Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 37 Minning: Indríöi Hallgrímsson bókasafnsfrœðingur Fæddur 21. október 1944. Dáinn 27. janúar 1979. Indriði Hallgrímsson er látinn, langt um aldur fram. Andláts- fregn hans kom ekki á óvart. Hann hafði um nokkra hríð barizt af hetjuskap við banvænan sjúkdóm. Þeirri baráttu hlaut að ljúka á einn veg, en samt þótti mér oft sem hann ynni í sjúkdómslegunni þann sigur, sem mannlegur mátt- ur getur mestan unnið: Hann hélt sálarþreki sínu og æðruleysi óskertu til hinztu stundar. Ekki kann ég að rekja ættir Indriða, en fæddur var hann 21. október 1944 að Kristnesi í Eyja- firði, sonur hjónanna Lilju Jóns- dóttur og Hallgríms Indriðasonar. Hann ólst upp í Kristnesi, en settist um fermingaraldur í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1965. Síðan lá leiðin til háskólanáms í Reykjavík. Við Háskóla íslands lagði hann stund á bókasafnsfræði og sagnfræði og lauk BA-prófi í báðum greinum 1968. Eftir það fluttist hann aftur norður yfir heiðar til starfa á Amtsbókasafn- inu á Akureyri. En hugurinn stefndi alltaf til meiri mennta í bókasafnsfræðum og aldrei hygg ég hann hafi ætlað að láta staðar numið við BA-prófið. Því var það að hann tók sig upp haustið 1971 og hélt til framhaldsnáms við Kent State University í Ohio í Bandaríkjunum. Þar lauk hann MA-prófi eftir hálfs annars árs nám. Eftir heimkomuna hóf hann störf í Háskólabókasafni og starf- aði þar sem bókavörður til hausts- ins 1977. Laugardaginn 2. febrúar 1974 taldi Indriði jafnan hafa verið mesta gæfudag lífs síns, en þá gekk hann að eiga eiginkonu sína, Sigrúnu Klöru Hannesdóttur, sem nú er lektor í bókasafnsfræðum við H.í. Þau hjón reyndust mjög samhent og varð hjónaband þeirra, sem bezt varð á kosið. Eignuðust þau einn son, Hallgrím. Haustið 1977 tóku þau hjón sig upp og héldu til enn frekara náms í bókasafnsfræðum, að þessu sinni í Chicago. Er heim kom á síðast- liðnu sumri hóf Indriði störf á læknisfræðibókasafni Landakots- spítala og starfaði þar unz hann veiktist snögglega um miðjan nóv- ember síðastliðinn. Leiðir okkar Indriða lágu fyrst saman í M.A. haustið 1957, en fremur urðu kynni okkar lítil á menntaskólaárunum. Er í háskóla kom lögðum við stund á sömu greinar og tókst þá með okkur vinátta, sem varð æ því meiri og traustari sem lengra leið. Indriði var maður víðförull og naut þess vel að ferðast. Auk námsferðanna til Bandaríkjanna, sem áður er getið, sat hann nokkr- ar alþjóðlegar ráðstefnur bóka- varða og á meðan hann stundaði nám hér heima vann hann um tíma á bókasafni í Lundúnum. Hygg ég að á engan sé hallað þótt sagt sé, að hann hafi verið öðrum íslendingum betur menntaður í bókasafnsfræðum. En ferðir hans voru ekki allar til náms. Hann brá sér gjarnan á milli landa sér til skemmtunar og fróðleiks. Ég átti þess tvívegis kost að ferðast með honum um Evrópu. Á þeim ferðum kynntist ég honum bezt og hygg ég að hann hafi notið sín bezt á ferðalögum. Þar kom vel fram glaðlyndi hans, víðsýni og yfir- gripsmikil þekking á ólíkustu efn- um. Hann flíkaði aldrei þekkingu sinni, en á ferðalögum duldist ekki, að hann var t.d. mjög vel heima í mörgum greinum lista og hinn ágætasti tungumálamaður. Benedikt Helgason Nokkur kveðjuorð Fæddur 17. júlí 1923. Dáinn 26. janúar 1979. Kveðja frá samstarfsmönnum Núna fyrir réttri viku hitti ég tvo af samstarfsmönnum mínum í búð einni hér í borginni. Það fyrsta sem þeir sögðu mér var að Benni væri dáinn. — En svo var Benedikt Helgason jafnan kallaður meðal vina og samstarfs- manna. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég gleymdi sem snöggvast hvað ég ætlaði að verzla þarna. Ég fór að hugsa: Er virkilega svona stutt milli lífs og dauða. Því fór ég líka að hugsa til þess er við Benni vorum litlir strákar og aðalsamkomustaðir okkar Vesturbæinganna voru Fjóla og Billiardinn á Vesturgöt- unni, þar sem Naustið er núna. — Umræðuefni okkar strákanna var togarar og aftur togarar. Ég man hve við öfunduðum Benna af því að vera á aflaskipinu mikla, Júpiter. Þangað komust ekki í skiprúm nema þeir harðduglegustu, enda sýndi Benni það fyrr og síðar hvað í honum bjó. En leið hans lá síðan á fragtskipaflotann: Brúarfoss og síðan Fjallfoss. Hann var jafnan lengi í skiprúmi þangað sem hann réðst, því hann var ekki fyrir það að flökta á milli skipa. Fyrir nokkrum árum varð hann starfsmaður Reykjavíkurhafnar og fór í Magna. — Nokkrum árum síðar gerðist hann vatnsaf- greiðslumaður hafnarinnar. Þar starfaði hann til dauðadags. Alla þann tíma sem ég man eftir Benna átti hann heima í Vestur- bænum, enda þar flestir hans kunningjar, og ekki mjög langt að sækja vinnu sína. Énda sagði Benni það oft að hann hvorki vildi né ætti annars staðar heima en í Vesturbænum. Það sem auðkenndi Benna var samviskusemi og aftur samvisku- semi. Ég mun sakna þess að sjá ekki vin minn brunandi á hjólinu sínu um hafnarsvæðið, því að Benni lærði aldrei að aka bíl. Hans ökutæki var gamla reiðhjólið hans. í hópi okkar samstarfsmanna Benna við Reykjavíkurhöfn stendur nú tómt rúm. Við sjáum hvað maðurinn má sín lítils. Én þó að hann sé kominn yfir móðuna miklu, sem er það sem fyrir okkur öllum liggur, munum við sárt sakna góðs vinnufélaga og vinar í stað. Okkur verður hugsað til Maríu eiginkonu hans og barna þeirra hjóna og sendum þeim og öðrum ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. — Við biðjum góðan Guð að styrkja þau og styðja um ókomna framtíð. Útför Benedikts fór fram í gærdag. Valtýr Guðmundsson. Að auki var ferðagleðin mikil, hann þreyttist aldrei á að skoða eitthvað nýtt, og ekkert var svo ómerkilegt að hann gæfi sér ekki tíma til þess að gaumgæfa það. í daglegri umgengni var Indriði glaðlyndur og jafnlyndur, en þó jafnan fremur hlédrægur og reyndi aldrei að vekja á sér athygli af fyrra bragði. Þeim mun betur naut hann sín í fámennum hópi góðra vina. Þar var hann hrókur alls fagnaðar, höfðingi heim að sækja og naut þess vel að gleðjast með glöðum. Hann var maður hrifnæmur og lifði hvert augna- blik til fulls. Indriði Hallgrímsson var mjög starfsamur og féll sjaldan verk úr hendi. Tókst honum því að afkasta ótrúlega miklu og tafðist þó oft frá vinnu vegna meðfædds sjúkleika. Öll sín verk vann hann af stakri alúð og nákvæmni og þótti sem verk væri betur ógert en illa. Um það bera hinar fáu ritsmíðar, sem eftir hann liggja, órækan vott. Um miðjan nóvember síðastlið- inn veiktist Indriði snögglega og varð fljótt ljóst að sjúkdómurinn yrði ekki yfirunninn. Helstríðið var erfitt, en enginn sá honum bregða. Bjartsýni hans og lífslöng- un var viðbrugðið og aldrei heyrð- ist hann mæla æðruorð, reyndi þess í stað að telja kjark í vini og vandamenn, sem heimsóttu hann á sjúkrahúsið. Indriði Hallgrimsson lézt að morgni 27. janúar. Þann dag var lokað lífsbók, þar sem hver síða var þéttskrifuð gullnu letri mann- gildis og drengskapar. Og nú hefur hann lagt upp í sína síðustu ferð, þá ferð, sem öllum er hulin nema goðunum einum. Við viljum trúa því vinir hans, að hann dveljist nú á þeim ódáinsökrum, þar sem manninn bíta engin vopn, en fegurðin ein ríkir. Ektd bara okkor stolt. . heldur líka þitt. ‘ Þegar þú býður gestum þínum í Þingholt. Leitaðu upplýsinga hjá okkur, næst þegar þú þarft á húsnœði að halda fyrir brúðkaup, fermingu, árshátíð eða hverskonar mannfagnað. Síminn er 2 10 50. Eftirlifandi eiginkonu hans, syni og öðrum vandamönnum bið ég huggunar í þeirra mikla harmi. Þeirra söknuður er dýpstur, og minningarnar bjartastar. Ég kveð góðan vin og bið hann hafa heila þökk fyrir samveruna. Jón Þ. Þór. Kveðjuorð frá bekkjarsystkinum Bekkjarbróðir okkar úr Mennta- skólanum á Ákureyri, Indriði Hallgrímsson bókasafnfræðingur, andaðist hinn 27. s.l. eftir skamma en erfiða sjúkdómslegu. Að menntaskólanámi loknu hóf Indriði nám við Háskóla íslands og lauk þaðan B.A.-prófi í bóka- safnsfræði og sagnfræði árið 1968, en stundaði síðan framhaldsnám við Kent State háskóla og lauk M.A.-prófi þar 1972. Að því búnu hóf hann störf við háskólabóka- safn og vann jafnframt að doktorsritgerð í bókasafnsfræði. Indriði kvæntist Sigrúnu Klöru Hannesdóttur bókasafnsfræðingi árið 1974, og eignuðust þau einn son, Hallgrím að nafni. Síðasta skólaár dvaldi fjölskyldan í Chirago og unnu þau Indriði og Sigrún bæði að doktorsritgerðum sínum. Indriði lét ekki mikið yfir sér. Hann var einstaklega hógvær og látlaus í allri framkomu, en hýr í viðmóti og glettinn, þegar því var að skipta. Honum var ekki tamt að flíka tilfinningum sínukm eða blanda sér í málefni annarra, en með brosi sínu — svolítið kímnu og vinalegu — lífgaði hann ávallt umhverfis sig svo að öllum leið vel í návist hans. Á síðastliðnu hausti hóf Indriði störf á sérbókasafni lækna á Landakotsspítala og vann þar uns hann veiktist í nóvember. Indriði vissi að hverju stefndi og sýndi fádæma kjark og æðruleysi. Um leið og við kveðjum góðan dreng og vin vottum við eiginkonu hans og syni, foreldrum og öðru venslafólki, dýpstu samúð. Bekkjarsystkini. Hálir vegir hœtta áferð Tækni og þægindi til heimilisnota. Við bjóðum yður ábyggileg heimilistæki, sem byggja á áratuga tækniþróun SIEMENS verksmiðjanna. SIEMENS -heimilislækin sem endasi SIEMENS sameinar gæði, endingu og smekklegt útlit. SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Sími 28300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.