Morgunblaðið - 22.03.1979, Síða 46

Morgunblaðið - 22.03.1979, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 • „Ég fer létt með að taka KR-inttfnn í einvíginu“ sagði Pétur rakari á hlaðamannafundinum. „Ég tek niður um hann sagði Egill. Þessir dyggu stuðningsmenn félaga sinna munu eflaust láta mikið að sér kveða á KR-hátiðinni í kvöld. Það er aldrei lognmolla í kringum kappana þegar þeir mæta á völlinn. Reglur um frestun leikja í bígerð? Fyrirlestur um fimleika Stjórn Fimleikasambands íslands býður hér með ti! fyrirlestrar sunnudaginn 25. mars n.k. kl. 20.00 Staður. Ráðstefnusalur. Hótel Loftleiðum. Fyrirlesari: Leoned Zakarjan. sovéskur þjálfari. sem hér starfar hjá Iþrótta- fél. Gerplu, Kópavogi. Efni íyrirlestrarins: Fimleikafræði. Túlkur: InKÍbjörjí Hafstað. Fyrirlestur þessi er opinn fimleikafólki. þjálfurum. dómurum. iþróttakcnnur- um, forystumönnum félaga í fimlcikum og öðru áhuga- fólki um fimleika. Að fyrirlestrinum loknum gefst fólki kostur á að kaupa sér veitinjjar ou spjalla saman. Stjórn Fimleikasambands * fslands. Dómaranám- skeid KKÍ KKÍ gengst fyrir dómara- námskeiði næstkomandi heÍKÍ <>K hefst námskeiðið á lauKardaKsmorguninn klukkan 9.30 í Hólabrekku- skóla. Leiðbeinandi verður Kristbjörn Albertsson. Námskeið þetta cr öllum opið ok þarf ekki að til- k.vnna þátttöku. KR-bad- minton BADMINTONMÓT KR fer fram 31. mars næstkomandi og verður þar leikið í tvíliðaleik karla og kvenna í meistara- og A-flokki. Þátt- tökutilkynningum ber að skila til einhvers eftirfar- andi: Friðlcifs í síma 26726, Sigurður 21868, eða Hjalta í síma 28732. Landsflokka- glfman á sunnudaginn Landsflokkagiiman 1979 fcr fram í íþróttahúsi Kennara- háskólans sunnudaginn 25. marz nk. Keppnin hefst kl. 14.00 Keppt verður í þrem þyngdarflokkum fullorðinna og aldurs- flokkum unglinga, drengja og sveina. Til leiks eru skráðir 27 keppendur. þar af eru 4 Ármenningar, 4 KR-ingar, 3 Víkverjar, 8 Þingeyingar, 5 Austfirðingar og 3 frá Héraðssambandinu Skarphéðni. Badminton á Selfossi FYRSTA opna badminton- mót, sem haldið hefur verið á Selfossi, fer fram í íþrótta- höllinni 25. mars næstkom- andi og hefst klukkan 13.30. Hér er um að ræða B-flokks mót. Keppt .erður í einliða- leik karla og kvenna auk tvcnndarleiks. Hjalti Sigurðsson í síma 99-1604 og Bára Gunnars- dóttir í síma 99-1219 taka við þátttökutilkynningum allt til 21. þessa mánaðar. í FRAMHALDI af því sem sagt var frá á íþróttasíðu Mbl. í gær, varðandi þær hugmyndir HSI um úrvalsdeild og fleiri breytingar á mótshaldi í handknattleiknum hérlendis, má einnig geta nokk- urra hugmynda HSI-nefndarinn- ar um ýmsar nýjar reglur. Fyrst má geta þeirrar hugmynd- ar, að drög að niðurröðun leikja berist félögunum 1. júlí ár hvert. Síðan myndu félögin geta borið fram sérstakar óskir sínar um breytingar allt fram til 1. ágúst. En eftir 1. ágúst yrðu síðan engar breytingar á niðurröðun leikja. Eins og er hafa félögin tillögurétt úm breytingar á leikjum, en ekk- ert úrslitavald. Þessi hugmynd felur í sér í senn gott skipulag og sanngirni. Ef tekið er mið af þessu keppnistímabili, er einnig nýjung í því að leikjum sé raðað niður áður en að keppnistímabilið hefst. Þá eru einnig þarfar hugmyndir hjá nefndinni um frestun leikja og reglur þar að lútandi. Eins og flestum mun vera kunnugt, eink- um HK í Kópavogi, eru engar reglur til varðandi frestun leikja og allt það brölt sem í kring um I.Tr það verður. Hugmyndirnar sem nefndin gælir helst við, eru eink- um í því fólgnar að félögin semji sjálf innbyrðis um frestun ein- stakra leikja. Mótanefnd HSÍ yrði síðan að samþykkja þær. Það skilyröi fylgir, að félögin yrðu að ákveða þegar nýjan leikdag, ella myndi mótanefndin ekki sam- þykkja frestunina. Verði eitthvað af reglum þessum, er ólíklegt að mál eins og það sem upp kom varðandi leik Vals og HK fyrr í vetur, komi fyrir aftur. Þegar talað er um að hafa fjórfalda umferð í 6 liða deild eins og frétt var um í blaöinu í gær varðandi úrvalsdeildarhugmynd- irnar, vaknar sú spurning, hvort ferðakostnaður kynni ekki að auk- ast við það að félag þyrfti t.d. að fara tvívegis til Akureyrar og öfugt. Því er til að svara, að í hugmyndum HSÍ-nefndarinnar er gert ráð fyrir þessu á þann hátt, að félögin myndu leika báða leiki sína í sömu ferðinni. Fleira hefur nefndin umrædda í pokahorninu, en allt er þetta á byrjunarstigi og í mótun. — gg. IMi 0 IK-piltarnir sem slógu maraþonmetið. Handboltahátíö KR Hvort sigra tittirnir eða tröllin? ÞAÐ var mikið líf og fjör á hlaðamannafundi sem handknatt- leiksdeild KR hoðaði til í fyrra- dag til að kynna handknattleiks- hátíð sína í Laugardalshöllinni í kvöld. Og ekki er að efa að svo verður einnig í höllinni í kvöld því að margar nýjungar vcrða þar á dagskrá. Handboltahátíð þessi er í tiiefni 80 ára afmælis KR og hefst hún kl. 19.30 í kvöld. Það er Skóla- hljómsveit Kópavogs sem opnar hátíðina og leikur á milli atriða til þess að hafa stemmninguna sem bcsta. Fyrsta atriðið á dagskránni er leikur drengja í 5. flokki en þessi gömlu félög hafa oft háð harða baráttu í gegnum árin og þessir flokkar eru sagðir standa sig mjög vel um þessar mundir. „Old Boys“ leikur á milli KR og FH er svo næstur á dagskránni og verður það að öllu líkindum bráðskemmtileg- ur leikur, því að allar gömlu kempurnar úr liðum þessum frá árunum 1956—1960 mæta til leiks. Frá FH mæta þekktir leikmenn eins og Örn Hallsteinsson, Ragnar Jónsson, Hjalti Einarsson o.fl. og frá KR Reynir Ólafsson, Karl Jóhannsson, Guðjón Ólafsson o.fl. Þarna gefst upplagt tækifæri að sjá öll gömlu tilþrif þessara kappa á ný. Mfl. kvenna í KR mætir svo stjörnuliði útlendinga í körfu, en leikinn verður handknattleikur. Þessi leikur býður upp á skemmti- lega tilbreytingu og verður fróð- legt að sjá hvort körfusnillingun- um gengur eins vel með handbolt- ann og körfuboltann. Það vantar léttleika í hand- knattleikinn, þetta er oft sagt nú á dögum. Menn eru of stórir og þungir. Nú fáum við úr því skorið hvort svo er. Hvort er vænlegra til árangurs að vera tröll eða tittur. Hilmar Björnsson velur tröllalið á móti tittum Jóhanns Inga lands- liðseinvalds, til að fá úr þessu skorið Nú þá verða á milli atriða ýmsar nýjungar, og nýstárleg atriði. Hinir eldheitu stuðningsmenn Vals og KR, Pétur og Egill rakarar, mæta og fara í víta- keppni. Svavar Gests og Guð- mundur Jónsson sjá um allar kynningar, og skjóta inn bröndur- um. Etv. bregða þeir á leik lika. -þr. 0 Hvort að Hudson körfuknatt- leiksmaður fari svona mjúkum höndum um stúlkurnar í KR-lið- inu í kvöld látum við ósagt. Hér er hann með Ásu Ásgrímsdóttur í fanginu og virðist fara vel á með þeim. Maraþonmetin falla hvert af öðru NÝTT íslandsmet í maraþonknattspyrnu leit dagsins ljós í Borgarnesi um hcigina, en féll aðeins um tveim tímum síðar þegar 3. flokkur ÍK í Kópavogi sló metið. Borgnesingarnir léku í samfleytt 33 klukkustundir og 10 mínútur. Skoruð voru 2160 mörk og var Garðar Jónsson markhæstur mcð 500 mörk. Maraþon mennirnir í Borgarnesi voru þeir Garðar Jónsson, Ólafur Helgason. Garðar Halldórsson, Ólafur Þorgcirsson, Gunnar Jónsson, Magnús Ólafsson, Björn Indriðason og Gestur Sigurðsson. Sem fyrr segir stóð met þetta stutt. ÍK sló það fácinum tímum síðar er 3. flokkur félagsins lék í 34 klukkustundir og 15 mínutur. í Kópavoginum voru skoruð í kringum 1800 mörk. Maraþonmenn IK voru þeir Heiðar Ileiðarsson, Arinbjörn Klausen, Þórir Bergsson, Ottó Markússon. Steingrímur D. Pálsson, Sölvi Sölvason, Kristinn Garðarsson og Sigvaldi Einarsson. Þjálfari er Aðalsteinn Aðalsteins- son. Bæði maraþonmctin voru til fjáröflunar og tókust vel sem slík. 'J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.