Morgunblaðið - 06.02.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
29
Vilhjálmur G. Skúlason
Lyfjahandbókin
Járn (framh.).
Þær fæðutegundir, sem að öðru
jöfnu innihalda mest af járni
eru blóðmör, iifur, kjötvörur,
einkum nautakjöt, egg, hafra-
mjöl, hveiti og grænmeti, eink-
uni spínat. Mjólk er aftur á móti
lélegur járngjafi. „Blóðleysi“,
sem stafar af járnskorti, er
algengara hjá konum vegna
barnsburðar og tíða, sem hvoru
tveggja hefur blóðtap fyrir
konuna í för með sér.
Ef járnrík fæða nægir ekki, er
nauðsynlegt fyrir þá, sem líða af
járnskorti, að fá viðbótarjárn í
einhverju lyfjaformi. Einnig er
oft nauðsynlegt að gefa þunguð-
um konum viðbótarjárn og
einnig þeim, sem gefa blóð oftar
en tvisvar á ári.
Stundum er askorbínsýru
(C-vítamíni) blandað saman við
járnsamband í lyfjaformi og
þjónar það tvíþættum tilgangi,
annars vegar að auka geymslu-
þol lyfjaformsins og hins vegar
geta sumar sýrur eins og
rafsýra og askorbínsýra aukið
nýtingu járnsambanda úr lyfja-
formi um allt að 30%. Enda þótt
járnlyf, eins og mörg önnur lyf,
nýtist best, þegar þau eru gefin
á fastandi maga, er venjan að
gefa þau með máltíðum til þess
að sniðganga hjáverkanir, sem
einkum eru ýmis einkenni frá
meltingargöngum svo sem verk-
ir, velgja, uppsala, niðurgangur
og hægðartregða. Þar sem tenn-
ur geta litazt af járnsambönd-
um, er ástæða til þess að leggja
sérstaka áherzlu á tannhirðu,
þegar járnlyf eru tekin og einnig
er nauðsynlegt að vita, að
járnsambönd lita hægðir svart-
ar. Börnum er hægt að gefa
húðaðar töflur til þess að
komast hjá mislitun tanna og
málmbragði.
Þegar járnlyf eru gefin, er
nauðsynlegt að fylgjast með
blóðrauðamagni blóðs og gefa
þau síðan í 3—6 mánuði eftir að
það er orðið eðlilegt til þess að
fylla að nýju járnbirgðir líkam-
ans. Taka járnlyfja krefst því
nokkurrar þolinmæði af hálfu
sjúklings. Á hinn bóginn getur
járn sezt sem litarefni í lifur,
bris, nýrnahettur, kynfæri,
hjarta og fleiri líffæri og valdið
járneitrun, ef stórir skammtar
eru gefnir eða haldið er áfram
að taka járnlyf í mjög langan
tíma. Þegar þessi eitrun er
komin á hátt stig, verður húðin
gullituð (bronzlituð) og getur
leitt til dauða, ef ekki er að gert.
Bráðar járneitranir eru al-
gengar hjá hörnum og ber því
að benda foreldrum á. að
geyma járnlyf alltaf þar. sem
börn ná ekki til.
Járnlyf má aldrei gefa með
tetracyklínlyfjum vegna þess,
að með þeim mynda járnsam-
bönd óleysanleg efni, sem ekki
nýtast líkamanum eða með
öðrum orðum, að hvorki járnlyf-
ið né tetracyklínlyfið koma að
tilætluðum notum.
Nokkur lyfjaform, er inni-
halda járnsölt til inntöku: Dosi-
pulveres ferrosi tartratis 0,25 g
(ferrótartratskammtar 0,25 g),
Tablettae ferrosi tartratis 0,25 g
(ferrótartrattöflur 0,25 g),
Granulatum ferrosi tartratis
(ferrótartratkyrni), Mixtura
ferrosi fumaratis (ferró-
fúmaratmixtúra), Tablettae
ferrosi fumaratis 0,2 g (ferró-
fúmarattöfiur 0,2 g), Feosol
Spansule (feosolforðahylki, sem
innihalda ferrósúlfat), Ferronic-
um (saft, sem inniheldur ferró-
glúkónat).
Snefilefni.
Snefilefni, eins og þau voru
skilgreind af Barcroft árið 1944,
eru frumefni, sem eru ekki
meira en 1:20,000 þeirra vefja, er
þau finnast venjulega í, valda
röskun á starfsemi þeirra, ef
þau eru til staðar í of litlu eða of
miklu magni og taka þátt í
efnabreytingum, sem eru hvatt-
ar af gerhvötum (enzym).
Stundum eru snefilefni hluti af
gerhvata. Gerhvati er samsett,
lífrænt efni, venjulega prótein-
efni, sem frumur líkamans
framleiða og hefur hæfileika til
þess að hrinda af stað eða auka
hraða sérstakra efnabreytinga,
sem eru hluti af efnaskiptum
líkamans. Þó er vitaö, að víta-
mín eru mikilvægur hluti
margra gerhvata, en þau getur
líkaminn yfirleitt ekki framleitt
sjálfur og verður því að fá þau
frá umhverfinu eins og steinefn-
in.
Joð
Joð var fyrst framleitt árið
1812 af franska efnafræðingn-
um Courtois úr ösku, sem varð
eftir, þegar þang var brennt.
Landi Courtois, Gay-Lússac,
kallaði efnið joð (á ensku iodine)
eftir grísku orði, sem merkir
fjólublár vegna þess, að gufur
Stein-
efni
m
efnisins eru fjólubláar. Árið
1896 uppgötvaði þýzki lífefna-
fræðingurinn E. Baumann, að
skjaldkirtill er frábrugðinn öðr-
um vefjum líkamans að því
leyti, að hann inniheldur mikið
af joði. Árið 1905 komst banda-
ríski læknirinn David Marine að
því, sér til mikillar undrunar, að
vissar skjaldkirtilstruflanir
voru mjög algengar meðal íbúa í
borginni Cleveland og nágrenni.
Skjaldkirtilstruflanir þessar
voru mjög auðkennilegar og
leiddu stundum til sérkennilegr-
ar stækkunar kirtilsins og höfðu
þau áhrif, að fórnarlambið varð
annaö tveggja andlega tregt og
framtakslaust eða taugaóstyrkt,
órólegt og með útistandandi
augu. Marine, læknir, reyndi að
gera sér grein fyrir því, hvort
sjúkdómurinn stafaði af joð-
skorti, því eina frumefni, sem
skjaldkirtill hefur sérstaka
ásókn í. Hann taldi, að Cleve-
landbúa, sem eiga heima inni í
miðju landi, kynni að skorta joð,
sem gnægð er af í jarðvegi nær
hafinu og í öllum fiskafurðum,
sem eru mikilvægur hluti fæð-
unnar þar.
Læknirinn gerði tilraunir á
dýrum og eftir tíu ára rann-
sóknir var hann orðinn svo viss í
sinni sök, að hann hóf að gefa
sjúklingum með skjaldkirtils-
truflanir joð. Hann varð ekki
mjög undrandi, þegar hann sá,
að aðferðin reyndist mjög vel.
Marine lagði því næst til, að
efnasamböndum, sem innihalda
joð, yrði bætt í matarsalt og í
vatnsból þeirra horga inni í
miðju landi, þar sem jarðvegur-
inn var joðsnauður. Mikil and-
staða hófst gegn þessum tillög-
um og það liðu tíu ár, unz
almennt var hægt að bæta joði í
vatnsból og matarsalt. Eftir það
hurfu skjaldkirtilstruflanir,
sem stöfuðu af joðskorti, eins og
dögg fyrir sólu.
Joð er lífsnauðsynlegt fyrir
myndun skjaldkirtilshormóna,
,en þeir eru nauðsynlegir fyrir
andlegan og líkamlegan þroska
og þess vegna getur joðskortur í
fæðunni haft afdrifaríkar af-
leiðingar fyrir andleg og líkam-
leg afköst manna og leiðir að
lokum til vanstarfsemi skjald-
kirtils.
Helztu joðlindir mannsins eru
drykkjarvatn, allskonar fisk-
meti og grænmeti, sem vex í
joðríkum jarðvegi. Þörf manns-
ins fyrir joð er mjög lítil eða
aðeins um 100—200 míkró-
grömrn á dag (1 míkrógramm =
1/1000 millígramm), en samt
sem áður geta matvæli og
drykkjarvatn á sumum stöðum
verið svo snauð af joðþ að til
joðskorts geti komið. Á þetta
einkum við um landssvæði, sem
liggja langt frá sjó eins og áður
er getið. Hér á landi er hverf-
andi hætta á joðskorti.
Flúor
Þar sem skoðanir manna hér
sem víða annars staðar á flúor
og gagnsemi þess eru mjög
skiptar, skal gerð allitarleg
grein fyrir þessu frumefni og
samböndum þess til þess að
koma í veg fyrir tannskemmdir.
Tannskemmdir ásamt tann-
holdsbólgum og tannlosi eru
örugglega algengustu sjúkdóm-
ar í öllum menningarlöndum og
snerta því varnaraðgerðir gegn
þeim sérhvern einstakling beint.
Sænski lyfjafræðingurinn
Scheele uppgötvaði frumefnið
flúor árið 1770. Enda þótt
flúorsambönd séu mjög útbreidd
í náttúrunni, var það ekki fyrr
en árið 1860, sem Gore heppnað-
ist að framleiða lítið magn af
flúorgasi. Árið 1886 tókst
franska efnafræðingnum Henri
Moissan (1852—1907), sem var
prófessor í almennri efnafræði
við Sorbonne, að ryðja úr vegi
þeim tæknilegu erfiðleikum,
sem voru bundnir við fram-
leiðslu flúors í miklu magni.
Meðal annars fyrir það afrek
hlaut Moissan Nóbelsverðlaun í
efnafræði árið 1906. Nafnið á
frumefninu er leitt af latnesku
sögninni íluere, sem merkir að
flæða.
Flúor finnst aldrei frítt í
náttúrunni, heldur ávallt sem
efnasambönd, meðal annars sem
kryólít, er finnst hér á landi og á
Grænlandi og er notað mikið við
álframleiðslu.
Flúor finnst í mjög litlu
magni í öllum beinum og tönn-
um og hefur sérstaka þýðingu
fyrir myndun sterks tanngler-
ungs. í sjó eru 0,8—1,4 mg af
l'lúor í hverjum lítra, en í
drykkjarvatni er magn þess
mjög breytilegt eftir landsvæð-
um og fer það m.a. eftir
jarðmyndunum og dýpt vatns-
æöar, sem vatn er nýtt úr. í
flestum matvælum finnst mjög
lítið af flúor. Undantekningar
eru allskonar fiskmeti og te,
sem hvoru tveggja innihalda
töluvert magn. (framh.).
Hrafn GK kominn
með mestan afla
— Loðnuvertíðin tæplega 140 þúsund tonn
í LOK síðustu viku höfðu tvö skip
fengið meira en 5 þúsund lestir af
loðnu, en heildaraflinn var þá
orðinn 139.123 lestir og höfðu 54
skip tilkynnt um einhvern afla.
Hrafn GK 12, skipstjóri Sveinn
ísaksson, var kominn með 5161
lest og Bjarni Ólafsson AK 70
með 5154 lestir. Loðnu hefur
verið landað á 11 stöðum á land-
inu, mest á Eskifirði 26.412 lest-
um. Seyðisfirði 26.351 lest og
22.836 lestum í Siglufirði. Aflinn
síðustu viku nam 39.518 lestum.
Á sama tíma í fyrra var heildar-
aflinn 81.572 lestir og þá höfðu 58
skip fengið afla.
Meðfylgjandi er skýrsla Fiski-
félags Islands um afla einstakra
skipa á loðnuvertíðinni til laug-
ardagskvölds og löndunarstaðir:
Hrafn GK 12 5161
Bjarni ólafsson AK 70 5154
Börkur NK 122 4930
Sigurður RE 4 1650
Pétur Jónsson RE 69 4497
Magnús NK 72 4458
Súlan EA 300 4439
Víkineur AK 100 4324
Gísli Árni RE 375 4181
Harpa RE 342 3829
Kap II VE 4 3697
Gígja RE 340 3685
örn KE 13 3664
Ililmir SU 171 3644
Jón Finnsson GK 506 3502
Albert GK 31 3496
ísleifur VE 63 3437
Grindvíkingur GK 606 3394
Náttfari ÞH 60 3252
Stapavík SI 4 3237
Breki VE 61 3122
Loftur Baldvinsson EA 24 3119
Hákon ÞH 250 2972
Keflvíkingur KE 100 2956
Gullberg VE 292 2948
Jón Kjartansson SU 111 2793
Helga II RE 373 2608
Eldborg HF 13 2522
Húnaröst AR 150 2520
Sæbjörg VE 56 2506
Skarðsvík SH 205 2447
Seley SU 10 2410
Sæberg SU 9 2360
óskar Halldórsson RE 157 2188
Guðmundur RE 29 2163
Árni Sigurður AK 370 2131
Bergur II VE 144 1860
Fífill GK 54 1854
Rauðsey AK 14 1820
Ljósfari RE 102 1482
Faxi GK 44 1335
Ársæll KE 17 1311
Hafrún (S 400 1060
Arnarnes HF 52 904
Skírnir AK 16 848
Huginn VE 55 810
Víkurberg GK 1 685
Freyja RE 38 631
Gjafar VE 600 609
Gunnar Jónsson VE 555 604
Heiga Guðmundsdóttir BA 77 422
Þörður Jónasson EA 350 211
Vonin KE 2 173
Sttgandi Ii Skipafjöldi 54 Vikuafli 39518 lestir VE 477 110
Heildarafli 139123 lestir. Aflamagn á einstökum stöðum pr. 3. febr.
1979. Nafn staðar Viku- Heildar-
afli afli
(lestir) (lestir)
Eskifjörður 14036 26412
Seyðisfjörður 9754 26351
Siglufjörður — ■ 22836
Neskaupstaður 6123 14937
Raufarhöfn — 13895
Vopnarfjörður 311 12524
Reyðarfjörður 3851 8083
Fáskrúðsfjörður 3493 6518
Akure/Krossan — 4388
Stöðvarfjörður 781 1683
Breiðdalsvík 1170 1472
Hafir þú ekki tíma til að horfa á sjónvarp
leysir Sony Betamax vandann.
Höfum líka
áteiknaöar
kassettur.
lietamax.
TV Recording Deck
JRPIS
LÆKJARGÖTU 2,
SÍMI 27192 — 27133.
P.O BOX 396.