lands, en þau eru tvö. Þessi fyrirtæki á Norðurlöndum, sem framleiða listmuni úr gleri, eiga það öll sameiginlegt, að vera þekkt hvarvetna í heiminum í dag, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem þessir annars hörðu keppinautar eru með verk sam- an á sýningu. Fyrirtækin, sem sýna í kjall- ara Norræna hússins, eru danska fyrirtækið Holmegárd, stofnað árið 1825, Nuutajárvi, stofnað 1793 og Iittala stofnað 1881 frá Finnlandi, Hadaland frá Noregi stofnað árið 1762 og Kosta-Boda frá Svíþjóð, Kosta stofnað árið 1742 og Boda 1864, en þau voru sameinuð 1970. Þjóðirnar allar sýna í sér bás, en hönnuðir sýningardeildanna eru: Frank Ponzi fyrir Holme- gárd, Asgerður Höskuldsdótir, sem hannaði deild Iittala og Nuutájárvi, fyrir Hadeland komu Willy Johanson og Gro Bergslien og fyrir Kosta-Boda voru Guðrún Steingrímsdóttir, Gunnar Ingibergsson og Frank Ponzi, en hann sá einnig um heildarsvip sýningarinnar. Annar þáttur í listrænni glervinnu kemur í ljós á sýning- unni, en í kaffistofu hússins sýnir Meta May Holmboe gler- myndir og muni, en hún býr og starfar í Danmörku. Lærði hún meðal annars hjá Tabard í Augusson í Frakklandi. Fjöldi listaverka eftir hana er í eigu safna og stofnana á Norðurlönd- um, einnig i Þýzkalandi, Banda- ríkjunum og Kanada. Islenzku verkin á sýningunni eru sýnd í anddyri hússins. Þar eru tvær glermyndir eftir Leif Breiðfjörð. Leifur stundaði með- al annars nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands ot The Edinburg College of Art. Leifur hefur haldið einkasýningar, einnig tekið þátt í samsýning- um, bæði erlendis og hér heima. Honum hefur einnig verið boðið að halda sýningu á glermyndum sínum i New York. Listasafn Islands á verk eftir Leif, svo og fleiri opinberar stofnanir hér- lendis og Arkiv Museum í Lundi. Einnig eru þarna glervasar eftir Jónínu Guðnadóttur, en það eru munir, sem hún hannaði á skólaárum sínum í Stokk- hólmi. Hún stundaði meðal Gro Bergslien hagræðir munum í sýningarbás Hadeland-glerverksmiðjunnar norsku. Erik Sönderholm framkvæmdastjóri Norræna hússins fylgist með. Frank Ponzi listfræðingur, sem sér um heildarskipulag glersýningarinnar í Norræna húsinu og danski listamaðurinn og glerhönnuðurinn Per Liitken, en hann er aðalhönnuður Holmegárd. annars nám í Myndlista- og handíðaskóla Islands, Mynd- listaskólanum í Reykjavík og Konstfack í Stokkhólmi. Hún lauk prófi frá Konstfack árið 1967 sem hönnuður fyrir gler og keramik, en það er einmitt fyrir leirmunagerð sína sem hún er þekkt hér heima. Hún hefur tekið þátt í samsýningum, einn- ig haldið einkasýningar og vinnur nú á eigin verkstæði. Ljósmyndasýning er í anddyri Norræna hússins í tilefni af- mælisins, og eru þar svipmyndir frá byggingu Norrænahússins, bókasafni, svo og frá ýmissi starfsemi þess. Eru það myndir, sem safnað hefur verið gegnum árin, en myndirnar hefur Mats Wibe Lund stækkað. Þá má geta þess.að um kvöld- ið vera afmælistónleikar í Nor- ræna húsinu, en þar verða eingöngu frumflutt verk nor- rænna tónskálda, en verkin eru sérstaklega samin fyrir þetta tilefni. Verður vísitalan enn reiknuð út frá ófáan- vörum ? Gylfi Gíslason var í óða önn að koma myndum sínum fyrir, þegar ljósmyndara Mbl. bar að garði. Ljósm. Kristján. Gylfi Gíslason sýnir í Stúdentakjallaranum legum UM NÆSTU mánaðamót á Hagstofa íslands að safna upplýsingum um verðlag, svo að Kauplagsnefnd geti reiknað út nýja fram- færsluvísitölu og þar með nýja verðbótavísitölu, sem afleidd er af F-vísitölunni, til greiðslu verðbóta hinn 1. desember. Hafi deila smjörlíkis- og gosdrykkja- framleiðenda ekki leystst við ríkisvaldið, verða um Dómvextir réttmætar ELLERT B. Schram (S) hefur endurflutt frumvarp sitt til laga um dómvexti. Frv. er þcss efnis að á tímabilinu frá stefnubirtingu tii dómsuppsagnar í dómsmáli geti dómari. eftir kröfu aðila, ákveðið, að vextir af dómkröfu séu jafnháir innlánsvöxtum af vaxtaaukalánum eða öðrum sambærilegum vaxta- kjörum, er taki sem fyllsta tillit til varðveizlu á verðgildi f jármagns. Frv. þetta, ef að lögum verður, mánaðamótin vart til smjörlíki og gosdrykkja- vörur. Vaknar þá spurn- ingin, hvernig vísitalan verði reiknuð út. Til eru í landinu innfluttir gos- drykkir og öl, sem eru miklum mun dýrari en innlenda framleiðslan. Ennfremur má gera ráð fyrir því að vísitölufjöl- skyldan neyðist til þess að kaupa smjör í auknu verðtryggi kröfur gerir „dómstólum kleift að taka tillit til verðbolgunnar," segir í greinargerð, „við uppkvaðningu dóma og að verðtryggja þær kröfur, sem orðið er við“. Ennfremur segir að þessi breyting myndi draga úr óþörfum málarekstri, sem nú er stofnað til, vegna gjaldfrests og verðrýrnunar á kröfum, tryggja verðgildi krafna í samvæmi við verðlagsþróun ogauka virðingu fyr- ir dómstólum, sem nauðsynlegt sé í réttarríki. magni, þegar smjörlíki er ófáanlegt. Morgunblaðið bar þetta vanda- mál undir sérfræðing á Hagstof- unni í gær. Hann kvað slíkt vandamál aldrei áður hafa komið upp, en taldi ólíklegt að erlendir gosdrykkir yrðu reiknaðir inn í vísitöluna í stað þeirra innlendu, sem ekki fengjust tímabundið. Eins væri með smjörlíkið og kvað hann Hagstofuna verða að finna eitthvert viðmiðunarverð til þess að nota við útreikninginn. Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðn- rekenda, sagði, þegar Morgunblað- ið spurði hann um það, hvað honum þætti eðlilegast í þessu máli, að vissulega yrði Hagstofan og Kauplagsnefnd að taka það verð, sem væri á fáanlegum gosdrykkjum og öli, en ekki þýddi eins og gert var með lambakjötið á dögunum að reikna það inn í vísitöluna og svo yrði það ekki til. Slíkt væri fölsun á vísitölunni til þess að halda niðri kaupgjaldi. Slíkt kvað Davíð algert siðleysi, að miða útreikning vísitölunnar við verð á vöru sem alls ekki er á boðstólum. Það yrði að miða við innflutt gos og öl, sem í þessu tilviki yrði eitt til í landinu. GYLFI Gíslason mvndlistarmað- ur hefur opnað myndlistarsýn- ingu í Stúdentakjallaranum við Ilringbraut og er það fyrsta sýningin af nokkrum. sem funda- og menningarmálanefnd Stúdentaráðs Háskóla íslands hyggst standa fyrir í vetur á þessum stað. Þá er einnig ætlunin að rithöfundar lesi úr nýjum verkum sínum á sýningunum og þá verður tónlist og leiklist einnig á dagskránni. A sýningu Gylfa eru eingöngu myndir frá Reykjavík og eru allar myndirnar nýjar og til sölu. Þegar sýningu Gylfa lýkur verður Gallerí Langbrók með sýningu og þá er á döfinni að Jóhanna Bogadóttir, Magnús Kjartansson og Magnús Tómasson sýni þar einnig verk sín. Rithöfundar ætla að lesa úr verkum sínum á föstudagskvöld- um og var fyrsti upplesturinn sl. föstudagskvöld en þá las Pétur Gunnarsson rithöfundur, upp úr nýrri bók sinni, er ber heitið „Ég um mig frá mér til mín“ og er framhald af bókinni Punktur punktur komma strik. Af tónlist- ar- og leiklistarflutningi má nefna að síðar í þessum mánuði verða Þursaflokkurinn og Alþýðuleik- húsið með sameiginlega dagskrá. I vetur verður Stúdentakjallar- inn opinn frá kl. 10 til 23.30 daglega og sem fyrr sagði verða sérstakar menningardagskrár á föstudagskvöldum. Stúdenta- kjallarinn er opinn jafnt stúdent- um sem öðrum en þess má geta að ýmsar stærri samkomur verða haldnar í samkomusal Félags- stofnunar stúdenta. Frv. Ellerts B. Schram:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.