Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 Bra9' Jóhannes Geir Baltasar Leifur Hringur Magnús Að því spyr vetur, hvað sumarið afíar Baltasar sýnir aðeins Þrjú málverk á sýningunni, myndir sem hann sagði að væru nokkurs konar til- raunamyndir, sem hann væri viss um að seldust ekki, enda væri verðlagn- ingin eftir því með galsa, I Þegar ernirnir fljúga veröa hænurnar hræddar. millj. kr. mynd, takk. Balt- asar sagði að sýningar- hópur af pessari stærðar- gráðu virkaði eins og nokkurs konar sauma- klúbbur par sem menn veltu vöngum um myndlist og væru allavega á einu máli um aö jákvætt væri að taka pátt í slíkri sýningu. „Það er gott að læra af reynslu annarra, og ef til vill getum við auðveldað byrjendum að standa í sýningum,“ sagði Baltasar. Málverk Baltasars eru nokkurs konar samsteypu- myndir, fantasíur, en nýlega hélt hann grafík- sýningu og mál- verkasýningu var hann síðést með á Kjarvals- stöðum 1977. Jóhannes Geir sýnir 25 olíumálverk og krítarmyndír í Vetrarmynd. Hann hefur ekki sýnt svo margar myndir um langt árabil, raunar er allt of langt síöan hann hefur haldið sýningu, pví að hann málar mikið og pað fer ekkert á milli mála í myndum hans að víðfangsefnið er ísland. Jóhannes Geir málar landið í litagleði sinni, tengir saman land, fólk og byggðir í myndum sínum og stundum ganga gamlir vinir inn í myndirnar í formi skipa. Annars má segja aö myndir Jóhannesar Geirs séu fullar af islandi. Jóhannes Geir hefur málað mikið á undanförnum árum en myndir hans hafa dreifst vítt og breitt án Þess að hafa komizt til Þess að staldra við á sýningum. Jóhannes Geir lætur stemmninguna oft ráða ferðinni í myndum sínum og ugglaust rímar hann stundum við birtuleikinn í skemmtilegri vinnustofu á bökkum Elliðaáa. Heiömörk Hitabylgja LEIFUR Breiðfjörð sýnir 12 verk úr steindu gleri, en Leifur sýndi t.d. fyrir skömmu í New York og hlaut Þar mjög góða dóma og viðurkenningar. Er nú verið að vinna bók um Þá sýningu og veröa verk Leifs kynnt í Þeirri bók. Vinna við listsköpun Leifs er mjög tímafrek enda mikið nostur, en segja má að hér sé um að ræða nýja listgrein á ís- landi, Því Það eru ekki margír sem hafa lagt hönd á að búa til listaverk úr steíndu gleri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.