Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 - Gangan kemur niður Bankastrætið. Nemendur Kennaraháskóla Islands: Ákœra menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og stjómvöld Mótmæla vinnuaðstöðu, húsnæðis- og kennaraskorti NEMENDUR Kennaraháskóla íslands gengu í gær fylktu liði til menntamála- og fjármálaráðherra til þess að mótmæla vinnuaðstöðu, húsnæðisskorti og kennaraf jölda við skólann. Nemendur skiptu sér í þrjá hópa. í fyrsta hópnum voru 120 nemendur auk kennaranna og lögðu þeir af stað fylktu liði frá skólanum kl. 13. Annar hópurinn var mættur niðri í menntamálaráðu- neyti kl. 13 og þriðji hópurinn mætti í fjármálaráðuneytinu á sama tíma. Aður höfðu nemendur skólans haft með sér skipulagsfundi frá kl. 10 um morguninn. Fyrir helgi sendu nemendur frá sér ályktun sem samþykkt var á fundi þeirra og mótmæltu þar harð- lega að öðrum bókavarðanna við skólann, Þórhildi Sigurðardóttur, skyldi hafa verið vikið úr starfi. Af þeim sökum er bókasafn skólans aðeins opið frá 8—1 þegar flestir nemendanna eru bundnir í tímum. I lok ályktunarinnar segir: Bókasafnið er þungamiðja í námi okkar og þvi krefjumst við þess að bókaverðinum „verði skilað" nú þegar og ekki aðeins sem lausráðnum heldur verði hann fastráðinn svo okkur verði gert kleift að halda námi okkar áfram. Einnig og ekki síður krefjumst við þess að ráðuneytin sinni þegar í stað öðrum kröfum Kennaraháskóla Is- lands því ella verður hann óstarf- hæfur með öllu vegna langvarandi kennaraskorts, húsnæðisleysis og fjársveltis.“ I ráðuneytunum lásu nemendur upp ákærur á hendur menntamála- og fjármálaráðherra auk íslenskra stjórnvalda. Einnig ..afhentu þeir kröfur þar sem þeir fara fram á fleiri lektora, stærra húsnæði og hentugra, traustari starfsgrundvöll bókasafnsins, betri tækjakosts og betri vinnuaðstöðu. Með kröfunum létu nemendurnir fylgja, að ef þeim verði ekki sinnt yrði ekki hægt að líta á það öðru vísi en að ráðamenn vildu Kennaraháskóla íslands feigan og munu þeir að sögn aldrei sætta sig við slíkan hugsunarhátt. Stjórn KHI fór á sínum tíma fram á 4 nýjar lektorsstöður við skólann en ráðuneytið samþykkti enga þeirra. Einnig voru greiðslur til launa kennara skornar niður um 40 milljónir króna. Að auki var einum bókaverði og 1 'Æ ritara sagt upp störfum en laun þeirra munu vera samtals 12 milljónir á ári þannig að í raun hefur ráðuneytið skorið niður fjárveitingu til launa um 12 milljón- ir króna. Húsnæði Kennaraháskólans er að sögn nemenda fyrir 150 nemendur en þar eru nú við nám 400 nemendur. Fjölgun nemenda frá því á s.l. námsári er 66,6% en fastráðnum kennurum var ekki fjölgað nema um 7,4%. Einnig telja nemendur að framgangur byggingaframkvæmda við skólann hafi verið stöðvaður af tylliástæðum þar sem útboð séu fyrir hendi og 50—70 milljónir í nýbygg- ingasjóði. Ragnar Arnalds sagði við nemend- urna í ráðuneytinu í gær, að ráðu- neytið hefði gert tillögur um laun bókavarðar en fjárveitinganefnd og hagstofan hefðu ekki samþykkt þá tillögu. Hann sagði að hann hefði sjálfur ekki vitað af þessu máli fyrr en nú um helgina en af skjölum sæi hann að unnið hefði verið í þessu máli undanfarnar vikur. Hann sagði að þeir hjá menntamálaráðuneytinu myndu gera allt til þess að leysa mál bókavarðarins til bráðabirgða og SKÍLIÐ BÓKH RPINUM Þórhildur Sigurðardóttir, bókavöröurinn sem vikið var úr staríi, var einnig með í mótmælagöngunni. sagði hann embættismenn vinna að því að leysa«málið. Um fjárveitingu til launagreiðslna kennara sagði Ragnar það ekki vera satt sem nemendur héldu fram að ráðuneytið hefði skorið upphæðina niður úr 290 milljónum í 250 milljón- ir. Hann sagði að ráðuneytið hefði gert tillögu um 290 milljónir til kennaralauna en fjárveitinganefnd hefði skorið upphæðina niður í 250 milljónir. Einnig sagði hann rangt að þeir í ráðuneytinu hefðu skorið niður upp- hæðina til byggingaframkvæmda við skólann. Ráðuneytið áætlaði 27.2 milljónir í byggingakostnað og 180 milljónir í nýbyggingarkostnað en fjárveitinganefndin skar þessa upp- hæð niður í 57.5 milljónir að sögn Ragnars. Um réttindi til handa kennurum sem ekki hafa tilskilið nám en hafa unnið langan tíma við kennslu sagði Ragnar að á Alþingi hefði komið fram sú tillaga að gefa þessum kennurum einhver réttindi. Var það tillaga Alþingis að viðkomandi kenn- ari gæti farið á námskeið eða orðið sér úti um menntun í bréfaskóla. Ragnar sagðist aftur á móti hafa gert þá tillögu að sá sem hefði kennt í 8 ár gæti sloppið með 10 vikna námskeið þar sem þessir kennarar væru flestir fjölskyldumenn og hefðu ekki kost á að afla sér frekari menntunar. Tómas Árnason fjármálaráðherra var ekki í ráðuneytinu í gær. Nemendur KHI yfirgáfu ráðuneyt- in kl. 3 í gær en héldu þá með sér fund til ákvörðunar frekari aðgerða. Einnig hafa þeir boðað blaðamanna- fund í dag. Mbl. reyndi að ná sambandi við Ragnar Arnalds og Tómas Árnason í gær en án árangurs. Ekki tókst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.