Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 Ég gleymdi að drepa á bflnum. — Heldurðu að það verði nægi- legt benzín á honum í fyrramál- ið? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Fiest bridgefélög og spilahópar hafa innan sinna raða „óheppna sérfræðinginn“. Persónugerfing- ur, sem Bretinn S. J. Simon skapaði í bókum sínum og lýsti sem tæknilega fullkomnum spila- manni. En hann var einmitt of fullkominn og gleymdi því, að villur eru mannlegar og að ekki hugsuðu allir á sama veg. Spilið í dag lýsir nokkuð þessari persónu. Allir á hættu en norður gaf. Norður S. ÁK3 H. 9 T. 105 L KG87632 Vestur S. 74 H. K7642 T. KD96 L. 104 Austur S. G1095 H.G1083 T. Á73 L. D9 Maðurinn minn er svo viðutan að þegar hann ætlaði að kyssa mig brennandi koss á öxlina, gleymdi hann að taka vindilinn út úr sér! Rógburður og barnaár Ritað hefur verið og rætt mikið um margt sem ástæða þykir til að gera í tilefni barnaars sameinuðu þjóðanna. Langar mig hér að koma með uppástungu sem ég hef ekki séð annars staðar né heyrt rætt um. Oft er það sem bæði börn og fullorðnir eru að rægja hvort annað og oft á mjög svo ógeðfelld- an hátt. Börnin skrifa eitthvað ljótt hvort um annað á húsveggi go fleiri staði en við fullorðna fólkið notum orðin til rógburðar. Við reynum með öllu móti að sverta náungann í augum annarra og eyðileggja þannig ýmislegt fyrir honum. Við sem erum fullorðin eigum gott með að standast þennan rógburð. Oft tökum við okkur sjálf til ef við erum rægð og gerum slíkt hið sama við náungann. En hvað gera börnin? Rógburður fullorð- inna kemur oft illa við börn og rógburður þeirra sjálfra einnig. Oft lenda þau börn í þessu sem eru minni máttar að einhverju leyti og geta því ekki svarað fyrir sig. Ég tala nú ekki um það ef þessi rógburður er í upphafi kominn frá foreldrunum. Þau tala illa og rægja foreldra einhvers barns og þá taka börnin sig til og gera hið sama og foreldrarnir í garð barns- ins. Þetta gerir það að verkum að Suður S. D862 H. ÁD5 T. G842 L. Á5 „Oheppni sérfræðingurinn" var með spil suðurs og varð sagnhafi í þrem gröndum. Vestur spilaði út tígulkóng og sjá sjöið koma á frá félaga sínum. Eftir það tók vörnin fyrsta fjóra slagina á tígulinn og vestur losaði sig úr spilinu með spaða. Sjá má, að auðvelt er að fá slagina, sem eftir eru með því að taka á ás og kóng í laufinu og fella drottninguna. Þetta mundu flest okkar gera í svefni sem vöku vinna spilið og gleyma því síðan. En ekki fór svo í þetta sinn. „Oheppni sérfræðingurinn" fann tæknilega rétta leið til að tapa spilinu. Hann tók þrjá slagi á spaða og komst að raun um, að vestur hafði átt aðeins tvo. Það þýddi sex spil í spaða og tígli og því sjö spil í hinum litunum. Þetta var ekki nóg svo hann bjó til enn gleggri mynd af hendi vesturs. Útspil frá fjórlit í tíglinum þýddi, að vestur gat varla átt nema fjögur hjörtu því með fimm hefði hann eflaust spilað þar út. Vestur hlaut því að eiga þrjú lauf. Laufdrottningin kom ekki í ás- inn og með öryggi sigurvegarans var laufinu svínað. Úrslti: Fjórir niöur. „Fjólur — mm Ijúfa" Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir Þýddi 52 maður gcti tekið flækingskenn- inguna alvarlega. — Já, en hann fannst þó hjá Árósum, skaut Magna frænka óróleg inn í og stakk úþj» í sig tveimur vænum konfektmolum. — Einar Einarsen fannst við Árósa með bfl og allt saman og mótorhjól frá Árósum fannst hér í skóginum. Það lá við borð að morðingjanum tækist að gabba okkur, ef ekki hefði fundist þessi rauði sandur í hársverðinum á hinum látna og tímasetning árásarinnar á fröken Wainberg á skógar- stígnum. — Morðinginn, nei, er þetta nú ekki full langt gengið? Herman frændi reis upp og fór að ganga um gólf. — Mundu blóðþrýstinginn Herman minn. Magna frænka sagði orðin án allrar sannfæringar en horfði án afláts á Bernild. — Ekki nóg með það að ég segi morðinginn, heldur bið ég ykkur öll, ég bið ykkur inni- lega að koma fram með allar þær upplýsingar sem þið kunn- ið að búa yfir. Ég trúi ekki lcngur að hér hafi verið á ferðinni manndráp af gáleysi, sem reynt hafi verið að fela á þcnnan máta. Hann hvarflaði augum frá Susanne til Martins. — Ég held að hér sé á ferðinni morð af fyrstu gráðu og það styðst við margt. Og alltaf liggur slóðin hingað og héðan. Benda má á atlögurnar á fröken Wainbcrg og síðan á frökcn Gittu og siimuleiðis má ekki gleyma þeirri makalausu viðleitni sem fjölskyldan hefur sýnt til að vernda hvert annað. — Þetta er alvcg óhugsandi. Ilerman frændi settist aftur og tók kaffibollann sinn og bar að vörum sér. — Alténd er enginn héðan sem hefur komið nálægt þessu. Við vorum hér öll samankomin í gærkvöldi. — Einmitt einni sönnuninni flcira, sagði Bernild rólega. — Einar Einarsson var nefnilega drcpinn milli kiukk- an 5 og 6 í gær og hann hefur alvcg áreiðanlega ekki Jegið þarna sem hann fannst allan þann tíma. Hvar hefur hann verið falinn allan þcnnan tíma. Fyrir þann sem vel þckkir sig hér hefur verið næsta auðvelt að fela hann og bflinn hér í skóginum. Fyrir þann scm þekkir sig, endurtek ég, og legg á það áherzlu. — Og hvað svo. Það var Holm læknir sem skaut þessu að. — Já, eítir því sem mér skilst þá voru allir farnir að sofa milli tólf og eitt um kvöldið og hver sem er hefði þá getað læðzt út og flutt bfl og lík til Árósa. Á stolnu mótorhjóli til baka og ferðin öll þarf ekki að hafa tekið meira en fjóra eða fimm klukkutíma. — Ekki hef ég haft nein samskipti við Einar Einarsen, sagði Herman frændi óbeðinn þegar hann fann að augnaráð Bernilds hvfldi áfram á honum. — Ekki ég heldur, sagði Holm læknir og horfðist hik- laust í augu við Iögreglufor- ingjann. — Ég veit nú ekki betur en um einhver lóðamál hafi verið að ræða. — Hvað! sagði Ilcrman frændi og hló hrossahlátur. — Það kemur ekki Einari við. Það var Jasper sem seldi mér sína eign. — Ég vcit ekki betur en ég hafi skilið það svo að Einar hafi ætlað sér forkaupsrétt...? — Forkaupsrétt til að taka út lóðina. Ekki að tala um, svaraði Jasper. — Ef þér hafið heyrt eitthvað um það þá get ég bara sagt yður að það er þetta venjuiega vitlausa slúður sem ekki er mark takandi á en tröllríður alls staðar þar sem menn telja eitthvað á seyði. Mosahæð og Eikarmosabær eiga lönd saman og það myndi eyðileggja eignina ef hún væri brotin upp í sumarbústaðalóðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.