Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
25
:völdi
egari eftir
igan leik
Njarðvíkingar áttu nær allir
góðan dag. Ted Bee var að venju
góður og er ekki gott að segja
hvernig farið hefði, ef hann hefði
leikið út allan leikinn. Guðsteinn
Ingimarsson lék sennilega sinn
besta leik í vetur og leikur nú eins
og hann best gerir. Einnig áttu
þeir Geir Þorsteinsson og Gunnar
V
Guðbjörnsson 2, Einar Bollason 3,
íóakimsson 2, Jón Sigurðsson 4,
1, Geir Þorsteinsson 3, Guðjón
sson 3, Gunnar Þorvaröarson 3, Jón
:on 1, Jónas Jóhannesson 2, Stefán
Þorvarðarson góðan ieik. Njarð-
víkurliðið er mun jafnara lið en
KR og liggur styrkur þeirra ein-
mitt í þeirri staðreynd.
Stigin fyrir KR: John Hudson
48, Jón Sigurðsson 25, Einar Bolla-
son 16, Garðar Jóhannsson 14,
Arni Guðmundsson 7, Gunnar
Jóakimsson 10, Birgir Guðbjörns-
son og Kolbeinn Pálsson 2 hvor.
Stigin fyrir UMFN: Ted Bee 37,
Guðsteinn Ingimarsson 19, Geir
Þorsteinsson 17, Gunnar
Þorvarðarson 16, Stefán Bjarka-
son 12, Jón V. Matthíasson og
Júlíus Valgeirsson 4 hvor, Brynjar
Sigmundsson, Guðjón Þorsteins-
son og Jónas Jóhannesson 2 hver.
Dómarar voru Erlendur Eysteins-
son og Guðbrandur Sigurðsson.
- GI.
gur hjá KR
að vísu mikinn kipp við þetta og
komust í 98-90, en ónákvæmni á
síðustu mínútu leiksins var nærri
búin að kosta þá sigurinn. En sem
fyrr sagði hafðist þetta og lokatöl-
ur urðu 102-103 KR í vil.
Lið KR og ÍR virtust mjög áþekk
í þessum leik. Bæði liðin hafa mjög
sterka einstaklinga, en breiddin er
ekki eins mikil og hjá liðum eins
og t.d. UMFN og Val. KR-ingar
eiga að vísu nokkra efnilega ein-
staklinga, en einhvern veginn virð-
ast þeir ætla að verða efnilegir
einum of lengi.
ÍR-inga bestir í þessum leik voru
þeir Paul Stewart og Jón Jörunds-
son, en einnig var Kristinn
Jörundsson drjúgur að vanda.
Reyndar bregðast þeir bræður
aldrei, en athygli vekur í IR-liðinu
að Kolbeinn Kristinsson ætlar
ekki að ná sér almennilega á strik
í vetur.
John Hudson og Jón Sigurðsson
voru yfirburðamenn í KR-liðinu
sem svo oft áður, en gegn ÍR átti
einnig Einar Bollason góðan leik.
Einar barðist hressilega í vörninni
og gekk eins langt og dómararnir
leyfðu, en auk þess skoraði hann
nokkur þýðingarmikil stig. Aðrir
KR-ingar stóðu þessum þremur að
baki.
Stig ÍR: Paul Stewart og Jón
Jörundsson 31 stig hvor, Kristinn
Jörundsson 23, Kolbeinn Kristins-
son 11 og Stefán Kristjánsson,
Kristján Sigurðsson og Erlendur
Markússon 2 stig hver.
Stig KR: Hudson 36, Jón Sig. 30,
Einar Bollason 16, Gunnar
Jóakimsson 8, Garðar Jóhannsson
5, Árni Guðmundsson 4 og Ásgeir
Hallgrímsson og Kolbeinn Pálsson
2 stig.
Dómarar yoru þeir Þráinn
Skúlason og Guðbrandur Sigurðs-
son. Dæmdu þeir fyrri hálfleikinn
mjög vel, en misstu aðeins tökin á
leiknum í seinni hálfleiknum þótt
ekki verði sagt að þeir hafi dæmt
hann illa.
- gíg.
Línurnar skýrast
í 1. deild
IBK 64-85
KFÍ -
(29-39)
Á laugardaginn léku Isfirðingar
á heimavelli sínum í Hagaskólan-
um gegn Keflavíkingum. Kefl-
víkingar höfðu frumkvæðið í fyrri
hálfleik eftir jafna byrjun, en í
hálfleik höfðu Keflvíkingar tíu
stig yfir, 39—29.
I seinni hálfleik tóku Kefl-
víkingar leikinn í sínar hendur og
um miðjan seinni hálfleik var
staða Keflvíkinga tryggð, en loka
tölur urðu hins vegar 85—64.
Bestir Keflvíkinga voru Björn V.
Skúlason og Einar Ó. Steinsson.
Skoraði Björn 36 stig með hinum
fjölbreytilegasta hætti. Einar
skoraði 17 stig. Þá átti Ágúst
Líndal góðan leik . að vanda og
skoraði hann 19 stig.
Hjá ísfirðingum voru þeir Óli
Ingimarsson og Guðmundur
Jóhannsson bestir. Skoraði Óli 15
stig, en Guðmundur 12. Þá átti
Kristinn Kristjánsson ágætan leik
og skoraði hann 10 stig.
Ármann—KFÍ 79—63
(36-31)
Fram undir miðjan fyrri hálf-
leikinn var ieikur Ármenninga
gegn ísfirðingum býsna jafn, enda
höfðu Ármenningar nær eingöngu
notað yngri mennina sína, en hvílt
þá eldri og leikreyndari. Er greini-
legt að Ármenningum er mikið í
mun að gefa þessum ungu mönn-
um sínum tækifæri og er það vel.
Mun raunar Stewart Johnson
þjálfari þeirra hafa haft á orði
þegar hann var inntur eftir því af
hverju hann beitti sér ekki meir en
raun bæri vitni og léti aðra um
mesta erfiðið: „Nú, hver á þá að
gera þetta næsta vetur." Ár-
menningar náðu nokkru forskoti
um miðjan fyrri hálfleikinn og
bættu síðan við það í þeim síðari,
en leiknum lyktaði með sigri
þeirra, 79—63.
I liði Isfirðinga eru margir
leiknir leikmenn, sem ættu að geta
náð langt ef vel er á málum haldið.
Má þar nefna t.d. Ómar Torfason,
Gunnar Pétursson og Óla
Ingimarsson. Ómar var stigahæst-
ur í leiknum með 24 stig.
Atli Arason og hinn bráðefni-
legri Jón Steingrímsson voru best-
ir Ármenninga og einnig stiga-
hæstir; Atli með 24, en Jón með 20
stig.
Fram— Snæfell:
104-57 (46-28)
Eins og lokatölur þessa leiks
gefa ljóslega til kynna var hann
mjög ójafn og voru yfirburðir
Framara miklir. Þjálfari þeirra
Framara, John Johnson, var í
miklu stuði í leiknum og voru
stigin hans orðin 48 áður en yfir
lauk. Mataði hann félaga sína að
auki á glæsilegum sendingum og
var með öllu óstöðvandi. Þorvaldur
Geirsson átti einnig góðan leik og
skoraði 17 stig.
• Isfirðingar urðu heim að hverfa án stiga eftir leiki helgarinnar
og & myndinni að ofan má sjá Einar ó. Steinsson ÍBK (t.v.) skora
fram hjá Einari Matthíassyni KFÍ (t.h.). ísfirðingurinn er ein
fyrsta stórskytta íslenzks körfuknattleiks, en Keflvíkingurinn
var í unglingalandsliðinu, sem fór til Finnlands í vetur, þannig að
segja má að þarna hafi gamli og nýi tíminn mættst.
(Ijósm. gíg).
Eins og áður hefur verið getið
hér í blaðinu hefur Snæfellingum
gengið afar erfiðlega að ná saman
liði í vetur. Til þessa leiks mættu
þeir með tvo leikmenn, sem ekki
hafa leikið með þeim fyrr í vetur,
þá Lárus Svanlaugsson og
Lárentsínus Ágústson (bróður
Kristjáns í Val). Stóðu þeir sig
báðir ágætlega. Einar Sigfússon
lék einnig vel og var stigahæstur
Hólmara með 19 stig. Bjartmar
Bjarnason kom næstur honum
með 15 stig, en Lárentsínus
skoraði einnig 15.
ÍV-UMFG
66-88 (23-34)
Grindvíkingar settu merkilegt
fordæmi nú um helgina er þeir
héldu til Vestmannaeyja til að
leika þar á laugardaginn. Þar sem
flugsamgöngur eru orðnar mjög
óöruggar, bæði vegna vinnudeilna
og veðráttu, þá héldu Grind-
víkingar til eyja í bát og ekki nóg
með það heldur létu þeir sem
ekkert væri og hirtu bæði stigin af
heimamönnum, svo að óhætt er að
segja að þarna hafi Grindvíkingar
gert strandhögg hið mesta.
Grindvíkingar tóku leikinn
strax í sínar hendur og þrátt fyrir
að þeir hafi misst Ólaf Jóhannes-
son útaf á fyrstu mínútunum
vegna meiðsla og Mark Holmes
með 5 villur snemma í seinni
hálfleik, þá var sigur þeirra aldrei
í hættu.
Flest stig Grindvíkinga skoruðu:
Mark Holmes 30, Eyjólfur
Guðlaugsson 22 og Magnús
Valgeirsson 14.
Flest stig Eyjamanna skoruðu:
Hreinn Þorkelsson 24, Haraldur
Hlöðversson 14 og Sigurður
Daníelsson 12.
Leikur þessi verður þó vart lengi
í minnum hafður, en hitt er eftir-
tektarvert á hvern hátt Grind-
víkingar komust til leiks og eiga
þeir mikið hrós skilið. Ættu önnur
lið að taka þá til fyrirmyndar en
ekki bera fyrir sig þá afsökun að
ekki sé flogið.
Staðan í úrvalsdeildinni er nú sú
að Framarar eru einir ósigraðir,
en Ármenningar eru næstir með
tvö töp ásamt Grindvíkingum og
IBK. Á botninum berjast hins
vegar Vestmannaeyingar, Snæfell
og Tindastóll. gíg/GI
KR sigraði IS
KR sigraði ÍS í mfl. kvenna í
íslandsmótinu í körfuknattleik á
iaugardaginn með 48 stigum
gegn 45 og tók þar með forystu í
mótinu. Möguleikar fS á að halda
fslandsmeistaratitlinum eru hins
vegar orðnir hverfandi litlir,
ÍS-stúlkurnar þurfa að vinna þá 3
leiki, sem þær eiga eftir og ÍR að
vinna KR til þess að IS eigi
nokkra von.
En svo við víkjum að leik KR og
ÍS þá voru KR-stúlkurnar heldur
ákveðnari í upphafi og höfðu til að
mynda yfir um miðjan fyrri hálf-
leik, 14:9. ÍS háði þó brátt að
minnka muninn og í leikhléi hafði
ÍS forystu, 26:25. KR býrjaði síðari
hálfleikinn vel, en er staðan var
31:30 KR í vil hrökk allt í baklás
hjá KR-stúlkunum og þær skoruðu
aðeins 1 stig á næstu 7 mínútum.
IS-stúlkurnar notuðu tækifærið og
sigu framúr og komust 8 stig yfir,
40:32 og 42:34. KR hafði hins vegar
ekki sagt sitt síðasta orð, liðið lék
mjög vel lokakaflann og skoraði þá
14 stig gegn aðeins 3 stigum ÍS og
tryggði sér sigur eins og áður sagði
48:45.
Hjá KR var María Guðnadóttir
langbest, en einnig voru Björg
Kristjánsdóttir og Linda Jónsdótt-
ir góðar.
IS, sem lék nú í fyrsta sinn
undir stjórn nýja þjálfarans Trent
Smock, hefur valdið vonbrigðum í
vetur, en sem kunnugt er sigráði
liðið í öllum mótum á síðasta
keppnistímabili. Að þessu sinni
voru bestar þær Þórunn Rafnar og
Guðný Eiríksdóttir, en Anna Björg
Aradóttir átti einnig ágætan leik.
STIGIN FYRIR KR: María 26, Linda 10,
Björg 8, Kriatjana og Salfna 2 hvor.
STIGIN FYRIR ÍS: Wrunn 18. Guðný 14,
Anna Björg 5, Hanna 4, Þórdfs 2, Margrét
og Kolbrún 1 hvor. ,
— ÁG.