Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 13 Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON Nú er sýning á verkum ungs manns, Antons Einarssonar, í Norræna húsinu. Hann hefur áður komið fram með verk sín og haldið eina einkasýningu í Hamragörðum hér í borg. En þessi sýning, sem nú stendur, gefur ekki til kynna, að hann sé, enn sem komið er, tilbúinn til að gera mikla hluti á myndlistar- sviðinu. Það tekur allt sinn tíma, og allir góðir málarar hafa orðið að vinna sig hægt og sígandi til sigurs að lokum. Það er svo með myndlist, sem aðra hugsmíð, að fáir munu trúa, hve mikil vinna og erfiðleikar eru fólgnir í að geta komið saman meðal-góðu verki, hvað þá því, sem hefur verulega þýðingu. Þessi sýning hjá Anton Sýning íNorrœna húsinu Einarssyni er hvergi svo veiga- mikil, að hún rísi verulegá og brennist í huga manns. Þarna eru laglegir hlutir, eins og nr. 78, 10, 57, 92 og 36, svo að ég nefni nokkur af þeim 95 verkum, sem á sýningunni eru. Þarna er líka margþætt myndlist, það er að segja efnislega, pastell, akryl, krít, olíumálverk og það, sem kallað er blönduð tækni. Af þessu held ég, að Anton ráði einna minnst við olíulitina, enda eru þeir síst auðveldari í með- förum en aðrar aðferðir til myndgerðar. Vatnslitir held ég aftur á móti, að eigi einna best við Anton, og hafi ég rétt séð, hefur honum tekist best einmitt á þeim vettvangi. Það eru ekki nein stór verk á þessari sýningu og vegna þess, hve jafnstórar myndirnar eru, verður sjálf sýningin ekki eins fjörmikil og annars hefði verið. Eins og ég sagði hér áðan, eru laglegir hlutir hér og þar á þessari sýningu, en samt get ég ekki sagt með góðri samvisku, að ég hafi orðið hrifinn af neinu sérstöku. Það er of byrjendaleg- ur bragur á hlutunum til að hægt sé að gera sér verulega grein fyrir, hvar á vegi Anton er staddur. En það segir hvergi, að þessi ungi maður hafi ekki hæfileika í farangri sínum; þeir eru að mínu mati, einfaldlega ekki komnir upp úr töskunum ennþá. Það er fjarri mér að letja unga menn til átaka við mynd- list, og ég vona, að þessar fáu línur verði ekki til þess. Heldur óskaði ég, að þær yrðu til að herða og styrkja Anton í glím- unni við það, sem við allir erum að bögglast við, og fáir eða enginn veit, hvað heitir réttu nafni. Það er nú einu sinni svo með list, að hlutirnir eru dálítið svífandi ofar jörðu og lendingar verða oft á tíðum nokkuð erfið- ar. Það er ekkert óvenjulegt við þá örðugleika. En það verður maður að vita, að þeir skulu sigraðir, en ekki láta sigrast al þeim. Að fá að vera öðruvísi en aðrir Alþýðuleikhúsið: VATNSBERARNIR eftir Herdísi Egilsdóttur. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd og búningar: Þórunn Sigríður Sigurðardóttir. í fyrstu heldur maður að Samuel Beckett hafi eignast læri- svein meðal íslen. \ra leikritahöf- unda. Vatnsberarnir eru hálf- gerðar absúrdverur ">g sama er að segja um afkvæmi þeirra angana sem skríða úr öskutunnum inn í heim leiksviðsins. Ekki er ólík- legt að Herdís Egilsdóttir hafi líkt og margir hrifist af Beckett (kannski Endatafli). En þegar fram vindur leiknum er það ekki bölsýni Becketts sem við kynn- umst, heldur viðfelldinn boðskap- ur um rétt fólks til að vera öðruvísi en annað fólk, skera sig úr. Vatnsberapabbi og vatnsbera- mamma eignast venjulegan strák í staðinn fyrir vatnsberabarn. Það er einkum systir stráksins sem veitist að honum vegna þess hve hann lítur kjánalega út. En eftir að búið er að hrekja hann að heiman dreymir hana draum þar sem allt hefur snúist við. For- eldrarnir eru orðnir eins og bróð- irinn, en hún er áfram af vatns- berakyninu og verður þess vegna fyrir aðkasti. Strákurinn lendir í ævintýrum og finnur að lokum stelpu sem gerir hann ánægðan með hlutskipti sitt. Systirin og foreldrarnir sættast við hann og allt endar vel. Þetta er svo kryddað með lögum og textum lipurlega sömdum. Herdís Egilsdóttir hefur samið Vatnsberana í samvinnu við Skólarannsóknardeild og háfa þeir verið sýndir sextíu sinnum í grunnskólum. Að mínu viti er þetta þokkaleg skemmtun fyrir börn. Leikritið hefur meðal annars þann kost að vera stutt. Leikstjórinn gætir þess að gefa textanum byr undir vængi (veitir ekki af að minnsta kosti á stundum) og leikmynd og búningar eru snotur verk. Leikar- arnir Þröstur Guðbjartsson, Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Anna S. Einarsdóttir, Ása Ragnarsdóttir, Emil Gunnar Guðmundsson og Hanna María Karlsdóttir hafa greinilega góða æfingu í flutningi verksins. Ég felli mig ekki við nafn leikritsins. Vatnsberar hafa ákveðna merkingu og þó þessi hugarfóstur Herdísar Egilsdótt- ur beri vatn (eða sprauti vatni úr krönum) hefði verið æskilegra að velja þeim frumlegra heiti. Myndavél fagurkerans: Mamiya Myndavél sem með hraða og næmni opnar þér furðuveröld Ijósmyndunar. Auðveld í meðförum- “automatisk” eða “manual” með hraða B -1000 og Ijósopi f/1,7 —16., á þessi myndavél eftir að gefa þér margar ánægjustundir. NC 1000S Vekrð 161.700.- L-...* NCÍÍÖS Mamiya % /.v' ‘ .* S JL ... i \ w, | BANKASTRÆTI S: 20313 GLÆSIBÆ S: 82590 AUSTURVERI S: 36161 Þegar Ijósmyndun er árátta, þá er gott að eiga MAMIYA 135 38 mm linsa Ljósop f/2,8—16 Hraði 1/30 -1/650sek úti 1 /25 með flashi Hægt að nota filmu með hraða frá ASA 25 til ASA 400 Nákvæm fókusstilling vek? 58.800 HANS PETERSEN HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.