Morgunblaðið - 22.03.1979, Page 25

Morgunblaðið - 22.03.1979, Page 25
24 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvín Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Allsnekt við mýrarljós Almennir kjarasamningar runnu út 1. desember sl. Síðan hefur verið fylgt þeirri stefnu að færa hefðbundin völd verkalýösfélaga inn í stjórnarstofnanir og ríkiskerfið. Eyjólfur Konráð Jónsson lýsti þessari þróun svo í útvarpsumræðum á dögunum: „íslenzku verkalýðsfélögin eiga ekki lengur að bjástra við samningagerð... Þróunin þarf að komast á svipað stig og í sósíalistaríkjum, þar sem „velviljað ríkisvald" leysir þetta allt saman. Þar semja sjálfkjörnir verkalýðsforingjar við flokkinn sinn og „tryggja hag“ alþýðu; hún þarf hvergi nærri að koma og sízt af öllu að ónáða sig á fundi í verkalýðsfélögum...“ Helzta ágreiningsefni stjórnarflokkanna, sem kjörnir voru að eigin sögn til að koma „samningum í gildi“, þegar „kosningar voru kjarabarátta“, er nú í vinstri stjórn, hvort það sem þeir áður kölluðu „kauprán“ skuli vera 5 eða 7 prósent. Um þetta atriði sagði Eyjólfur Konráð í útvarps- umræðunum, að stjórnarflokkarnir ættu að hnýta því ákvæði aftan í vísitölukafla efnahagsfrumvarps forsætisráð- herra, að þrátt fyrir kjaraskerðingu, sem í frumvarpskaflan- um fælist, „skuli láglaunamenn halda þeim kjörum, sem þeim voru tryggð með maílögunum 1978“, þ.e. þeim lögum fyrrverandi ríkisstjórnar, sem Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag deildu harðast á. Þar með væru kjör þeirra, sem lakast eru settir, betur tryggð en að óbreyttum frumvarps^- drögum. En stjórnarflokkarnir eru e.t.v. ekki að hugsa um „svoleiðis fólk“ þegar „þakið er fokið“ af launajöfnunar- stefnunni. I ljósi þeirra stóru orða, sem ýmsir svokallaðir „verkalýðs- foringjar" höfðu um febrúar-maílögin 1978, er fólu í sér viðnám gegn verðbólgu, og hatrammrar baráttu til að brjóta þau á bak aftur, bæði með skyndiverkföllum og útflutnings- banni, koma ýmsar „pantaðar" sámþykktir nú spánskt fyrir sjónir. Alþýðusambönd Vestfjarða og Austurlands, eða formannaráðstefnur á þeirra vegum, hafa skorað á núverandi ríkisstjórn að leysa ágreining, sem eingöngu stendur um, hve „kaupskerðing“ skuli vera mikil, og lýsa því yfir, að annað „væri gróf svik við íslenzka verkalýðshreyf- ingu“. Formannaráðstefnan eystra lýsir „sig fúsa til að taka á sig nokkra kaupmáttarskerðingu til að ná þeim efnahags- legu markmiðum“, sem að þurfi að stefna. Hér er annað hljóð í strokki en var á vordögum 1978, þegar beita þurfti verkalýðshreyfingunni fyrir kosningavagn ákveðinna flokks- pólitískra afla. Allan 7. áratuginn, 1960—1970, var árlegur verðbólguvöxt- ur hér á landi innan við 10%. Vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, 1971—74, skilaði hins vegar af sér 54% ársverðbólgu, er hún hrökklaðist frá völdum, vegna innbyrðis sundurþykkju. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar tókst að koma þessari verðbólgu niður í 26—27% á miðju ári 1977. Þá seig aftur á ógæfuhlið, m.a. vegna óraunhæfra kjarasamninga. Febrúar-maílögin 1978 voru viðleitni til að koma í veg fyrir nýja verðbólguskriðu. Hefðu þau fengið að þjóna tilgangi sínum væri vandinn, sem við er að glíma nú, verulega minni og viðráðanlegri. Sök Alþýðuflokks og Alþýðubandalags er fyrst og fremst sú, aö þeir skópu, á fölskum forsendum, viðbrögð gegn því viðnámi, er í lögunum fólst. Öll viðbrögð þessara flokka nú er himinhrópandi játning á sekt, sem ekki verður lengur falin. Sök „pólitískra útsendara“ þessara flokka í verkalýðs- hreyfingunni er hins vegar sú, að sinna fremur flokkspóli- tísku áróðurshlutverki en raunverulegri hagsmunabaráttu. Yfirlýsingar og samþykktir þeirra í dag, sem hér hefur verið vitnað til, er opinberun á mótsögnum, sem hinn almenni félagi í verkalýðshreyfingunni hlýtur að furða sig á. Efnahagsfrumvarp forsætisráðherra felur því miður ekki í sér marktækar viðnámsaðgerðir gegn verðbólgu. Það er mestan parl umbúðir utan um eftirgjöf á verðbótum launa, en jafnframt vegvísir að haftabúskap og pólitísku skömmtunarkerfi, þótt þar séu að sjálfsögðu einnig nokkur jákvæð atriði. Stærsti kostur þess er þó e.t.v. sá, að það sýnir allsnekt þeirra hávaðaafla, sem urðu þjóðinni mýrarljós á liðnu sumri. Dr. Sigfús Schopka: „Annar hver veiddur þorskur af 73 árgangi” Annað árið í röð sem þessi árgangur ber uppi þorskaflann „Samkvæmt athugunum okkar að undanförnu á sýnum úr þorskaflan- um er 6 ára fiskur mest áberandi f afla togaranna bæði austan-, vestan- og norðanlands, þ.e. þetta er sterki árgangurinn frá 1973,“ sagði dr. Sigfús Schopka fiskifræðingur í samtali við Morgunblaðið f gær. „Árangurinn frá 1973,“ sagði dr. Sigfús, „er einnig mest áberandi í afla línubátanna f vetur, um allt iand. Þetta er reyndar sama sagan og á vertíðinni í fyrra þegar 5 ára þorskur, árgangurinn 1973, var mest áberandi. Reyndar var annar hver veiddur þorskur allt árið í fyrra af árganginum 1973, og sama er að gerast nú. Þetta er árgangurinn sem við höfum lagt mikla áherzlu á að friða meira, því árgangurinn 1974 er mjög veikur og verður þar af leið- andi mjög lélegur þegar hann kem- ur til hrygningar 1981. Með þessu framhaldi mun hrygningarstofninn fara niður fyrir 200 þús. tonn það ár, en hann er nú kominn í 200 þús. tonn úr 165 þús. sl. miðað við þorsk 7 ára og eldri. Af þessum ástæðum höfum við lagt áherzlu á að friða meir en gert hefur verið árganginn 73 til þess að koma hrygningar- stofninum upp í 300 þús. tonn árið 1981 og stefna okkar er 500 þús. tonn árið 1983. Þessi sterki stofn frá 1973 er fyrst og fremst ástæðan fyrir góðum afla nú, því með loðnunni hefur fiskur- inn gefið sig um allan sjó og þessi afli kemur okkur ekkert á óvart. Dr. Sigfús Schopka. Hins vegar tel ég ofveitt nú þegar af þessum árgangi frá 73! enn saxast óeðlilega á þennan árgang. Við höfum lagt til að ekki yrðu veidd meira en 250 þús. tonn á þessu ári til þess einmitt að geta byggt upp fyrir næstu ár og framtíðina. Það er að sjálfsögðu hægt að veiða meira en 250 þús. tonn á þessu ári en það mun koma niður á öllum síðar. Árgangurinn frá 1970 er t.d. búinn og þótt þorskurinn geti hrygnt í mörg ár eftir 7 ára aldur þegar stærstur hluti hans hrygnir í fyrsta sinn þá hefur þróunin verið sú, að eldri þorskurinn er kláraður á fyrstu árum eftir að hann verður kynþroska. Þá hefur afli netabát- anna að undanförnu aðallega verið 7 ára þorskur. Við eigurh hins vegar inni einn mjög góðan stofn frá 1976, en það hyggilegasta er að reyna á skynsamlegan hátt að bygggja þetta upp eins og við höfum lagt til.“ „Affluttar staðreyndir og búin til æsifrétt um lítið mál” — segir Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða um frétt Þjóðviljans um hálfs milljarðs króna tap félagsins vegna óhagstæðra olíukaupa „ÞJÓÐVILJINN hefur í stuttu máli sagt afflutt staðreyndir og búið til stóra æsifrétt um lítið mál, þótt það sé að vísu ekki litið mál að olían hækki mikið. Þetta er flutt á þann hátt. að blaðamað- ur Þjóðviljans rangfærir bæði mig og Önund Ásgeirsson, for- stjóra Olíuverzlunar íslands,“ sagði Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða h.f., vegna fréttar Þjóðviljans þess efnis, að Flug- leiðir hefðu tapað hálfum millj- arði króna vegna óhagstæðra eldsneytiskaupa af olíu- hreinsunarstöð á Bahamaeyjum. Að öðru leyti vísaði Sigurður í greinargerð Flugleiða um málið. I henni segir m.a.: 1. Undanfarin þrjú ár hefir félagið keypt þotueldsneyti frá Grand Bahama Petroleum Co. og hafa verið keyptir heilir farmar. Verð hefir verið hagstætt. Þegar Grand Bahama Petroleum Co. lenti í fjárhagserfiðleikum á s.l. hausti og fyrirtækinu var skipaður umsjónaraðili, var samningi við Flugleiðir rift, þar á meðal samn- ingi um 13 þúsund lestir af þotu- eldsneyti, sem afhenda átti í desember s.l. Þrátt fyrir eftir- gangsmuni af hálfu Flugleiða fékkst farmurinn ekki sendur. 2. Eftir að þessi viðskipti hættu var þotueldsneyti keypt eftir öðr- um leiðum. I fyrra minnkaði út- flutningur á léttri hráolíu frá Saudi-Arabíu, og vegna verkfalla og byltingar í Iran tók fyrir olíuútflutning þaðan. Þegar hér var komið svaraði framleiðsla á þotueldsneyti ekki eftirspurn og verðið hækkaði verulega. Er til þess kom nú fyrir skömmu að Flugleiðir þurftu að kaupa inn eldsneyti fyrir næsta starfstíma- bil, kom í Ijós að það var torfengið. Þó tókst um síðir að kaupa farm þann, sem nú er til losunar í Reykjavík. Hér var því um að ræða að kaupa þennan farm eða draga verulega úr flugrekstrinum að öðrum kosti. Farmurinn var hins vegar hafður minni en áður tíðk- aðist vegna ríkjandi verðlags. 3. Umræddur farmur þotuelds- neytis, 6.600 lestir var keyptur á cif verði og flutningsgjald til íslands því innifalið. Seljandi ræð- ur því flutningi og skipakosti. Allur aukakostnaður vegna óhag- kvæmni í skipsstærð er Flugleið- um óviðkomandi. Farmur sá sem hér er rætt um var keyptur á $322.50 lestin. Hér er um bráða- birgðaverð að ræða sem getur breyst lítillega við ákvörðun um það við hvaða afhendingardag skuli miða. 4. Samanburður Þjóðviljans hinn 21.3. á þotueldsneytisverði í nóvember s.l. og nú er út í hött eins og samanburður á verði ann- arra olíutegunda. Vegna margra samvirkandi orsaka hefir elds- neytisverð hækkað gífurlega á mörkuðum erlendis og höfum við íslendingar ekki farið varhluta af því. 5. Skortur er nú á þotueldsneyti vestan hafs og austan. Á flestum flugvöllum er eldsneyti skammtað. í mörgum tilfellum hafa olíufélög aðeins að litlu leyti getað staðið við þá samninga, sem þau hafa gert við flugfélög um eldsneytis- afhendingu. Önnur hafa dregið saman seglin og hætt starfsemi á ýmsum flugvöllum. Þá eru þess dæmi að flugfélög, sem áætla flugferðir á nýjum leiðum, hafa frestað þeim eða aflýst vegna eldsneytisskorts. Það skal að lokum tekið fram, að vegna ummæla þeirra sem Þjóð- viljinn 21.3. hefir eftir Önundi Ásgeirssyni forstjóra Olíuverslun- ar Islands, þá hefir hann tjáð Flugleiðum að rangt sé eftir hon- um haft og muni hann birta yfirlýsingu vegna þessa. Verðhækkanir á þotueldsneyti eru öllum sem flugrekstur stunda hið mesta áhyggjuefni. Við íslend- ingar ráðum ekki frekar en aðrir kaupendur olíuvöru verðinu, held- ur ræður hér ástand heimsmála. Verðhækkanir á þessari vöru auka að sjálfsögðu útgjöld Flugleiða sem og annarra, sem flugrekstur stunda. Af grein Þjóðviljans og þó kannski sérstaklega fyrirsögn mætti halda að vegna „einkenni- legra eldsneytisinnkaupa" hefði félagið tapað stórfé. Hér er hins vegar um verðhækkanir að ræða, sem Flugleiðir verða að sæta eins og aðrir sem slíkan atvinnurekstur stunda. Olfuflutningaskipið Panama í Reykjavfkurhöfn. Ljósm: ÓI.K.M. Þegar hylkið er komið fyrir borð á að draga fanglínuna út úr hylkinu. en hún er um 25 metra löng. Síðan er kippt snöggt í lfnuna. svo báturinn þenjist út. Þegar allir eru komnir um borð í gúmmfbátinn. skal >skera á fanglínuna, og eru tvcir hnífar um borð í bátnum. Annar er við annað opið, og hinn er á áberandi stað í bátnum. Siglingamálastofnun ríkisins: Gagngerðar breytingar á gerð gúmmíbjörgunarbáta fyrirhugaðar Eins og komið hefur fram áður í fjölmiðlum, þá hefur Siglinga- málastofnun ríkisins fylgst eftir beztu getu með þeim endurbótum á gúmmfbjörgunarbátum, sem unnið hefur verið að rannsóknum á erlendis undanfarið, svo og gert tillögur um nokkur atriði eftir fslenzkri reynslu. Þar eð Siglingamálastofnun rfkisins hefur viljað hraða sem mest, að þessar endurbætur kæmu til framkvæmda, þá ritaði Siglingamálastofnun rfkisins í desember s.l. vetur öllum þeim framleiðendum gúmmíbjörgunar- báta, sem viðurkenndir eru til notkunar á fslenzkum skipum bréf, þar sem tekið er saman yfirlit yfir þau atriði, sem Siglingamálastofnun rfkisins tel- ur að þurfi að cndurbæta í gerð gúmmfbáta hið allra fyrsta. Flest eru þetta atriði, sem þegar hafa verið rannsökuð erlendis, en nokkur atriði eru viðbótar tillögur frá Siglingamálastofnun ríkisins. Um þessar endurbætur setti Siglingamálastofnun ríkisins tímaáætlun, til að flýtt yrði sem mest, að þessar endurbætur kæmust í framkvæmd á þeim gúmmíbjörgunarbátum, sem keyptir yrðu nýir til íslenzkra skipa nú. Meginatriði þessara endurbóta eru eftirfarandi: 1) Að styrkleiki efnis í þaki gúmmíbjörgunarbáta verði aukinn. 2) Að samlíming þaks gúmmí- björgunarbáta og efri flot- slöngu verði styrkt, bæði með auknum límfleti og með við- bótarlímræmu að innanverðu til að auka styrkleika fyrir rifátak innanfrá. 3) Að styrkingar á festingum þaks gúmmíbjörgunarbáta við inn- ganga verði auknar, og form á inngönguopnum verði þannig að vindur nái sem minnstu átaki á þakfestingum þar. 4) Að uppblásinn smápallur eða þrep verði við inngönguop til að auðvelda mönnum að komast úr sjó upp í gúmmíbjörgunarbáta. 5) Stöðugleiki gúmmíbjörgunar- bátanna verði aukinn, með því að fjölgað verði sjó-ballestar- pokum undir botni bátanna, og þessir ballestarpokar settir eins nálægt ytri brún botnsins og hægt er, til að auka réttiátak þeirra, ef báturinn fer að lyftast úr sjó. 6) Gúmmíbátarnir verði búnir endurbættri gerð rekakkera, í samræmi við nýjustu tilraunir, og verði vararekakkerið af sömu gerð. Festing rekakkeris við gúmmíbjörgunarbátinn verði endurbætt, ef þörf reynist á því samkvæmt tilraunum. 7) Flötur endurskinsmerkja á gúmmíbjörgunarbátum verði aukinn. 8) Ljósstyrkleiki á þakljósi gúmmíbjörgunarbáta verði aukinn, og athugaðir möguleik- ar á að búa gúmmíbátana sterkum blikkljósum. Þetta eru helztu atriðin, sem endurbætur eru fyrirhugaðar á sjálfri gerð gúmmíbjörgunarbát- anna. Framkvæmdaáætlun sú, sem felst í fyrrgreindu bréfi Siglinga- málastofnunar ríkisins til viður- kenndra framleiðenda gúmmí- björgunarbáta er sú, að framleið- endur gerðu Siglingamálastofnun ríkisins nánari grein fyrir einstök- um atriðum þessara endurbóta, sem farið var fram á, en síðan gerði framleiðándi einn 10 eða 12 manna gúmmíbát, þar sem þessi atriði væru tekin til greina, og afhentu Siglingamálastofnun ríkisins einn slíkan gúmmí- björgunárbát hver framleiðandi. Síðan myndi Siglingamálastofnun ríkisins framkvæma raunhæfar samanburðartilraunir á öllum þessum nýju gerðum gúmmíbjörgunarbáta, ásamt eldri gerð gúmmíbjörgunarbáta til við- miðunar. Að loknum þessum samanburðartilraunum yrði síðan tekin endanleg ákvörðun um, hvort þessar nýju gerðir yrðu viðurkenndar óbreyttar til notk- unar í íslenzkum skipum, eða hvort gerð yrði krafa um frekari endurbætur. Undanfarið hafa 5 framleiðend- ur gúmmíbjörgunarbáta verið við- urkenndir af siglingamálastjóra til að framleiða gúmmíbjörgunar- báta til notkunar á íslenzkum skipum. 1 vetur hefur siglingamálastjóri afturkallað viðurkenningu á ein- um framleiðanda gúmmíbjörgun- arbáta, þar eð sú verksmiðja hefur ekki undanfarið sent Siglinga- málastofnun ríkisins neinar upp- lýsingar um þróun og endurbætur á þessari gerð, sem aðrir framleið- endur hafa gert. Af þeim fjórum framleiðendum, sem nú eru viður- kenndir, hafa þrír þegar lýst sig fúsa til að framkvæma þær endur- bætur og breytingar, sem siglinga- málastjóri telur æskilegar. Af þessum þremur framleiðendum eru tveir brezkir (RFD og Dunlop) og einn danskur (Nordisk Gummibádsfabrik, Esbjerg, ,,Víking“.) Nú nýlega kom tækniforstjóri RFD til Reykjavíkur til að ræða þessar endurbætur gúmmí- björgunarbáta við Siglingamála- stofnun ríkisins, og RFD er nú að ljúka framleiðslu á einum 10 manna gúmmíbát með þessum breytingum. Verður þessi gúmmí- bátur síðan afhentur Siglinga- málastofnun ríkisins til prófunar og athugunar. Þá eru nú komnir hingað forstjórar Dunlop verksmiðjanna, og hafa þegar rætt við Siglinga- málastofnun um þessar endur- bætur, og einn 10 manna gúmmí- bátur þessarar Islandsgerðar er á leið til Islands, og verður hann afhentur Siglingamálastofnun ríkisins til prófunar. Að lokum eru svo í næstu viku væntanlegir hingað forstjórar dönsku gúmmíbátaverksmiðjunn- ar, sem framleiðir „Víking" gúmmíbátana. Þeir munu koma hingað til viðræðna um þessa nýju gerð og koma líka með einn 10 manna gúmmíbjörgunarbát til Siglinga- málastofnunar ríkisins til athugunar og prófunar. Ætlunin er síðan, þegar allir þessir þrír framleiðendur hafa afhent gúmmíbjörgunarbáta til prófunar, að Siglingamálastofnun ríkisins geri raunhæfar saman- burðartilraunir á hafi úti, og hefur í því sambandi þegar fengið vilyrði fyrir aðstoð Landhelgisgæzlunnar að því er varðar aðstöðu í skipi á hafi úti. Þar eð nú er liðið á vetur, er þó ekki víst að tækifæri bjóðist til að framkvæma þessar saman- burðartilraunir fyrr en næsta vetur, en ef svo reynist, kæmi til greina að Siglingamálastofnun ríkisins viðurkenndi þessar nýju gerðir gúmmíbáta eftir skoðun þeirra hér fyrst í stað til, tak- markaðs tíma, en endanlega eftir að prófun hefur farið fram. Þá myndi um leið verða dregin til baka viðurkenning á eldri gerðum gúmmíbjörgunarbáta, og gert yrði ráð fyrir hraðari endurnýjun eldri gúmmíbjörgunarbáta á íslenzkum skipum, þegar þessar nýju gerðir væru fáanlegar frá þeim framleið- endum, sem Siglingamálastofnun ríkisins hefði viðurkennt. (Fréttabréf Siglinga- málastofnunar) Þegar gúmmíbjörgunarbát cr kastað útbyrðis er mikilvægt að losa hylkið úr festingum. Þá verður einnig að ganga úr skugga um að fanglínan sé vel föst um borð. Þá er hylkinu lyft úr sætinu og því kastað fyrir borð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.