Morgunblaðið - 06.02.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
19
heldur að hafa samband við Baldur
Jónsson rektor Kennaraháskóla ís-
lands.
Þessar eru ákærurnar sem nem-
endur KHÍ lásu upp fyrir ráðherra í
gær:
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðherra fyrir að gera alla aðstöðu
til náms í K.H.Í. og grunnskólum
landsins verri en hún var áður en
þeir tóku við starfi sínu.
Við ákærum íslensk stjórnvöld
fyrir að halda dýrar veislur og eyða
þar með milljónum á milljónir ofan í
sukk á sama tíma og þeir skera niður
á smásmugulegan hátt fjárveitingar
til jafn arðvænlegra fyrirtækja og
menntastofnanir landsins eru.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneytið fyrir að halda K.H.I. í svo
miklu húsnæðishraki, að nú þurfi
u.þ.b. 400 nemendur að stunda nám í
húsnæði sem ætlað er 120 nemend-
um.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneytið fyrir að koma ekki til
móts við óskir okkar um stöður á
sama hátt og við komum til móts við
beiðni ráðuneytanna um fjölgun í
skólanum.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneytið fyrir að koma vísvitandi í
veg fyrir að framkvæmdir við ný-
byggingu K.H.Í. geti hafist, þrátt
fyrir að nægilegt fjármagn sé í sjóði
til að hefja þær.
ráðuneytið fyrir að koma í veg fyrir
að eflt verði nýbreytni og tilrauna-
starf í Æfinga- og tilraunaskóla
K.H.Í.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneytið fyrir að tryggja ekki að
kleif séu kaup á námsgögnum til Æf.
og Tisk. K.H.Í. í samræmi við hlut-
verk hans.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneytið fyrir að fastráðnir æf-
ingakennarar í Æf. og Tisk. K.H.Í.
geti ekki starfað samkvæmt erindis-
bréfi sínu.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneytið fyrir að hafa strikað
æfingastjóra ólöglega út af launa-
skrá í sparnaðaræði.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneytið fyrir að koma í veg fyrir
að sérmenntaðir starfskraftar fáist
við námsgagnaverkstæði K.H.Í. og
Æfingaskólann.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneytið fyrir að halda Æfinga-
skólanum í algjöru fjármagns- og
húsnæðishraki.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðherra fyrir aðgerðir þeirra, en
með þeim sýna þeir óbeint skilnings-
leysi gagnvart börnum landsins og
brjóti þar með gegn boðskap barna-
árs.
Við ákærum fjármála- og mennta-
málaráðherra fyrir algjöra vanþekk-
Ragnar Arnalds menntamálaráðherra ræðir við nemendur
KHÍ í ráðuneytinu í gær en þar sátu nemendur í 2
klukkustundir.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneytið fyrir að útvega ekki
bráðabirgðahúsnæði uns fyrsta
áfanga nýbyggingar er lokið.
Við ákærum ráðherra og æðstu
embættismenn þeirra fyrir þá
sviðvirðilegu móðgun við Kennara-
háskóla íslands og alla menntaða
kennara hér á landi, að gera
kennaramenntunina að jafngildi 10
vikna bréfaskóla.
Við ákærum ráðherra og æðstu
embættismenn þeirra fyrir fádæma
þekkingar- og skilningsleysi á mikil-
vægi kennaramenntunarinnar.
Við ákærum menntamála- og fjár-
málaráðuneytið fyrir síendurtekinn
fjárhagslegan niðurskurð til K.H.Í.,
svo og allra menntamála í landinu.
Við ákærum menntamálaráðu-
neytið og fjármálaráðuneytið fyrir
sífellt endurteknar truflanir á námi
okkar í K.H.Í. og starfi kennara þar.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneytið fyrir að ætlast til
þrælkunarvinnu kennara K.H.Í.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneytið fyrir að greiða ekki
kennurum K.H.Í. laun fyrir yfir-
vinnuþrældóminn á tilsettum tíma.
Afgreiðsla launa eftir geðþótta-
ákvörðunum er vítavert og ólöglegt
athæfi.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneyti fyrir að strika út allar
umbeðnar nýjar stöður við skólann
og að auki fyrir að taka út af
launaskrá einn bókavörð af tveimur,
svo að nú er námið á góðri leið með
að leggjast niður.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ingu á kenningum um samband
menntunar og hagvaxtar.
Við ákærum ráðherra og æðstu
embættismenn þeirra fyrir að ætla
sér að ljúga inn á börn og foreldra
þeirra bréfaskólalærðum kennurum
sem fullgildum.
Við ákærum menntamála- og fjár-
málaráðherra fyrir að gera beina
árás á menntun og menningu þjóðar-
innar.
Við ákærum menntamála- og fjár-
málaráðherra og æðstu embættis-
menn ráðuneyta þeirra fyrir að láta
brjóstvit sitt eitt ráða ferðinni í
menntamálum landsins.
Við ákærum menntamála- og fjár-
málaráðherra fyrir að leita ekki ráða
hjá sér fróðari mönnum í mennta-
málum.
Við ákærum menntamálaráðherra
fyrir að ganga á bak loforða sinna,
um bætt innra starf skóla.
Við ákærum menntamála- og fjár-
málaráðuneytið fyrir að stuðla að
því að grunnskólalög fái aldrei fram
að ganga í verki.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneytið fyrir að vera á móti
breyttum kennsluháttum innan
K.H.Í.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðherra fyrir að vera and-
menntunarsinnaða.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðherra fyrir að spara af nísku og
fáfræði fremur en af hagkvæmni og
stjórnkænsku.
Við ákærum mennta- og fjármála-
ráðuneytið fyrir að stefna að því
ljóst og leynt að leggja K.H.Í. niður.
Haukur Viggósson og Einar Birgir Steinþórsson lesa upp ákærurnar fyrir framan fjármálaráðuneytið.
Myndir Kristján.
Hœttum ekki fyrr en
eitthvað verður gert
— segja nemendur KHÍ
„VIÐ ERUM fyrst og fremst að
mótmæla því að Kennaraháskól-
inn skuli hafa verið haldinn í
svelti hvað mannafla. húsnæði og
f jármuni snertir. Það virðist vera
stefna stjórnvalda að svelta allt
hvað þetta þrennt varðar,“ sögðu
Einar Birgir Steinþórsson og
Ilaukur Viggósson nemendur í
Kennaraháskólanum.
„Ýmsar aðrar aðgerðir og
ákvarðanir mennta- og fjármála-
ráðherra sýna að þeir ætía sér að
veitast að kennaranámi og gera
skólann að 10 vikna bréfaskóla.
Við hættum ekki fyrr en við
höfum fengið það sem við viljum,
skólinn er algjörlega óstarfhæfur
eins og er. í síðast liðnum mánuði
var öðrum bókaverðinum sagt upp
og útilokar það alla vinnu á
bókasafninu. Einnig var æfinga-
stjórinn við skólann ólöglega
strikaður út þar sem hann var
fastráðinn við skólann. Það virðist
sama hverjir ráða, þeir virðast
ekki skilja gildi menntunar. Marg-
ir ráðamanna hér eru ómenntaðir
og hafa unnið sig upp og þeir halda
að það sé hægt enn í dag. Þeir
skilja ekki heldur sambandið á
milli menntunar og efnahagsmála.
Þegar aðrar þjóðir fjárfesta í
menntun veitast íslenskir ráða-
menn að henni," sögðu þeir.
Kennararnir einnig með.
Bjarni Bjarnason lektor við
kennaraháskólann sagði að þessi
mótmæli sem nemendur höfðu í
frammi í gær væri alda sem risið
hefði af mörgum ástæðum.
„Það sem kom skriðunni af stað
er brottvikning bókavarðarins.
Hún hætti að fá laun í janúar
þannig að bókasafnið er óstarf-
hæft og skólinn því lamaður.
Við kennararnir í skólanum
slógumst í för með nemendunum
til þess að láta einhvern þunga
koma frá okkar hálfu. Ekki af því
að við viljum vera með einhverjar
kröfur. Við erum vissulega sam-
mála nemendunum og mörgu því
sem á spjöldunum stendur en sumt
er of kryddað að okkar mati og
sumt myndum við ekki vilja hafa
meðferðis," sagði Bjarni.
Um plássleysi í skólanum sagði
Bjarni, að öllum sem sótt hefðu
um skólavist hefði verið hleypt inn
í skólann.
„Kennurum hefur ekki verið
fjölgað til jafns við fjölgun nem-
enda og er vinnuálagið því mikið
og þreytir mjög kennarana. Einnig
gengur það misjafnlega að fá
borgað. Þótt allt sé greitt gengur
stundum treglega að fá greiðsluna.
Bjarni sagði að aldrei fyrr hefðu
kennarar staðið svo saman sem
nú. Bæði vinstri og hægri sinnaðir
kennarar væru nú sammála og
ekki hefði verið ákjósanlegra veð-
ur til kröfugöngu heldur en í gær.
Loftur Guttormsson kennari
sagði að langvarandi kreppa hefði
orsakað þessa kröfugöngu. „Kenn-
urum hefur-ekki verið fjölgað til
jafns við fjölgun nemenda, ný-
bygging hefur verið stöðvuð þrátt
fyrir tilbúin útboð og fjármagn til
byrjunarframkvæmda og fleira
var það sem kom því af stað að
þessi ganga var farin,“ sagði Loft-
ur.
„Gerum einhverjar ráðstafanir"
Björn Þráinn Þórðarson nem-
andi í KHÍ sagði að þeir myndu
ekki hætta mótmælum fyrr en
eitthvað hefði verið gert.
„Við eigum örugglega eftir að
gera einhverjar ráðstafanir. Fyrst
og fremst verðum við að fá bóka-
vörðinn aftur. Allar aðrar kröfur
verða einnig að verða teknar til
greina þar sem ástandið er algjör-
lega óviðunandi eins og er,“ sagði
Bjarni.
Bjarni Bjarnason lektor við KHÍ Loftur Guttormsson.
Björn Þráinn Þúrðarson. nem-
andi.