Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 48
Tillitssemi
kostar
ekkert
JltoriptttMiiMb
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
verzno
í sérverzlun með
litasjónvörp og hljómtæki
Brast á með fárviðri í Öxarfirði:
Einn bátur komst
til hafnar, 6 í
var við Tjörnes
„Sízt betra en í mannskaðaveðrinu 15. jan.
s.l„” sagði skipstjórinn á Helgu Guðmunds
7 RÆKJUBÁTAR frá Húsavík lentu í gær í svipuðu veðri og
mannskaðaveðrinu 15. jan. s.l., en komust allir heilu og höldnu til
Iiúsavíkur eða í var. í morgun reru 7 rækjubátar frá Húsavík í góðu
veðri á rækjumiðin austur í Öxarfirði, en þar voru þeir að veiðum í
góðu veðri fram undir kl. 16. Þá brast hann á með fárviðri eins og
hendi væri veifað, eins og einn skipstjórinn orðaði það, með stormi og
hríð.
Bjuggu allir bátarnir sig þá
strax til heimferðar, en veður fór
versnandi og um kl. 18 voru komin
10 vindstig á Mánárbakka og 400
m skyggni. Helga Guðmunds, skip-
stjóri Guðmundur Karlsson, einn
þeirra þriggja báta sem lentu á
hliðinni í janúarveðrinu, var fyrst-
ur af stað heim og var kominn
lengst þegar veðrið var orðið alveg
vitlaust, en hann hélt áfram inn til
Húsavíkur og kom þangað kl. 21,
Smygl fannst í
Grundarfossi
TOLLVERÐIR fundu 104 flöskur
af áfengi og 20 kassa af bjór í ms.
Grundarfossi um helgina, en skip-
ið lá þá í Reykjavikurhöfn. Vínið,
sem var aðallega vodka, var falið í
íbúðum skipverja. Grundarfoss
var nýkominn frá Evrópuhöfnum.
eftir 5 tíma siglingu sem venjulega
tekur tvo tíma að sigla. Guðmund-
ur sagði að þetta veður hefði sízt
verið betra en janúarveðrið þegar
það var verst, en hann var kominn
það langt fram fyrir nesið þegar
mest gekk á að hann hélt áfram til
Húsavíkur.
Hinir bátarnir 6 sneru við við
Hnarrann og leituðu allir vars á
Bangastaðahöfn sem er austan á
Tjörnesi og þar liggja þeir að talið
er í öruggu vari, en Björgunar-
sveitin Garðar sendi strax tvo
talstöðvarbíla út á Tjörnes, því
ekkert heyrðist á Húsavík til
bátanna þar sem þeir liggja undir
háu bjargi. Þegar fréttaritari Mbl.
á Húsavík símaði í gærkvöldi
höfðu björgunarsveitarmennirnir
haft samband við alla bátana og
allt var í bezta lagi. Björgunar-
sveitin áætlaði að vera á vakt í
nótt við Bangastaðahöfn og eins á
Húsavík.Sjá „Stormurinn“ á bls 2.
Kærði sama manninn
fyrir tvær nauðganir
Osk um gæzluvarðhald synjað
UNG stúlka kærði um helgina
tæplega þrítugan mann fyrir að
hafa nauðgað sér tvisvar nú
nýlega og liðu nokkrir dagar á
milli brotanna, að sögn
stúlkunnar.
Rannsóknarlögregla ríkisins
fékk málið til meðferðar um helg-
ina. Gaf stúlkan þá skýringu að
hún hefði ekki kært málið strax
vegna hræðslu við manninn, sem
hún kærði.
Maðurinn var handtekinn um
helgina og á sunnudaginn gerði
Rannsóknarlögreglan kröfu um
það að maðurinn yrði hnepptur í
gæzluvarðhald. Sakadómur
Reykjavíkur synjaði hins vegar
þeirri beiðni.
Maðurinn sem um ræðir mun
áður hafa verið tengdur fjölskyldu
stúlkunnar.
Nemendur Kennaraháskóla íslands gengu í gær fylktu liði til fjármálaráðherra og menntamálaráð-
herra til þess að mótmæla vinnuaðstöðu, húsnæðis- og kennaraskorti við skólann. Hluti nemenda settist
inn í ráðuneytin og voru þeir þar í 2 klukkustundir. Ragnar Arnalds menntamálaráðherra ræddi við
nemendurna og tók ljósm. Mbl., Kristján, myndina við það tækifæri.
Sjá nánar „Ákæra menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og stjórnvöld“, bls. 20 og 21.
„Ekki á þeim bux-
unum að semja”
Segir Björn Guðmundsson formaður FÍA—Flugfélags-
menn og stjórn Flugleiða höfnuðu sáttatillögu
STJÓRN Flugleiða og allir flug-
menn í FÍA, sem greiddu atkvæði
um sáttatillögu sáttanefndarinn-
ar f deilu flugmanna, höfnuðu
tillögunni sem óaðgengilegri. 48
flugmenn greiddu atkvæði og
sögðu þeir allir nei og í bréfi
stjórnar Flugleiða til sátta-
nefndarinnar kvaðst stjórnin
ekki geta fallist á þessa miðlunar-
tillögu.
Samkvæmt upplýsingum
Björn Guðmundsson t.v. afhendir Hallgrfmi Dalberg atkvæðaseðla um
sáttatillöguna áður en talning hófst í gær. Ljósmynd Mbl. Ól. K. M.
Hallgríms Dalbergs formanns
sáttanefndarinnar gerði sáttatil-
lagan ráð fyrir því að launajöfnuð-
ur yrði á tveimur árum í áföngum
milli flugmanna á Boeing 727 og
DC-8 og átti þetta að eiga sér stað
í þremur áföngum. Þá áttu laun á
Fokker að verða 95% af föstu
kaupi flugmanna á Boeing 727
væri um 15 ára starfsaldur að
ræða, en 94% hefði flugmaðurinn
ekki náð 15 ára starfsaldri.
Þá gerði sáttatillagan ráð fyrir
þremur möguleikum varðandi
lausn á samræmingu starfsaldurs-
lista, en um það snýst málið fyrst
og fremst og var þar í fyrsta lagi
gert ráð fyrir því að stjórnir FÍA
og FLF freisti þess að ná sam-
komulagi um tvo menn fyrir 1.
marz til þess að leysa þessi mál
með fulltrúa frá Hæstarétti sem
Jan Mayen rætt á þingi:
Engin útfærsla án sam-
ráðs við íslendinga
— Sagði utanríkisráðheiTa vegna fyrirspumar Eyjólfs Konráðs Jónssonar
EYJÓLFUR Konráð Jónsson bar
fram utan dagskrár f efri deild
Alþingis í gær fyrirspurnir í
framhaldi af ummælum Bene-
dikts Gröndals, utanríkisráð-
herra, f norska sjónvarpinu sl.
miðvikudag um heimild Norð-
manna til efnahagslögsögu við
Jan Mayen og fréttaflutningi af
þeim. Spurðist hann fyrir um,
hvað ráðherra og rikisstjórn
áformi að gera til að tryggja
hagsmuni íslands á Jan Mayen-
svæðinu utan 200 sjómílna efna-
hagslögsögu íslands; hvort ríkis-
stjórnin hefði eitthvað gert til að
hraða rannsókn á landgrunni
ísiands og hvað fyrirhugað væri í
því efni; hvort rikisstjórnin hefði
eitthvað gert til að gæta réttinda
okkar þegar ytri landgrunns-
mörk til suðurs verði ákvörðuð
og hvað fyrirhugað væri í því efni
— og loks, hvort samstarf við
Færeyinga um sameiginlega
réttargæzlu þjóðanna hefði verið
rædd við þá. — Skoraði Eyjólfur
á utanrfkisráðherra að taka þessi
mál, og þó einkum Jan Mayen-
málið, upp á ríkisstjórnarfundi í
dag, þar sem mörkuð yrði skýlaus
afstaða stjórnarinnar — til að
taka af öll tvímæli í þessu stóra
hagsmunamáli.
Meginatriði í svörum utanríkis-
ráðherra voru þessi:
• — 1) Fyrirheit hafa fengist frá
norskum yfirvöldum þess efnis, að
Norðmenn færi ekki út fiskveiði-
landhelgi við Jan Mayen án þess
að ræða það mál fyrst vandlega við
íslenzk yfirvöld. Stöðugt samband
hefur verið haft við norsk yfirvöld,
ráðherra, ambassadora og aðra
embættismenn um þetta mál.
• — 2) Fulltrúar íslands hafa
aldrei látið í ljósi neins konar
viðurkenningu á rétti Jan Mayen
til fiskveiðilögsögu. Ummæli í
norska sjónvarpinu fólu ekki í sér
viðurkenningu af þessu tagi.
• — 3) Ég hefi alltaf neitað að
segja orð um miðlínu milli íslands
og Jan Mayen, en höfðað til sann-
girnissjónarmiða, en hér býr heil
þjóð, sem lifir á fiskveiðum, en á
Jan Mayen enginn, sem lifir á
auðlindum lands eða sjávar.
• — 4) Samkomulag hefur orðið
um að auka samstarf við Færey-
inga um rannsóknir á loðnustofn-
inum og göngum hans. Munu
fundir þar um hefjast í Reykjavík
eftir nokkrar vikur.
Þingræða Eyjólfs Konráðs Jóns-
sonar, meginatriði úr svari Bene-
dikts Gröndal, utanríkisráðherra,
og efnisatriði úr umræðunni eru
birt á bls. 20—21 í dag.
þriðja aðila. Annar möguleikinn
reiknar með að hvort flugmanna-
félag um sig skipi fulltrúa í
þriggja manna nefnd fyrir 1. apríl
og þriðji möguleikinn gerir ráð
fyrir að Hæstiréttur skipi alla
þrjá fulltrúana fyrir 1. maí 1979,
en Hæstiréttur hefur fallist á að
verða við slíku ef til kemur.
Morgunblaðið náði sambandi við
Björn Guðmundsson formann FÍA
í gærkvöldi og innti hann álits á
niðurstöðum atkvæðagreiðsl-
unnar. „I fyrsta lagi, “ sagði Björn,
„gekk sáttatillagan ekki nógu
langt, við höfum hugsað okkur að
ganga alla leið í launajöfnuninni,
teljum það réttlætismál að fá
sömu laun fyrir sömu vinnu. Hvað
snertir kröfuna um leiðaskipting-
una þá var þeirri kröfu ekki svarað
í sáttatillögunni, en hvað snertir
starfsaldurslistamál þá eru flug-
menn Flugfélags Islands ekkert á
þeim buxunum að semja né hlanda
þeim málum saman við lista Loft-
leiðaflugmanna. Ef listi yrði sam-
einaður nú og uppsagnir yrðu út
frá því að yngstu flugmönnunum
yrði sagt upp þá myndi það bitna
mun meira á flugmönnum Flugfé-
lags íslands."
Ekki náðist í forstjóra Flugleiða
í gærkvöldi til þess að heyra álit
þeirra.