Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 31 Breytingar á úthlutunarreglum L.Í.N: Fulltrúi f jármálaráðherra andvígur, námsmenn sátu hjá Samþykktar hafa verið breyt- ingar á úthlutunarreglum Lána- sjóðs íslenskra námsmanna fyrir árið 1978 til 1979, en fyrri reglur frá árinu 1976 hafa sem kunnugt er verið ákaflega umdeildar, einkum þó og sér í lagi fyrir verðtryggingu námslánanna. Einnig voru mjög umdeildar reglur sem þáverandi sjóðsstjórn setti um úthlutun eftir fjölskyldu- stærð og fjölskylduaðstæðum námsmanna. Á sínum tíma höfð- aði S.I.N.E. mál vegna þessa máls, eins konar prófmál, þar sem fyrir voru teknar aðstæður námsmanna í Noregi. í sumar féll dómur í málinu fyrir bæjarþingi, náms- manninum í vil. Málinu var áfrýj- að, og hefur Hæstiréttur enn ekki kveðið upp úrskurð sinn, en að því er formaður sjóðsstjórnarinnar, Þorsteinn Vilhjálmsson, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær telur meirihluti sjóðsstjórnarinn- ar núverandi, gömlu reglurnar ólöglegar, og er því sammála dómnum. í samráði við menntamálaráð- herra hafi því verið eitt af fyrstu verkefnum stjórnarinnar að breyta þessum reglum, og er því starfi nú lokið. Þær breytingar sem nú eru lagðar fram eru gerðar með samþykki tveggja sjóðsstjórn- armanna, einn var á móti, en tveir sátu hjá . Það voru tveir fulltrúar frá menntamálaráðherra sem voru samþykkir, fulltrúi fjármálaráð- herra var andvígur og fulltrúar námsmanna sátu hjá. Sjóðsstjórnin er skipuð fyrr- greindum þremur fulltrúum ríkis- valdsins en þremur fulltrúum námsmanna, en þó hefur ríkis- valdið meirihluta ef í odda skerst, því atkvæði formanns ræður úr- slitum. Helstu atriðin í breytingunum á úthlutunarreglunum fara hér á eftir: 1. Reiknaður framfærslukostn- aður námsmanns fer eftir fjöl- skyldustærð og öðrum aðstæð- um skv. sérstökum hlutfalls- stiga. Þessi aðferð tryggir að námsmaður með stærri fjöl- skyldu fær alltaf hærra lán, ef eins stendur á að öðru leyti. 2. Tekin er upp sú aðalregla að framfærslukostnaður náms- Afskipunum á síld lýk- ur í þess- um mánuði manns og fjölskyldu hans reiknast í heilt ár en allar tekjur á þeim tíma hafa áhrif til lækkunar á námslán. 3. Tekið er umsvifalaust til greina ef tilteknar gildar ástæður valda því að náms- maður hefur skertar vinnu- tekjur í leyfum eða maki hans getur ekki aflað tekna. Hér getur t.d. verið um að ræða atvinnuleysi, veikindi, ómegð eða barnsburð. 4. Tölur sjóðsins um reiknaðan framfærslukostnað á mánuði eru hækkaðar um Vi eða 8,33% umfram verðlagshækkanir, m.a. til móts við þá almennu kaupmáttaraukningu sem orð- ið hefur í landinu á síðastliðn- um 2—3 árum. Aflað er fjár til þessarar hækkunar með því að breyta meðferð á tekjum námsmanns þannig að þær dragast nú að fullu frá fram- færslukostnaði. Skv. fyrri reglum gat námsmaður hins vegar haft tekjur allt að svo- kölluðum marktekjum sem Ef yður vantar rafritvél fyrir heimilið eða skrifstofuna er rétta vélin. Gott verð. Mikil gæði. ívar Skipholti 21. Reykjavik, simi 23188. voru nokkru hærri en fram- færslukostnaður hans i leyf- um. 5. Beinn námskostnaður, þ.e. kostnaður vegna bóka, rit- fanga og annarra námsgagna, kemur nú að fullu til viðbótar í námsláni, í stað þess að áður gerði hann það aðeins að 68 hundraðshlutum. 6. Settar eru efnislega nýjar reglur um meðferð tekna hjá þeim sem hefja nám að nýju eftir nokkurt hlé sem þeir hafa notað til vinnu á almennum vinnumarkaði. Vonast er til að hinar nýju reglur auðveldi fólki með almennar launatekj- ur að komast inn í námslána- kerfið ef það vill hætta vinnu og t.d. fara í framhaldsnám. 7. Samhliða því sem framfæri Wellenkupplung Uonax Planox Vulkan Doppelflex Hadeflex SflQmrBaiuigjiyir <& (g@ Vesturgötu 16, sími 13280. Byggingavöru- afsl áttur í Ný borgáfo 1.—17 , U februar Nýborg, Byggingavörur, Ármúla 23, sími 86755. LOKATÖLUR um söltun Suður- landssíldar á haust- og vetrar- vertíðinni liggja nú fyrir. Hcildarsöltunin varð 194.417 tunnur eða um 28% meiri en á vertíðinni 1977, en þá var saltað meira af SuðurlandssiTd en nokkru sinni áður. Af hringnóta- sfld var saltað í 106.248 tunnur, en af reknetasfld voru saltaðar 88.169 tunnur. Svipað magn af þessum tölum fór í flök eða tæplega 12 þúsund tunnur. Þrír staðir skáru sig nokkuð úr með söltuharmagn á vertíðinni, Höfn í Hornafirði með 49.498 tunnur, Vestmannaeyjar með 39.079 tunnur og Grindavík með 29.125 tunnur. Síld var unnin á 15 stöðum á vertíðinni. Afskipanir hafa staðið yfir stanzlaust frá því í nóvember og er nú búið að flytja út samtals um 108.000 tunnur. Verið er að lesta þessa dagana um 13.000 tunnur í M/s Hvassafell til Sovétríkjanna og um 12.000 tunnur í M/s Skeiðs- foss til Norðurlanda. Gert er ráð fyrir að afskipunum verði að mestu lokið í lok febrúar. Nýtt frá R0WENTA KAFFIKANNA + HITABRÚSI HAGSTÆTT VERÐ. Fæst í næstu raftækjabúö. maka er tekið inn í útreikning námslána er tekið aukið tillit til tekna makans. Ef makinn er tekjulágur og hefur gildar ástæður til þess, verður þetta til þess að námslán hækkar verulega, en á hinn bóginn lækka lán þeirra sem eiga tekjuháa maka, til að mynda lán til barnlausra hjóna sem hafa vinnutekjur sem svara 200 þús. á mánuði á núverandi verðlagi, eða þar yfir. 8. Gert er ráð fyrir að námsmað- ur eða maki geti verið tekju- lausir í allt að 6 mánuði við barnsburð. 9. Tekið er sérstakt tillit til þess kostnaðar sem fylgir börnum ef báðir foreldrar eru í fullri vinnu, að meðtöldu námi. Hér er m.a. átt við dagvistunar- kostnað eða hliðstæðan kostn- aðarauka. 10. Við merðferð á tekjum náms- mannafjölskyldunnar er ævin- lega byrjað á því að draga frá skatta sem hún hefur sannar- lega greitt á tekjuöflunartíma- bilinu. Varahlutir I bflvélar Stimplar, sltfar og hringir Pakknlngar Vélalegur Ventlar Ventilstýringar Ventilgormar Undirlyftur Knastásar Tímahjól og keðjur Olíudælur Rokkerarmar Þ JÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84S15 — 84516 AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða í Hafnarfirði í febrúar og marz 1979. Skoðun fer fram sem hér segir Mánudagur 12. febrúar G-1 til G-150 Þriöjudagur 13. febrúar G-151 til G-300 Miövikudagur 14. febrúar G-301 til G-450 Fimmtudagur 15. febrúar G-451 til G-600 Föstudagur 16. febrúar G-601 til G-750 Mánudagur 19. febrúar G-751 til G-900 Þriöjudagur 20. febrúar G-901 til G-1050 Miövikudagur 21. febrúar G-1051 til G-1200 Fimmtudagur 22.febrúar G-1201 til G-1350 Föstudagur 23. febrúar G-1351 til G-1500 Mánudagur 26. febrúar G-1501 til G-1650 Þriöjudagur 27. febrúar G-1651 til G-1800 Miövikudagur 28. febrúar G-1801 til G-1950 Fimmtudagur 1. marz G-1951 til G-2100 Föstudagur 2. marz G-2101 til G-2250 Mánudagur 5. marz G-2251 til G-2400 Þriöjudagur 6. marz G-2401 til G-2550 Miövikudagur 7. marz G-2551 til G-2700 Fimmtudagur 8. marz G-2701 til G-2850 Föstudagur 9. mars G-2851 til G-3000 Mánudagur 12. marz G-3001 til G-3150 Þriöjudagur 13. marz G-3151 til G-3300 Miðvikudagur 14. marz G-3301 til G-3450 Fimmtudagur 15. marz G-3451 til G-3600 Föstudagur 16. marz G-3601 til G-3750 Mánudagur 19. marz G-3751 til G-3900 Þriöjudagur 20. marz G-3901 til G-4050 Miövikudagur 21. marz G-4051 til G-4200 Fimmtudagur 22. marz G-4201 til G-4350 Föstudagur 23. marz G-4351 til G-4500 Mánudagur 26. marz G-4501 til G-4650 Þriöjudagur 27. marz G-4651 til G-4800 Miövikudagur 28. marz G-4801 til G-4950 Fimmtudagur 29. marz G-4951 til G-5100 Föstudagur 30. marz G-5101 til G-5250 Skoöun fer fram viö Suöurgötu 8, Hafnarfirði frá kl. 8.15 til 12.00 og 13.00 til 16.00 alla framangreinda skoöunardaga. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiöum til skoðunar. Viö skoöun skulu ökumenn bifreiöanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, aö bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því aö skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver aö koma bifreið sinni til skoöunar á auglýstum tíma, veröur hann látinn sæta sektum samkvæmt umferöarlögum og bifreiðin tekin úr umferö hvar sem til hennar næst. • Viö fullnaðarskoðun bifreiöa skal sýna Ijósastillingar- vottorö. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga aö máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 1. febrúar 1979. Einar Ingimundarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.