Morgunblaðið - 06.02.1979, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
Þorvarður Elíasson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands:
Skýrsla verðlagsst jóra
Skýrsla verðlagsstjóra er gerð
með þeim hætti að ómögulegt er
að taka talnalegar niðurstöður
hennar alvarlega, til þess skortir
þær allan rökstuðning. Stað-
reynanlegar tölur eins og umboðs-
launaskil reynast verulega rangar.
Ekki er gerð grein fyrir rúmum
milljarði, sem lagður var inn á
gjaldeyrisreikninga bankanna,
hversu stór hluti þess fjár eru
umboðslaun og hvaðan afgangur-
inn kemur. Hversu mikið er um að
umboðslaun séu tekin heim í formi
inneignar nóta, og færð til
lækkunar á næsta vörureikningi?
en það er oft fljótasta og ódýrasta
meðferð þeirra. Hversu mikið eru
umboðslaunin notuð til greiðslu á
kostnaði fyrirtækja erlendis
o.s.frv. Töluleg framsetning á
stolnum umboðslaunum er því
ekki tímabær.
Grundvöllinn undir öllum niður-
stöðum verðlagsstjóra er áætlun
Rekstrarstofunnar, en ýmislegt
bendir til að útreikningar hennar
standist ekki almennar kröfur sem
gera verður til slíkra útreikninga.
Þar sem sá aðili hefur alfarið
neitað að tölfræðingur fái að gera
skekkjureikning á niðurstöðum
verður sú neitun að segja það sem
sagt verður um trúverðugleik
þeirra.
Eftir stendur þó að hér á Islandi
hlýtur að vera misfarið með gjald-
eyri eins og fjármuni almennt. Til
þess að fullyrða slíkt þarf enga
rannsókn, þar nægir að vitna í
kennslubækur, t.d. International
Economics eftir Ingo Walter bls.
254. Þar er að finna nokkuð góða
lýsingu á því ástandi sem við-
skiptaráðherra á að gera ráð fyrir
að ríki hér á landi.
Þá vill höfundur þessarar grein-
ar koma þeim tilmælum til við-
skiptaráðherra að næsta dagskip-
un hans til embættismanna sinna
verði að hætta allri áreitni við
fyrirtæki og atvinnurekstur í
landinu, sem stendur undir kaup-
greiðslum þeirra. Jafnframt ætti
viðskiptaráðherra hið bráðasta að
kippa viðskiptamálum þjóðarinnar
í betra lag en þau eru nú í. Nægar
skólabækur eru til um hvernig það
skuli gert, og ráðherra getur lesið,
vilji hann ekki þyggja ráð af þeim
sem þau geta gefið. Þvílík háðung
yrði það ekki fyrir hina svokölluðu
lýðræðisflokka ef á sannaðist að
það þyrfti kommúnista í sæti
viðskiptaráðherra til þess að koma
lýðræðislegri skipan á viðskipta-
mál þjóðarinnar.
Forsaga málsins
I ágúst 1978 birti verðlagsstjóri
tölur, sem hann sagði vera niður-
stöður norrænnar verðkönnunar
og benda til þess að innflutnings-
verð til íslands væri að meðaltali
21—27% óhagstæðara en innflutn-
ingsverð hinna Norðurlandanna.
Síðar kom fram að þessar tölur
voru ekki niðurstöður neinnar
norrænnar verðkönnunar, heldur
reiknaðar út af verðlagsstjóra
sjálfum eða eftir beiðni hans, út
frá upplýsingum sem ekki fengu
undir slíku risið.
Þann 28. sept. sl. skrifar
viðskiptaráðherra verðlagsstjóra
bréf, þar sem óskað var eftir
frekari rannsókn á innkaupsverði.
Beiðni ráðherra er sundurliðuð í
fjögur atriði og verður hér á eftir
fjallað sérstaklega um hvert
þeirra.
Skýrsla verðlagsstjóra, sem er
svar hans við áðurnefndu bréfi
ráðherra, hefur verið mistúlkuð á
hinn herfilegasta hátt, þannig að
það sem þar snýr upp er látið snúa
niður, auk þess sem ýmsar niður-
stöður hans sjálfs orka tvímælis,
eru beinlínis rangar eða skortir
rökstuðning. Óhjákvæmilegt er því
að fjalla nokkuð um verkið í þeim
tilgangi að vekja athygli á fáein-
um staðreyndum, þó raunar sé
jafnmiklu sleppt, sem bíða verður
betri tíma. Sérstaklega er reynt að
sleppa hér þeirri gagnrýni, sem
hætt er við að yrði túlkuð sem
persónuleg árás á verðlagsstjóra,
þó ekki sé hægt að láta alveg
ógetið um helztu mistök skýrslu-
gerðarhöfundar.
Hér á eftir er gerð grein fyrir
hver þau fjögur atriði voru, sem
viðskiptaráðherra fól verðlags-
stjóra að kanna og hvernig höf-
undur þessarar greinar túlkar svör
verðlagsstjóra.
1. atriöi
„Rannsakaöar veröi allar
hugsanlegar orsakir Þess
verðmunar, sem fram kom í
könnun verðlagsstjóra“
Hér á ráðherra væntanlega við
þau 21—27% sem verðlagsstjóri
sagði vera niðurstöður norrænu
verðkönnunarinnar og reyndust
ekki vera til þegar eftir var leitað.
Svar verðlagsstjóra er það, að
nú sé þessi óhagkvæmni í innkaup-
um komin ofan í 14—19%. Ekki er
reynt að skýra prósentustigin frá
20—27 sem týndust, og í allri
skýrslunni er forðazt að ræða
þann skýringarmöguleika, sem
alls ekki er ólíklegri en hver
annar, að fyrri skýrsla verðlags-
stjóra hafi einfaldlega verið vit-
laus.
En þær skýringartilraunir sem
fram komu hjá verðlagsstjóra eru
ekki síður forvitnilegar en þær
sem vantaði, og skulu þær nú
taldar upp.
Umboðslaun er sögð hækka
innkaupsverðið um 5—6%. Hér er
um að ræða öll mynduð umboðs-
laun, vegna innflutnings til ís-
lands að dómi verðlagsstjóra, og
því hlýtur hann að telja að á
hinum Norðurlöndunum séu engin
umboðslaun tekin. Þó er í skýrsl-
unni að því vikið að umboðslaun
þekkist erlendis. Hver einasti
maður, sem fæst við innflutning,
veit að umboðslaun erlendis eru
almennt það há að taka hefði átt
tillit til þeirra og lækka niður-
stöðurtölur skýrslunnar sem því
nemur. Undirritaður veit hins
vegar ekki meira en verðlagsstjóri
um það hversu hár þessi frádrátt-
ur ætti að vera.
óhagkvæmni er sögð hækka
innflutningsverðið um 2 — 3%.
Erfitt er að átta sig á því hvað hér
er átt við, þar sem skýrslan segir
það ekki beinum orðum frekar en
margt annað. Þessi kafli skýrsl-
unnar verður þó ekki skilinn öðru-
vísi en þannig, að hér sé um að
ræða mat verðlagsstjóra á því
hvað hin opinberu verðlagsákvæði
og brenglaðar markaðsaðstæður
innanlands kosti þjóðina og að sá
kostnaður telji 3 milljarða eða um
55 þúsund krónur á hverja fjöl-
skyldu í landinu. Að minnsta kosti
er ekki hægt að sjá hvernig sú
óhagkvæmni sem verðlagsstjóri
tilfærir í skýrslunni gæti hafa
orðið til án álagningarákvæðanna.
Milliiðir eru sagðir hækka inn-
flutningsverðið um 3—4%. Verð-
lagsstjóri lætur sér detta flest í
hug til skýringar á tilveru milli-
liða, nema það að þeir geti unnið
fyrir sér. Að milliliður geti boðið
hagstæðara vöruverð en fram-
leiðandinn hvarflar ekki að verð-
lagsstjóra, og hlýtur hann þó að
hafa talað við nógu marga inn-
flytjendur til þess að frétta af
tilvist slíkra viðskipta.
I lok kaflans um milliliði segir
verðlagsstjóri svo, að gegn þeim
verði ekki spornað meðan verð-
bólga, verðskyn og verðlagskerfi
geri innflytjendum það hagstætt
að kaupa dýrar og þægilegar frá
milliliðum og á þá væntanlega við
verðskyn neytenda.
Allir hljóta að geta orðið sam-
mála um að innflytjendur bera
ekki ábyrgð á verðbólgu og verð-
skyni neytenda, og því síður verð-
lagskerfinu. Þeir hljóta því að vera
án ábyrgðar á notkun óhag-
kvæmra miililiða að dómi verð-
lagsstjóra. Raunar verður ekki séð
hvernig verðbólga og verðskyn geti
án aðstoðar vitlausra verðlags-
ákvæða fengið innflytjendur til að
kaupa inn í gegnum dýrari milli-
liði en ástæða væri annars til.
Þessi dýru milliliðakaup hljóta því
að skapast af verðlagskerfinu einu
saman, og kosta neytendur 5 millj-
arða eða yfir 90 þúsund krónur á
hverja fjölskyldu í landinu.
Fjármagnskostnaður er sagður
hækka innkaupsverðið um
2—3%. Verðlagsstjóri fullyrðir að
verzlunarfyrirtæki hafi almennt
tapað eigin rekstrarfé sínu að
verulegu leyti sem jafngildir
viðurkenningu hans á því að á
undanförnum árum hafi innflutn-
ingsverzlunin verið rekin með
stórfelldum halla. Vaxandi rekstr-
arfjárskortur hafi svo aftur leitt
til aukinnar erlendrar fjármögn-
unar í formi óhagkvæmra vöru-
kaupalána. Ekki hefur áður komið
fram greinilegri lýsing frá verð-
lagsstjóra á því hvernig álagn-
ingarlækkun hækkar vöruverðið.
Varla dettur nokkrum manni í
hug að ásaka verzlunina fyrir það
þó verðlagsyfirvöld þröngvi henni
til tapreksturs og því hljóta þeir
þrír milljarðar sem hér er um að
ræða enn að skrifast á kostnað
verðlagseftirlitsins, sem er óum-
deilanleg orsök tapaðs eiginfjár.
Sérstaða landsins er sögð
hækka innflutningsverðið um
2—3%. Skýrslan fjallar um það í 5
línum og einu orði betur, að hér sé
um að ræða aukinn pökkunar og
sendingarkostnað vegna legu
landsins og smæðar þjóðarinnar.
Vandséð er hver ber ábyrgðina á
því hvar landið liggur á hnettinum
og hversu fámenn þjóðin er.
Heildar niðurstaða svars verð-
lagsstjóra við 1. atriði viðskipta-
ráðherra verður vart túlkuð á
annan veg en þann, að innflytjend-
ur hækki vísvitandi innkaupsverð
sín um 5—6%, verðlagsyfirvöld
hækki það um 7—10%, og sá sem
valdi landinu stað á hnettinum
hafi hækkað það um 2—3%. Þann-
ig álítur verðlagsstjóri að röng
stefna í verðlagsmáium (stefna
sem er eldri en hann) kosti þjóðina
11 milljarða króna á ári, sem ætla
má að séu um 200.000 á hverja
fjölskyldu í landinu.
2. Atriði.
“Rannsakað veröi sérstak-
lega hver er Þáttur
umboðslauna í Þessum
verðmismun svo og
umboöslaunaskil“
Verðlagsstjóri hagaði rannsókn
þessa máls þannig að hann réð
sjálfstætt starfandi fyrirtæki til
þess að leggja mat á hversu mikil
umboðslaun væru líkleg til að
myndast í viðskiptum innflytjenda
við útlönd. Þettá sama fyrirtæki
lagði einnig mat á hina svokölluðu
áhrifaþætti, sem taldir eru upp
hér að framan og sem segja að
verðlagseftirlitið kosti þjóðina 11
milljarða króna.
Fyrirtækið áætlar að á árinu
1978 hafi myndazt umboðslauna-
tekjur í landinu að upphæð 7—8
milljarðar króna. Þá gefur verð-
lagsstjóri þær upplýsingar að á
árinu 1978 verði líklega skilað 5,2
milljörðum króna (voru í reynd 4,7
milljarðar, skv. upplýsingum
Seðlabankans). A grundvelli þess-
ara talna ályktar verðlagsstjóri
svo að 2,3 milljarðar umboðs-
launatekna skili sér ekki og talar í
því sambandi um undanskot á
tekjum til skatts, þótt enginn hafi
spurt hann álits á því efni.
Þessi niðurstaða er fengin með
svo fráleitum hætti að spyrja
verður hvort verðlagsstjóra tekst
að fá reikningsmeistara sína til
þess að skrifa upp á hana. Þeirri
spurningu er því hér með komið á
framfæri við Rekstrarstofu Ingi-
mars Hanssonar, og Þórðar Vig-
fússonar, sem unnu það verk fyrir
verðlagsstjóra að áætla heildar-
umboðslaunatekjur á landinu,
hvort þeir vilji staðfesta þá niður-
stöðu verðlagsstjóra að umboðs-
launatekjur að upphæð 2,3 millj-
arðar hafi ekki komið til skila á
árinu 1978. Treysti þeir sér ekki til
að svara afdráttarlaust óskast
tilgreint hversu miklar líkur séu á
að þessi talnalega niðurstaða sé
rétt.
Þó sýnt sé að verðlagsstjóri sé
hér að fullyrða um hluti sem hann
veit ekkert um, þá verður að gera
ráð fyrir að hver og einn trúi því
um vanskil á umboðslaunum sem
hann vill trúa og að sumir vilji
trúa því að umboðslaunum sé
stolið undan skatti í þessum mæli
eða jafnvel í enn stærri stíl.
Undirritaður ætlar ekki að halda
því fram að innflytjendur séu
heiðarlegra fólk en almennt gerist
og það hafa margir viljað hafa
fyrir satt að skattsvik séu þjóðar-
íþrótt Islendinga og ekki augljóst
hvaða stétt. skarar þar fram úr.
Hitt má benda á að umboðslaun
koma til landsins með ýmsum
löglegum hætti og eru notuð
erlendis í löglegum tilgangi, án
þess að skýrslur Seðlabankans fái
af því spurnir og án þess að um
undanskot á tekjum sé að ræða.
Viðurkenna verður þó, að það
eitt að innflytjendur útfylla ekki
samvizkusamlega skýrslur Seðla-
bankans er brotlegt. En þá má
spyrja hversu margir núlifandi
Islendingar sem farið hafa til
útlanda, hafa komist þangað og til
baka aftur án þess að brjóta
einhvern tíma gjaldeyrislöggjöf-
ina? Gegnir gjaldeyrislöggjöfin
nokkru öðru hlutverki hér á Is-
landi en gaddavírsmúrinn gegnir í
Aust.ur-Berlín og verðskuldar hún
ekki sömu meðferð? Undirritaður
telur réttlætisvitund einskis
manns misboðið þótt lýst sé yfir
fyrirlitningu á íslenzkri gjald-
eyrislöggjöf. Hún stríðir gegn
siðgæði og almennum mann-
réttindum, sem stjórnvöldum ber
að vernda en ekki traðka á.
3. Atriði.
„Geró veröi úttekt á áhrifum
hins háa innkaupsverðs á
verðlag, lífskjör, verðbólgu-
Þróun og gjaldeyrisstöðu
landsmanna“
Þessu atriði svarar verðlags-
stjóri ekki beint, en ef taka má
aðrar niðurstöður hans alvarlega,
má draga af þeim svofelldar
ályktanir.
Innflytjendur geta hætt að taka
7—8 milljarða umboðslaun, en þar
sem atvinnugreinin á nú við veru-
legan taprekstur að stríða, yrði að
hækka álagningartekjurnar sam-
svarandi. Þessi breyting mundi því
engin áhrif hafa á verðlag, lífs-
kjör, verðbólgu eða gjaldeyris-
stöðu landsmanna. Rétt er þó að
hugleiða hvaða afleiðingar það
myndi hafa ef tolltekjur ríkissjóðs
minnkuðu samsvarandi (e.t.v. um
2 milljarða). En þar sem ríkissjóð-
ur er einnig rekinn með tapi má
ætla að hann yrði að leggja
þennan skatt á neytendur með
einhverjum öðrum hætti, t.d., með
því að hækka söluskattinn, og allir
stæðu því eftir í sömu sporum.
Afnema ætti strax öll lög og
hætta öllum opinberum afskiptum
af verðlags- og markaðsmálum.
Þjóðartekjur myndu þá aukast um
11 milljarða eða 2%. Eðliiegt er að
gera ráð fyrir að þessi tekjuauki
félli einkum til íslenzkra heildsala,
iðnrekenda og smásala sem eru
helztu innflytjendur landsins, en
einnig að verulegu leyti til neyt-
enda, einkum þegar frá liði og
markaðsaðstæður sköpuðu harðn-
andi samkeppni.
Vilji menn láta stærri hluta
teknanna renna fyrr til neytenda
mætti gera það með því að hafa
eftirlit með einokunarhagnaði
markaðsráðandi fyrirtækja. Eftir-
lit með taprekstri skapar hins-
vegar aldrei neitt annað en meira
tap.
Verðlagseftirlitið hefur nú verið
við lýði í 41 ár. Því er ekki ólíklegt
að heildar tjón þjóðarinnar nemi
sem svarar 12 mánaða orlofi fyrir
alla landsmenn í suðrænum sólar-
löndum ef taka á niðurstöðu
verðlagsstjóra alvarlega.
4. Atriði.
„Gerðar veröi tillögur um
lagfæringu á verzlunar-
háttum, eftir Því sem nauð-
synlegt kann að virðast".
Meðferð verðlagsstjóra á þessari
beiðni ráðherrans er sorglegasti
hluti skýrslunnar. Verðlagsstjóri
leggur ekki fram neinar tillögur
sem verðar eru umræðu. Hann
minnist að vísu á hversu skapleg
og slæm verðlagsákvæðin eru, en
um leið hafnar hann afnámi
þeirra.
Verðlagsstjóri getur um fjár-
skortinn og nauðsyn aukins inn-
lends fjármagns, en lætur ógert að
benda á að slíkt fjármagn er ekki
hægt að búa til með öðrum hætti
en þeim, að leyfa verzlunaraðilum
að hagnast verulega, í stað þess að
tapa. I stað raunhæfra hugmynda
eyðir verðlagsstjóri löngu máli í
útlistanir á því hvernig gera megi
strangari kröfur í sambandi við
útgáfu verzlunarleyfa. Með því að
flýja þannig frá kjarna málsins er
verðlagsstjóri aðeins að undir-
strika kjarkleysi sitt, að þora ekki
að skrifa það sem hann veit að er
satt og rétt og hann langar til að
skrifa.
Viðbrögð sem þessi eru mann-
leg, þó þau séu sorgleg og skaðleg.
Það hlýtur að vera erfitt fyrir
embættismann að komast að
þeirri niðurstöðu að hann geti ekki
gefið yfirmanni sínum og þjóðinni
betra ráð en það að leggja eigið
embætti niður.
En jafnvel þó verðlagsstjóra
hafi ekki tekist að setja talnalegt
mat á afleiðingar verðlagseftirlits-
ins þá virðist samt augljóst að
afnema beri strax gildandi lög um
verðlagsmál. Þau þjóna einungis
dönskum heildsölum og öðrum
útlendingum með því að hækka
verð þeirra. Varla er það skoðun
íslenzkra stjórnmálamanna að
betra sé að láta danska heildsala
græða en íslenzka eða hafa allir
gleymt því að innflutningsverzlun-
in, er og hefur alltaf verið óað-
skiljanlegur hluti sjálfstæðis
landsins. Ekki má láta öfund og
illkvittni ráða í þessu máli, heldur
ber að líta á heildarhagsmuni
þjóðarinnar.
Helztu niðurstöður skýrslu verðlagsstjóra:
Umboðslaun 5—6%
Óhagkvæmni 2—3%
Milliliðir 3-4%
Fjármagnskostnaður 2—3%
Sérstaða 2—3%
Samtals
14-19%
Ofangreindar tölur eru reiknaðar af f.o.b. verði
innfluttra vara, þó ekki öllum.