Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
Ljósm. Ól.K.M.
FluRvirkjar ganga frá hreyfli Fokker-vélar eftir að vatn hafði verið
tæmt af benzíntanki og leiðslum, en við athugun á geymum kom í
Ijós örlítið vatn í geymum tveggja Fokker-véla.
Truflanir í
innanlandsflugi
NOKKRAR tafir og trufianir
urðu í innanlandsflugi Flug-
leiða i gær, m.a. af völdum
veðurs og bilana. Tvær Fokk-
er-vélar félagsins töfðust um
klukkustund á Reykjavíkur-
flugvelli þar sem vatn fannst í
benzíngeymum vélanna. Sögðu
flugvirkjar að þegar snögg-
hlýnaði eftir langvarandi frost-
kafla myndaðist stundum örlít-
ið vatn í benzingeymunum og
við mælingu kom það í ljós. Tók
um klukkustund að lagfæra
þetta, og kváðu flugvirkjar
ekki hafa verið um alvarlega
bilun að ræða.
Þá urðu tafir í fluginu af
völdum veðurs og vegna þess að
áhafnir vantaði vegna veikinda
og varð að fella niður ferð til
Akureyrar og ekki var flogið
milli Sauðárkróks og Akureyrar
sem ráðgert hafði verið. Til að
bæta nokkuð úr voru Twin
Otter-vélar Flugfélags Norður-
lands í ferðum frá Akureyri.
Loðnuaflinn losar
nú 150 þúsund tonn
Stórfelld olíuhækkun blasir við:
Gasolíuverð hækkaði
um 15% í s.l. mánuði
LOÐNUAFLINN á vertíðinni los-
aði 150 þúsund tonn í gærkvöldi.
en sæmilegt veiðiveður var þá á
miðunum. Eftirtalin skip til-
kynntu Loðnunefnd um afla yfir
helgina:
Sunnudagur: Grindvíkingur
300, Huginn 600, Húnaröst 620,
Gígja 150, Hilmir 500, Gullberg
490, Óskar Halldórsson 300, Stapa-
vík 100, Guðmundur 600, Harpa
250, Örn 450, Gísli Árni 550,
„VARNARLIÐIÐ mun krefjast
bóta í þessu máli,“ segir í frétt
frá Perry Bishop, blaðafulltrúa
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli. Á hlaðafulltrúinn hér við
hjólbarðamálið svokallaða.
Eins og fram kom í Mbl. á
laugardaginn er talið að nokkrir
menn hafi svikið út úr varnar-
liðinu u.þ.b. 160 þúsund dollara
eða nær 51,5 milljónir íslenzkra
króna á þann hátt að láta varnar-
liðið greiða fyrir mun fleiri hjól-
barða af Mohawk-gerð en liðið
fékk í hendur.
I fréttatilkynningu varnar-
liðsins segir ennfremur, að hinn
13. desember sl. hafi fjórum
íslenzkum starfsmönnum varnar-
liðsins verið sagt upp störfum
vegna málsins. Þessir menn hafi
viðurkennt í yfirheyrslum hjá
Ein sala í
Englandi
GULLBERG seldi 109.6 tonn í
Englandi í gær og fékk skipið 35.7
milljónir fyrir aflann. Meðalverð
var því 326 krónur á kíló.
Isleifur 420. Alls 13 skip með 5330
tonn.
Mánudagur: Gunnar Jónsson
300, Helga II 450, Gísli Árni 50,
Náttfari 520, Albert 400, Skarðsvík
480, Bjarni Ólafsson 900, Jón
Kjartansson 900, Keflvíkingur 400,
Óskar Halldórsson 400, Ársæll
450, Hilmir 300, Breki 400, Sæ-
björg 400, ísleifur 40 tonn og rifið,
Víkurberg 270, Húnaröst 520 og
Skagavík 30. Samtals 18 skip með
um 7200 tonn.
Rannsóknarlögreglu ríkisins aö
vera viðriðnir ranga talningu hjól-
barða í birgðadeild varnarliðsins
og sé þetta ástæðan fyrir uppsögn
þeirra.
í lok fréttatilkynningarinnar
segir, að íslenzk yfirvöld hafi
lögsögu í málinu og muni halda
áfram rannsókn þess.
STÓRFELLDAR hækkanir hafa
orðið á olíuvörum á heimsmark-
aði undanfarnar vikur. Mest hef-
ur hækkunin orðið á gasoliu, sem
nær allur íslcnzki flotinn notar
og einnig er notuð til húshitunar
hérlendis. Samkvæmt upplýsing-
um Vilhjálms Jónssonar forstjóra
Oliufélagsins hf. hækkaði skráð
markaðsverð á gasolfu um 15% í
janúarmánuði einum eða úr 200
dollurum tonnið f 230 doliara og
nemur hækkunin sem næst 10
þúsund krónum á tonnið. Benzín-
verð hefur hækkað minna en
gasolíuverðið og verð á fuelolíu
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt á flokkstjórnarfundi
Alþýðuflokksins í gær:
Flokksstjórn Alþýðuflokksins
fagnar þeim árangri af störfum
ráðherranefndarinnar um efna-
hagsmál, að fyrir 1. feb. voru
forsætisráðherra fengin í hendur
drög að frumvarpi um samræmdar
aðgerðir í efnahagsmálum. Þar
eru stjórnarflokkarnir m.a. sam-
mála um að draga úr verðbólgu
með samstilltum varanlegum
aðgerðum til þess að ná þeim
árangri að í lok ársins 1979 verði
verðbólgan komin í 30 af hundraði
og í lok ársins 1980 ekki yfir
15—20 af hundraði og tryggja
jafnframt fulla atvinnu, en þetta
var einmitt markmið þeirra efna-
hagsaðgerða, sem frumvarp
Alþýðuflokksins um jafnvægis-
stefnu í efnahagsmálum frá því í
desember s.l. fól í sér.
Flokksstjórn Alþýðuflokksins
bendir á, að í ríkisstjórninni liggja
nú fyrir öll efnisatriði frumvarps
Keflavíkurflugvöllur:
Hermaður lenti
í skrúfublaði
og beið bana
BANASLYS varð á Keflavíkur-
flugvelli s.l. laugardagskvöld.
Liðþjálfi í bandaríska varnarlið-
inu að nafni Roger A. Hcnsler 22
ára að aldri lenti f skrúfublaði
þyrlu og slasaðist svo mikið að
hann lézt.
Slysið varð um klukkan 20,30.
Meðlimir björgunarsveitar
varnarliðsins unnu að því að
hreinsa mótor þyrlunnar þegar
fyrrnefnt slys varð. Að sögn blaða-
fulltrúa varnarliðsins eru orsakir
slyssins ókunnar en unnið er að
rannsókn málsins. Roger A.
Hensler lætur eftir sig eiginkonu.
Minningarathöfn fer fram á
Keflavíkurflugvelli í dag.
hefur lítið breytzt.
Fyrrgreint verð er skráð í olíu-
höfninni í Rotterdam en verð á
olíuvörum, sem keyptar eru frá
Sókn segir upp
samningum
Starfsstúlknafélagið Sókn hefur
sagt upp samningum frá og með 1.
marz n.k., en í Sókn eru um 3500
félagar. Samningafundir eru hafn-
ir við bæði ríki og borg, en á þeim
vettvangi vinna flestir Sóknar-
félagar.
um samræmda efnahagsstefnu til
lengri tíma sem byggjast á frum-
varpi Alþýðuflokksins um jafn-
vægisstefnu í efnahagsmálum
ásamt breytingu og viðbót sem
stjórnarflokkarnir tveir eða fleiri
hafa orðið ásáttir um. Málið er því
komið á ákvörðunarstig og það
eindregið álit flokksstjórnarinnar
að ekki megi dragast að fá úr því
skorið hvort vilji sé fyrir því í
ríkisstjórn og á Alþingi að slík
efnahagsstefna verði mótuð. Því
felur flokksstjórnin ráðherrum
Alþýðuflokksins að ganga fast
eftir því við forsætisráðherra að
málið verði afgreitt í ríkisstjórn-
inni án tafar á þeim grundvelli
sem lagður hefur verið og frum-
varp um langtímaaðgerðir í efna-
hagsmálum og samræmdar
aðgerðir gegn verðbólgu verði lagt
fyrir Alþingi hið allra fyrsta.
NÝLIÐIN helgi var heldur betur
annasöm hjá þcim lögreglumönn-
Sovétríkjunum, er miðað við skráð
verð í Rotterdam hverju sinni.
Vilhjálmur Jónsson sagði í samtali
við Mbl. í gærkvöldi að nú væri í
sölu gasolía, sem hingað var flutt
fyrir áramótin, en næsta olíuskip
til íslands yrði lestað eftir hálfan
mánuð.
Vilhjálmur sagði að dregist
hefði úr hömlu hjá verðlagsyfir-
völdum að samþykkja nauðsynleg-
ar hækkanir á olíuvörum og væru
þær nú sem stæði seldar undir
kostnaðarverði. Taldist honum til
að lítrinn af gasolíu væri seldur
um 10 krónur undir því verði sem
nauðsynlegt væri svo dæmi væri
nefnt. Af þessum sökum safnaðist
fyrir skuld innkaupajöfnunar-
reiknings hjá olíufélögunum og
næmi þessi skuld hundruðum
milljóna króna.
„Við höfum hvað eftir annað
talað við verðlagsyfirvöld og óskað
eftir því að olíuvörur yrðu verð-
lagðar á réttu verði en ekkert
hefur gerst. Það er furðulegt
kjarkleysi að geta ekki horfst í
augu við þann vanda sem við
blasir. Frestun á hækkunum gerir
vandann bara enn verri viðureign-
ar.“
VR ogvinnuveitendur:
Ræða hugmyndir
að flokkaskipun
NÆSTI fundur VR og vinnuveit-
enda verður haldinn nk.
miðvikudag og hittast þá full-
skipaðar samninganefndir beggja
aðila. Sl. föstudag lögðu vinnuveit-
endur fram hugmynd að flokka-
skipun og var þar um að ræða
gagntillögur við hugmyndir VR.
um í Reykjavík, sem sinna útköll-
um vegna umferðaróhappa.
Helgin varð algjör methelgi hjá
lögreglunni því hún var kölluð út
93 sinnum vegna óhappa í umferð-
inni frá því klukkan 6 á föstudags-
morgun til klukkan 18 í gær,
mánudag. Langverst var ástandið
á föstudaginn en þann dag urðu 43
umferðaróhöpp í Reykjavík, þar af
26 óhöpp á tímabilinu frá klukkan
12 til klukkan 18. Þrjú slys urðu,
öll minni háttar, og 5 ökumenn
voru teknir vegna gruns um ölvun
við akstur.
Mbl. fékk það upplýst í gær, að
meðaltjón í umferðaróhappi væri
áætlað um 200 þúsund krónur og
ef gengið er út frá þeirri tölu hefur
heildartjónið í umferðinni í
Reykjavík um helgina verið um
18,6 milljónir króna.
Myndin sýnir einn af árekstrun-
um 93.
Kópaskersbátar sluppu til hafnar:
„Stormurum kom illa
snöggt yfir okkur ”
„STORMURINN kom illa
snöggt yfir okkur þar sem við
vorum inni í Öxarfirði um kl.
4,“ sagði Georg Valentínusson
skipstjóri á rækjubátnum
Sporði i' samtali við Mbl. í
gærkvöldi, en Sporður sem er
minnstur þeirra 5 Kópaskers-
báta sem voru á sjó í gær fékk
fylgd 20 tonna báts til hafnar í
óveðrinu.
„Þetta skall yfir okkur á
10—15 mínútum," sagði Georg,
„og með það sama voru komin
6—7 vindstig og síðan skjótt
versnandi upp í 10 vindstig.
Bátarnir héldu þegar til hafnar,
en sumir misstu rækju á
heimleiðinni. Okkur finnst það
undarlegt að ekki skuli vera
unnt að segja fyrir um svona
veðrabrigði, því þetta var eins
og hendi væri veifað. Við vorum
um 2 V2 tíma að sigla í land leið
sem venjulega tekur liðlega
klukkutíma að sigla.“
Hjólbaróamálió:
Vamarliðið mun
kref jast bóta
Flokksstjórn Alþýðuflokksins í gær:
Vilja afgreiða efna-
hagsstefnu „án tafar”
Ljósm. Ól.K.M.
100 árekstrar í
helgarumferðinni
Tjónið áætlað um 18,6 milljónir