Morgunblaðið - 06.02.1979, Page 3

Morgunblaðið - 06.02.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1979 3 Hermann Guðmundsson Einar Ögmundsson Átök um kosningu í atvinnuleysis- tryggingasjóð ÁTÖK urðu um kosninKU fulltrúa í stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs Alþýðusambands íslands á dögunum. Ilugðust Alþýðubandalagsmenn fella út einn stjórnarmann, Hermann Guðmundsson fv. formann Hlífar, er lcngi hefur átt sæti í stjórninni, en Einar Ögmundsson fulltrúi Alþýðubandalagsins studdi Hermann. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér átti að tilhlutan Alþýðubandalagsins að fella Hermann Guðmundsson úr stjórn atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Einar Ögmundsson fulltrúi Alþýðubandalagsins í stjórn ASÍ studdi Hermann hins vegar og vildi ekki hvika frá þeim stuðningi sínum og hélt Hermann sæti sínu. Við kosningu varamanna, þar sem Einar Ögmundsson hefur verið annar, kom fram tillaga um annan Alþýðubandalagsmann, Guðjón Jónsson, og náði hann kosningu ásamt Óskari Hallgrímssyni. Er talið að með því hafi Alþýðu- bandalagsmenn viljað ná sér niðri á Einari fyrir stuðning hans við Hermann Guðmundsson. Þess má að lokum geta, að það var Snorri Jónsson, forseti ASI, sem stakk upp á Guðjóni Jónssyni í stað Einars Ögmundssonar. Fundir sjálfstæð- ismanna vel sóttir Á SUNNUDAGINN voru haldnir fundir í herferð Sjálfstæðis- flokksins „Þjóðin var blekkt — snúum vörn í sókn“ og var ráðgert að halda fjóra fundi. Fella varð niður fundi á Ólafsvík og Siglufirði vegna ófærðar, en haldnir voru fundir í Vestmanna- eyjum, Dalvfk og Garðinum. Þá voru haldnir fundir á Sauðár- króki og á Snæfellsnesi, í Grundarfirði og í Ólafsvík. Að sögn Birgis ísl. Gunnars- sonar voru fundirnir vel sóttir og urðu „miklar umræður, sem báru vott um áhuga fundarmanna á Sjálfstseðisflokknum“, að því er Birgir ísleifur sagði. Frumvarp á Alþingi: Umboðslaun greiðist af söluverði en ekki út- flutningsbótum búvöru TVEIR þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Pálmi Jónsson og Al- bert Guðmundsson, hafa iagt fram á Alþingi frumvarp til laga, þess efnis, að umboðslaun af sölu iandbúnaðarafurða erlendis skuii framvegis greiðast sem ákveðinn hundraðshluti af því verði, sem fyrir vöruna fæst en ekki af heildsöluverði, sem er verulega hærra vegna mikilla útflutnings- bóta úr ríkissjóði. í greinargerð kemur fram, að Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, sem er helzti útflytjandi ísienzkrar bú- vöru, hefur fengið greidd umboðs- laun af heildsöluverði eins og það er ákveðið í upphafi verðlagsárs. Hefur raunvirði vörunnar erlendis þá engin áhrif á upphæð umboðslauna útflytjandans, held- ur greiðast þau einnig að hluta af því fé, sem varið er til útflutnings- uppbóta. Tæplega verður fallist á, segir ennfremur í greinargerðinni, að hér sé farið að í samræmi við eðlilegar viðskiptavenjur. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að landbúnaðarráðherra ákveði umboðslaun fyrir útfluttar bú- vörur að fengnum tillögum fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, en það er flutt til breytinga á lögum nr. 101/1966 um framleiðsluráð land- búnaðarins, verðskráningu, verð- miðlun og sölu á landbúnaðarvör- um o.fl. SÁÁ ræða við skóla- fólk í 14 kaupstöðum SAMTÖK áhugafólks um áfengis- vandamálið, SAÁ, efndu í gær til fræðslufundar með 13—16 ára nemendum í Gagnfræðaskóla Keflavíkur og sóttu um 450 nemendur fundinn. í síðustu viku voru gagnfræðaskólarnir á Akra- nesi og í Hafnarfirði heimsóttir þar sem málin voru rædd við rösklega 1000 nemendur og auk þess voru haldnir almennir fræðslu- og leiðbeiningafundir á þessum stöðum. SÁÁ mun á næstu vikum heim- sækja 14 aðra kaupstaði sam- kvæmt upplýsingum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar framkvæmda- stjóra SÁÁ. í kvöld kl. 20.30 verður almennur fræðslu- og ieiðbeiningafundur haldinn í Gagnfræðaskólanum í Keflavík og er hann opinn öllum. Kveninniskór frá kr. 390 Kvenpeysur frá kr. 990 Kvenblússur frá kr. 950 Pils frá kr. 1.900 Brjóstahöld frá kr. 800 Sokkabuxur frá kr. 195 Strigaskór frá kr. 495 Snjóbomsur frá kr. 2.700 Stígvél frá kr. 490 Flauels- og gallabuxur frá kr. 2.500 Vinnuskyrtur frá kr. 1.300________ Herraskyrtur frá kr. 1.500 Gluggatjaldaefni frá kr. 790__________ Flónel efni frá kr. 230__________ Flauel efni frá kr. 690 Denim efni frá kr. 990 Köflótt léreft frá kr. 495 TORGSINS úsinu Haliveigarstíg IÐNADARHÚSINU HALL VEIGARSTÍG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.