Morgunblaðið - 06.02.1979, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. PEBRÚAR 1979
JUiSnrpm Útgefandi nfrlaMfe hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Joh nnessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiósla Aóalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480.
Askriftargjald 2500.00 kr. i ménuði innanlands.
1 lausasölu 125 kr. eintakiö.
Við sama borð
Flestir einstaklingar, sem
ekki standa fyrir sjálf-
stæðum rekstri, eru nú bún-
ir að telja fram til skatts og
sá tími að fara í hönd, að
gengið verði frá uppgjörum
í atvinnurekstrinum. Þorri
manna hefur þá sögu að
segja, að hið opinbera taki
stærri hlut til sín af
heildarlaununum en áður
og eru það raunar litlar
fréttir. Enn þyngri verður
þó skattbyrðin hjá atvinnu-
rekstrinum.
Eins og Morgunblaðið
hefur þrásinnis lagt áherzlu
á, er það fyrir löngu full-
ljóst að háir, stighækkandi
tekjuskattar hafa gengið
sér til húðar, ef þeir voru þá
nokkurn tíma réttlætanleg-
ir. Menn þurfa ekki annað
en að fletta upp í ;katt-
skránni og bera þæi .i,
sem þar standa, saman við
lifnaðarhætti manna til að
sannfærast um, að ekkert
samræmi er milli ráð-
stöfunartekna manna og
þeirra tekjuskatta, sem
þeim er ætlað að greiða.
Ríkisstjórnarflokkarnir,
ekki sízt Alþýðuflokkurinn,
reyna að réttlæta hina stór-
auknu skattheimtu með því
að viðurlög við skattsvikum
verði hert, skattarannsókn-
ir auknar og jafnvel talað
um að rjúfa friðhelgi
heimilis og einkalífs. Þá er,
samkvæmt fréttum, sam-
staða orðin um það innan
ríkisstjórnarinnar, að
almenn eignakönnun skuli
eiga sér stað og mega menn
því búast við, að þeim verði
senn gert að tíunda hvað-
eina, sem þeim hefur
áskotnazt á lífsleiðinni, en
sæta afarkostum ella. Það
hefur ekki farið fram hjá
neinum, að meginþungi
hinnar auknu skattheimtu
beinist að eignum manna,
eins og bezt sést á hinni
gífurlegu hækkun, sem
orðin er á eigin húsaleigu
sem mönnum er ætlað að
greiða allt að 50% tekju-
skatt af, eftir að fasteigna-
gjöld hafa stórhækkað og
eignarskattur verið
hækkaður um 50% hjá ein-
staklingum.
Enginn þarf að fara í
grafgötur með, að skatta-
herferðin nú beinist fyrst
og fremst að því fólki, sem
hefur tekizt með vinnu sinni
að koma sér vel fyrir. Það er
yfirlýst stefna Alþýðu-
bandalagsins að hin svo-
kallaða borgarastétt sé
höfuðóvinurinn, sem þurfi
að knésetja með illu eða
góðu, og nú þykist það eygja
tækifæri til þess að láta kné
fylgja kviði vegna
aumingjaskapar fram-
sóknarmanna og alþýðu-
flokksmanna.
Það hefur nú komið upp,
að Alþingi hefur ekki látið
fylgja launaseðlum alþing-
ismanna upplýsingar um
dagpeninga og greiðslur til
ferðalaga í kjördæmi.
Þessar upplýsingar liggja
að vísu á lausu, ef skattstof-
ur leita eftir þeim. En sama
er. Ekkert er sjálfsagðara
en að sami háttur verði á
hafður um alþingismenn og
opinbera starfsmenn sem
aðra.
Það er hollt fyrir þing-
menn að kynnast því af
eigin raun, hvernig skatt-'
stofur þráspyrja hinn
almenna borgara um hvað-
eina, ef tilefni þykir til, svo
sem um bifreiðanotkun, svo
að dæmi sé nefnt. Að þessu
leyti eiga alþingismenn að
sitja við sama borð og aðrir
og væru þeir þá betur undir
það búnir að setja sig í spor
hundeltra skattþegna og
vernda hagsmuni þeirra.
Ekkert er nú brýnna í okkar
þjóðfélagi en slá skjaldborg
um einstaklinginn. Það er
kjarni málsins, en ekki til-
raunir til að vekja órök-
studda tortryggni í garð
alþingismanna, eins og of
oft er gert.
Það er líka rétt, að starfs-
menn á skattstofum eru að
gegna skyldu sinni með
eftirgrennslan sinni og fyr-
irspurnum. Hins vegar
verður eftirtekjan misjöfn,
eins og dæmin sanna. Og
svo mun áfram verða,
meðan tekjuskattar eru
hærri en samrýmist rétt-
lætisvitund hins almenna
borgara. Þess vegna mun
það verða til lítils, þótt
fjöldi starfsfólks á skatt-
stofum sé tvöfaldaður eða
þrefaldaður á meðan við
búum við jafn meingallað
skattakerfi og nú — meðan
hið opinbera tekur allt að
65% til sín af afrakstri
vinnunnar, — meðan í land-
inu er ríkisstjórn, sem ekki
skilur þau grundvallarsann-
indi, að ríkið er til fyrir
fólkið en fólkið ekki fyrir
það.
Félagslíf meira og
hegðunarvandi
minni í áfangakerfi
Ólafur Ásgeirsson,
skólameistari Fjölbraut-
arskólans á Akranesi,
var einn fyrirlesara á
skólamálaráðstefnu sjálf-
stæðismanna um helgina.
Á Akranesi er í uppbygg-
ingu í fjölbrautarskóli
bæði bóknámsbrautir og
verknámsskóli, auk veru-
legs iðnnáms og að auki
eru í skólanum 8. og 9.
bekkur grunnskóla. Svo
Ólafur hefur víðtæka
hagnýta reynslu af slíku
skólastarfi, en um það
fjallaði ráðstefnan ein-
mitt. Ræddi Ólafur
Ásgeirsson m.a. fjöl-
brautarskóla og tengsl
þeirra við önnur skóla-
stig og tók svo fyrir ýmis
raunhæf vandamál, sem
koma fyrir í slíku
skólastarfi.
Fréttamaður Mbl. átti stutt
spjall við Ólaf í hádegisverðar-
hléi. Var fyrst komið inn á kosti
fjölbrauta- og áfangakerfis, sem
Ólafur telur mikla.
— Kostir áfangakerfis eru
m.a. þeir, að skólinn getur tekið
við fólki með mismunandi
námsgetu og á mismunandi
námstigi, þannig að þeir byrji
ekki allir á sama stað, en hafa
möguleika á að enda á sama
stað, sagði hann. Þeim, sem eru
vanbúnir í einhverri grein, er
boðið upp á mismundandi náms-
hraða. Sé nemandi til dæmis
góður í tungumálum, fylgir
hann þar eðlilegu námi, en sé
stærðfræðikunnáttan lítil, fer
hann þar í endurnám, án þess að
þurfa að tefja nám sitt í heild.
Nemendur hafa semsagt mögu-
leika á að iðrast, án þess að
byrja upp á nýtt. Sú reynsla,
sem við höfum í fjölbrauta-
skólanum á Akranesi, er mjög
góð og það kerfi skilar árangri,
og sama er að segja um Flens-
borgarskóia, sem hefur lengri
reynslu af þessu. En mjög náin
samvinna er og samræming í
uppbyggingu fjölbrautarskól-
anna á Akranesi, Suðurnesjum
og í Hafnarfirði, og er til mikilla
bóta. Við getum þá borið saman
bækur okkar og vitað hvað fram
fer í öðrum skólum. Á Akranesi
er tæknisviðið stærsta náms-
sviðið með iðnnámi og flestum
iðnbrautum.
— Nú hefur áfangakerfið ver-
ið gagnrýnt fyrir að það eyði-
leggi félagslífið?
— Það er bábylja, svarar
Ólafur að bragði. Reynsla okkar
e.r að félagslíf sé meira og betra.
Ég hefi beinlínis gengið á mína
kennara og spurt þá álits á
þessu og þeir eru sammála um
að félagslíf, svo og hegðun
nemenda hafi batnað. Mín
reynsla er sú, að eftir að tekið er
upp áfangakerfi, þá verði miklu
betri vinnufriður, og nám og
kennsla skipulegri. Með áfanga-
kerfi er þess krafist að gerð sé
námsáætlun og henni fylgt eftir.
Nemendurnir fá áætlunina, vita
hvað á að kenna og hverju eigi
að skila og þeir hafa áhuga á að
fylgjast með að áætlun sé fram-
fylgt. Enda bera þeir ábyrgð og
það kemur niður á þeim. Þegar
við vorum í skóla, heimtuðum
við mánaðarfrí, nú spyrja þau
hvort ekki eigi að vera kennsla.
Spjallað við
Ólaf Ásgeirsson,
skólameistara
á Akranesi
í ræðu sinni kom Ólafur inn á
fjármálin, sem takmarka í raun
allt starfið í skólunum, en fjár-
veitingar hafa farið hlutfalls-
lega lækkandi. Sagði hann í því
sambandi, að allt tal um að
jafna bóknám og verknám, væri
tómt hjal meðan ekki væri tekið
tillit til þess í fjárveitingum, þar
sem verknámið er mun dýrara.
Vakti hann athygli á því, að í
framhaldsskólafrumvarpinu,
sem nú liggur fyrir alþingi, væri
ætlunin að leysa þetta með því
að sveitafélögunum væri þar
ætlað að taka á sig dýrasta
námið, þar sem verknámið kem-
Ólafur Ásgeirsson
ur á fyrri hluta framhaldskóla-
stigsins, lýkur venjulega á
tveimur árum, en ríkið tekur svo
efri hlutann, sem er bóknámið.
í frumvarpinu í heild kvað
Ólafur rétt tekið á málum. Þó sé
nauðsynlegt að ákveða í frum-
varpinu sjálfu hvað sveitar-
félögin eigi að greiða, en að það
sé ekki túlkunaratriði á eftir.
Alþingi hafi í frumvarpinu ekki
það frumkvæði, sem það ætti að
hafa. Löggjafinn þurfi að taka
af skarið og setja ákveðnar
stefnumarkandi línur, sem
ráðuneytið fylgi svo eftir. En
ekki að ráðuneytið marki stefn-
una í reglugerðum.
Þetta leiddi talið að sam-
ræmingu námsefnis og náms-
skrám. ólafur kvaðst hafa
áhyggjur af hinni miklu bind-
ingu í reglugerðum og náms-
skrám. Námsskrá ætti að vera
þannig, að skólarnir hefðu sjálf-
ir eitthvað um hana að segja.
Kennarar á framhaldsskólastigi
væru fullfærir um að fylgjast
með í sínum greinum, og í
framhaldskólunum væru
kennararnir að undirbúa
kennsluna. Þeir eigi að hafa
.tækifæri til að miðla af reynslu
sinni. Ef meira frumkvæði væri
heima á vinnustað, hvetti það
menn til að takast á við verkefn-
in. Það sé því mjög mikilvægt að
kennarar hafi svigrúm til að
hafa frumkvæði. Markmiðið eigi
að skilgreina í samvaldri náms-
skrá, en þeir ráði svo ferðinni til
að ná því. Einhvers konar
hvatningakerfi sé nauðsynlegt
til að skólarnir staðni ekki
aftur, þegar lög, reglugerðir og
námsskrár hafa verið sett.
— Við vorum að ræða um
framhaldsskólana og skiptingu
þeirra milli ríkis og sveitar-
félaga?
— Já, ég held að menn geri sér
ekki nægilega grein fyrir þeim
hagnaði, sem af því er í sveitar-
félögunum, að hafa framhalds-
menntunina heima, og geta haft
áhrif á hana, segir Ölafur. Við
finnum þetta vel á Akranesi.
Áður þurftu unglingarnir að
fara í burtu til náms, sem varð
til þess að ákaflega margir
héldu ekki áfram námi. Eða að
fólk fluttist burt, til að koma
börnum sínum til náms. En
skóli á staðnum er aðstaða, sem
fólkið vissulega notfærir sér, og
unglingarnir sækja í framhalds-
nám. Svo að þrátt fyrir kostnað-
inn, eru skólarnir betur settir í
höndum bæði ríkis og sveitar-
félaga en í höndum ríkisvaldsins
og miðstýrðir.
— Ég held líka að hægara sé
að hagræða og koma við sparn-
aði i raun í skólum, ef sveitar-
félagið og skólinn sjálfur hafa
hönd í bagga en þegar það er
gert með miðstýringu eins og nú
er, segir Ólafur ennfremur. Til-
skipun frá fjármálaráðuneyti
um að skera niður yfir alla
línuna reksturskostnað í
prósentum getur komið all
ankannalega út. Til dæmis
þegar okkur er gert að skera
niður hitakostnað og rafmagn
um 10%, þá er ekkert annað að
gera, ef halda á fast við það, en
að kenna nemendum einhvern
tíma í myrkri og kulda. Um
slíkan niðurskurð er ekkert
samband haft við okkur. Svona
stjórnun er ekki skynsamleg.
Sveitarfélögin sjálf og starfsfólk
skólanna bera betur skynbragð
á það hvar má spara vegna
nálægðar við vandann. Hvað
kostnað snertir, þá verður að
gera sér grein fyrir því að það er
annað að byggja upp og hefja
nýtt skólastarf eða reka áfram
skóla, sem fyrir er. Þegar
ákvörðun er tekin um nýjan
skóla, þá þarf að gera sér
fyrirfram grein fyrir óhjá-
kvæmilegum kostnaði. En
kannski færi enginn nýr skóli af
stað, ef menn gerðu það, bætti
Ólafur kankvís við.
Skólahúsin komu til umræðu.
Ólafur sagði að núverandi skóla-
byggingar væru ekki miðaðar
við að þar væri vinnustaður.
Ekki væri nóg að hafa kennslu-
stofnun eina, þar þyrfti að vera
vinnuaðstaða fyrir stjórnun,
kennara og nemendur. Víðast
væri ekki einu sinni hægt að
halda fundi, og skrifstofur
þröngar.
Að lokum var drepið á sam-
skipti heimila eða foreldra við
skólann, en það höfðu flestir
framsögumenn rætt og verið
sammála um að væri mjög
ábótavant. Ólafur sagði að þar
væru skólarnir í miklum vanda.
Samskiptin væru lítil og mikið
til einhliða. Annað hvort væri
um að ræða áhugaleysi af for-
eldranna hálfu eða þá að þeim
fyndist allt í lagi í skólunum.
Viðtalið varð ekki lengra enda
beið umræðuhópur eftir fram-
sögumanni. — E. Pá.