Morgunblaðið - 06.02.1979, Page 47

Morgunblaðið - 06.02.1979, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 47 Teheran, 5. febrúar. AP. Reuter. AYATOLLAH Khomeini, leiðtogi múhameðstrúar- manna í íran, skipaði í dag dr. Mahdi Bazargan olíusérfræðing forsætis- ráðherra sinn, en hinn nýi forsætisráðherra er þekktastur fyrir and- stöðu sína gegn keisaran- um á liðnum árum og hefur af þeim sökum set- ið í fangelsi um nokkurra ára skeið að því er fréttir frá Teheran í dag herma. Náinn samstarfsmaður hins nýja forsætisráð- herra hefur sagt, að dr. Mehdi sé sannfærður um að íslamskt lýðveldi sé hið eina rétta í stöðunni og hann sé jafnframt sannfærður um að ekkert „samkrull“ með Bhaktiar núverandi forsætisráð- herra landsins komi til greina. Khomeini trúarleiðtogi tilkynnir á blaðamannafundi að hann hafi skipað Mehdi Bazargan (til hægri) forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar. Náinn samstarfsmaður Bhaktiars skipaður for- sætisráðherra Khomeinis Frjálslyndishreyfingin, flokk- ur Bazargans er talin vera betur skipulögð en aðrir stjórnarand- stöðuflokkar í íran að því er fréttaskýrendur telja, og hefur gert stjórn keisarans marga skráveifuna síðustu árin, en flokkurinn var ekki formlega viðurkenndur af stjórnvöldum fyrr en í september s.l. Hinn 73 ára gamli forsætis- ráðherra er talinn hafa mjög mikil ítök í helztu stjórnmála- hreyfingum landsins sem standi í miðjunni. Þá er Bazargan sá stjórnmálamaður sem mest hef- ir borið á í allri mannréttinda- umræðu sem fram hefur farið. Hann hefur jafnan krafist þess að allir pólitískir fangar verði látnir lausir hið snarasta og sagði í því sambandi að sitt fyrsta verk við stjórnvölinn yrði að fyrirskipa lausn allra pólit- ískra fanga. Bazargan var fyrst handtek- inn fyrir andóf gegn keisaranum fyrir 16 árum og sat þá inni í nokkra mánuði. Síðast var hann hnepptur í hald í 12 daga á seinni helmingi síðasta árs. Nokkuð kaldhæðnislegt þykir að nú skuli Bazargan og Bhakti- ar vera svarnir óvinir en þeir hafa í gegnum árin unnið manna mest saman í stjórnar- andstöðunni og af fréttaskýr- endum taldir hafa mjög lík viðhorf til margra þjóðmála. Eins og flestir andstæðingar keisarans var Bazargan í þjóð- ernisfylkingunni svonefndu á árunum eftir 1950 sem síðar neyddi konung landsins til að flýja í útlegð 1953 Talið er að Bazargan hafi unnið hug- Khomeinis þegar hann heimsótti trúarleiðtogann til Parísar í nóvember s.l. Bazargan var gerður að yfir- manni ríkisolíufyrirtækisins stuttu eftir að það var þjóðnýtt árið 1954. Hann var síðan settur af vegna harðrar andstöðu sinn- ar við keisarann. Forsætisráðherrann nýi er eins og flestir landsmenn hans á þessum aldri menntaður í Frakklandi og talar franska tungu óaðfinnanlega enda er franska það erlent mál sem flestir tala. Örlög Bhuttos ráðast í dag Rawalpindi, 5. febrúar — f\P-Reuter HÆSTIRÉTTUR Pakist- ans mun á morgun ákvoða hvort Zulfikar Ali Bhutto fyrrverandi forsætisráð- herra landsins skuli hengd- ur fyrir að hafa undirbúið morð á pólitískum and- stæðingi er hann var við völd fyrir fjórum árum, að því er segir í fréttum frá Rawalpindi, höfuðborg landsins. Talsmaður hæstaréttar sagði á fundi með ferttamönnum í dag, að niðurstaða dómsins yrði afhent dómsmálaráðherra landsins í fyrramálið en Bhutto hafði þegar verið dæmdur til dauða af undir- rétti á sl. ári. Ef dauðadómur yfir Bhutto verður staðfestur í hæstarétti búast stjórnvöld við miklum óeirð- um í landinu og hefur herinn í því sambandi fengið boð um að vera í viðbragðsstöðu. Stuðningsmenn forsætisráðherrans fyrrverandi hafa undanfarna daga haft sig mjög í frammi og efnt til mót- mælafunda til að andmæla dauða- dóminum sem þeir óttast að verði staðfestur. Yfirvöld hafa nú gripið til þess ráðs að loka öllum skólum landsins og banna allar samkomur manna út þessa viku. Þá hafa allir stúdentar sem búa á stúdentagörð- um verið sendir til síns heima þessa viku. Þá herma fréttir frá Rawalpindi að þúsundir stuðningsmanna Bhuttos hafi á undanförnum vikum verið hnepptir í fangelsi og muni þurfa að dúsa þar um sinn. Að sögn fréttaskýrenda í land- inu eru meirihluti landsmanna á bandi Bhuttos og er jafnvel óttast að til borgarastyrjaldar kunni að draga verði Bhutto hengdur. Norskir hermenn fórust í Líbanon Ósló. 5. fpbúar. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. ROLF Hansen varnarmálaráðherra Noregs sagði í dag að ekki væri ástæða fyrir Norðmenn til að draga sig út úr gæzluliði Samein- uðu þjóðanna (SÞ) í Líbanon að svo komnu máli. en sem kunnugt er fórust fjórir Norðmenn í gæzlu- liðinu þegar þyrla þeirra fórst í Suður-Líbanon um helgina. Þyrlan fórst éftir að hún varð fyrir skothríð hermanna frelsissam- taka Palesínumanna (PLO) á yfir- ráðasvæði SÞ, en hún var að sækja særðan hermann. Hýddir fyrir sauðaþjófnað Teheran, 5. febrúar, Reuter. TRÚARYFIRVÖLD í borginni Mashad í Norður-íran hafa dæmt fjóra menn sem stálu 18 sauðum til þess að húðstrýkjast. Vcrða sauða- þjófarnir hver um sig að þola 30 svipuhögg á sitjandann. Þar voru „þjónar Islams" sem stóðu sauðaþjófana að verki, en víða í landinu hafa hópar sjálfboðaliða með ofangreindu heiti tekið að sér störf lögreglu. Samhliða því hafa „alþýðudómstólar“ einnig sprottið upp í landinu. Veður víða um heim Akureyri Z alskýjað Amslerdam 2 skýjaó AÞena 17 skýjað Barcelona 20 heiðskírt Berlín 0 heiöskírt BrUssel 4 heiöskírt Chicago -16 heiðskírt Frankfurt 1 skýjað Genf 9 rigning Helsinki -4 heiðskírt Jerúsalem 14 heiðskírt Jóhannesarborg 28 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 skýjað Lissabon 16 rigning London 5 skýjað Los Angeles 19 heiðskírt Madríd 13 skýjað Malaga 22 lóttskýjaö Mallorca 21 léttskýjað Miami 24 skýjað Moskva •2 skýjað New York 5 skýjað Ósló -5 heíðskírt París 8 skýjað Reykjavík 1 alskýjað Rio De Janeiro 25 rigning Rómaborg 14 rigníng Stokkhólmur -8 skýjað Tel Aviv 19 heiðskírt Tókýó 6 skýjað Vancouver vantar Vínarborg 7 skýjað Korchnoi hlýtur ekki náð hjá F.I.D.E. Olten, Sviss, 5. febrúar, AP. SVISSNESKA skáksambandið skýrði frá því í dag, að 10-manna stjórn F.I.D.E., alþjóða skáksam- bandsins, hefði á fundi sínum í Graz í Austurríki staðfest heims- meistaratign Anatolys Karpovs með því að neita kröfum áskor- andans, Victors Korchnois, um að 32. skák einvígisins á Filippseyj- um í haust yrði dæmd ógild. Vísaði fundur FIDE kvörtun Korchnois frá á þeirri forsendu, að kvörtunin hefði verið lögð fram of seint, að sögn svissneska skáksambandsins. Þessar lyktir þýða, að Korchnoi hefur nú aðeins einn möguleika eftir til að fá 32. skákina dæmda ólöglega. Hefur hann í því sam- bandi hafið mál fyrir dómstólum í Amsterdam og stefnt Karpov fyrir samningsrof. Segir Korchnoi, að Karpov hafi í 32. skákinni brotið samkomulag skákmanna um að dularsálfræðingurinn Vladimir Zuokhar skyldi ekki sitja framan við ákveðna sætaröð í áhorfenda- salnum í Baguoi. Samkvæmt svissneska tilkynningu skáksambandsins ákvað FIDE-fundurinn að þetta samkomulag skákmannanna væri þeirra einkamál, og það því ekki hlutverk FIDE að skera úr um ágreining sem kann að rísa upp í sambandi við það. Loks segir í tilkynningu svissneska skáksambandsins, að ljóst sé af þessum niðurstöðum að FIDE sé þess ekki megnugt að framfylgja reglum í sambandi við framkvæmd heimsmeistara- einvígisins. Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, stjórnaði fundinum í Graz. 1959—-Þjóðhátíðardagur Nýja-Sjálands færður til 6. febrúar. 1952—Elísabet drottning II tek- ur við völdum í Bretlandi. 1934 — Stavisky-óeirðirnar i París (6—7. feb.): fjármála- hneyksli leiðir til falls tveggja ríkisstjórna. 1922—Ráðstefnunni um takmörkun vígbúnaðar lýkur í Washington. 1840—Waitangi-sáttmáli Breta og Maóra á Nýja-Sjálandi undirritaður. Afmæli: Christopher Marlowe, enskt leikritaskáld (15§4—1593). — Mme de Sevigné, franskur rithöfundur (1626—1696). — Anna Bretadrottning (1665-1714). - Sir Henry Irving, enskur leikari (1838-1905). Andlát: Thurstan, erkibiskup í Jórvik, 1140. — Aldus Manutius, prentari, 1515. — Karl II af Englandi og Skotlandi 1685. — Joseph Priestley, vísindamaður, 1804. — Georg VI Bretakonung- ur 1952. ■ Innlent: „Óðinn" bjargar áhöfn „Notts County“ 1968. — f. Björn Þórðarson forsætisráðherra 1879. — Magnús Guðmundsson ráðherra 1879. — d. Þórður Henreksson sýslumaður 1652. — Nýi hafnargarðurinn í Reykja- vik stórskemmist 1931. — „Heiðrúnar" frá Bolungarvík saknað 1968. Orð dagsins: í þá daga var hann vitrari en hann er núna; hann fór oft að ráðum mínum — Winston Churchill, brezkur stjórnskörungur (1874—1965).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.