Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 45 TTTWa VELVAKANDI SVARAR í SÍMA* 0100 KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI í sósíalísku ríkjunum er eitt æðstaráö og formaður þess sem öllu ræður. Otakmarkað vald hefur enginn maður þolað og allt hefur endað með ósköpum eins og hjá sósíalistunum, Hitler sem var brúnn en Stalín rauður. Stalín slátraði líka 30 milljónum á meðan Hitler komst ekki nema í nokkrar milljónir gyðinga svo rauður litur- inn klæðir hann betur. Maður sá í myndaflokknum „Ég Kládíus" hvernig þeir fóru að keisararnir í Róm. Svo voru þeir hræddir um líf sitt að þeir þorðu ekki að borða nema að smakkað væri á öllu fyrst. Rétt er þó að taka fram, að þeir fóru betur með nýlendurnar sínar en Rússar fara með leppríkin. Þar var enginn „terror" eins og í Austur-Evrópu og saga sýnir að Tíberíus vildi ekki framsóknarmenn í skattheimtu- mannastörf. Það kom einu sinni til hans einn afskaplega hamingju- samur því hann kom með skatt til hans sem var 3svar sinnum meiri en árið áður. Tíberíus brást hinn versti við og sagði: „Ég skipa þér að klippa sauði mína en ekki blóðraka þá.“ Skattpínt fólk skilar engum arði. Ilúsmóðir • Þakkir Velvakanda hefur borist bréf frá Dvalargestum á Hrafnistu. Þar bera þeir fram þakkir fyrir ánægjulega kvöldstund og minn- ingar frá liðnum árum er Viggó Natanaelsson kom þangað og sýndi kvikmyndina Dýrafjörður. Myndin er tekin af Viggó sjálfum en Dýrfirðingafélagið lánaði hana á Hrafnistu. Þessir hringdu • Athugasemdir Björn Vigfússon hringdi og vildi taka það fram vegna leiðrétt- ingar sem birtist í Velvakanda í gær að málshátturinn sem um ræðir kom ekki rangur frá hans hendi heldur voru það mistök Velvakanda sjálfs. Eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á þess- um leiðu mistökum. Er það rétt að Björn vill hafa málsháttinn þann- ig: Sá árla sem háttar og árla upp rís, auðmaður verður hygginn og vís, en Jón Björnsson telur hann réttan þannig: Sá árla sem háttar og árla upp rís, auðugur verður hraustur og vís. Eins og lesendur hafa tekið eftir fluttist „sem“ til í síðara skiptið sem rætt var um málsháttinn í Velvakanda en mun vera á réttum stað í þessari útgáfu. Velvakandi biður þá Jón og Björn afsökunar á mistökunum. • Gallaður lopi G.G. hringdi og vildi bera fram fyrirspurn til verkstjóra Álafoss-verksmiðjanna. Hún sagði að lopi sá sem seldur er þaðan og ætlaður til að smyrna úr væri ekki eins og best væri á kosið. Sagði hún einstaka hespur vera góðar og lopann jafngrófan í allri hespunni en síðan væru aðrar hespur og í þeim væri lopinn misgrófur og SKAK Umsjón: Margeir Pétursson í flokkakeppni Moskvuborgar í haust kom þessi staða upp í viður- eign stórmeistaranna Davids Bronstein, sem tefldi fyrir Dynamo og Evgeny Vasjukovs, Mosgarnizon, sem hafði svart og átti leik. ónothæfur í sumum tilfellum. Hún sagði það vera afskaplega bagalegt þegar væri verið að vinna úr lopanum að lenda á slíkum hesp- um. Kvað hún þetta bera vott um óvandvirkni íslenskrar fram- leiðslu. VELVAKANDI hafði samband við einn af verkstjórum Álafoss og tjáði hann okkur að við vinnslu á bandi yrði alltaf einhver hluti framleiðslunnar gallaður. Hann sagði það sem gallað væri væri yfirleitt tekið úr og sett á útsölur sem annars flokks band. Hann sagði að hafi hins vegar hespa með mismunandi grófum lopa farið í verslun hafi það verið fyrir mistök af þeirra hálfu, því að svo eigi ekki að vera. • Bara húsmóðir Lesandi hringdi og langaði til að lýsa velþóknun sinni á grein Brynhildar K. Andersen sem birt- ist í Morgunblaðinu 16. mars s.l. „Mig langar til að leggja áherslu á það hversu vel og skynsamlega hún er skrifuð og vil benda fólki eindregið á að lesa hana, hafi það ekki gert það nú þegar. Einnig langar mig til þess að minnast á þann neikvæða áróður sem sífellt hljómar í garð heima- vinnandi húsmæðra. Ég er sjálf heimavinnandi húsmóðir með 2 börn. Ég hef starfsmenntun og gæti þess vegna farið út að vinna en ég tel mig ekki hafa þörf fyrir það og mig langar heldur ekki til þess. En það er rekinn stífur áróður til þess að benda húsmæðr- um á að þær eigi ekki að vera heima. Mér finnst það ætti að reisa húsmóðurstarfið aftur til vegs og virðingar þannig að húsmæður þurfi ekki að stynja því upp úr sér, aðspurðar, að þær séu „bara“ heimavinnandi húsmæður." HÖGNI HREKKVÍSI MANNI OG KONNA Pampers PAPPÍRSBLEIJA + PLASTBUXUR VÖRN f VETRARKULDA. Þurrbleija næst barninu hleypir raka út í ytri pappírslögin, sem taka við mikilli vætu. Áfastar plastbuxur koma í veg fyrir að fötin blotni. Barninu líður vel með Pampers bleiju, hún passar vel og barnið er þurrt. 'Mf *'< 5 STÆRÐIR AÐEINS ÞAÐ BESTA FYRIR BARNIÐ ÞITT ? Tunguháltl 11, R. Sfml 12700 WIPP EXPRESS í allan handþvott Enn eitt úrvalsefniö frá Henkel. ® _Freyöandi þvottaefni í allan handþvott. Þægilegt, handhægt, fer vel með hendurnar. HAGTRYGGING HF éfífli V 31 . . . Rxcd4! (Lakara var 31 ... H8 - c3, 32. Ddl - Rxd4, 33. Hxf7) Nú gengur hvorki 32. Rxd4 — Dxg2 mát né 32. Dxd4 — Bc5 og hvítur tapar því a.m.k. skiptamun. Hann gafst því upp. Sveit Burevestnik varð efst á mótinu. í henni voru m.a. þeir Balashov, Razpvajev, Makerichev, Dvorecki, Jusupov og Dolmatoy. SYNIÐ SERSTAKA AÐGÆSLU VIÐ GANGBRAUTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.