Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 17 A sýningunni Vetrarmgnd í Norræna húsinu Grein og mgndir: Árni Johnsen Vetrarmynd heitir sýningin, en í rauninni er Þad öfugmælanafn midad viö hlýja og fjölbreytta sýningu sjö listmálara sem sýna nú í Norræna húsinu fram á sunnudagskvöld. Haustið 1977 tóku sig saman nokkrir listamenn og sýndu Vetrarmynd í Norræna húsinu og hluti af bessum hópi sýnir nú aftur. Haukur Dór var upphafsmaöur Vetrarmyndar nokkurra listamanna, en hugmyndin er aö halda sýningu á hverjum vetri. Þaö er engin sýningarnefnd hjá Vetrarmynd, en miöaö viö aö nýir menn komi inn á hverri sýningu og einhverjir hvíli. Hugmyndin á bak viö sýninguna er aö hafa fjölbreytni, aö engin ein stefna ráöi sýningunni og ef t.d. einhver pátttakenda hefur sýnt nýlega er miöað við að hann sýni einhverja aðra hliö á list sinni. Þá er Það einnig í myndinni aö framúrstefnulistamenn hafi möguleika á aö kynna verk. Það er hugmynd aöila Vetrarmyndar að ná einnig til áhugamanna í myndlistinni og yngri málara. Vetrarmyndin í Norræna húsinu nú er að mestu figurativ sýning, en flestir listamennirnir eru með Það mörg verk að par er raunverulegt sýnishorn af listsköpun peirra. Þessi vetrarmynd í Norræna húsinu er sótt í fang sumarsins aö mestu og minnir á íslenzka málsháttinn, Að pví spyr veturinn hvaö sumarið aflar. . á^áfiSÍ ,'V.< 'V-V . '■$, WÍ-VÍÍ.ÍS HRINGUR Jóhannesson synir i Vetrar- mynd tíu tilbrigði við gamla steðjann. Hann sagðist hafa unnið þessar myndir í einni beit fyrir haustsýning- una síðustu, en þegar á hafi reynt hafi Gamli steðjinn bessi myndaflokkur ekki komið til greina þar vegna þess „að sú sýning varð smámyndasýning“, sagði lista- maðurinn. Hringur tekur nú í fyrsta skipti þátt í sýningu Vetrarmyndar og hann sagði að sér hefði verið kærkomið að fá tækifæri til þess að sýna Steðjatil- brigðin sem eru ýmist með vatnslit- um eða blýanti og ein myndin er í olíulitum. Steðjinn er eitt af rótgrónari tækjum íslendinga í gegn um aldirnar, en Hringur fer um hann höndum fíngerðs listamanns þar sem línurnar bogna jafn auðveldlega undan oddi blýantsins og glóandi járnið undir hamri járnsmiðsins. Hringur hafði síöast sjálfstæða mál- verkasýningu á Kjarvalsstöðum 1977. Magnús Tómasson sýnir tvö verk í Vetrarmynd, annars vegar mindaröð um snigíl, en hins vegar gaml- an stól sem hann hefur stílfært til uppstillingar. Magnús vinnur margs kon- ar listaverk og leitar eftir efnivið í eigin hugmynda- heim, goðafræði og dýra- fræði svo að eitthvað sé nefnt. Verk Magnúsar hafa lent í ferðalögum á undan- förnum árum því hann tekur oft þátt í samsýning- um erlendis þannig að ekki hefur gefist gott tækifæri til að sjá mörg verka hans saman. Sveit ÞORBJÖRG Höskuldsdóttir sýnir 10 málverk og teikningar á sýningunni. Hún heldur sig ennþá í jaðri súrrealismans, tengir saman andstæður og byggir myndir sínar upp á mikilli dýpt. Landið er oft- ast undiraldan í myndum hennar og svo bregöur hún á leik með reitunum sínum og fær til liðs kunn fyrir- bæri náttúrunnar. Með dýptarspili listakonunnar fær hún áhorfandann oft til þess aö finnast hann vera hluti af myndinni, menn hrökkva stundum ósjálfrátt inn í myndir hennar. Þorbjörg hefur tekið pátt í mörgum sýningum á undanförnum árum. > ..." j >- — rrzsFT .rfjrí r"' y j# H ..* ''^s****!**^* - Myndbreyting Bragi Hannesson hefur á undan- förnum árum vakið verðskuldaöa athygli fýrir málverk sín, en það vakti nokkra undrun þegar bankastjórinn spratt fram á svið myndlistarinnar með sýningu flestum að óvörum. Hann var þekktari fyrir það að skrifa upp á víxilbeiðnir manna í fjár- magnssvelti, en í myndlistinni hefur hann haldið sínu striki sem byggist á stílhreinum tón og látlausum. Miðað við marga aðra listmálara landsins þykja myndir Braga ekki með sterkum litum við fyrstu sýn, en við nánari kynni spretta litirnir fram og hinn hreini tónn og hlýlegi hljómar fylliega samkvæmur sjátfum sér. Bragi sækir myndefni sitt víða um land, ferðast mikið og teiknar myndir -•* * * sem hann fullvinnur síðar, stundum tugi mynda áður en hann er ánægður með tóninn sem hann er að leita eftir. Bragi hefur haldið sýningar í Reykjavík og á Akureyri. Haldiö í róöur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.