Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 Jafnt og gott fiskirí hjá Olafsvíkurbátum ólaísvík, 20. marz GÓÐUR afli hefur verið hjá Ólafsvíkurbátum síðastliðna viku. A fimmtudat' í fyrri viku glæddist aflinn í' netin og á lauKardaK ok sunnudag var jafnt ok gott fiskirí. Þá komu 275 tonn á land hvorn das af 18 hátum. I mánudaic. dró heldur úr. en vonir standa til að þessi afla- kippur haldi áfram ok Keti þá kallast hrota. Hér er um göngufisk að ræða, loðnufullan. Aflahrota hefur ekki komið hér í ein 3—4 ár og engin loðna sást í fiski hér í fyrra. Róið hefur verið hvern dag og er vonast til að gæftir haldist til þess að nýting aflans verði sem best. Allur fiskur hefur fram að þessu náðst í bezta ástandi úr netunum og í gegnum vinnslu. Atvinna hefur verið mikil síðustu 2 vikurnar og hefur verið gefið frí í efstu bekkj- um grunnskólans til að bjarga verðmætum. Stutt er í saltskort og getur komið sér afar illa ef dregst að saltskip komi. Togarinn Lárus Sveinsson land- aði hér um 100 lestum fyrir 5 dögum og mun hann vera væntan- legur aftur nú í vikunni. Má því sjá að nú sem oft áður snýst hér allt um fisk og margur þreyttur í lok vinnudags. - Helgi. óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: □ Laugavegur 1—33 □ Ingólfsstræti □ Sóleyjargata □ Flókagata 1—47 VESTURBÆR: □ Miöbær UPPL. I SIMA 35408 laugardaginn 24. marz veröa til viðtals Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarfulltrúi og Hulda Valtýsdóttir, varaborgarfulltrúi. Birgir er í borgarráöi, hafnarstjórn og launamála- nefnd, situr fyrir Reykjavíkurborg í stjórn Lands- virkjunar. Hulda er í félagsmálaráði og leikvallanefnd. | VIÐTALSTÍMI | Alþingismanna og p borgarfulltrúa I Sjálfstæðisflokksins p í Reykjavík ÞEGAR Stórmóti Bridgefélags Reykjavikur lauk sl. sunnudag var efnt til pallborðsumræðna þar sem norsku gestirnir Per Breck og Rcidar Lien sátu fyrir svörum. Þeir félagar sögðu að mjög góður bridge væri spilaður á Islandi og væri það ótrúlegt að hægt væri að halda mót sem stórmótið þar sem 27 pör mættu til leiks hvert öðru betra. Sögðu þeir að öll pörin sem þeir hefðu spilað gegn hefðu spilað vel. Þá var rætt um Norðurlandamótið sem fram fór í Reykjavík í fyrra. Var þeim tíðrætt um íslenzka unglingamótið sem þeir sögðu að hefði spilað mjög mis- jafnlega. Stundum hefðu þeir spilað mjög vel, stundum mjög illa. Norska unglingaliðið sem sigraði á mótinu spilaði ágæt- lega en þó ekki betur en það að þeir unnu aldrei báða hálfleiki gegn andstæðingunum. Breck og Lien voru mjög ánægðir með mótstjórnina en sögðu að það væri tvennt sem kæmi þeim á óvart. Annars vegar að skorblöðin voru ekki merkt, þ.e. hvaða spil ætti að spila og hvaða pör ættu að spila saraan. Það væri ekki venja að treysta spilurum fyrir því í Noregi á Stórmótum sem þessu. Þá fannst þeim gefinn góður tími til að spila fjögur spil, það væru aðeins gefnar 25 mínútur í Noregi á móti 30 mínútum hér. Góður stjórnandi umræðn- anna, Jakob R. Möller, spurði því næst af hverju norskir bridgespilarar færu sjaldan til annarra landa t.d. meginlands- ins til að taka þátt í stórum bridgemótum. Minntist Jakob í því sambandi á Svía og Dani sem gera mikið af því að spila erlendis á stórmótum. Reidar Lien sem var í forsvari fyrir þá kollega að mestu leyti sagði, að í fyrsta lagi væru það blankheit Norðmanna sem yllu því að þeir færu ekki oftar. Þá sagði hann aðra ástæðu liggja að baki ekki síður mikilvæga, þá að t.d. í sænska landsliðinu væru a.m.k. 4 spilaranna ógiftir. Þá voru þeir félagar spurðir um norska landsliðið. Það hefir nýlega verið valið og eru Lien og Breck að sjálfsögðu þar á meðal ásamt Roy Christiansen og Tere Pedersen en þriðja parið er úr unglingalandsliðinu, Leif Stabell og Hjaltnes. Ekki bjuggust þeir félagar við sérstökum árangri á Evrópu- mótinu. Kæmi þar tvennt til. Annars vegar að liðið væri ekki í góðri þjáifun og hins vegar vantaði samæfinguna. Að lokum voru þeir félagar spurðir álits á notkun skerma. Lien sagði að þeir hefðu bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar og væri hann hlynntur þeim svo langt sem það næði. Þó vildi hann benda á t.d. allar þær gervisagnir sem nú tíðkast geta gert notkun skerma nánast úti- lokaða. Þegar hér var komið lágu úrslit Stórmótsins fyrir og urðu umræður því ekki lengri. Á Stórmótinu voru spiluð 108 spil og voru þau tölvugefin og fengu spilarar tölvuúrskrift af þeim. Hér á eftir verða sýnd 4 spil sem spiluð voru í mótinu og gefin upp árangur spilara í þremur þeirra: Spil nr. 7. Suður gefur — Allir á hættu. Vestur D. S. DG H. ÁK742 T. KT76 L. G3 Norður S. ÁK873 H. 6 T. Á53 L. D975 Austur S. 96 H. DGT83 T. DG82 L. K8 Suður S. T542 H. 95 T. 94 L. ÁT642 Séð yfir spilasalinn sl. laugardag. Allar myndir af stórmótinu tók Kristján Ijósmyndari Mbl. Dreggjar frá stórmótinu... Á tveimur borðum þar sem undirritaður var áhorfandi voru spilaðir 4 spaðar í Norður og á báðum borðum var útspilið lauf- kóngur sem er eina útspilið sem gefur 6 spaða skor. Sex slagir á tromp, einn á tígul og fimm á lauf. Spil nr. 80. Vestur gefur — Austur-Vestur á hættu Brldge Umsjónt ARNÓR RAGNARSSON Norður S. ÁT87632 H. - T. G754 L. T6 Vestur S. - H. K9653 T. ÁT8 L. KG432 Surður S. KDG4 H. D874 T. D3 L. Á97 Þetta spil kemst trúlega næst því að falla sem kallað er — þ.e. að sami árangur náist á öllum borðum. Á ellefu borðum voru spilaðir 5 spaðar tvöfaldaðir og einn niður. Á einu borði fengu N-S að spila 4 spaða tvöfaldaða og slétt staðið og á tveimur borðum voru spiluð fimm hjörtu og unnin. Spil nr. 21 Norður gefur — Norður-Suður á hættu Austur S. 95 H. ÁGT2 T. K962 L. D85 Norður Vestur S. KDT87 H. 5 T. ÁD L. T9652 S. 9 H. KT93 T. GT7653 L. K7 Austur S. 63 H. ÁDG8764 T. 9842 L. - Suður S. ÁG542 H. 2 T. K L. ÁDG843 Þetta spil er aftur andstæða við hitt spilið. Hér voru tölurnar allt frá 300 N-S upp í 1400 A-V. Útkoman varð þessi: 3 hj. A-2x 4 sp. N-3x 3 hj. A-2x 5 tí. N-lx 4 sp. S-5x 4 1. S-3 5 I. S-4x 3 sp. S-2 3 gr. N-2 6 1. N-4x 6 1. N-4x 4 hj. A-lx 5 1. S-4x 300 NS 800 AV 300 NS 200 AV 1400 AV 300 AV 1100 AV 200 AV 200 AV 1100 AV 1100 AV 100 NS 1100 AV 590 AV 4 hj. Ax Að lokum er hér svo spil nr. 70 þar sem aðeins einu pari tókst að vinna sína lokasögn en það voru Guðmundur Hermannsson og Sævar Þorbjörnsson sem spiluðu 3 grönd á spilið á meðan salurinn spilaði 3 eða 4 spaða og allt upp í 6 lauf fjórfölduð sem urðu 3 niður og gáfu Austri og vestri 1000 í skor. Austur gefur — Austur-Vestur á hættu. Norður S. DT8 H. DT9762 L. D963 Vestur S. GT8542 H. 75 T. G854 L. G Austur Suður S. 7 H. ÁG964 T. ÁK3 L. T842 S. AKD963 H. K32 T. - L. ÁK75 Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson urðu í 5. sæti Hér spila þeir gegn Ólafi Valgcirssyni og Magnúsi Jóhannssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.