Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 19 Bók Fischers er kennsludæmi um hvernig þröngsýni og orð- helgisháttur sósíalista varnar þeim fullkomlega að bera skyn á eðli og tilgang lista og vísinda. Það væru mistök að reyna að skýrgreina list án tillits til félagslegs umhverfis hennar. Einnig er rétt að krefja verður listina sannsögli hvort heldur hún kýs að segja hánn í formi lyginnar eða ekki. Jafnskjótt og listinni er á hinn bóginn skipað á bás með valdboði hlýtur hún að líða undir lok. Náfnykinn af fagurfræði sósíalista má skýra í ljósi þess að þeir hvorki skilja né þola að listsköpun geti haft markmið í sjálfu sér óháð altækum stórasannleik. Er athyglisvert hve það virðist hafa orðið fáum listamönnum til trafala að kunna ekki að útskýra athæfi sitt. I bókinni „Veizla í farangrinum" lýsir Hemingway skáldbróður sínum Scott Fitzgerald. Skáldskaparhæfileik- ar hans, segir Hemingway, voru honum eins eiginlegir og vígindi í dufti fiðrildisvængja. Þegar hann loks uppgötvaði það sjálfur og fór að velta fyrir sér samsetningu þeirra fór honum að fatast flugið og brátt leið ekki á löngu uns hann hætti að skrifa góðar bækur. Þegar krafist er sannsögli af listamanni, felur það einnig í sér kröfu um ábyrgð. Æðsta ábyrgð hvers listamanns hlýtur að vera sú, að hann misnoti ekki það frelsi, er hann nýtur til list- sköpunar, í þeim tilgangi að útrýma því. Af öllu er hins vegar ljóst að einmitt í þessu lýsi sér táknrænt ábyrgðarleysi sósía- lista. Njótandi þess öllum fótum í etu að standa reyta þeir hár sitt og fjargviðrast hamstola yfir þeirri sömu umgjörð og gerir þeim sjálfum kleift að þenja básúnur sínar. Lýðræði er að því leyti sérstætt stjórnarform að þar fylgjast að hönd í hönd öryggi og áhætta. Það frelsi, er einstaklingurinn hlýtur í fararnesti getur lýst honum og öðrum veginn til annað hvort gæfu eða glötunar. Frelsis- ábyrgð íslenzkra menningarvita er ekki sízt fólgin í þeirri skyldu að gaumgæfa stöðu lands síns í alþjóða samfélagi. Smæðin ein hefur aldrei staðið íslenzkri menningu fyrir þrifum og er hlutur hennar ekki minni fyrir því að við höfum haslað okkur völl í bandalagi gegn tangarsókn kúgunar og ófrelsis. Áhrifum erlendrar hersetu ber eftir megni að halda í skefjum. Sé það á hinn bóginn raunveruleg trú íslenzkra þjóðrembusósíalista að almenn listgáfa sé bundin ákveðinni afstöðu til Atlantshafsbanda- lagsins segir það nóg um „hernám hugarfarsins" við þann borðsendann. Á okkar landi vill það gleymast að frelsi til orðs og æðis er ekki sjálfsagður hlutur heldur brot- hætt gersemi. Forngríski heim- spekingurinn Platon lýsir því í bók sinni „Lýðveldinu“ hvernig taumlausu lýðræði hættir til að leysast upp í harðstjórn. Þrátt fyrir að íslenzkir sagnaritarar fjölluðu ekki um viðfangsefnið sérstaklega gæti í stöku tilsvari litið svo út sem þeir væru að orða einmitt þessa hugsun Grikkjans. I Sturlungu er stúlka á stað einum látin spyrja: Hvernig er þér til Þorgils skaða? og fær hið kjarngóða svar: „Illir þykja mér allir þeir fuglar, er í sitt hreiður skíta." I tilefni menningardags herstöðvaandstæðinga hefðu e.t.v. fleiri landsmenn séð ástæðu til að blygðast en sá einn, er nefndur hefur verið sómi Islands, sverð þess og skjöldur. Kröfuganga vegna dag- vistarmála álaugardag N.EST komandi laugardag hafa ýmis félagasamtök ákveðið að beita sér fyrir kröfugöngu til að leggja áherzlu á þörfina fyrir stórauknu dagvistarrými í höfuð- horginni. Verður lagt af stað frá Illemmi kl. 14 á laugardag og gengið niður Laugaveg og síðan verður útidagskrá á Lækjartorgi með ávörpum og skemmtiatriðum fyrir börn. í fréttabréfi um málið segir, að samstarf þetta hafi byrjað í janú- ar sl. í þeim tilgangi að gefa kröfunni um næg góð dagvistar- heimili aukinn slagkraft. Mark- miðið með þessu samstarfi er að knýja á um úrbætur. Þessir aðilar hafi orðið sammála um að standa fyrir tvenns konar aðgerðum undir kjörorðinu „Næg og góð dagvistar- heimiþ fyrir öll börn“. Einnig kveðst nefndin vilja vekja athygli á, að á biðlista hjá Dagvistun Reykjavíkurborgar eru nú 280 börn á dagheimili og 1337 um leikskóla og að 600 börn eru í gæzlu hjá dagmömmum sem hafa leyfi, en vænta megi þess að ekki verði gizkað á fjölda barna sem er í gæzlu þar fyrir utan. Vakin er athygli á að 1. des. sl. voru 8166 börn í Reykjavík 0—5 ára en á sama tíma aðeins 866 dagheimilis- pláss og börn á aldrinum 6—12 ára 9696 en aðeins 108 pláss á skóla- dagheimilum. Þá er hópurinn að vinna að undirskriftasöfnun þessu máli til hvatningar og gefið hefur verið út merki til að standa straum af kostnaði. Samtök þau sem eru aðilar að þessu samstarfi eru: Fósturfélag íslands, Iðnnema- samband Íslands, Félag einstæðra foreldra, Nemendaráð Kennara- háskóla Íslands, íbúasamtök Vesturbæjar, Íbúasamtök Þing- holtanna, Rauðsokkahreyfingin, Framfarafélag Breiðholts, Sjúkra- liðafélag íslands, Stéttarfélag ísl. félagsráðgjafa, Stúdentaráð H.í og 8. marz hreyfingin. Skákþing í slands haldið um páskana SKÁKÞING íslands fer að venju fram um páskana. nánar tiltekið dagana 5. —16. apríl 1979. Móts- staðir verða Grensásvegur 46 og Laugavegur 71. Reykjavík. Keppni í landsliðsflokki og áskorendaflokki hefst 5. apríl og verða tefldar 11 umferðir í hverj- um flokki. Keppni í meistaraflokki (lágmark 1700 skákstig) og opnum flokki hefst laugardaginn 7. apríl (kl. 14). Tefldar verða 9 umferðir eftir Monradkerfi. Keppni í drengja- og telpna- flokki (14 ára og yngri) hefst 13. apríl (kl. 14) og fer sú keppni fram á Laugavegi 71. Tefldar verða 3 umferðir á dag, alls 9 umferðir. Þátttöku skal tilkynna Þorsteini Þorsteinssyni eigi síðar en þriðju- daginn 3. apríl n.k. kl. 22.00 Hraðskákmót íslands 1979 fer fram sunnudaginn 22. apríl á Grensásvegi 44, Reykjavík, og hefst kl. 14. L.A. frumsýnir , ,S jálfstætt f ólk ’ ’ FÖSTUDAGINN 23. mars frumsýnir Leikfélag Akur- eyrar SJÁLFSTÆTT FÓLK eftir Ilalldór Laxness í endur- skoðaðri leikgerð Baldvins Ilalldórssonar. en leikritið var frumflutt í Þjóðleikhús- inu 1972 í tilefni af sjötugsaf- mæli skáldsins. Leikstjóri er sem fyrr Baldvin Halldórs- son. en leikmynd gerir Gunn- ar Bjarnason. Þetta er fjórða verkefni L.A. á leikárinu, en starfsemi fé- lagsins hefur staðið með mikl- um blóma í vetur og aðsókn að sýningum óvenju mikil. Hlutverk eru 20 og leikend- ur 16. Með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum fer Þráinn Karlsson. Svanhildur Jóhann- esdóttir leikur Ástu Sóllilju, Jóhann Ögmundsson leikur Séra Guðmund og Sigurveig Jónsdóttir Hallberu í Urðar- seli. Hreppsstjórahjónin á Uti-Rauðsmýri leika Heimir Ingimarsson og Þuríður Schiöth. Aðrir leikendur eru Aðalsteinn Bergdal, Gestur E. Þráinn Karlsson (Bjartur), Aðalsteinn Bergdal (Gvendur). og Sigurveig Jónsdóttir (Hallbera í Urðarseli). Jónasson, Viðar Eggertsson og Theodór Júlíusson — sem allir fara með tvö hlutverk í sýn- ingunni; Þórey Aðalsteins- dóttir, Nanna I. Jónsdóttir og Kristjana Jónsdóttir. Auk þess koma fram þrjú börn. Þráinn Karlsson, Svanhildur Jóhannesdóttir (Asta SóIIilja) og Hildigunnur Þráinsdóttir (Björt). Innan skamms hefjast æf- ingar á síðasta verkefni vetr- arins, nýjum kabarett, sem væntanlega verður frumsýnd- ur upp úr páskum. Austurrísk vika á Loftleióum Hótel Loftleiðir býður nú til Austum'kis-kynningar og skemmtikuölda í Blómasalnum dagana 16 —-25. mars nk. Þekktir og vinsælir austurrískir þjóðlaga- sönguarar, Duo Rossmann koma fram og leika og syngja þjóðlög. Þá uerður efnt til happdrættis á huerju kuöldi, en auk þess býður Hótel Loftleiðir aðaluinning sem dregið uerður um i lok kynningarínnar, flugfar til Austurríkis fyrir tuo. A austurrísku uikunni fá gestirsmjörþefinn afTýróla- stemmningunni sem ríkir í skíðaparadís þeinrí er hundruðíslendinga hafa kynnst af eigin raun ískíða- ferðum Flugleiða til Austurríkis. Matreitt uerður að austurrískum hætti. Matseðill: WIENER KRAFTSUPPE Vínarkjötseyði eða TIROLER EGGSPEISE TýrólarEgg og SCHWEINEKOTELETT AUF SAUER KRAUT Grísakótiletta með súrkáli eða WIENER SCHNITZEL Vínarsneið og SACHERTORTE Sacherterta eða APFELSTRUDEL Eplakaka Mataruerð er kr. 4.500.00. Maturframreiddurfrá klukkan 19. Borðpantanir í símum 22321 og 22322. Verið velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.