Morgunblaðið - 22.03.1979, Síða 2

Morgunblaðið - 22.03.1979, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 Tugmilljóna tjón í eldsvoda hjá Sindra-Stáli Tugmilljóna tjón varð í vélsmiðju Sindra-Stáls h.f. við Borgartún þegar eldur kom upp í vélsmiðjunni í hádeginu í gær. Miklar skemmdir urðu á húsi og tækjum og starfsemi fyrirtækisins mun liggja niðri þangað til viðgerð hefur farið fram. Slökkviliðið var kallað út klukkan 12.25 en þá lagði reyk upp úr þaki hússins. Var eldur- inn mestur á palli í vesturhluta hússins. Allt lið slökkviliðsins var kallað út og barðist það við eldinn í þrjá stundarfjórðunga en þá tókst að ráða niðurlögum hans. Var sótt að eldinum innan- frá og einnig var rofið gat á þakið og ráðist að eldinum á þann hátt. Eldsupptök eru ókunn. Starfs- menn vélsmiðjunnar fóru í mat um tólfleytiið og urðu þeir þá ekki varir við neitt óvenjulegt. Þetta er annar meiri háttar bruninn í Reykjavík á skömmum tíma því á þriðjudagsmorguninn varð mikið tjón hjá Lýsi h.f. við Grandaveg eins og lesendur muna vafalaust. Útkalli slökkviliðsins ver ekki lokið þegar stökkvistörfum lauk við Borgartún. Þegar liðið var á heimleið kom tilkynning um eld í íbúð við Teigasel. Fór slökkvi- liðið þangað en þar reyndist ekki vera mikill eldur, pottur hafði gleymzt á eldavél. Aftur lagði slökkviliðið af stað niður í Öskjuhlíð en þegar liðið ók framhjá Bleikargróf utðu slökkviliðsmenn varir við reyk og var málið athugað. að krakkar höfðu heystabba og var slökktur. Þegar því lokið komust bílarnir loks niður á stöð. Kom í ljós kveikt í eldurinn verki var Unnið að slökkvistörfum hjá Sindra-Stáli í gær. j/k LjÓBm. Emilía. ísinn kominn austur að Seley Nokkrar hafnir að teppast vegna íss ÍSINN útaf Norður- og Austurlandi virðist færast suður á bóginn og í gær varð vart við fyrstu jakana í Norðfirði. íshrafl er komið lengst að Seley. Ilafísinn er víða orðinn landfastur og sums staðar hefur hann lagst að höfnum og gert siglingu úr þeim ógreiðfæra eða ófæra. Verst virðist ástandið á ólafsfirði, Dalvík og Þórshöfn en á Dalvík hafði ástandið lagast heldur þegar blaðið hafði samband við fréttaritara sinn í gærkvöldi. ískönnunar- flug var farið í gær og kom þá í ljós að helsta breytingin frá deginum áður var sú, að ísinn hafði rekið saman í stórar rastir en auður sjór var á milli. Nokkuð greiðfær sigling er á öllu svæðinu útaf Norður- og Austurlandi en varasöm í myrkri. Ólafsfjörður Ólafsfirði 21. marz. Um klukkan 21 í gærkvöldi var kominn samfelldur ís inn að hafn- Land og synir kvikmynduð í sumar UNDIRBÚNINGSVINNA að kvikmyndun skáldsögu Indriða G. Þorsteinsspnar, Lands og sona, hefur geng- ið það vel, að allar líkur eru á að verkið verði kvik- myndað í sumar og þá í ágúst og september. Fyrir- tækið Isfilm kvikmyndar verkið, en kvikmyndahand- ritið gerði Ágúst Guðmundsson, sem verður leikstjóri. Leikendur verða allir íslenzkir. Myndin verður tekin í litum á 35 millimetra filmu. Gangi allt að óskum má búast við að lcvikmynd- in verði frumsýnd í janúar 1980. Ráðgert er að myndin verði tekin í Skagafirði, á Eyvindar- staðaheiði og í Stafnsrétt á þeim tíma er göngur og réttir eru. Land og synir kom út 1963 og svo aftur hjá AB 1978 í ritröðinni Tímar í lífi þjóðar, en önnur verk þeirrar Indriði G. Þorsteinsson. ritraðar voru Norðan við stríð og 79 af stöðinni eftir sama höfund. Aðalhvatamenn að kvikmyndun Lands og sona eru þeir Jón Hermannsson kvikmyndagerðar- maður og Agúst Guðmundsson. „Kannast ekk- ert við málið” — segir Jón Sigurðsson forstj. Þjóðhagsstofnunar „ÉG KANNAST ekkert við þetta mál,“ sagði Jón Sigurðsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunar í gær, þegar Mbl. spurði hvað hæft væri í þeim fréttum, að hann hefði verið upphafsmaður þreifinga milli ákveðinna arma í Alþýðu- flokknum og Alþýðubandalaginu um síðustu helgi til að leita lausnar á ágreiningi flokkanna tveggja um frumvarp Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra til að reyna að hjarga stjórnar- samstarfinu. Jón Sigurðsson vildi ekki ræða málið frekar, sagði að það væri sér óviðkomandi. Húsavík Húsavík 21. marz. LITLA breytingu er á ísnum að sjá frá Húsavík frá því sem var í gær. Smáar ísspangir eru á reki um flóann og svolítið íshrafl á fjörum við botn Skjálfanda, en samkvæmt upplýsingum Aðalgeirs á Mánár- bakka er meiri ís þar við ströndina en í gær en skyggni er mjög takmarkað vegna hríðarveðurs í dag. ís virðist vera landfastur í blöðum um 8—9 m háa jaka hér eiga ekki við rök að styðjast, þetta er fyrst og fremst hröngl og lagnaðarflögur. Óli. Neskaupstaður Neskaupstað 21. marz. ÞAR sem ég sit hér við gluggann á skrifstofunni minni sé ég fyrsta ísjakann sigla inn fjörðinn. Héðan sést aðeins þessi eini staki jaki, en argarðinum hér en þá höfðu verið strengdir vírar milli hafnargarð- anna til að fyrirbyggja að höfnin fylltist af ís. Allir Ólafsfjarðarbátar liggja í höfn, þar sem þeir hafa orðið að draga upp netin. Lokið er löndun úr skuttogaranum Ólafi Bekk, en hann kom í gær með 110 lestir af fiski eftir 6 daga útivist. Hann freistaði þess að komast út úr höfninni seinni partinn í dag. Komst hann út úr ísnum eftir tveggja tíma siglingu. Nú er hér hægviðri en mikil snjókoma og lítið skyggni en okkur sýnist sæmilega greiðfær siglinga- leið eftir að líemur hér út á miðjan fjörð. — Jakob. Dalvík Dalvík, 21. marz. Astandið hefur skánað verulega nú síðla dags, þannig að siglingin út úr höfninni var orðin vel greið- fær um kvöldmatarleytið. Mikið útstreymi hefur verið í dag, en nokkuð stór ísspöng er ennþá hér fyrir utan, þannig að ekki má verða mikil breyting á veðri til þess að allt lokist. í gær var ástandið svo slæmt, að einn bátanna varð að forða sér til Hríseyjar. Togarinn okkar er væntanlegur hi gað innan tíðar og hafði áætlun hans verið flýtt vegna þess óvænta útstreymis, en hann átti ekki að koma hingað fyrr en í morgunsárið. — Fréttaritari. Grímsey — Úr Grimsey var að sjá ís- hrafl vestur og norður af eynni í morgun, en autt var norður úr að því er séð varð, sagði Alfreð Jónsson oddviti í Grimsey er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. — Við strengdum vír fyrir höfnina hjá okkur á föstudaginn til að íshroði kæmist ekki inn í höfnina, en það er gert í hvert sinn, sem ísinn kemur að eynni. Við erum nýbúin að fá olíu, sem dugir fram á sumar, ef svo færi að að eitthvað yrði úr þessu núna. Við höfum engar áhyggjur Grímsey- ingar og brosum út undir bæði þó það andi svolítið köldu frá hafinu þessa dagana, sagði Alfreð Jóns- son að lokum. Svipmyndir frá Þórshöfn á Langanesi. Á annarri myndinni sést jakahröngl við land en á hinni má sjá Litlanes ÞH 52 á siglingu innan um ísjakana, en eigandi og skipstjóri bátsins er fréttaritari Mbl., Óli Þorsteinsson. Ljósm. Már Óskarsson. norðan á Tjörnesi en Aðalgeir álítur að greiðfært sé fyrir utan þó ís sé landfastur á öllu norðanverðu nesinu og allar víkur fullar. — Fréttaritari. Raufarhöfn Samkvæmt fréttum frá Raufar- höfn í gærkvöldi var ástand þar nokkuð skaplegt, þar sem siglinga- leið var nokkuð greið. Engan ís var farið að leggja að vírnum sem komið hafði verið fyrir utan við höfnina og bátar voru þar á sjó í gærdag. Veður var þar mjög slæmt í gærdag, hríðarkóf og strekkingur, og hefur gífurlegum snjó kyngt þar niður á undanförnum dögum. Götur í þorpinu eru þegar orðnar illfærar. Þórshöfn Þórshöfn, 21. marz. ÍSMAGNIÐ hér hefur heldur auk- ist frá því í gær, enda stendur vindur af norðri inn fjörðinn, og ef heldur sem horfir eru líkur á því að höfnin lokist hér innan tíðar. Tveir bátar fóru til veiða í dag en þeir eru komnir inn aftur. Þá er rétt að taka fram að sögur utar í flóanum dóla tveir stórir jakar. Suður af Dalatanga er allstór ísspöng á reki og ef áttin verður okkur óhagstæð gæti hún nálgast okkur meira en þegar er orðið næstu daga. Hér gerði í fyrrinótt mikið norðvestanveður, svo kallað Nípukollsveður, en það stóð mjög stutt. Krafturinn í veðrinu var þá svo mikill að 17 manna bifreið, sem var á ferð í bænum, fauk um koll og tveir stórir gámar, sem stóðu á hafnar- bryggjunni, tókust á loft og höfn- uðu í sjónum. í öðrum gáminum voru húsgögn og er talið að hann hafi vegið allt að 5 tonnum. —Ásgeir Norðanátt næstu daga ÚTLIT er fyrir norðanátt í dag og á morgun að sögn Guðmundar Hafsteinssonar veðurfræðings. Spáð er hægum vindi fyrir Norðurlandi, en hann snýst þó varla úr norðrinu fyrr en í fyrsta lagi á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.