Morgunblaðið - 22.03.1979, Side 35

Morgunblaðið - 22.03.1979, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 35 SAMANBURÐUR á tveim mismunandi aðferðum við verndun þorsks (o.fl. botnfisks) Gamla aðferðin. sú er fylgt hefur verið. 7 ókostir hennar. óbreyttur kostnaður 1. Ef sömu stærð botnfiskveiðiflota yrði beitt áfram, helst útgerðarkostnaður næstum sá sami áfram — brátt fyrir stöðvanir tíma og tíma, 1 vika nú, Þrjár vikur síðar, næst e.t.v. tvær vikur o.s.frv. Allir meginkostn- aðarlíöir mundu haldast óbreyttir. Með bessari aðferð kæmi því í rauninni nánast ekkert til að bæta þjóðfélaKÍnu upp skaðann af aflaminnkun (nema að vísu lítilsháttar spörun í olíu). Hætta á viðkomandi helzt. 2. Með þessari aðferð fa*st engin fullgild tryxKÍnK fyrir því að nokkur fiskur nái kynþroskastærð (ca. fjögra kílóa þunga), því veiðitæknin núorðið er ofboðsleg. I reynd veit enginn á hvaða stigi hún er. Hætta á viðkomubresti sökum ofveiði heldur því áfram að vera til staðar, þrátt fyrir fórn sem færð er. Auðvitað sækjast sjómenn fastast eftir stærsta fiskinum, þeim sem kominn er næst gotstærð. Skerðir aðstöðu vinnslustöðva 3. Skammtímafriðunin (t.d. 1 til 3 vikur í senn), verkar mjög illa á atvinnu fiskverk- unarfólks. Verkar trufiandi. Sú aðferð rýrir tekjur sjómanna og fiskiskipa, kaliar á hækkun fiskverðs — sem naumast verða efni til að hækka, nema þá með gengissigi eða gengisfellingum, sem þá leiðir enn til verðbólgu. Skerðir hag útgerðar 4. Afkoma útgerðar yrði ótrygg og áhættu- söm, þar eð takmarkað fiskmagn skiptist nú milli 80 þús. lesta veiðiflota. Olíukostn- aður og vélaslit yrði mikið, þar sem skipin mundu haida áfram að flæmast um allt hið stóra veiðisvæði umhverfis allt landið. Skerðir tekjur sjómanna 5. Laun sjómanna gætu ekki hækkað í reynd — jafnvel þó framkvæmd yrði sýndarhækk- un með gengisfellingu. Núna er þessu þannig varið, að í rauninni er um að ræða dulbúið atvinnuleysi meðal sjómanna, þar sem of mörgum mönnum er fengið verkefni við að veiða of lítinn fisk. I.akara hráefni 6. Vegna þess stóra svæðis, sem nú er nýtt og vegna þess, hvað mörg skip berjast um þann takmarkaða afla sem fyrir hendi er, kemur stundum fyrir að fiskur er orðinn helst til fornveiddur, þegar hann kemst í vinnslu. Þetta getur spillt fiskgæðum eitthvað. Hér er þó líklega ekki um stórt atriði að ræða. • , Torveld eftirlitsstörf 7. Eftirlit landhelgisgæslunnar er mjög erfitt miðað við núverandi aðstæður, þar sem smásvæði eru friðuð út um allt. (Auk þess er sú friðun gagnslítil, því þegar veiðiskipin hreinsa burt fisk upp að friðunarlínunum, þá verður fiskhaginn betri utan friðunar- línunnar. og þangað leitar því fiskurinn í meira og auðfengnara æti, og er drepinn. • (En stækkun möskva í nótum kynni líka að hafa einhver áhrif, þannig að smá-svæða- friðun hefði nú minni þýðingu en fyrr til að vernda allra smæsta fiskinn). Ný aðferð — samkva-mt Hagkeðju-stefnu. 8 atriði til úrbóta. Lækkaður kostnaður — m.a. olíukostnaður. 1. Eitt meginatriði nýju tilhögunarinnar felst í því að minnka botnfiskveiðiflotann úr ca. 80 þús. lestum í 60 þús. lestir. (Þá er reiknað með að áfram verði um 20 þúsund lesta floti við aðrar veiðar, svo sem loðnu-veiðar og kolmunna-veiðar, skelfisk o.fl.) Við þessa breytingu mundi sparast útgerðaT- kostnaður (e.t.v. ca. 15—20 milljarðar) og ka mi sú spörun á móti því þjóðhagslega „tapi“ sem óhjákvæmilega hlýtur að stafa af veiðiminnkun 1. ár veiðiskipulagningar. Hættu á viðkomubresti bægt frá 2. Með því að friða alveg fyrir vörpu, dragnót, línu og smáriðnum netu-m — stórt svaíði, svæðið if&. Grímsey að Eystra-Horni, þá fæst fullkomin trygging fyrir því, að eitthvað af fiski nær kynþroska stærð, kemst á gotstöðvarnar til þess þar með að viðhalda stofninum — en þar er óhætt að veiða hann — aðeins ef sóknarþunginn, er ekki of mikill — þ.e. ekki of stór floti. Bætt aðstaða vinnslustiiðva 3. Nýja aðferðin stuðlar að jafnari nýtingu fisk- verkunarstöðva, þeirra er yrðu i fullum gangi. En á þeim stöðvum þar sem draga þarf verulega úr fiskverkun, það er við friðunarsvæðið, þar gætu menn snúið sér að öðrum verkefnum að hluta til, — m.a. í nýjum iðnaði —^ hvers rekstur yrði tryggður með styrkjum þeim' sem áður getur, það er úr Fiskuppeldissjóðnum. Bætir hag útgerðar 4. Afkoma útgerðar yrði stórbætt, þar sem hið takmarkaða aflamagn dreifist nú milli 60 þús. lesta flota í stað 80 þús. Þar munar til batnaðar um 33% — þó að frádregnu ca. 2 % af útflutnings verðmæti aflans, sem er það gjald, sem færi í fiskuppeldissjóð/ auðlindasjóð, þó yrði hér aðeins um að ræða þann hluta gjaldsins, sem væri viðbót, miðað við núverandi gjöld í afla- tryggingasjóð og verðjöfnunarsjóði en báða þá sjóði tel ég að mætti sameina í Fiskuppeldissjóði. (Þetta þarfnast nánari skýringa ef til kæmi.) Eykur rauntekjur sjómanna 5. Rauntekjur sjómanna gætu hækkað, án fiskverðs- hækkunar, og gengisfellinga því sömu eða svipað- ar aflatekjur mundu skiptast milli færri manna, (á að giska 1/6 færri manna) þeirra er að botnfiskveiðum mundu vinna. Sjómönnum mundi fækka um nokkur hundruð — og hið dulbúna atvinnuleysi minkaði að sama skapi. Næga atvinnu er auðvelt að skapa, m.a. í nýjum iðnaði fyrir þennan litla hóp vel vinnandi manna. Betra hráefni 6. Minnkað veiðisvæði — og minkaður floti — veldur því að skipin eru fljótari að ná góðri veiði. Koma því tíðar að landi, að ööru jöfnu. Til jafnaðar verður fiskurinn nýrri, með nýju tilhöguninni, þegar hann kemst í vinnslu. Bætir aðstöðu til eftirlits 7. Með því að friða alveg (éða svo til) stórt hafsvæði verður eftirlit Landhelgisgæslunnar stórum auðveldara og áhrifaríkara. Reglugerðum þyrfti að breyta í samræmi við nýja skipan. Fa'rir efnahagsþróun á nýja braut — til bjartari framtíðar 8. Með friðun á öllu norðaustur hólfinu — er farið inn á nýja braut. Sjá kort „Fyrri áfangi". Og með minkun flotans næst ekki aðeins spörun er kemur á móti, eða upphefur það efnahagsáfall, sem aukinni friðun veldur, (hér er um tvær álíka stærðir að ræða) — heldur kemur temprunargjaldið, þ.e. gjaldið í Fiskuppeldi%sjóð — sem einskonar aukaafurð í málinu, því það gerir mögulegt að styrkja til frambúðar nýiðnað í landinu. En nýr framleiðsluiðnaður — svo um muni í þjóðarbúskap — kemst naumast upp nema hann njóti einhverrar „forgjafar“ í byrjun. Þetta leiðir efnahagskerfið inn á nýja braut — nýja framfarabraut. Fiskuppeldisgjaldið er svo lítill hluti af þeim ávinningi, sem útgerðin verður að-njótandi við minkun flotans, að þess verður naumast vart — þó þaö hinsvegar dugi til að styðja að nýjum iðnaði, og hafa þar úrslitaáhrif. Rætt við Kristján Friðriksson um hag- keðjuna, hugmyndir hans um hvernig staðið skuli að fiskveiðum við ísland skulum við segja að ísfirðingar kepptu um veiðileyfin og þá yrði ekki komist hjá uppboði. Þeir sem hæst byðu fengju þá leyfin en hinir dyttu úr. E.t.v. yrðu það aðeins 2—3 bátar og gætu þeir þá selt skipakaupasjóði báta sína. Segjum svo að næst færum við til staðar þar sem væri aðeins einn togari. Þar fengist kannski ekkert boð í veiðileyfin og þá yrði þeim hinum sömu úthlutað leyfi. Þeir fengju e.t.v. leyfi til að gera út sinn togara í 10 mánuði, en þá yrði útgerðin að greiða útflutnings- gjald eða löndunargjald í fiskupp- eldissjóð en það gjald væru ísfirð- ingar búnir að greiða með upp- boðsgjaldinu. Svo getum við hugsað okkur stað eins og Akureyri. Útgerðarfélagi Akureyrar dygði e.t.v. að selja einn af togurunum sínum og þá hefðu þeir lækkað útgerðarkostn- að en sama aflamagn og áður og minni tilkostnað. Víðast held ég að málið leystist næstum sjálfkrafa og sársaukalít- ið. Heimamenn á hverjum stað mundu koma sér saman um breyt- inguna — laga sig eftir aðstæðum — og greiða lágmarksgjald í fisk- uppeldissjóðinn. Þetta yrði svipað í framkvæmd og þegar verið var að koma lögum á við nýtingu lax- veiðiánna hér á landi. Atök mundu óvíða verða og þverra fljótt. Þetta mundu þykja sjálfsögð tilhögun og menn munu fara að undrast það Sturlungaaldarástand sem núna ríkir. A Austurlandi verður vandinn að sjálfsögðu meiri. Togaraútgerð- in gæti auðvitað haldið áfram óhindrað og fiskur yrði verkaður áfram á þessum svæðum því við verðum að halda vel við öllum okkar fiskverkunarstöðvum — m.a. vegna stóraukins aflamagns alveg á næstu árum. Búast mætti við 150 þúsund lesta aflaaukningu strax eftir 3 ár. En þetta fyrir- komulag gæti skapað vanda fyrir vissar stærðir báta, t.d. sem stund- að hafa línu — og netaveiðar. Ég tel óhætt að handfæraveiðar héldu áfram í svipuðum mæli og verið hefur. Vanda eigenda báta af milli- stærðum þyrfti að leysa með ýms- um hætti — í sumum tilvikum mætti e.t.v. leysa vandann með því að láta eigendur þessara báta sitja fyrir síldveiðileyfum. Nýiðnaður En hér komum við að ákveðnu höfuðatriði. Enginn maður getur áunnið sér rétt til að vinna þjóð sinni tjón — í þessu tilfelli með því að veiða uppeldisfisk. Aftur á móti hefur hvert byggð- arlag — þorp eða bær — áunnið sér vissan rétt til þess að högun þess í heild verði ekki raskað. Þess vegna verður veiðiskipulagningin að bjóða íbúum þessara staða — einstaklingum eða félögum, upp á langtíma rekstrarskilyrði sem ekki keppti við óstyrkan innlendan iðnað. Þetta yrði sá gullstóll sem lyfti Austfirðingum og Norðlend- ingum á nýtt verkmenningarstig." Hvaðan kæmi kostnaðarféð? Rekstrarstyrkir ættu að koma úr Fiskuppeldissjóði. Hér yrði sennilega ekki um að ræða iðnfyr- irtæki fyrir nema 200 til 300 manns á norð-austur-strandsvæð- inu fyrstu 3 árin. Fiskuppelsissjóð- ur mundi fara létt með að veita þessum iðnaði rekstrarstyrki. Segjum t.d. 1—1% milljón fyrir hvert ársverk í iðnaði. Alls yrði þetta innan við milljarður árlega í rekstrarstyrki. Stofnfé til nýiðnaðar myndu heimamenn leggja fram ásamt þeim stofnlánasjóðum sem fyrir eru í landinu. Svo fengist ókeypis ráðgjöf og aðstoð líkt og landþún- aðurinn fær núna. Mörg iðnfyrir- tækin mundu brátt fara að græða vel og mættu þó gjarnan halda styrkjum um tiltekið árabil — sbr. það sem gerist í slíkri nýsköpun meðal annarra þjóða. Nýiðnaður á suðvesturhorni landsins þyrfti líka að njóta rekstrarstyrkja í byrjun vegna fækkunar sjómanna m.a. en í miklu minna mæli en iðnaður sem stofnsettur yrði í þorpunum við fiskuppeldisstöðvarnar fyrir aust- an og norðan. Efnahagsþati fram- tíðarinnar byggist hvað mest á því að fólkið á þessum svæðum fallist á að lofa fiskaeign þjóðarinnar að vaxa til réttrar stærðar. Það verður að byggja eins konar gull- stól undir Austfirðinga, og Norð- lendinga síðar, sem endurgjald fyrir að láta uppeldisfiskinn í friði." Hvers vegna nelnir þú 60 þús- und lesta botnfiskveiðiflota? Mig minnir að Norður-Atlants- hafsfiskveiðinefndin og fleiri aðil- ar hafi talað um að núverandi sókn væri margfalt of mikil. „Stundum er sagt að stjórnmál séu list hins mögulega. Nú vill einmitt svo til að með því að minnka flotann um þetta hlutfall, þ.e. botnfiskveiðiflotann um V*, þá fær þjóðin álíka vinning og nemur því tapi sem hún verður að þola við veiðitakmörkunina fyrsta skipu- lagsárið. Augljóst er líka samkvæmt okk- ar eigin reynslu að óhætt er að minnka flotann sem þessu nemur, sbr. t.d. reynsluna af okkar eigin veiði 1954 og er við náðum mikilli veiði með margfalt minni flota og í samkeppni við útlendinga. Meiri flotaskerðingu held ég að yrði erfitt að ráða við. Þá þyrfti skipakaupasjóðurinn að vera svo stór að erfiðleikum myndi valda. En svo vex aflamagnið mjög hratt og þá tel ég að óvíst sé að 60 þúsund lesta floti verði mikið of stór. Þannig er nokkuð margt sem mælir með minnkun af þeirri stærðargráðu sem ég hef þegar nefnt.“ — rmn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.