Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 13 Eitrunarnefnd hefur í sam- vinnu við Rannsóknastofnun iðnaðarins og borgarlækni lát- ið kanna blýmagn í blóði fjög- urra starfsstétta í Reykjavík með tilliti til hugsanlegrar blýeitrunar og jafnframt ákvarðað blý í ryki í loftsýnum á 2 umferðartorgum. einni um- ferðargötu og einum stað utan gatnakerfis. Blý er málmur, sem oft hefur umtalsverð eitur- áhrif og er blýi t.d. blandað í henzín til að auka notagildi eldsneytisins og skilar sér þá með útblæstri bíla aftur út í andrúmsloftið. Prófessor Þorkell Jóhannes- son og Hörður Þormarr efna- fræðingur hafa staðið að könn- uninni, sem er liður í viðleitni eiturefnanefndar til að kanna hver sé grunnmengun af völdum ýmissa eiturefna og hættulegra efna hér á landi. Áður hafa verið gerðar mælingar á tveim- ur öðrum mengunarefnum frá útblæstri bifreiða í andrúms- lofti í Reykjavík, þ.e. köfnunar- efnisoxíið og koloxíðs. Hefur umhverfismálaráði Reykjavíkur verið gerð grein fyrir niðurstöð- unum og verður svo einnig um blýmælingarnar. — Athyglisvert við þessa könnun á blýi í andrúmslofti er, að að það virðist vera samhengi milli umferðarhraða og umferð- arþéttleika, í samræmi við það sem er í öðrum löndum, sagði Þorkell er við leituðum frétta af þessari könnun hjá honum. Einnig er mjög athyglisvert hve feikilega mikið magn getur stundum mælst í einstökum sýnum, magn sem er langt fyrir ofan hættuleysismörk. En mæl- ingar hér á blóði strætisvagna- bílstjóra og götulögreglumanna benda eindregið til þess að magn frá útblæstri bíla sé hér lítið. Víða erlendis er umdeilt hver eiturhætta kunni að stafa af benzíni. Samt eru allir einhuga um að takmarka beri blý í benzíni. Takmarka ber blý í borginni I þessari nýloknu könnun kemur fram, að blý mælist í andrúmslofti við tilteknar um- ferðargötur í Reykjavík, en ekki utan umferðar. Ekki er aftur á móti meira blý en svo í blóði götulögreglumanna og strætis- vagnastjóra, sem mikið eru að störfum á umferðargötum, að það var ekki umfram það sem telst eðlilegt. Hins vegar mæld- ist við fyrri könnun á árunum 1972—73 blý í blóði stétta, sem eru útsettar fyrir blýmengun vegna starfa sinna. Var þá greinilegt að rafgeymasmiðir og símvirkjar og menn, sem starfa við tengingu símakapla, voru með mun meira blý í blóði en skrifstofumenn. Fyrir raf- geymasmiði var munurinn marktækur. Prófessor Þorkell Jóhannes- son og Hörður Þormar efna- fræðingur hafa staðið að þessari könnun, sem er liður í viðleitni eiturefnanefndar til að kanna hver sé grunnmengun af völdum ýmissa eiturefna og hættulegra efna hér á landi, en áður hafa verið gerðar mælingar á tveim- ur öðrum mengunarefnum frá útblæstri bifreiða í andrúms- lofti í Reykjavík, þ.e. köfnunar- efnisoxíðs og koloxíðs. Þorkell Jóhannesson prófessor Hörður Þormar efnafræðingur Blýmengun mælist af umferðinni en lítt vart í blóði vegfarenda Mikið blý í einstökum sýnum I niðurstöðum próf. Þorkels og Harðar Þormars segir m.a.: Blý var ákvarðað í ryki, er safnað var í alls 46 loftsýnum, er tekin voru á fjórum athugun- arstöðum í Reykjavík. Voru tveir athugunarstaðir á umferð- artorgum (Miklatorg og Hlemmtorg) þriðji á umferðar- götu (Miklubraut) og sá fjórði utan gatnakerfisins að heita má (Kjarvalsstaðir). Af töflu sést, að blý var ekki mælanlegt í magni í sýnum er tekin voru við Kjarvalsstaði. Blý var mælanlegt í fimm af 12 sýnum, er tekin voru á Hlemmtorgi, og í 9 af 16 sýnum, er tekin voru á Miklatorgi. A Miklubraut var blý hins vegar mælanlegt í þrettán af alls 15 sýnum. Blý kom þannig hlut- fallslega langoftast fyrir í mæl- anlegu magni á Miklubraut. Meðalrúmmál sýna var heldur minna á Miklubraut en á Mikla- torgi og Hlemmtorgi, en munur á tölugildum þessum var ekki marktækur. Segir að greinilegt sé að magn blýs sé ákaflega breytilegt í ryki á sama athug- unarstað, því vakin er athygli á að geysilega mikið blý var í einstökum loftsýnum. Blý var ákvarðað í blóðsýnum frá alls 59 prenturum, bifvéla- virkjum, starfsmönnum Lands- símans, rafgeymasmiðum og skrifstofumönnum á árinu 1972. Magn blýs var minnst í blóðsýn- um frá skrifstofumönnum og prenturum, en fór smáhækkandi í bifvélavirkjum, starfsmönnum Landssímans og rafgeymasmið- um. Magn blýs í blóði rafgeyma- smiða var þannig marktækt meira en í blóði skrifstofu- manna og prentara. Gerðar voru á árinu 1978 alls 20 ákvarðanir á blýi í blóðsýnum frá strætisvagnastjórum og lög- reglumönnum í götulögreglunni í Reykjavík og í blóðsýnum frá 10 lækna- og tannlæknanemum. Magn blýs var allmiklu meira í blóði lögreglumanna en strætis- vagnabílstjóra. Magn blýs í blóði sex læknanema og fjögurra tannlæknanema var um það bil hið sama og í blóði lögreglumanna. Marktækur munur var ekki á meðalþéttni blýs í blóðsýnum frá stúdentum og strætisvagnabílstjórum eða lögreglumönnum, né heldur var marktækur munur á magni blýs í blóði strætisvagnabílstjóra og lögreglumanna. Í niðurstöðum er einnig vakin -- á því athygli, að í blóði manna í Danmörku, er eigi var vitað um að væru í snertingu við blý eða blýsambönd sér^taklega, reyndist þéttni blýs minni en hér var í blóðsýnum frá lækna- og tannlæknanemum, er tekin voru til viðmiðunar. Virðist þannig full ástæða til þess að rannsaka miklu ítarlegar en hér hafi verið gert, hver sé grunn- mengun af völdum blýs á ís- landi. Engar reglur um blý í bensíni hér I greinargerð frá prófessor Þorkeli og Herði leiða þeir rök að því, að þéttni blýs í blóði ætti ekki að vera umfram 200 ng/ml, þar eð við þau mörk verðkvart fyrstu eituráhrifa af völdum blýs. Umfram 400 mg/ml mörkin geti farið að bera á sjúkleika, eitrun af völdum blýs. Sú skoðun hafi orðið ríkjandi að takmarka beri notkun blýs í benzíni svo sem auðið er. I þessu sambandi beri þess að gæta, að lítill hluti tetraetýlblýs í benzíni gæti borist út í andrúmsloftið óumbreytt, en tetraetýlblý og nokkur önnur lífræn blýsam- bönd séu án efa meðal allra hættulegustu blýsambanda, er þekkjast. I Japan og Sovét- ríkjunum sé blý yfirleitt ekki leyft í benzíni. I Vestur-Þýzka- landi sé miðað við 0,15 g Pb/1 benzíns, en á Norðurlöndum og víðar við 0,40 g Pb/1 hið mesta. Hér á landi eru engar sambæri- legar relgur í gildi. Samkvæmt upplýsingum, sem þéir fengu frá fyrirtækinu Fjölver, var magn vblýs í venjulegu benzíni, sem selt var hér á landi árið 1977, yfirleitt á bilinu 0,32—0,38 g Pb/1. Megi því segja, að um þetta gildi væntanlega í raun sömu reglur hér á landi og á öðrum Norðurlöndum. Loks má geta þess, að í viðauka við skýrslu þeirra Þor- kels og Harðar er fjallað ítar- lega um eituráhrif og eitur- verkanir af völdum blýs. Ótrúlegt úrval af frábærum hljómplötum á ^LEDISCOALBUM ..Súpermarkaónum" Komiö og gerið góö kaup. Kaffiveitingar á staönum. Súpermarkaðurinn, Sýningahöllinni (Ársalir) v/Bíldshöfða. r? 7trg\. Q BÍÓ-FÓIK l? Opið í dag kl. 1-6 Föstudag kl. 1-10 Laugardag kl. 9-12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.