Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
+
EGGERTÍNA SIGURDARDÓTTIR,
Irá Ertu, (Salvogi,
lézt 3. febrúar aö visthelmllinu Hátúni 10A.
Börnin.
Móöir okkar,
er látin.
BJARNFRÍÐUR BJARNADÓTTIR,
Hlíö, Blemugróf
Börnin.
Faöir okkar.
SIGURÐUR ÁRNASON,
Stóragmrói 13,
andaöist í Borgarspítalanum laugardaginn 3. febrúar
Árni Sigurösson,
Aöalsteinn Sigurösson,
Hjördís Þorbjörg Siguröardóttir,
Bryndfs Ágústa Siguröardóttir.
ÁSLAUG M. ÓLAFSDÓTTIR,
hárgraiöslumaistari,
Bústaöavag 69,
andaöist 3. febrúar.
Ólafur Arnason
og systkini hinnar látnu.
+
Drengurinn okkar
MAGNÚS ÞÓR GRETTISSON
lézt af slysförum 31. janúar. Jaröarförin hefir fariö fram.
Elísabat A. Magnúsdóttir,
Grottir B. Guömundsson.
+
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
HELGI GUÐMUNDSSON,
áöur bóndi að Litlu-Strönd, Rangárvöllum,
/Esufolli 2, Rvík.
andaöist í Landakotsspítala, laugardaginn 3. febrúar.
Erla Pálsdóttir, Hörður Hjartarson,
Jóhann Holgason, Nanna Ragnarsdóttir,
Hrafnhikfur Hslgsdóttir, Jón Bryngsirsson,
Saavar Holgason,
Kristbjörg Holgadóttir, Már Arnbórsson,
og barnabörn.
+
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
GUDMUNDUR HARALDUR ÁRNASON,
andaöist aö Hrafnistu 3. þ.m. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 9. febrúar kl. 3 e.h.
Árni H. Guðmundsson, Ingibjörg Stafánsdóttir,
Kári Guömundsson, Elfn Sigurjónsdóttir,
Lára H. Guðmundadóttir Clarko, Arthur E. Clarka,
og barnabörn.
Útför,
THEÓDÓRS Ó. JÓNSSONAR,
Granimal 25,
fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 7. febrúar kl. 10.30.
Aðatandandur.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og útför fööur
okkar, tengdafööur og afa,
GUNNARSJÓHANNSSONAR,
frá Varmalaak,
Bragi Gunnarsson, Svoinn Þrösfur Gunnarsson,
Hjörtur Þór Gunnarsson, Kristján Ingi Gunnarsson,
Jóhann Vísir Gunnarsson, Svanhildur Helga Gunnarsdóttir,
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Gunnar Þórir Gunnarsson
tongdabörn og barnabörn.
Ingvar G. Brynjólfs
son menntaskóla-
kennari -
í dag er gerð útför Ingvars G.
Bryjólfssonar menntaskólakenn-
ara sem andaðist hinn 28. janúar
síðastliðinn á Landakotsspítala
eftir stutta sjúkrahúsvist en
skerta heilsu um nokkurra ára bil.
Góður kennari er horfinn á brotl
úr skóla sínum nokkuð fyrir aldur
fram, og gamlir skólafélagar
sakna vinar í stað. Það er við hæfi
að einn úr þeim hópi fylgi honum
úr hlaði með nokkrum kveðjuorð-
um.
Ingvar Guðni Brynjólfsson
fæddist 8. mars 1914 í Goðdölum í
Skagafirði. Foreldrar hans voru þá
til heimilis á Breið, og það er til
marks um þröngan hag þeirra að
prestskona í Goðdölum bauð móð-
urinni að ala barn sitt þar heima á
staðnum, að sögn systur Ingvars.
Að öðru leyti en þessu voru
bernskuár Ingvars í Skagafirði
síst tengd hinum stærri stöðum
héraðsins. Foreldrar hans voru
Brynjólfur Eiríksson frá Skata-
stöðum í Austurdal og kona hans
Guðrún Guðnadóttir frá Villinga-
nesi og er hún enn á lífi nær tíræð
að aldri. Hygg ég að bæði þessi
heiðurshjón hafi verið af skag-
firskum ættum í allar greinir.
Brynjólfur Eiríksson var maður
mjög hneigður til náms og fróð-
leiks, varð búfræðingur frá Hól-
um, en réttara er þó að kenna
ævistarf hans fremur við barna-
kennslu en búskap. Ekki var auður
í garði þeirra hjóna, og atvinna
fjölskylduföðurins olli því að hann
var oft langtímum að heiman. Því
var það að börn hjónanna fengu
lítt haldið hópinn í æsku, heldur
dvöldust oft löngum stundum sitt
á hvað með vinum og venslamönn-
um. Eigi að síður ríkti góð frænd-
semi í systkinahópnum þegar
hann óx úr grasi. Og þó að þau
ælust upp við kröpp kjör eins og
margur á þeirri tíð og leiðirnar
lægju snemma burt úr héraði og
þá einkum til Eyjafjarðar, höfðu
þau löngum sterkar taugar til
Skagafjarðardala og fundu til
ættarróta sinna þar.
Ingvar Brynjólfsson dvaldist í
bernsku lengst á Gilsbakka í
Austurdal og mest með móður
sinni þar eð faðir hans var oft að
heiman við kennslu á ýmsum
stöðum. En þegar hann var ellefu
ára urðu þau miklu umskipti í lífi
hans að hann fór alfarinn úr
Minning
Skagafirði og var tekinn sem
léttadrengur að Stokkahlöðum í
Eyjafirði. Þar var húsfreyja
Guðríður Brynjólfsdóttir,
náfrænka þeirra systkina sem
ætíð lét sig velferð fjölskyldunnar
miklu varða. Til hennar var næst-
elsti bróðir Ingvars kominn löngu
áður og á þessu góða myndarheim-
ili dvaldist Ingvar við gott atlæti
þangað til hann fór í skóla og átti
þar jafnan athvarf ef með þurfti.
Alla ævi hafði hann gott samband
við Stokkahlaðafólk og leit á það
sem aðra fjölskyldu sína.
Ingvar fór i héraðsskólann á
Laugum þegar hann hafði aldur til
og þar komu frábærir námshæfi-
leikar hans í ljós, og sýnt varð
hvert halda skyldi. Menntaskóli
var um þær mundir orðinn fastur í
sessi á Akureyri. I þann skóla
settist Ingvar haustið 1931, og þar
lágu leiðir lokkar saman í bekk og
tókst brátt með okkur sú vinátta
sem entist okkur fölskvalaust til
æviloka hans. Ingvar var flug-
skarpur námsmaður og jafnvígur
á allar greinar, enda varð ferill
hans í menntaskóla með afbriðg-
um glæsilegur. Hann tók stúdents-
próf vorið 1936 með ágætiseinkunn
og var slíkt þá fátítt afrek. Um
haustið urðum við samferða til
Kaupmannahafnar. Við ætluðum
báðir að verða tungumálakennar-
ar. Ingvar stóð við það, en ég ekki.
Ingvar stundaði háskólanám í
þýskri tungu og bókmenntum við
þýska háskóla á árunum 1936—’39,
síðasta árið í Greifswald, þar sem
hann var jafnframt náminu lektor
í íslensku. Honum sóttist námið
vel eins og vænta mátti, en haustið
1939 braust heimsstyrjöldin út og
það gerði strik í reikninginn hjá
Ingvari eins og mörgum öðrum
stúdentum. Ekki var fýsilegt að
halda til Þýskalands eins og á stóð,
enda settist Ingvar um kyrrt hér
heima og gerðist kennari við
Menntaskólann í Reykjavík. Vorið
1940 festi hann ráð sitt og gekk að
eiga heitkonu sína Sigríði
Hallgrímsdóttur frá Reykhúsum í
Eyjafirði, og á næstu árum fædd-
ust mannvænleg börn þeirra,
Hallgrímur loftskeytamaður og
starfsmaður hafnarskrifstofunnar
í Gautaborg, Brynjólfur læknir á
Akureyri, Páll kennari og bóndi í
Reykhúsum og Guðrún María for-
stöðumaður barnaheimilis við
Kristneshæli. Langvarandi
+
Sonur minn,
ÓLAFUR BJÖRN JÓNASSON,
frá Grundarfiröi,
sem andaöist þann 29. janúar s.l. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, í
dag, þriöjudaginn 6. febrúar kl. 13.30.
Fyrlr mína hönd og annarra vandamanna,
Þörkatla Bjarnedóttir.
+
Systir okkar, mágkona og vinkona
ÞÓRHILDUR HELGASON
hjúkrunarkona
lést ( Landsþítalanum 5. febrúar.
Jaröarförin auglýst síöar.
Annie Helgason,
Cacilia Helgason,
Guöbjörn Jakobsson,
Inger Helgason,
Anna Kristmundsdóttir
og aórir vandamenn.
+
Eiginmaöur minn
HAFLIOI EIRÍKSSON
frá Neskoti,
Bergbórugötu 25, Reykjavík,
veröur jarösunginn frá klrkju Fíladelfíusafnaöarins fimmtudaginn 8. febrúar kl.
15.
Blóm vinsamiegast afþökkuö, en þeir sem vilja minnast hans, vinsamlegast
láti Trúboöastarf Fíladelfíusafnaðarins njóta þess.
ÓWH Bjömsdóttir.
styrjöld og síðan öngþveiti eftir-
stríðsáranna urðu til þess að
Ingvar sá fram á að hann mundi
ekki leiða nám sitt í Þýskalandi til
þeirra lykta sem annars höfðu
blasað beint við. Þetta voru honum
nokkur vonbrigði, en hann bætti
sér það upp að nokkru með fram-
haldsnámi í Zurich í Sviss á
árunum 1946—’48, enda varð hann
að allra kunnugra dómi stórvel að
sér í þeim fræðigreinum sem voru
sérsvið hans.
Ingvar var aðalkennari í þýsku í
Menntaskólanum í Reykjavík
1939—’66 og jafnframt lektor við
Háskóla íslands 1948—’62. Þegar
Menntaskólinn við Hamrahlíð tók
til starfa 1966 fluttist hann þang-
að og kenndi þar til hinstu stund-
ar, og var deildarstjóri skólans í
þýsku. I þessum menntaskólum
tveimur átti hann sinn langa
starfsdag. Hann var að eðlisfari
kappsfullur og vinnusamur,
íþróttamaður góður og frískleika-
maður framan af ævi. En á
miðjum aldri kenndi hann heilsu-
brests sem skerti starfsþrek hins
viljasterka manns. Sjúkleiki hans
ágerðist mjög hin síðustu ár og
mátti segja að þrek hans væri
mjög á þrotum um það er yfir
lauk. En hann lét ekki bugast
heldur braust í skóla sinn að heita
mátti til hinstu stundar og rækti
kennslu sína af sama kappi og
samviskusemi og ætíð áður.
Hér hefur í stórum dráttum
verið rakinn æviferill Ingvars
Brynjólfssonar til nokkurs fróð-
leiks þeim fjölmörgu sem nú
minnast hans sem læriföður, en
þekktu hann ef til ekki mikið utan
skólans. Kennsla var ævistarf
hans og kennari var hann af lífi og
sál. Minning hans sem kennara er
fyrst og fremst tengd mennta-
skólunum tveimur, við þá var
hugur hans bundinn og þeim vann
hann af hollustu og metnaði fyrir
þeirra hönd. Þótt ekki teldust til
skólastarfa voru umfangsmikil
orðabókarstörf hans eflaust ná-
tengd áhuga hans á framgangi
kennslunnar. A fyrri árum var orð
á því gert að hann þætti nokkuð
kröfuharður við nemendur enda er
slíkt ekki ótítt um unga kennara.
Hann mun þó fljótlega hafa fundið
hið rétta hóf, án þess að lægja i
neinu þá reisn sem hann vildi hafa
yfir kennslugreinum sínum. Mér
hefur virst nemendur Ingvars sam-
dóma um að hann hafi verið
ágætur kennari, skýr í hugsun og
framsetningu, glaðlegur og léttur í
máli, en þó með fullan aga í
kennslunni allri. Hann bar hag
nemenda sinna fyrir brjósti og
talaði ætíð um þá með mikilli
hlýju og skilningi. Hann mun þá
einnig hafa uppskorið virðingu
þeirra og vinarþel, svo og sam-
kennara sinna. Þetta góða þel tel
ég mig vita að hann hafi ekki síst
fundið á síðustu árunum, þegar
vanheilsa ágerðist og hann átti
jafnvel fullt í fangi með að komást
milli heimilis síns og skólans. Þá
lögðust rektor, kennarar og nem-
endur á eitt um að vera honum
innan handar og greiða götu hans,
enda vissu það allir og virtu, að
þegar Ingvar var kominn í sinn
kennarastól, þótt harðsótt væri að
komast þangað, þá var öllu óhætt,
þá var hann í sínu elementi.
Persónulegar minningar um
hinn látna vin minn verða ekki
raktar hér að neinu ráði. í fá-
mennum bekkjarhópi okkar sómdi
Ingvar sér hverjum manni betur,
fríður maður sýnum, mannblend-
inn og ræðinn, skopvís í besta lagi.
Að mörgu leyti hafði hann forustu
fyrir okkur og stuðlaði ötullega að
því að treysta gömul bönd, löngu
eftir að hver var farinn sína leið í
lífinu. Þess er nú að leiðarlokum
ljúft að minnast þakklátum huga.
Þá er mér ekki síður skylt að
minnast þess hvers virði það var
mér á fyrstu árum mínum í
Reykjavík að geta hvenær sem var
leitað heim til Ingvars og Sigríðar
og notið vináttu þeirra og greiða-
semi. Ætíð fögnuðu þau gesti
sínum af sömu hlýju og þau höfðu
þann fasta sið að fylgja honum til
dyra og standa á tröppunum og
fylgjast með honum þangað til
bíllinn rann úr hlaði. Þá mynd af
þeim geymi ég í huga mér frá
síðustu heimsókn minni til þeirra,