Morgunblaðið - 06.02.1979, Side 39

Morgunblaðið - 06.02.1979, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 39 Runólfur Runólfs- son — Minningarorð skömmu áður en húsbóndinn varð að leggja upp í hina síðustu för. Ég sendi Sigríði Hallgrímsdótt- ur og fjölskyldu hennar samúðar- kveðjur. Kristján Eldjárn. (flutt við minningarathöfn um hann í Menntaskólanum við Hamrahlið mánudaginn 29. janúar). Við komum saman hér í dag í skugga dapurlegrar fregnar. Einn af kennurum skólans kemur eigi framar til kennslu í þessari stofn- un. Það er kennari sem kennt hefur hér frá því er skólinn tók til starfa, Ingvar G. Brynjólfsson, en hann andaðist á Landakotsspítala í gærmorgun. Þessi fregn kemur ekki að öllu leyti á óvænt. Ingvar hafði kennt sér meins um langt skeið og bar þess raunar glögg merki, en hann stundaði störf sín af óbreyttri alúð, lét sig aldrei vanta, kom til kennslu hvernig sem viðraði og hvernig sem færð var, þótt hann ætti afar erfitt um gang. En fyrir hálfum mánuði herti sjúkdómur- inn tökin, Ingvar var fluttur á sjúkrahús, beint á gjörgæsludeild og þaðan átti hann ekki aftur- kvæmt. Ingvar Brynjólfsson hefði orðið 65 ára hinn 8. apríl í vor, hefði honum enst aldur til. Hann var fæddur í Goðdölum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Brynjólfur Eiríksson bóndi og kennari og kona hans Guðrún Guðnadóttir. Ingvar ólst upp við kröpp kjör eins og títt var á þeim tímum, en hann braust áfram til mennta af eigin rammleik, enda afburða náms- maður. Stúdentsprófi lauk hann frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1936. Sá hópur sem þá brautskráðist frá Akureyri var ekki stór, aðeins 19 manns, en í honum var margt ágætra náms- manna, meðal annars Kristján Eldjárn forseti íslands og Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður. Ingvar lauk prófinu með ágætis- einkunn og hafði enginn náð hærri einkunn á stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri frá því er skólinn tók til starfa. Þessu meti var ekki hnekkt fyrr en tíu árum síðar. Frá Akureyri lá leiðin til Þýska- lands en þar lagði Ingvar stund á þýska tungu og bókmenntir. Þá var alltítt að menn sem stunduðu nám í Þýskalandi skiptu um há- skóla til þess að kynnast kennslu- háttum og umhverfi. Ingvar stundaði nám sitt í Hamborg, Múnchen, Bonn og Greifswald. Greifswald er lítil borg í Pommern og er einkum kunn fyrir háskóla sem þar er og hefur gott orð á sér. Þar var Ingvar ráðinn lektor í íslensku samhliða námi sínu árið 1938-39. Árið 1939 skall heimsstyrjöldin á og batt enda á nám Ingvars um sinn. Hann réðst þá stundakennari að Menntaskólanum í Reykjavík og Verslunarskóla Islands. Árið eftir var hann fastráðinn að Menntaskólanum og kenndi þar samfleytt fram til ársins 1966 að einu ári undanskildu er hann fór utan til frekara náms og dvaldist eitt ár í Sviss við nám og rann- sóknir. Árið 1940 var hann einnig ráðinn þýskukennari við Háskóla íslands og þar gegndi hann lekt- orsstarfi um það bil áratug. Þegar Menntaskólinn við Hamrahlíð tók til starfa árið 1966 flutti Ingvar sig þangað og kenndi þar til dauðadags. Ingvar Brynjólfsson kenndi þýsku við menntaskóla nærri fjóra áratugi og við háskólann rúman áratug. í þessu langa kennara- starfi mótaði hann þýskukennslu hér á landi á ýmsan hátt, bæði með kennslu sinni og kennslubók- um er hann samdi. Leskaflar hans í þýsku eru mestir að vöxtum þessara rita og voru notaðir um langt skeið við þýskukennslu í öllum menntaskólum. Þeir eru vönduð bók eins og allt sem hann lét frá sér fara og ágæt sýnisbók þýskra bókmennta enda bar Ingv- ar gott skyn á skáldskap og fagrar bókmenntir. Fyrir tveimur áratugum hóf Ingvar starf við mikið verkefni: íslensk-þýska orðabók og hefur fórnað því starfi flestum tóm- stundum sínum síðan. Hann vann að orðabókinni með sömu alúð og nákvæmni og hann lagði í allt sem hann tók sér fyrir hendur. Það kom á daginn að slíkt verk var ekki á eins manns færi og Ingvar réð sér samstarfsmenn er unnu að bókinni með honum, þá Kjartan R. Gíslason lektor við Háskóla Is- lands og Teit Benediktsson kenn- ara hér við skólann. Ingvar lifði það ekki að sjá þessa bók á prenti, en hún er nú fullunnin og bíður útgáfu. Verður þess vonandi ekki langt að bíða að þetta rit verði prentað, en það er mikið að vöxt- um, verður tvö stór bindi og er á margan hátt brautryðjandaverk, mjög vandað og í því er ýmis vitneskja sem ekki hefur fyrr verið veitt í orðabókum hérlendis. Ekki er ólíklegt að þessi bók sem von- andi þarf ekki lengi að bíða prent- unar haldi nafni Ingvars lengi á lofti. Ingvar Brynjólfsson var kvænt- ur Sigríði Hallgrímsdóttur er lifir mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra hjóna, öllum uppkomnum. Elsti sonurinn Hallgrímur er bú- settur í Svíþjóð, hin búa öll á Akureyri eða þar í grennd. Bryn- jólfur læknir starfar við fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og er eini geðlæknirinn á Islandi sem hefur aðsetur utan Reykjavíkur. Páll er bóndi í Reykhúsum í Eyjafirði og Sigríður María gift á Akureyri. Góðir nemendur — skólinn okk- ar er stór stofnun og því lítið um persónuleg kynni. Fyrir mörgum okkar er Ingvar Brynjólfsson að- eins nafn sem þið tengið engar persónulegar minningar við. En þau ykkar sem hafið kynnst Ingv- ari í kennslustundum munið hann sem ljúfan og elskulegan mann sem var svo hart leikinn af sjúk- dómi að hann átti afar erfitt um gang, staulaðist hér um stofur eins og gamalmenni, en lét sig þó aldrei vanta og var jafnan hress og hýr þegar hann var sestur í kennara- sætið — og fullur áhuga á að miðla ykkur af fróðleik sínum og færni. Hugleiðið það að hann var eitt sinn ungur eins ög þið eruð nú, ungur og stæltur maður með bjartar vonir eins og þið, vel búinn að líkamlegu og andlegu atgervi, afburða námsmaður, ágætur íþróttamaður, fimur og stæltur, skíðamaður og göngugarpur. Og hann lét ekki hugfallast þótt heilsulánið brygðist, heldur hélt hress og ótrauður áfram meðan hann gat staðið uppi. Hugleiðið það að fyrir ykkur liggur einnig að eldast, mæta vonbrigðum ekki síður en gleði, heilsubresti ekki síður en hreysti. Hugleiðið það að öll erum við undir örlög seld og að allt á sér enda. Fyrir okkur öllum liggur að hrörna og deyja og enginn veit hvenær að þeim lokum kemur. Og þegar horfast skal í augu við eigin hrörnun og endalok stoðar hvorki auður né völd, heldur aðeins sá andans þróttur sem maður ávinn- ur sér sjálfur með því að leggja rækt við hug sinn og hjarta. Hugleiðið þetta vel. Skólinn kveður Ingvar Bryn- jólfsson með þökk fyrir langt og farsælt starf, við samkennarar hans þökkum honum liðnar sam- verustundir og góða samfylgd, nemendur hans þakka honum kennslu og samveru og við öll vottum fjölskyldu hans innilega samúð okkar. Guðmundur Arnlaugsson. Fæddur 29. maí 1892. Dáinn 16. janúar 1979. Að kvöldi 16. jan. s.l. lést ástkær föðurafi okkar í Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja. Um jólin fékk hann að koma heim til sona sinna og fjölskyldna og var það í hinsta sinn sem þau voru öll samankomin á heimili. En mikið var af honum dregið þessa síðustu daga og sadd- ur lífdaga fékk hann það sem hann hafði lengi þráð, að fá að sofna svefninum langa. Eftir andlát ömmu 30. des. 1976 minnkaði lífslöngun hans mikið, enda erfitt að sætta sig við að sjá hana ekki lengur eftir 46 ára hjónaband. Afi var fæddur að Hörglandskoti á Síðu, margt hafði hann að segja okkur um sín uppvaxtarár og alltaf hefir verið sveitamaður í honum og mikill dýravinur var hann alla tíð. Vinnulúinn og þreyttur var hann orðinn þó að hann hafi hætt almennri vinnu fyrir næstum 10 árum. En mörg erfiðisverkin hefur hann unnið um ævina. Hann hafði alltaf nóg að gera. Nú þegar afi okkar er allur, viljum við þakka honum allt sem hann gerði fyrir okkur, af mörgu er að taka en það mundi fylla bækur. Amma og afi voru mjög samhent hjón, það bar heimili þeirra, garður, umhverfið, jafnvel skúrinn vott um, alltaf var allt hreint og fínt, bletturinn sleginn, enginn arfi. Aldrei heyrðum við þau hall- mæla fólki né dæma, þó það gerði eitthvað rangt. Bæði voru þau trúrækin og báðu alltaf Guð að blessa okkur og eflaust fleiri, og minntu okkur á bænirnar okkar. Þau voru yndisleg heim að sækja, það var sama hver var, öllum var gjört jafnhátt undir höfði. Aldrei fórum við þaðan og trúlega enginn annar öðruvísi en að fá eitthvað í munninn. Við krakkarnir fengum alltaf maltöl, hnífjafnt skipt því ekki mátti gera upp á milli. Alltaf átti afi pappa inní stígvélin okkar er við komum við á leið heim úr vinnu, þá fór afi alltaf að athuga hvort þau væru rök að innan og amma átti alltaf sokka í skúffunni ef við höfðum ekki klætt okkur nógu vel til fótanna. Og aldrei spöruðu þau að minna okkur á að gæta heilsunnar, hún væri það besta sem við ættum. Margar ferðir fórum við með afa í kartöflugarðinn, vestur í hrauni, ýmist í hjólbörum eða akandi í bíl. Og ófáar voru þær ferðir er hann leiddi okkur systurnar í mjólkur- búðina og þá vorum við með pínulitla brúsa úr bæjarleiknum, að kaupa mjólk í þá fyrir 5 aura. Ekki getum við nú iátið hjá líða að minnast hér á „bolludaginn“. Eftir að við fluttum frá Búðarfelli, tókum við upp á því sem börn, að vakna eldsnemma um morguninn og fara í myrkrinu um sexleytið til afa og ömmu, þá var afi búinn að taka lásinn af og klæða sig, hann leyfði okkur þá að skríða í heitt rúmið og „bolla" ömmu, svo sofn- uðum við hjá ömmu og afi labbaði í bakaríið og keypti bollur áður en við vöknuðum. Þetta lýsir vel hans barnagæsku og hjartahlýju. Þeir eru eflaust margir sem muna eftir hlýju eldhúsinu, heita sopanum og allri viðmótshlýju og gestrisni þeirra Petru og Runólfs á Búðar- felli. En eftir að amma dó, seldi afi Búðarfellið og var ýmist hjá for- eldrum okkar eða Helgu og Stefáni og vel hefur farið um hann á báðum þessum stöðum. Við þökkum afa okkar allar þær stundir er við áttum með honum og indælu minningarnar um hann, er lengi munu lifa. Alltaf leið okkur vel í návist hans og ömmu, og þau spöruðu aldrei góð ráð okkur til handa. Við systurnar þökkum honum einnig fyrir alla góðvild og hlýju er hann veitti börnum okkar og eiginmönnum. Það fer best að að enda þessa grein á sömu orðum og til ömmu fyrir u.þ.b. 2 árum: Blessun Guðs fylgi afa okkar á þeim ókunnu leiðum er hann nú hefur lagt út á. Hafi afi okkar þökk fyrir allt. Guðrún Petra, Ester og Birgir Runólfur Ólafsbörn. Guðrún Pálsdóttir —Minningarorð Fædd 11. október 1910. Dáin 29. janúar 1979. Þegar ég heyrði um andlát frænku minnar, Guðrúnar Páls- dóttur, um miðjan dag hinn 29. janúar síðastliðinn brá mér í brún, líkt og verður þegar menn á bezta aldri falla frá, löngu fyrir tímann. Þó gat það ekki komið mér með öllu á óvart, því að allt frá því að hún kenndi sér fyrst meins þess í nóvember-mánuði sl., er nú hefur dregið hana til dauða, var óttast að það gæti orðið henni að aldur- tila. En svo ung var hún ætíð í anda og létt í lund, að mér fannst -hún ekkert eldast, í útliti og fasi virtist hún miklu yngri en hún í rauninni var. í minningum mínum á hún sér vísan stað, allt frá því að foreldrar mínir og við systkinin tókum að heimsækja fjölskyldu hennar síð- degis á sunnudögum og fyrir- stríðs- og styrjaldarárunum á heimili þeirra að Bakkastíg hér í borg. Þá voru margar sólir á lofti samtímis þótt mörg blikan steðjaði þá sem fyrr að alþýðu- heimilunum í borginni. Allt um- hverfið var ævintýraheimur strák- um á stuttbuxnaaldri, í slippnum fyrir neðan voru skip af öllum stærðum og gerðum, þau lágu við bryggjurnar og allt um kring voru hin margvíslegustu atvinnutæki í sunnudagsdvala. En þótt við frændsystkinin þyrftum að þeyt- ast um allt úti við áttum við líka langdvalir inni við á heimili þeirra Páls Jónssonar og Steinunnar Gísladóttur, foreldra Dúnu frænku minnar, sem nú er kvödd, og systkina hennar og fjölskyldna þeirra. Víst voru húsakynnin rúm, að þeirrar tíðar hætti. En út yfir tók þó, þegar maður hugsar til baka, hve glaðværðin var mikil og gestrisnin. Fjölskyldan var söngv- in svo af bar, enda finnst mér nú sem ég hafi aldrei komið þangað á þeim árum svo ekki væri tekið lagið af öllum viðstöddum, hálfu og heilu tímana. Rjúkandi kakó og margar tegundir af kökum beið alltaf okkar frændsystkinanna þegar við vorum þar í okkar sunnudagsheimsóknum sem og endranær. Þar voru margir hrókar fagnaðar, meðal þeirra Dúna frænka okkar, sem báru okkur á höndum sér. Þau Páll og Steinunn, afasystir mín, áttu saman 8 börn. Elzt þeirra var Elísabet, sem þau misstu kornunga. Næst fæddist Dúna hinn 11. 10. 1910, þá Hróðný, síðan Jón, þá kom Gísli, næst fæddist Anna, síðan Sigríður og loks Unnur. Áður en þau hjón giftust fæddist Páli sonur. Var það Sigurður Líndal Pálsson, sem um áratugaskeið var kennari við Menntaskólann á Akureyri. En ekki fengu þau Páll og Steinunn notið barnanna allra til æfiloka sinna. Áður en þau sjálf létust höfðu þau misst 3 börn auk Elísa- betar. Voru það þau Gísli, Anna og Unnur, sem öll létust í blóma lífs síns. En þau hjónin, börn þeirra og tengdabörn, þjöppuðu sér því fast- ar saman sem sorgin dundi oftar yfir. Systkini Dúnu stofnuðu hvert á fætur öðru eigin heimili annars staðar í borginni og grennd, hún bjó hins vegar með foreldrum sínum meðan líf þeirra entist og var þeim stoð og stytta í hvívetna. Sannarlega var systkinahópurinn samrýndur og samhentur um að- búnað foreldra sinna, er aldurinn tók að færast yfir þau. Allmörg ár eru nú um liðin frá því að Páli heitnum, Steinunni og Dúnu gafst kostur á kaupum á íbúð í verkamannabústað að Nóa- túni 26 hér í borg. Þangað fluttu þau og bjuggu þar áfram sínu glaðværa rausnarheimili sem ætíð .var unun að sækja heim. Þar kom að Dúna var orðin ein eftir en það virtist henni ekki til baga. Hún hafði góðan kunningsskap við sambýlisfólk sitt að Nóatúni 26 og var stöðugt í nánu sambandi við heimili systkina sinna, barna þeirra og tengdabarna. Starf það, sem hún hafði haft allt frá 1936 í miðasölu Nýja bíós, rækti hún daglega allt þar til fyrir skemmstu að hún varð að taka sér veikinda- frí. Hún var manna ljúfust í daglegri umgengni, félagslynd og hjálpsöm. Ættræknin var henni í blóð borin og hún átti sinn ríka þátt í að halda saman þeirri stóru fjölskyldu, sem er bundin svo nánum fjölskylduböndum. Hún giftist aldrei og á sér enga afkom- endur en samt var hún aldrei ein, svo náin voru þau fjölskyldutengsl, sem hún lifði og hrærðist í. Líf hennar var fagurt og innihalds- ríkt, þar er enginn blettur á þegar hún skilar því aftur í hendur þess, sem færði henni það að gjöf forðum daga. Slíkt hlýtur að vera keppikefli sérhvers heilbrigðs manns og er honum hamingjuefni að leiðarlokum. Þegar leiðir Dúnu og okkar hinna skiljast um sinn kveðjum við hana með þökk fyrir allt það yndi, sem hún var okkur um ótalda daga. Hugir okkar dvelja með henni og við biðjum henni blessun- ar á þeim ómælisvegum, sem sál hennar fetar nú. Sigurður E. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.