Morgunblaðið - 22.03.1979, Page 1

Morgunblaðið - 22.03.1979, Page 1
48 SÍÐUR 68. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR, 22. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kúrdistan: 200 manns hafa fallið undanfarna þrjá daga Sanandaj. lran. 21. marz. AP, Reuter. HARÐIR bardagar voru í dag íi og við borgina Sanandaj í vestur- hluta írans, eða Kúrdistan, þrátt fyrir harðorðar viðvaranir stjórnarinnar um harkalegar að- gerðir gegn Kúrdum haldi upp- reisn þeirra áfram. Talið er að um 200 manns hafi beðið bana í átökunum í Sanandaj undan- farna þrjá daga. berjast við stuðningsmenn keisarastjórnarinnar. Khomeini hefur sent höfuðfull- trúa sinn í Teheran og fleiri leiðtoga múhameðstrúarmanna í landinu til Sanandaj til að „kanna málið og hyggja að kröfum Kúrda". Meðal þeirra sem farnir eru til borgarinnar eru varnar- málaráðherrann, Ahmad Madani, og innanríkisráðherrann, Ahmad Javadi, en þeir njóta báðir óskoraðs trausts Khomeinis, að því er talið er. Einn talsmanna Kúrdanna sagði í dag í viðtali við Reutersfrétta- stofuna, að Kúrdar vildu fá nokk- urs konar heimastjórn innan Irans, en þeir gerðu ekki kröfu til sjálfstæðis enn sem komið væri. Utvarpið í Teheran fordæmdi í dag skæruliðana, sem ráðist hafa á herbúðir stjórnarinnar í Sanandaj, og kallaði þá gagnbylt- ingarsinna. Einn talsmaður skæruliðanna sagði hins vegar í dag, að þeir væru fylgismenn Ayatollah Khomeinis, og að þeir hefðu undanfarna daga verið að Viðræður Kínverja og Víetnama í lok marz? Bankok, 21. marz. AP. STJÓRN Víetnams tilkynnti í dag, að hún væri reiðubúin að Víðabaristí Afganistan I.slamabad, 21. marz. AP, Rruter. BARDAGAR geisa enn í Afganist- an milli stjórnarhersins og liðsafla heittrúaðra múhameðstrúar- Svíi hand- tekinn fyr- ir n jósnir Stokkhólmi, 21. marz. AP. SÆNSKUR maður, sem til skamms tíma starfaði á vegum Sameinuðu þjóðanna f Miðausturlöndum, var í dag handtekinn í Stokkhólmi og sakaður um njósnir gegn sænska ríkinu. Kona nokkur, sem grunuð er um að vera samsek, var einnig handtekin. Talið er að maðurinn hafi stundað njósnir í þágu Sovétríkj- anna, en lögreglan hefur ekki viljað segja neitt um málið annað en það, að maðurinn hafi verið tekinn fast- Maður þessi var handtekinn í Israel í síðustu viku og var síðan rekinn úr landi og sendur heim til Svíþjóðar. manna. sem gert hafa uppreisn gegn stjórninni. Talsmaður upp- reisnarmannanna, Sabatullah Mojededdi prófessor, sagði í dag í Pakistan, að barizt væri f nærri helmingi hinna 28 héraða landsins og væru mjög harðir bardagar í fimm þeirra. Sagði Mojededdi, að ein sveit í liði stjórnarhersins hefði gert uppreisn gegn yfirmönnum sfnum, þegar henni hefði verið skipað að skjóta á andstæðinga stjórnarinnay f borginni Herat í vesturhluta landsins. Stjórn Afganistans, sem kom til valda í blóðugri byltingu í fyrra, hefur ekki viljað staðfesta að barizt sé í landinu, en erlendum sendiráð- um í landinu hefur verið tilkynnt að sambandslaust sé nú við Herat. Er því ekki vitað hver hafa orðið afdrif þeirra útlendinga, sem í borginni hafa dvalizt. Stjórn landsins hefur sakað íransstjórn um að hafa sent 4000 dulbúna hermenn til Herat til að æsa til uppþota gegn stjórninni. Þessu hefur stjórnin í Teheran vísað á bug. Mojededdi fór í dag fram á aðstoð Arabaþjóða og vestrænna ríkja til að víkja núverandi stjórn Afganist- ans úr sessi, en hún er talin mjög hliðholl Sovétríkjunum. hefja samningaviðræður við Kínverja um að koma sam- bandi ríkjanna í eðlilegt horf á ný. Segjast Víetnamar vilja byrja viðræður hinn 29. marz nk., að því tilskildu. að allt kínverskt herlið verði horfið frá Víetnam degi áður. Kínverj- ar höfðu áður stungið upp á því, að viðræður hæfust 28. marz. I tilkynningu Víetnamstjórn- ar eru Kínverjar sakaðir um að hafa enn herlið á stórum svæð- um í Víetnam og að hafa ekki efnt fyrirheit sitt um að flytja burt lið sitt. Segir í tilkynning- unni, að haldi Kínverjar áfram uppteknum hætti verði Víet- namar enn að grípa til vopna til að verja land sitt. íranskur faðir syrgir látna dóttur sína í borginni Sanandaj. en litla stúlkan beið hana í bardögum milli Kúrda og íranshers. (Símamynd AP) Búist við samþykki Israelsþings í dag Hætta Saudi-Arab- ar við refsiaðgerð- ir gegn Egyptum? JerÚHalem, Kalró, Bagdad, Washington, 21. marz. AP. Reuter. UMRÆÐUM var haldið áfram í ísraelsþingi í dag um uppkast að friðarsáttmála ísraels og Egypta- lands og er gert ráð fyrir því að atkvæðagreiðsla fari fram snemma í fyrramálið (fimmtudag). Sýnt Verkföll á írlandi til að mótmæla háum sköttum Dublin, 21. marz. AP. ÍRSKA ríkisstjórnin kom sam- an til fundar í dag til að ræða verkfallsaðgerðir þær, sem vcrkalýðsfélög efndu til í gær til að mótmæla skattakerfinu þar í landi. Vcrkalýðsleiðtogar hafa hótað frekari verkföllum ef ekki verði komið til móts við óskir þeirra um lægri og rétt- látari skatta. Verkfallið í gær stóð í 24 tíma og einnig var farið í stóra kröfugöngu, sem talið er að um 200 þúsund manns hafi tekið þátt í. Alls er talið að um hálf milljón skattborgara hafi lagt niður vinnu í verkfallinu til að mótmæla sköttunum. Irish Times sagði í dag að mótmæla- gangan í gær hefði verið hin fjölmennasta í 57 ára sögu írska lýðveldisins. Verkalýðsfélögin halda því fram, að skattar á launatekjur, sem nú eru 17%, séu of háir.og að bændur og aðrir þeir, sem stunda sjálfstæðan atvinnu- rekstur, greiði aðeins 1% í tekjuskatt. Hafa félögin lengi hvatt stjórnvöld til að gera hér breytingar á, en reiðin nú stafar af því að stjórnin hefur ákveðið að hætta við að hækka skatta á bændum. þykir að um þrír fjórðu hlutar þingheims munu samþykkja samn- ingana og að hann verði undirritað- ur í Washington á mánudag. Andstæðingar samkomulagsins í Arabaheiminum undirbúa á hinn bóginn gagnaðgerðir sínar og munu fjármála- og utanríkisráð- herrar allra 22 ríkja Arababanda- lagsins nema Egyptalands koma saman til fundar í Bagdad í næstu viku til að ræða refsiaðgerðir gegn Egyptum. Niðurstaða þess fundar mun mjög byggjast á afstöðu Saudi-Araba, en diplómatískar heimildir í Beirut telja, að leiðtogar þeirra muni ekki binda enda á efnahagsaðstoð sína við Egyptaland þrátt fyrir friðarsamn- ingana við Israelsmenn. Blöð í Saudi-Arabíu og írak voru hins vegar mjög harðorð í garð Egypta og Israelsmanna í dag og hvöttu til allsherjarstriðs gegn Isra- el. Talsmenn Bandaríkjastjórnar vís- uðu í dag á bug ummælum, sem höfð eru eftir Hussein Jórdaníukonungi þess efnis, að Bandaríkin beiti hót- unum til þess að fá Jórdaníu og Saudi-Arabíu til fylgis við sam- komulag ísraelsmanna og Egypta. Begin forsætísráðherra ísraels gaf í dag í skyn að sér hefði tekizt að fá Sadat Egyptalandsforseta til þess að undirrita arabísku útgáfu samkomu- lagsins í Kaíró eftir fundinn í Washington og hebreska textann í •Jerúsalem. Sadat hafði áður neitað að fara til Jerúsalem til að undirrita samninginn þar. SeljaNorð- menn olíu til ísraels? Ósló, 21. marz. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hefur farið þess á leit við Norðmenn, að þeir selji ísraelsmönnum olíu úr Norðursjó. að því cr talsmaður í norska utanríkisráðuneytinu sagði í dag. Begin forsætisráðherra ísraels bar fram sömu ósk, þegar hann kom til Noregs í desember til að taka á móti friðarverðlaunum Nóbels, en Nordli forsætisráð- herra Noregs er sagður hafa neit- að þeirri málaleitan á þeirri for- sendu, að Norðmenn hefðu þegar ráðstafað olíu sinni með langtíma- samningum við aðra. Að sögn talsmanna utanrikis- ráðuneytisins eru Norðmenn nú að endurskoða fyrri ákvörðun sína í þessu máli, en ekki liggur fyrir hvort hann verður breytt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.